Morgunblaðið - 03.08.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur í
nýju áliti komist að þeirri niður-
stöðu að úrskurður kærunefndar um
opinbert eftirlit með fjármálastarf-
semi frá 7. febrúar 2001, þess efnis
að vísa frá kæru Búnaðarbankans
gegn Fjármálaeftirlitinu, hafi ekki
verið í samræmi við stjórnsýslulög.
Beinir umboðsmaður því til nefnd-
arinnar að taka mál bankans til end-
urskoðunar, komi fram ósk þess efn-
is, og taki þá mið af þeim
sjónarmiðum sem rakin eru í álitinu.
Ekki kemur fram í áliti umboðs-
manns að um Búnaðarbankann sé
að ræða, en upplýsingar Morgun-
blaðsins herma að svo sé. Bankinn
gerði athugasemdir við þá afstöðu í
úrskurði kærunefndarinnar að
ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, um
að greina ríkislögreglustjóra frá
meintu refsiverðu athæfi bankans,
hefði verið liður í meðferð máls og
því ekki kæranleg ákvörðun sam-
kvæmt stjórnsýslulögum. Hélt
bankinn því fram að um stjórnvalds-
ákvörðun hefði verið að ræða.
Taldi Búnaðarbankinn að Fjár-
málaeftirlitið hefði átt að gefa bank-
anum kost á því að kynna sér gögn
málsins og setja fram skýringar áð-
ur en eftirlitið tók ákvörðun um að
greina ríkislögreglustjóra frá ætluð-
um refsiverðum brotum bankans.
Varðaði meint innherja-
viðskipti með hlutabréf
Án þess að það komi fram í áliti
umboðsmanns Alþingis þá er hér
um að ræða mál er varðaði meint
innherjaviðskipti bankans með
hlutabréf Pharmaco. Á baksíðu
Morgunblaðsins 10. janúar 2001 var
greint frá því að Fjármálaeftirlitið
hefði sent erindi til ríkislögreglu-
stjóra um að embættið rannsakaði
frekar viðskipti Búnaðarbankans og
Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans
með hlutabréf Pharmaco hf. á ár-
unum 1999 og 2000. Var það mat eft-
irlitsins að bankinn hefði haft inn-
herjaupplýsingar um félagið en átt
viðskipti með hlutabréf þess á sama
tíma. Búnaðarbankinn taldi aftur á
móti að engar reglur hefðu verið
brotnar og óskaði eftir því að fá að
kynna sér gögn málsins frekar í
samræmi við reglur stjórnsýslulaga.
Fjármálaeftirlitið hafnaði þeirri ósk
og leitaði bankinn þá til fyrrnefndr-
ar kærunefndar. Nefndin tók málið
fyrir en ákvað að vísa kærunni frá á
fundi sínum 7. febrúar 2001. Bank-
inn leitaði til umboðsmanns í ágúst
sama ár.
Í áliti sínu telur umboðsmaður að
frávísun nefndarinnar hafi ekki ver-
ið reist á réttum lagagrundvelli. Til-
kynning Fjármálaeftirlitsins til rík-
islögreglustjóra hafi ekki falið í sér
formákvörðun, samanber 2. mgr. 26.
gr. stjórnsýslulaga. Nefndinni hafi
því borið að taka kæru bankans til
efnislegrar meðferðar. Í álitinu tek-
ur umboðsmaður sérstaklega fram
að hann taki ekki afstöðu til þess
hvort Búnaðarbankinn hafi átt rétt
á að setja fram andmæli eða fá að-
gang að gögnum málsins, líkt og
bankinn fór fram á við umboðs-
mann.
Umboðsmaður um mál Búnaðarbankans og Fjármálaeftirlits
Ekki í samræmi
við stjórnsýslulög
VERSLUNARMANNAHELGIN,
mesta útileguhelgi ársins, er geng-
in í garð. Á þjóðvegum landsins
hefur mátt sjá fjölda bíla með skýli
á borð við fellihýsi eða tjaldvagna
í eftirdragi. Sumir halda sig enn
við tjaldið. Þegar á fimmtudag var
fólk farið að koma sér fyrir, m.a. í
Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð þar
sem sólin baðaði gesti á Kotmóti.
