Morgunblaðið - 03.08.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.08.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ  SAMKVÆMT viljayfirlýsingu milli stjórnvalda, Landsvirkjunar og bandaríska álfyrirtækisins Al- coa er fyrirhugað að reisa Kára- hnjúkavirkjun, með uppsettu afli allt að 630 megavöttum, vegna 295.000 tonna álvers á Reyð- arfirði.  Kárahnjúkavirkjun verður byggð í tveimur áföngum en hafist verð- ur handa við síðari áfangann áður en hinum fyrri lýkur. Þetta er breyting frá fyrri áætlun. Þar var gert ráð fyrir hléi á milli áfanga virkjunar.  Vegna Kárahnjúkavirkjunar þarf m.a. að stífla Jökulsá á Dal við Fremri-Kárahnjúk. Reisa þarf 190 metra háa grjótstíflu með steyptri klæðningu á vatnshliðinni við syðri enda Hafrahvammagljúfra. Beggja vegna koma hliðarstíflur: Sauðárdalsstífla og Desjarárstífla. Stíflurnar mynda Hálslón. Jökulsá í Fljótsdal verður stífluð í síðari áfanga virkjunar tvo kílómetra neðan við Eyjabakkafoss.  Í sumar hefjast undirbúnings- framkvæmdir vegna virkjunar- innar. Verður þá m.a. lagður veg- ur frá Laugarfelli að Kára- hnjúkum, rafmagnskapall verður lagður og reist verður bráða- birgðabrú yfir Jökulsá á Dal við Sauðá ofan við Kárahnjúka. Aðrar framkvæmdir hefjast í beinu framhaldi ef samningar takast við Alcoa um áramót.  Áætlað er að orkuframleiðsla hefjist vorið 2007 eða fyrr og virkjunin verði komin í fullan rekstur haustið 2007. Kárahnjúkavirkjun Heimild: Heimasíða Kárahnjúkavirkjunar. UMHVERFIS- og náttúruvernd- arsamtök á Íslandi hafa verið nokkuð samstiga í gagnrýni sinni á fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun norðan Vatnajökuls. Í einhverjum tilfellum hafa þau tekið sig saman og gefið út sameiginlega yfirlýs- ingu gegn virkjuninni en einnig hafa þau gagnrýnt hana hvert í sínu horni; en þó með svipuðum áherslum. Í grófum dráttum hafa þessi samtök talið að með Kára- hnjúkavirkjun væri verið að eyði- leggja eitt stærsta hálendisvíðerni í Evrópu. Með virkjuninni sé m.a. verið að spilla fjölbreyttu gróð- urlendi á stóru svæði sem er hluti af samfelldri gróðurþekju frá sjó inn til jökla. Ómetanlegar jarð- fræðiminjar og landslagsheildir á heimsvísu yrðu eyðilagðar eða þeim raskað verulega og um 100 fossar yrðu fyrir röskun eða hyrfu alveg. Þá myndi lífríki í stöðuvötn- um og fjölmörgum ám eyðast eða raskast verulega. Lengi hefur verið litið til Kára- hnjúkavirkjunar í tengslum við ál- ver á Austfjörðum og í vetur veitti Alþingi Landsvirkjun heimild til að reisa slíka virkjun. Fyrir um hálf- um mánuði rituðu síðan stjórnvöld, Landsvirkjun og bandaríska álfyr- irtækið Alcoa undir viljayfirlýsingu um að reisa 295.000 tonna álver á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun, norðan Vatnajökuls, með uppsettu afli allt að 630 megavöttum. Stefnt er að því að fyrrgreindir aðilar riti undir lokasamning um fram- kvæmdirnar innan fárra mánaða. Landsvirkjun gerir ráð fyrir því að hefja undirbúningsframkvæmdir seinna í sumar, sem felast m.a. í lagningu vegar frá Laugarfelli að Kárahnjúkum og miðað er við að orkuframleiðsla hefjist vorið 2007 eða fyrr og að virkjunin verði kom- in í fullan rekstur haustið 2007. Af þessu tilefni ræddi Morgun- blaðið við talsmenn helstu um- hverfis- og náttúruverndarsamtaka Íslands um fyrirhugaða Kára- hnjúkavirkjun. