Morgunblaðið - 03.08.2002, Side 9

Morgunblaðið - 03.08.2002, Side 9
FERÐAÞJÓNUSTAN Tanni Travel á Eskifirði er 10 ára á þessu ári og hefur markað sér skýr markmið í starfseminni að sögn Sveins Sig- urbjarnarsonar framkvæmda- stjóra. Í bílaflota Tanna Travel eru fimm hópferðabílar, þar af tveir bílar, sem starfsmennirnir hafa endursmíðað sjálfir í stað þess að fá aðkeypta vinnu. Með þessu móti skapar fyrirtækið sér sjálft vinnu á veturna þegar lítið er að gera í akstrinum. Sveinn segir ekki svo mikinn sparnað fólginn í að endursmíða bílana sjálfur, en það sé tvímæla- laust tilvinnandi vegna mik- ilvægrar atvinnusköpunar. „Vet- urinn hjá okkur er daufur og við erum fyrst og fremst að reyna að halda vinnunni hér í byggðarlag- inu,“ segir hann. „Við getum hugs- anlega farið og fengið okkur vinnu einhvers staðar, unnið fyrir þessu og látið aðra gera þetta. En með því að gera þetta svona erum við að skapa okkur vinnu hér heima og borgum okkar skatta og skyldur af henni.“ Endursmíðin felst m.a. í að skipta um framstykkin í bílunum og gera við svokallaðar prófílagrindur til að lengja endingartíma bílanna um allt að 15 ár, sem hlýtur að teljast ágætt miðað við nærri tvítugan bíl. Fyrirtækið hefur með þessu móti endursmíðað tvo bíla sína, þar af var annar tekinn í gegn í vetur. Nýjasta rútan lítur vel út hjá Sveini og erfitt að sjá að hún sé 18 ára gömul. Sveinn segist mæta nútíma- öryggiskröfum og setti bílbelti í rútuna og ráðgerir að allar rút- urnar fimm verði brátt búnar bíl- beltum. Viðskiptahópurinn er breiður, allt frá unglingum upp í eldri borg- ara, innlenda sem erlenda, auk þess sem Sveinn fer með Íslendinga í rútuferðir til útlanda s.s. Norð- urlanda, Bretlands og Ítalíu svo dæmi séu tekin. Sex stöðugildi eru hjá Tanna Travel en fyrirtækið er sprottið upp úr fyrirtækinu Benna og Svenna. Sveinn segir að tekin hafi verið sú ákvörðun fyrir 15 ár- um að gera bílana fyrst og fremst út á Austurlandi. „Á sumrin erum við ekki að keyra fyrir ferðaskrif- stofurnar í hefðbundnum túr- istaferðum, vegna þess að þær borguðu bæði seint og illa. Við ákváðum því að reka okkar bíla al- veg sjálfir og fylgja okkar stefnu í stað þess að vera undir hælnum á ferðaskrifstofunum.“ Sveinn og félagar hans eru fyrst og fremst í leiguferðum og þjóna m.a. göngufólki á Austurlandi. Má nefna að þeir keyra t.d. hópa á hinni vinsælu gönguleið milli Snæ- fells og Lónsöræfa. Þá eru ótaldar utanlandsferðir sem farnar eru. „Við erum búin að fara eina ferð til Færeyja og erum að fara í aðra ferð í ágúst,“ segir Sveinn. Um er að ræða vikuferðir og farið með Norrænu frá Seyð- isfirði. „Síðan erum við að undirbúa ferð til nyrsta odda Noregs næsta vor.“ Nafnið Tanni Travel er sótt í fornan snjóbíl sem gekk milli Nes- kaupstaðar og Eskifjarðar í áratug. Var hann keyptur nýr árið 1974 og var fyrsti snjóbíllinn með tönn sem kom til landsins. Lá beinast við að gefa honum nafnið Tanni. Nú hefur hann fyrir löngu lokið mikilvægu hlutverki sínu og stendur úti á plani hjá Sveini sem virðulegur safn- gripur. Endursmíða hóp- ferðabíla sína sjálfir FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 9 Lokað í dag                4ra vikna uppbyggjandi námskeið fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegn- um miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á eigin reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöður, öndunaræfingar, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Ekki er krafist reynslu af jóga. Yfirgripsmikið og traust námskeið frá árinu 1994. Hefst fimmtudaginn 8. ágúst – þri. og