Morgunblaðið - 03.08.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ráðstefna um sjávarlíffræði
Mikið að gerast
í sjávarlíffræði
RÁÐSTEFNA ísjávarlíffræðiverður haldin dag-
ana 5. til 9. ágúst næst-
komandi í Háskólabíói.
„Ráðstefnan heitir 37.
evrópska sjávarlíffræði-
ráðstefnan,“ sagði dr. Jör-
undur Svavarsson, pró-
fessor við Háskóla
Íslands, sem á sæti í und-
irbúningsnefnd fyrir ráð-
stefnuna.
– Hvert er meginvið-
fangsefni ráðstefnunnar?
„Meginþema er dreifing
og far sjávarlífvera en auk
þess er opin dagskrá.“
– Hvað er far og dreif-
ing?
„Það merkir í örstuttu
máli aðferðir lífvera til
þess að ferðast um hafið.
Lífverurnar nota mjög margvís-
legar aðferðir til þess að koma
sér á milli hafsvæða.“
– Hvað fer fram í opinni dag-
skrá?
„Þar verður fjallað um marg-
vísleg efni innan fræðasviðsins
sjávarlíffræði. Svo sem út-
breiðslu tegunda, fæðu þeirra,
sameindalíffræði, mengun í sjó, –
þetta er mjög vítt.
Hvað fyrirlestra snertir verður
mjög forvitnilegt að hlusta á dr.
James Calton frá Bandaríkjun-
um, en hann mun halda
inngangserindi þar sem hann
ætlar að fjalla um þátt mannsins í
að flytja tegundir óviljandi milli
landa og heimsálfa. Þetta er mik-
ið vandamál víða um heim því að
innfluttu tegundirnar geta valdið
miklum skaða í hinum nýju heim-
kynnum. Þessi Calton er einn
fremsti sérfræðingur heims á
þessu sviði.“
– Er þetta vandamál hér á Ís-
landi?
„Enn sem komið er er þetta
ekki vandamál þegar litið er til
lífríkis sjávar hér en þó stafar
ákveðin hætta af svona löguðu.
Tegundir geta borist hingað t.d.
með sjó úr tönkum skipa og
þannig geta tegundir og jafnvel
sjúkdómsvaldandi tegundir bor-
ist á milli landa.“
– Hverjir aðrir tala á ráðstefn-
unni?
„Prófessor Poul Tyler frá Há-
skólanum í Southampton fjallar í
inngangserindi sínu um dreifingu
lífvera við hverasvæði neðansjáv-
ar, þetta er ákaflega forvitnilegt
efni sem ætti að höfða talsvert til
Íslendinga. Þá flytur ungur mað-
ur frá Bretlandi, Graeme Hays,
erindi um dægurferðir dýrasviðs.
Þetta er mjög vel þekkt fyrir-
brigði sem felst einkum í því að
dýrin eru nærri yfirborði á nóttu
en leita svo dýpra niður í sjóinn
að degi til. Dæmi um þetta er
rauðátan. Þó að menn þekki fyr-
irbærið vel sem slíkt er ennþá illa
þekkt hvað mótar þessar ferðir.
Sá fjórði heitir Robin Gibson frá
Skotlandi. Hann talar um far hjá
sjávarlífverum sem tengist sjáv-
arföllum. Það er vel
þekkt að mörg dýr
hafa reglubundið far
sem tengist flóði og
fjöru. Það er verulegur
fengur í að fá þessa
sérfræðinga til að tala
um þetta efni. Lífríki í sjó við Ís-
land mótast jú svo mikið af fari
lífvera og möguleika þeirra til að
dreifast um hafið.“
– Hvað leggja Íslendingar til
málanna þarna?
„Íslendingar verða fjölmennir
á þessari ráðstefnu enda er þar
ákjósanlegt tækifæri til þess að
fylgjast með því nýjasta sem er
að gerst í sjávarlíffræði í Evrópu
og víðar. Sérfræðingar á Líf-
fræðistofnun HÍ, Hafrannsókna-
stofnuninni og Náttúrufræði-
stofnun Íslands munu kynna það
helsta sem er að gerast í sjáv-
arlíffræði og fiskifræði á Íslandi.“
– Er þessi ráðstefna haldin hér
í fyrsta skipti núna?
„Já, hún er haldin til skiptis í
einhverju Evrópulandanna og
það hefur lengi verið draumur
okkar að fá hana hingað til Ís-
lands, það er eftirsótt að halda
þessa ráðstefnu og það tók okkur
ein fimm ár að fá hana hingað.
Þetta er sem sé ákaflega virt ráð-
stefna.
Þótt hún heiti 37. evrópska
sjávarlíffræðiráðstefnan er hún
alþjóðleg í raun, en meginhluti
þátttakenda eru Evrópubúar.
Þeir sem standa að ráðstefnunni
fyrir Íslands hönd eru Hafrann-
sóknastofnunin og Líffræðistofn-
un HÍ. Ýmsir hafa stutt ráðstefn-
una, svo sem sjávarútvegsráðu-
neytið, umhverfisráðuneytið,
Rannsóknarráð Íslands og
Landsbankinn.
Við höfum gert samning við
Kluwer-útgáfuna í Hollandi um
að gefa út bók þar sem fjallað
verður um efnið sem kynnt var á
ráðstefnunni.“
– Hversu margir sækja þessa
ráðstefnu?
„Við gerum ráð fyrir 170 er-
lendum gestum og hátt í 30 Ís-
lendingum.“
– Er mikil þróun í rannsóknum
í sjávarlíffræði um þessar mund-
ir?
„Það er feikilega
mikið að gerast í
sjávarlíffræði í dag.
Segja má að ný tækni
við öflun sýna og úr-
vinnslu þeirra sér að
gjörbreyta fræðunum.
Þetta endurspeglast best í nýjum
aðferðum sem menn beita í sam-
eindalíffræði. Með þessum að-
ferðum er auðvelt að átta sig á
skyldleika lífvera á mismunandi
svæðum og uppruna þeirra. Það
er ljóst að sameindalíffræðin
mun hjálpa okkur til að skilja
uppruna íslenskrar sjávarfánu og
-flóru.
Jörundur Svavarsson
Jörundur Svavarsson fæddist í
Reykjavík árið 1952. Hann lauk
stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Tjörnina og BS-
prófi í líffræði frá Háskóla Ís-
lands árið 1977. MS-prófi í dýra-
fræði lauk hann frá háskólanum í
Gautaborg og doktorsprófi frá
sama skóla árið 1987. Hann hef-
ur verið prófessor við Háskóla
Íslands frá árinu 1992. Kona Jör-
undar er Sif Matthíasdóttir tann-
læknir og eiga þau þrjár dætur.
Ákjósanlegt
tækifæri til að
fylgjast með
því nýjasta