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, for- maður Landverndar, varð fyrst fyrir svörum. Hún segir að um- hverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar verði það mikil að niðurstaða Landverndar sé að hafna beri framkvæmdunum. Ólöf minnir m.a. á að Skipulagsstofnun hafi komist að þessari sömu niðurstöðu síðasta sumar, þ.e. stofnunin hafnaði fram- kvæmdinni vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa og ófullnægjandi upplýsinga um einstaka þætti framkvæmdarinnar. Umhverfis- ráðherra, Siv Friðleifsdóttir, hafi síðan fallist á framkvæmdina að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og fellt þar með úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar. Ólöf segir að þótt umhverfisráðherra hafi sett ákveðin skilyrði fyrir framkvæmd- inni, sem vissulega séu til bóta, þá breyti það ekki því að umhverfis- áhrif Kárahnjúkavirkjunar verða umtalsverð og óafturkræf, þ.e. valda náttúruspjöllum sem ekki verða tekin aftur. Kárahnjúka- virkjun muni eyðileggja eitt stærsta hálendisvíðerni í Evrópu. „Þeir sem hafa skoðað virkjunina út frá umhverfissjónarmiðum geta held ég allir verið sammála um að mjög óviturlegt er að fara út í þessar framkvæmdir.“ Mörgum spurningum ósvarað Ólöf leggur áherslu á að mörg- um spurningum sé enn ósvarað varðandi Kárahnjúkavirkjun. „Spurningum um umhverfisáhrifin hefur líklega verið hvað best svar- að og niðurstöður þeirra eru ótví- ræðar. Öðrum spurningum hefur hins vegar ekki verið nógu vel svarað, t.d. spurningum um raf- orkuverð, félagslega þáttinn og áhrif framkvæmdanna á landið í heild.“ Spurð um þá gagnrýni, sem fram kom í máli Friðriks Soph- ussonar, forstjóra Landsvirkjunar, í Morgunblaðinu síðustu helgi, en hún fólst í því að í röðum umhverf- isverndarsinna væru hópar sem héldu úti áróðri gegn virkjunar- hugmyndum, segir hún að Land- vernd hafi lagt mikla og faglega vinnu í sínar niðurstöður. Þær nið- urstöður séu ítarlegar og aðgengi- legar öllum á Netinu. „Mér finnast þessi ummæli Friðriks Sophusson- ar afar ósmekkleg og óviðeigandi, einkum þar sem hann veit miklu betur,“ segir hún. Innt eftir því hvort Landvernd hyggist áfram beita sér gegn Kárahnjúkavirkjun segir hún að samtökin muni ávallt leggja áherslu á að standa vörð um nátt- úruna; ekki bara á Kárahnjúka- svæðinu heldur einnig á öðrum svæðum, s.s. í Þjórsárverum. „Við munum því áfram halda uppi merkjum náttúruverndar, hvar sem er og hvenær sem er og eins lengi og við getum, þó að við verð- um stundum að beygja okkur og viðurkenna að pólitískar ákvarð- anir vega þyngra en okkar sjón- armið.“ Lagarfljótsormur ekki ánægður Steingrímur Hermannsson, for- maður Umhverfisverndarsamtaka Íslands, segir að samtökin hafi ein- dregið lagst gegn Kárahnjúka- virkjun. „Við teljum að fram- kvæmdirnar valdi allt of miklum náttúruspjöllum til að hægt sé að réttlæta þær.“ Steingrímur segist m.a. telja mikla hættu á upp- blæstri úr Hálslóni; um 70 metra hæðarmunur sé á vatni lónsins yfir árið og við það myndist mikill leir. „Við vitum líka að lónið spillir mjög þessu samfellda hálendi sem er norðan Vatnajökuls og teljum að Hafrahvammagljúfur yrði ekki nema svipur hjá sjón þegar búið er að þurrka það upp; það verður ekki sama gljúfrið. Við teljum einnig að það kunni að hafa ófyr- irsjáanlegar afleiðingar að veita Jökulsá á Dal í Lagarfljót.“ Stein- grímur tekur þó fram að samtökin séu ekki þar með á móti öllum virkjunum; þau telji á hinn bóginn að sem minnst eigi að hreyfa við svæðinu norðan Vatnajökuls. Vatnsföllin þar mætti og ætti að minnsta kosti að virkja á langtum umhverfisvænni hátt. Steingrímur segir einnig í þessu sambandi að Umhverfisverndar- samtökin hafi ekki lagst gegn fyr- irhuguðu álveri í Reyðarfirði. „Ál- bræðsla er að vísu ekkert skemmtilegur atvinnuvegur og ég hefði viljað Austfirðingum eitthvað betra en að vinna í álbræðslu.“ Þegar Steingrímur er spurður um ádeilu Friðriks Sophussonar á umhverfisverndarsamtök, segir hann að Friðrik líti að sjálfsögðu á aðra hlið málsins; þ.e. á þá þjóð- arframleiðslu og atvinnusköpum sem virkjun og álver geti skapað. „Við teljum hins vegar að atvinnu- sköpunin geti orðið ekkert síðri með glæsilegum þjóðgarði norðan Vatnajökuls og góðri aðstöðu fyrir ferðafólk svo ég tali nú ekki um öflugt mennta- og menningarsetur á Egilsstöðum.“ Síðan segir hann: „Ég held að menn eigi að fara ákaflega varlega í því að spilla þeim náttúruperlum sem við eig- um.