Morgunblaðið/RAX
Í útilegu
ÍSLENSKIR alþingismenn njóta
sjálfir þeirra frípunkta sem þeir
fá þegar þeir ferðast á vegum
ríkisins eða Alþingis, öfugt við
kollega sína í Þýskalandi sem
brjóta skýrar reglur ef þeir nota
frípunkta í eigin þágu og hafa
jafnvel orðið að segja af sér
vegna brota á reglunum, eins og
kom fram í forsíðufrétt Morg-
unblaðsins í gær.
Reglurnar settar af
þingmönnum sjálfum
Að sögn upplýsingafulltrúa
þýska þingsins, Bundestag, sam-
þykkti hið svokallaða elsta ráð
þýska þingsins, sem skipað er
þrjátíu þingmönnum og tekur á
innri málefnum og reglum þings-
ins, árið 1997 reglur sem höfðu í
reynd verið í gildi frá árinu 1994.
Reglurnar voru þess efnis að frí-
eða bónuspunktar sem þingmenn
fá þegar þeir ferðast í opinberum
erindum eða vegna vinnu sinnar
nýtast þeim ekki persónulega
heldur ganga upp í farmiðaverð
þegar viðkomandi þingmaður
ferðast næst í opinberum erindum.
Þessar reglur eru alveg skýrar og
taka raunar einnig til almennra
starfsmanna þýska þingsins. Upp-
lýsingafulltrúinn sagðist ekki geta
fullyrt hvernig þessu væri almennt
háttað hjá þýskum ríkisstofnunum
en taldi hins vegar mjög sennilegt
að slíkar eða svipaðar reglur giltu
einnig í hinum einstöku ráðuneyt-
um þýska ríkisins.
Starfsmenn ríkisins njóta
frípunktanna sjálfir
Þórhallur Arason hjá fjármála-
ráðuneytinu segir að um eins árs
skeið hafi verið samkomulag í gildi
um að ríkið sjálft nyti þeirra frí-
punkta sem starfsmenn fengu
vegna ferða á vegum ríkisins. „En
við áttum í miklum erfiðleikum
með að framfylgja þessu. En síðan
náðum við ekki samningum við
Flugleiðir um að safna saman
punktum ríkisins í einn pott þann-
ig að ríkið gæti notað þá eða feng-
ið afslátt út á þá í staðinn. Þetta
var aftur á móti erfitt í fram-
kvæmd, m.a. vegna þess hvernig
Flugleiðir halda utan um vildar-
punktana.“
Þórhallur staðfestir því að nú
njóti allir starfsmenn ríkisins
punktanna sjálfir þegar þeir
ferðast vegna vinnu sinnar.
Aðspurður segir Þórhallur að
þetta mál hafi ekki verið tekið upp
aftur.
Vorum ekki ánægðir
með breytinguna
Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri
Alþingis, segir að reglunum hafi
verið breytt fyrir um tveimur ár-
um. Áður hafi verið í gildi sér-
stakur samningur við Flugleiðir og
ferðaskrifstofu, sem hafi boðið
best í útboði, og þá hafi frípunktar
alþingismanna vegna ferða þeirra
runnið í sameiginlegan pott. Þeir
hafi því ekki nýst þeim persónu-
lega heldur runnið til stofnunar-
innar. Eftir þessu hafi verið geng-
ið hjá Alþingi.
