Morgunblaðið - 03.08.2002, Side 6

Morgunblaðið - 03.08.2002, Side 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ BLAÐAMAÐUR Morgunblaðsins átti ekki erfitt með að sjá hressustu stelpurnar á BSÍ á augabragði, þegar hann ásamt ljósmyndara leit þar við síðdegis í gær. Þær Ragn- heiður, Valdís, Guðrún og Kristín Ósk voru allar á leið til Vest- mannaeyja, ein þeirra í þriðja sinn, ein í annað sinn en tvær í fyrsta sinn. „Það var engin spurning um að fara aftur,“ sagði Kristín Ósk, sú þeirra með mestu reynsluna. Ferðalagið var engan veginn að hefjast, þær stöllur eru allar af Suð- urnesjum. Þeirra beið nú rútan í Þorlákshöfn og Herjólfur til eyja. Sjóhattarnir gerðu mikla lukku, enda eru þeir sérstaklega valdir með tilliti til hjúskaparstöðu. Morgunblaðið/Arnaldur Vaskar meyjar á leið í Eyjar, með sjóhatta að sjálfsögðu. Í góðum gír með sjóhattana UNGMENNAHREYFING Rauða kross Íslands dreifði smokkum á Reykjavíkurflugvelli og við BSÍ í gærdag. Átakið beinist gegn klam- ydíu og öðrum kynsjúkdómum. „Okkur fannst ástæða til að dreifa smokkum til þess að minna á mikilvægi þess að stunda öruggt kynlíf,“ sagði Unnur Hjálmars- dóttir, sjálfboðaliði. Dreift er smokkum, póstkortum og lykla- kippu með smokki inniföldum. Morgunblaðið/Arnaldur Unnur Hjálmarsdóttir sjálfboðaliði afhenti Eyjaförum smokka. Með öryggið á hreinu LUNDINN þykir herramanns- matur í Vestmannaeyjum sem víðar um land en á þjóðhátíðinni um helgina verður þessi matur í önd- vegi, jafnt reyktur sem nýr. „Lundakallarnir“ sex á myndinni hömuðust við að hamfletta og hreinsa lunda sem þeir höfðu tekið í Álseynni í vikunni. Að þessu sinni voru hreinsaðir um 2.200 lundar af 22 kippum og ekki ólíklegt að hnossgætið renni út í Herjólfs- dalnum um helgina. Við aðgerða- borðið eru frá vinstri Ágúst Hall- dórsson, Einir Guðlaugsson, Har- aldur Gunnarsson, Birkir Guð- laugsson, Guðlaugur Sigurgeirsson og Halldór Sveinsson. Lundinn hamflettur fyrir þjóðhátíð Morgunblaðið/Sigurgeir UM leið og maður hefur farið einu sinni fer maður aftur og aftur,“ sagði Daníel Stefán, galvaskur á leið í flug Íslandsflugs til Vest- mannaeyja. Þau Eva Björk, Daníel Stefán og Jóhann voru þrjú að ferðast saman, en þeirra beið fjöldi vina í Eyjum. „Einn okkar er frá miðvikudegi til þriðjudags,“ sagði Jóhann. Eftirvæntingin skein úr augum þeirra þremenninga og ekki laust við að öfundin vaknaði. „Það skiptir engu máli hvort það rignir eða ekki, það er alltaf jafngaman,“ sögðu þau, „og á hverjum degi ger- ist eitthvað nýtt. Þrátt fyrir að þú sért alltaf á sama blettinum er dvöl- in sífellt ný upplifun,“ sagði Daníel rétt áður en kallað var á farþegana að ganga um borð. Morgunblaðið/Arnaldur Þau Eva Björk, Daníel Stefán og Jóhann voru til í tuskið. Einu sinni og maður fer aftur og aftur UMFERÐ úr Reykjavík gekk að sögn lögreglu vel í gærkvöld. Mjög margir voru á ferðinni, bæði um Suðurlandsveg og Vestur- landsveg, en almennt voru bílar vel búnir og ferðalangar með bros á vör. Veðurspáin fyrir helgina hljóð- ar á þann veg, að úrkomu sé að vænta á Suður- og Vesturlandi, sérstaklega seinni part laugar- dags og fyrri part sunnudags. Þrátt fyrir vætuna munu helgar- gestir ekki láta deigan síga. Síð- degis á sunnudag er útlit fyrir uppstyttu. Á Austurlandi er spáð þurru og hlýju veðri, allt að 22 stigum í innsveitum í dag. Umferð og veður Spáð rigningu syðra um tíma ARI Bergmann Einarsson, formaður stjórnar Starfsmannasjóðs SPRON, segir það hafa fengist staðfest, að eigendur 45,1% heildar- stofnfjár SPRON hafi staðfest samninga við Starfsmannasjóðinn. Þessi tala hafi fengist staðfest af löggiltum endurskoðanda í gær. Ari ítrekar að enn eigi eftir að ganga frá lof- orðum um samninga og því búist hann fast- lega við því að Starfsmannasjóðurinn nái yfir 50% eigenda heildarstofnfjár. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður stofn- fjáreigendanna fimm, óskaði í gær eftir sam- komulagi við forsvarsmenn Starfsmanna- sjóðsins um að menn, sem tilnefndir yrðu af hvorum aðila, sannreyndu tölur um fjölda samninga og heildarfjárhæð stofnfjárhluta í SPRON, sem Starfsmannasjóður SPRON kveðst hafa fest kaup á. Jón Steinar ritaði Ara Bergmann Einars- syni svohljóðandi bréf: „Fyrir hönd umbjóðenda minna, stofnfjár- eigendanna fimm í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, leyfi ég mér að óska eftir sam- komulagi um að tilnefndir verði tveir menn, einn af hvorum aðila, til að fara yfir samninga þá, sem þér tjáist hafa gert um kaup á stofnfé í SPRON til að sannreyna þær tölur um fjölda samninga og heildarfjárhæð stofn- fjárhluta, sem þér hafið gefið upp opin- berlega, að þér hafið fest kaup á. Skoðunarmenn fái aðeins það verkefni að telja samningana og leggja fjárhæðir saman. Þeir verði bundnir trúnaði um nöfn viðsemj- enda yðar, líka gagnvart mér og umbjóð- endum mínum. Ég hef fengið Sverri Ingólfs- son, löggiltan endurskoðanda hjá Moore Stephens endurskoðun ehf., til að annast talninguna fyrir hönd umbjóðenda minna ef þér samþykkið þetta. Ég óska eftir að þessu verði hrundið í framkvæmd strax, ekki síðar en um hádegi í dag.“ Ari Bergmann Einarsson, formaður stjórnar Starfsmannasjóðs SPRON Eigendur 45,1% hafa staðfest samninga STOFNFJÁREIGENDURNIR fimm sem gert hafa tilboð í stofnfjárhluti í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis héldu því fram í gær að yfirlýsingar Starfsmannasjóðs SPRON ehf. um að sjóðurinn hefði tryggt sér meirihluta á fyrirhuguðum fundi stofnfjáreig- enda 12. ágúst gætu ekki staðist. Miðað við svör 185 stofnfjáreigenda í SPRON í síma- könnun sem unnin var fyrir stofnfjáreigend- urna fimm í fyrrakvöld hefðu um 40% stofn- fjáreigenda gert samning um sölu á stofnfénu til annaðhvort SPRON eða stofnfjáreigend- anna fimm. Í tilkynningu frá skrifstofu stofnfjáreigend- anna fimm í gær segir: „Nú þegar hafa stofn- fjáreigendurnir fimm gert samninga um kaup á 15% stofnfjár. Frestur til að selja stofnfé til þeirra átti að renna út á hádegi í dag, en hef- ur verið framlengdur til miðnættis í kvöld [í gærkvöldi],“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að fullyrðingar Starfs- mannasjóðs SPRON um að hafa tryggt sér um 62% stofnfjár í SPRON með bindandi samningum við um 44% og tryggt sér stuðn- ing 18% til viðbótar á fundi stofnfjáreigenda 12. ágúst næstkomandi komi ekki heim og saman við niðurstöður símakönnunarinnar. Endurskoðandi staðfestir tölur Starfsmannasjóðsins Síðdegis í gær svöruðu svo forsvarsmenn Starfsmannasjóðsins með eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Starfsmannasjóður SPRON ehf. fól í dag [gær] Sigurði Jónssyni, löggiltum endurskoð- anda hjá KPMG endurskoðun hf., að yfirfara undirritaða samninga Starfsmannasjóðsins við stofnfjáraðila. Sigurður hefur staðfest að undangenginni athugun að hlutfall bindandi samninga um kaup á stofnfé sem kom fram í fréttatilkynningu frá sjóðnum í gær, 1. ágúst, er rétt.“ Forsvarsmenn Starfsmannasjóðs SPRON og fimm stofnfjáreigenda deila áfram Ágreiningur um réttmæti yfirlýsinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.