“ Hann segir að Íslendingar eigi ekki að rasa um ráð fram í þessum efnum; við eigum töluvert af orku á góðu verði á mörgum stöðum sem skynsamlegra væri að líta til en Kárahnjúka. Helgi Hallgrímsson, varaformað- ur Náttúruverndarsamtaka Aust- urlands, NAUST, segir samtökin hafa miklar efasemdir um Kára- hnjúkavirkjun, eins og margoft hafi komið fram í fjölmiðlum. „Um- hverfisáhrifin eru satt best að segja hrikaleg fyrir allt Fljótsdals- hérað ekki síst vegna fyrirhugaðr- ar veitu Jökulsár á Dal í Lagar- fljót.“ Helgi segir að það gleymist reyndar oft í umræðunni sú mikla röskun sem verði með því að veita Jöklu (Jökulsá á Dal) yfir í Lag- arfljót. „Ég held að í hugum margra Austfirðinga sé það kannski það versta í þessu dæmi öllu. Þarna er verið að færa stór- vötn á milli vatnasviða. Það hefur aldrei gerst áður á Íslandi. Og þetta eru eins ólík vötn eins og hægt er að hugsa sér sem þarna er verið að skella saman.“ Helgi tek- ur fram að Lagarfljót hafi löngum skipað sérstakan sess í hugum heimamanna. Og ekki megi gleyma Lagarfljótsorminum. „Það er ekki víst að hann verði hrifinn af þess- um breytingum.“ Helgi vitnar eins og Ólöf í úr- skurð Skipulagsstofnunar frá síð- asta ári og bendir á að sá úrskurð- ur segi sína sögu. Hann ítrekar að skilyrði umhverfisráðherra fyrir framkvæmdunum séu alls ekki nægjanleg. „Skilyrðin sem ráð- herrann setti voru að vísu til bóta en framkvæmdirnar eru þó langt í frá að að vera viðunandi af okkar hálfu.“ Þá gagnrýnir Helgi að Landsvirkjun hyggist hefja fram- kvæmdir við Kárahnjúka í sumar. „Okkur finnst það forkastanlegt,“ segir hann, ekki síst í ljósi þess að ekki sé búið að gera endanlega samninga við Alcoa. Helgi tekur fram að NAUST sé ekki í hópi þeirra sem séu á móti öllum virkjunum. „Við erum ekki endilega á móti því að þessar ár verði virkjaðar,“ segir hann og vís- ar m.a. til Jökulsár á Dal og Jök- ulsár í Fljótsdal. „En við teljum að tilhögun Kárahnjúkavirkjunar sé óviðunandi. Það eru aðrir mögu- leikar sem lítið hafa verið skoðaðir. Eins og t.d. að virkja Jökulsá á Dal í eigin farvegi.“ Jóhann Óli Hilmarsson, formað- ur Fuglaverndarfélags Íslands, er eins og aðrir viðmælendur Morg- unblaðsins ómyrkur í máli þegar hann talar um Kárahnjúkavirkjun. „Við höfum frá upphafi verið á móti virkjuninni og sendum inn at- hugasemdir upp á nokkrar síður þegar verið var að meta umhverf- isáhrifin. Með virkjuninni verður svo mikil röskun á náttúrunni að annað eins hefur aldrei gerst hér á landi.“ Meðal þess sem félagið gerði athugasemdir við var að með virkjuninni færu frjósamar lág- lendismýrar meðfram Lagarfljóti á kaf eða spilltust vegna rofs útfrá bökkum. Með því töpuðu grágæsir mikilvægum fellistöðum, fæðuöfl- unarstöðum og varplöndum, bæði við Lagarfljót og Jökulsá á Úthér- aði. Það hefði m.ö.o. áhrif á um tíu þúsund grágæsir. Þar af um tvö þúsund varpör eða ríflega 10% af stofninum. „Þetta er ekki réttlæt- anlegt,“ ítrekar Jóhann. Jóhann segir að svæðið norðan Vatnajökuls sé stærsta ósnortna víðernið í V-Evrópu og því hafi fé- lagið lengi barist fyrir því að þar Segja fram- kvæmdirnar valda allt of miklum náttúruspjöllum Náttúru- og umhverfisverndarsamtök eru ósátt við Kárahnjúka- virkjun. Þau gagnrýna einnig að Landsvirkjun skuli hefja undir- búningsframkvæmdir við virkjunina í sumar áður en gengið hafi verið frá endanlegum samningi við orkukaupandann, Alcoa. Arna Schram ræðir hér við talsmenn stærstu náttúru- og umhverfis- verndarsamtaka landsins um álit þeirra á Kárahnjúkavirkjun. Morgunblaðið/RAX Horft til norðurs yfir Dimmugljúfur og Kárahnjúka. Innri-Kárahnjúkur blasir við til hægri en yrði aðalstífla miðlunarlóns Kárahnjúkavirkjunar reist færi forgrunnur myndarinnar undir vatn. Umhverfis- og náttúruverndarsamtök leggjast alfarið gegn Kárahnjúkavirkjun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.