Þetta hafi hins vegar almennt
gengið illa og nokkuð borið á
óánægju þannig að síðast þegar
gengið hafi verið frá samningi við
ferðaskrifstofur hafi þessu verið
breytt. Fjármálaráðuneytið hafi
verið umsýsluaðili þess samnings
og ákveðið að þeir einstaklingar
sem notuðu ferðirnar fengju
punktana sjálfir. „Þannig er þetta
núna. Við vorum dálítið óánægðir
með þetta en gátum ekki annað en
verið með.“
Þýskum þingmönnum bannað samkvæmt reglugerð að nota frípunkta í eigin þágu
Ríkisstarfsmenn og þing-
menn fá sjálfir frípunktana
BETUR fór en á horfðist er fjögurra
sæta flugvél af gerðinni Cessna Sky-
hawk hafnaði utan brautar í lendingu
á Vestmannaeyjaflugvelli í fyrra-
kvöld. Teljandi slys urðu ekki á flug-
manni og þremur farþegum hans,
sem voru að koma frá Reykjavík í
einkaflugi.
Þormóður Þormóðsson, formaður
rannsóknarnefndar flugslysa, fór við
annan mann úr nefndinni til Eyja í
gær í vettvangsrannsókn. Breytileg
vindátt var á flugvellinum er óhappið
átti sér stað en Þormóður sagði við
Morgunblaðið að frumrannsókn benti
til þess að fleira en vindurinn hefði or-
sakað óhappið. Var vélinni komið inn í
flugskýli í Eyjum til frekari rann-
sóknar en hún skemmdist töluvert, að
sögn Þormóðs, eftir að hafa runnið yf-
ir grjóturð við flugbrautina.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Hafnaði utan
flugbrautar
í Eyjum
BILUN kom upp í netbúnaði Land-
spítala – háskólasjúkrahúss um
klukkan 6 í gærmorgun. Bilunin hratt
af stað keðjuverkun sem m.a. hefti
nýtt símkerfi spítalans og hluta af
tölvukerfi. Datt símkerfið út í fjórar
klukkustundir og náðist ekki sam-
band við aðalskiptiborð. Ekki skap-
aðist þó neyðarástand þar sem aðrar
samskiptaleiðir virkuðu innan spítal-
ans.
Bilunin er rakin til búnaðar sem
stýrir umferð á tölvuneti spítalans.
Hún leiddi í ljós veikleika í uppsetn-
ingu netkerfis sem varð þess valdandi
að varaleiðir virkuðu ekki sem skyldi.
Þegar var hafist handa við úrbætur
sem eiga að fyrirbyggja bilanir af
þessu tagi.
Símkerfi Land-
spítalans datt
út í fjóra tíma
♦ ♦ ♦
BANDARÍSKA álfyrirtækið Alcoa
hefur ákveðið að loka tveimur álver-
um í Bandaríkjunum og draga úr
framleiðslu í því þriðja sökum hækk-
andi raforkukostnaðar og lækkandi
heimsmarkaðsverðs á áli, að því er
fram kemur í frétt AP. Um er að ræða
álver í Oregon, N-Karólínu og Texas.
Með þessum ákvörðunum er talið að
Alcoa fækki starfsmönnum um 400.
Haft er í fréttinni eftir Al C. Renk-
en, einum af framkvæmdastjórum Al-
coa, að um leið og fyrirtækið sé að
skoða ýmsar fjárfestingar víða um
heim þurfi það að huga vel að eignum
sínum í Bandaríkjunum. Hækkandi
raforkuverð og launakostnaður hafi
dregið úr samkeppnishæfni margra
álvera Alcoa í Bandaríkjunum miðað
við önnur lönd.
Aðspurður hvort þessi tíðindi hefðu
áhrif á fyrirhugaða álversbyggingu
Alcoa í Reyðarfirði sagði Jake Siew-
ert, upplýsingafulltrúi Alcoa, svo ekki
vera þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við hann. Lokun álveranna í
Bandaríkjunum, sem sum hver væru
komin á aldur, væri í raun ein af
ástæðum þess að fyrirtækið ætlaði að
hasla sér völl í frumvinnslu á áli á nýj-
um stöðum, jafnt á Íslandi sem fleiri
löndum í heiminum. Alcoa áformar að
reisa álver í Reyðarfirði. Líkt og
Renken sagði Siewert að samkeppn-
ishæfni margra álvera í Bandaríkjun-
um færi dvínandi.
Alcoa lokar
tveimur álver-
um í Banda-
ríkjunum