fim. kl. 20:00 Auðbrekku 14, Kópavogi. Símar 544 5560 og 864 1445, www.yogastudio.is Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni Bréf til siglingafólks o.fl. Ágætu farþegar m/CARNIVAL PRIDE í Karíbahafi og Florida 27. sept. 2002 Enn á ný kemur Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA á óvart með spennandi nýjung í siglingum. Eins og flestum er kunnugt fer fyrirtæki okkar með umboð fyrir glæsilegustu skemmtiskip heimsins, PRINCESS og CARNIVAL. Eftir 10 ára þjónustu við CARNIVAL bauðst okkur að selja á hálfvirði í ferðir hins glæsilega CARNIVAL PRIDE, og þess njóta farþegar okkar beint í fargjöldum, sem eru allt að kr. 50.000 lægri á mann en keppinautanna í 7 daga siglingum. Að vonum hafa undirtektir markaðarins verið einmuna góðar, þannig að nú eru 3 stórar hópsiglingar því nær uppseldar í vetur, en auk þess bjóðum við þjónustu við einstaklinga og smærri hópa vikulega í allan vetur, þar sem við höfum tryggt okkur flugsæti hjá FLUGLEIÐUM í beinu flugi til hinnar glæsilegu borgar ORLANDO. Þægilegra né ódýrara getur það ekki verið. Þegar eftir lendingu er haldið á prýðisgott hótel við ævintýralegan flugvöllinn til gistingar yfir nótt með morgunverði. Um hádegi næsta dag er ekið frá hóteli að skipshlið, rúmlega klukkustundarakstur, en það ber til nýjunga, að nú er siglt frá höfninni CAPE CANAVERAL. Íslenskur fararstjóri ykkar leiðbeinir og aðstoðar farþega. Lagt er úr höfn kl. 16.00 á laugard. og hefur ykkur nú gefist tóm til að koma ykkur fyrir í glæsileg- um vistarverum skipsins, sem þið völduð sjálf með aðstoð okkar, og er hópurinn talsvert dreifður um hin ýmsu þilför, en allar vistarverur eru góðar og innréttingar skipsins listrænar í anda klassískrar hefðar og mynda fagran ramma um þá dýrðardaga, sem í vændum eru. Fullt lúxusfæði er innifalið á skipinu, en ekki áfengir drykkir né kynnisferðir í landi, en þær eru ýmist keyptar um borð, eða fararstjórinn skipuleggur stuttar landferðir. Um borð í skipinu eruð þið líkt og stödd í fljótandi lúxusborg, sem færir ykkur fyrirhafnarlaust á milli ævintýralegra staða með framandi hitabeltisstemmningu. Starfsfólk um borð er næstum eins margt og farþegar. Margs konar skemmtun er í boði um borð, og sumir veitingastaðir opnir allan sólarhringinn. Allur þessi munaður kostar þó ekki nema sem svarar ca. kr. 10 þúsund á mann á dag, gisting, fæði, skemmtanir og sjálf siglingin í 8 daga. Gerð hefur verið athugun á gistikostnaði í farfuglaheimili á Íslandi og fæði á þokkalegum matsölustað, 3 máltíðir á dag, og er nokkru dýrara, eða um kr. 11.500 á mann á dag, en annar samanburður er með öllu óraunhæfur. Suma daga er verið á sjó að slappa af, sóla sig í fersku sjávarloftinu undir hitabeltissól í þægilegum andvara, aðra daga verið í landi lengi dags að skoða framandi heim á ævintýraslóðum. Á 9. degi ferðar leggur skipið aftur að bryggju í Florida, og bíða þá 3-4 yndislegir dagar í einni mestu ævintýraborg heimsins, ORLANDO, þar sem búið er við bestu aðstæður í hótelsvítum á hinum orðlagða gististað CARIBE SUITES, með veitingasölum, fögrum garði og landslagssundlaug, þar til flogið er aftur beint til Keflavíkur með Flugleiðum. Orlando býður upp á nokkra frægustu skemmtigarða og söfn heimsins, s.s. Disney World, Sea World, Universal Studios, fræga matsölustaði og fjölda verslana. Komið er heim til Íslands á 12. degi, nema að óskað sé framlengingar í Florida eða t.d. í paradísarlegri fegurð eyjunnar DOMINICANA, en þangað verður nú einnig hægt að fljúga á lækkuðum fargjöldum með íslenskum vélum og áhöfnum. HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS-PRÍMA þakkar viðskipti ykkar og óskar ykkur ævintýralega góðrar ferðar. F.h. WORLD CLUB-PRIMA Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri. Enn fást nokkur pláss með CARNIVAL PRIDE með brottf. á föstud. til ORLANDO í okt., nóv., des. og eftir áramót. Hópar 7. feb. og 11. apr. Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is LÖGREGLAN í Reykjavík mun leggja áherslu á gæslu í íbúðahverf- um um verslunarmannahelgina. Þá hefur lögreglan í hyggju að stórauka umferðareftirlit dagana í kringum verslunarmannahelgi, með því að fjölga lögreglumönnum á bifhjólum. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn, segir að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir að þjófar notfæri sér þær aðstæður sem eru fyrir hendi þegar stórir hópar fólks halda úr borginni í kringum verslun- armannahelgina og munu óeinkenn- isklæddir lögreglumenn fylgjast bet- ur með hverfum í borginni. „Við verðum með álíka mikinn fjölda í vinnu og venjulega, en breyt- um áherslum því reynslan hefur sýnt að minna er um hefðbundin útköll á slíkum helgum,“ segir Karl Steinar. „Þar af leiðandi verða fleiri óeinkenn- isklæddir lögreglumenn á götum borgarinnar. Þessi aðferð hefur gefist vel, en fólk verður engu að síður að gera viðeigandi ráðstafnir á híbýlum sínum áður en lagt er af stað,“ segir Karl Steinar og bendir á heimasíðu lögreglunnar, www.lr.is, en þar er að finna ráðleggingar af slíkum toga. Hann segir að talsvert hafi verið um innbrot í híbýli fólks fyrir nokkrum árum, en minna bæri á þeim nú. Ennfremur verður lögreglan með eftirlit í kringum áfengisverslanir til þess að koma í veg fyrir að börn og unglingar komist yfir áfengi. Breyttar áherslur lögreglunnar um verslunarmannahelgina Öflug lögregluvakt í íbúðahverfum Reiðhestur hljóp í veg fyrir bíl ÞAÐ telst mikil mildi að hestamaður skyldi sleppa svo til ómeiddur þegar hestur hans fældist og hljóp í veg fyr- ir bíl á Laugardalsvegi í Grímstungum um hádegisbil í gær. Áreksturinn var harður og að sögn lögreglunnar á Sel- fossi kastaðist maðurinn yfir bílinn og lenti í götunni fyrir aftan hann. Aflífa þurfti hest- inn og bíllinn stórskemmdist en ökumaður og tveir farþegar meiddust ekki. Hestamaðurinn hugðist sjálfur leita sér lækn- isaðstoðar. Bílvelta við Unaós MAÐUR var fluttur á sjúkrahúsið á Egilsstöðum með sjúkrabíl eftir bíl- veltu við bæinn Unaós á leiðinni til Borgarfjarðar eystra. Hlaut hann skurði í andliti en áverkar hans voru ekki taldir alvarlegir. Atvikið varð á miðvikudag. HALLUR Hallsson, talsmaður Keikó-samtakanna á Íslandi, segir að háhyrningurinn Keikó hafi frá því í júlíbyrjun verið með öðrum há- hyrningum, en þá hafi þjálfarar Keikós farið með hann á háhyrn- ingaslóðir, og séu þetta nokkur þáttaskil í lífi háhyrningsins. Keikó hafi fyrst verið meðal háhyrning- anna í fjóra daga en svo var haldið með hann aftur heim í Klettsvík, þar sem hann fékk að éta, en ekki leit út fyrir að hann hefði nærst mikið með- an hann dvaldi á háhyrningaslóðun- um. Hallur segir að svo hafi verið farið á ný með Keikó á háhyrningaslóðir þar sem hann hefur haldið sig síðast- liðnar tvær vikur, en fylgst er með Keikó í gegnum tvö senditæki, ann- ars vegar VHF- og hins vegar gervi- hnattatæki, sem eru á ugga dýrsins. Segir Hallur það mjög jákvæða vísbendingu að Keikó skuli hafa dvalið í námunda við aðra háhyrn- inga í þennan tíma, en ekki sé vitað hvort hann hafi étið. Þó hafi sést til hans og annarra háhyrninga nálægt síldartorfu. Keikó með- al villtra háhyrninga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.