Morgunblaðið - 03.08.2002, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 03.08.2002, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 11 MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá Gísla Má Gíslasyni formanni Þjórsárveranefndar: „Í tilefni af viðtali við Friðrik Sophusson forstjóra Landsvirkj- unar í Morgunblaðinu 1. ágúst er rétt að eftirfarandi komi fram. 1. Landsvirkjun gerði sam- komulag við forvera Náttúru- verndar ríkisins árið 1981 um að Náttúruverndin ákveði hvort Norðlingaölduveita skerði nátt- úruverndargildi Þjórsárvera óhæfilega, að undangengnum rannsóknum og að framkvæmdir væru háðar því að svo verði ekki. Nú hefur Náttúruverndin að und- angenginni umsögn Þjórsárvera- nefndar, sem Landsvirkjun á að- ild að, komist að því að Norðlingaölduveita skerði nátt- úruverndargildi Þjórsárvera og fellst Náttúruverndin því ekki á framkvæmdina. Það er því samn- ingsrof að halda áfram að reyna að þröngva framkvæmdinni upp á þjóðina. 2. Þjórsárveranefnd komst að þeirri niðurstöðu í ljósi skýrslu Landsvirkjunar um mat á um- hverfisáhrifum að framkvæmdin ylli umtalsverðum og óafturkræf- um umhverfisáhrifum og komst Náttúruvernd ríkisins að sömu niðurstöðu. Í ljósi þess gerir hvorki undirritaður né Náttúru- vernd ríkisins ráð fyrir að Skipu- lagsstofnun fallist á framkvæmd- ina. 3. Með svokölluðum mótvæg- isaðgerðum sem Landsvirkjun sendi lýsingu á til Skipulagsstofn- unar féllst Landsvirkjun á þau sjónarmið að áhrif Norðlinga- ölduveitu væru umtalsverð og óafturkræf. Þessar mótvægisað- gerðir eru ný útgáfa af 6. áfanga Kvíslaveitna, sem Þjórsárvera- nefnd féllst ekki á í einróma sam- þykkt í júní 2001. Þessi fram- kvæmd mun hafa umtalsverð umhverfisáhrif og er jafnframt brot á samkomulaginu frá 1981, en þar var samið um að í Kvísla- veituáföngum yrðu einungis tekn- ar austurþverár Þjórsár og upptakakvíslir af Sprengisandi. Með 6. áfanga er verið að seilast í vesturkvíslir Þjórsár. Rétt er að það komi fram að fulltrúi Lands- virkjunar fékk samþykki forstjór- ans til að standa að þessari sam- þykkt með símtali af fundinum og því er með öllu óskiljanlegt að forstjórinn ætli að ganga á bak orða sinna. 4. Við framkvæmd Kvíslaveitna 5 var skurður úr Þjórsárlóni í Kvíslavötn hafður svo stór að hann getur tekið viðbótarvatn úr 6. áfanga. Þetta var gert án sam- ráðs við Náttúruvernd ríkisins og áætlunum um 6. áfanga haldið leyndum. Fyrirhuguð fram- kvæmd kom í ljós þegar yfirmað- ur Landsvirkjunar fór að tala um 6. áfanga í vettvangsferð í Þjórs- árver og varð fyrirtækið þá að viðurkenna að þessi áform voru á prjónunum. 5. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverja hefur lýst andstöðu sinni við frekari framkvæmdir í Þjórsárverum. Það væri ótrúleg kúgun af hálfu Landsvirkjunar að þvinga fram aðra ákvörðun í mál- inu, en sveitarstjórnir hafa full yf- irráð um landnýtingu í sínum sveitarfélögum. Forstjóra Landsvirkjunar á því að vera ljóst að ég geri ekki ráð fyrir að fallist verði á umrædda framkvæmd, því öll gögn sýna óumdeilt að Norðlingaölduveita mun valda umtalsverðum og óaft- urkræfum umhverfisáhrifum. Aftur á móti geri ég ráð fyrir að Landsvirkjun muni reyna að hnekkja þeirri ákvörðun.“ Yfirlýsing frá formanni Þjórsárveranefndar verði stofnaður þjóðgarður. Með þjóðgarði væri hægt að skapa jafn mörg störf og fengjust með álveri; jafnvel fleiri, fullyrðir hann. „Það tæki bara lengri tíma að koma á þjóðgarði en að byggja virkjun og álver, en það þýddi að það yrði ekki eins ofboðslega mikil þensla í þjóðfélaginu og verður ef af virkj- un og álveri verður.“ Jóhann tekur fram að Fugla- verndarfélagið sé langt í frá á móti virkjunum sem slíkum. „Við vorum t.d. ekki á móti Vatnsfellsvirkjun, Sultartangavirkjun eða Búðarháls- virkjun. Við erum hins vegar á móti Kárahnjúkavirkjun vegna þeirra gífurlegu óafturkræfu áhrifa sem hún mun hafa á náttúr- una.“ Enginn orkusölusamningur Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, segir eins og aðrir umhverfisverndar- sinnar, að svæðið norðan Vatna- jökuls sé eitt stærsta ósnortna víð- ernið í Vestur-Evrópu. „Og það var engin tilviljun að Skipulags- stofnun lagðist gegn framkvæmd- inni, enda veldur hún umtalsverð- um umhverfisáhrifum,“ segir hann. Það er fleira sem Árni er ekki sáttur við varðandi Kárahnjúka- virkjun. Hann minnir til að mynda á að Finnur Ingólfsson, þáverandi iðnaðarráðherra, hafi haldið því fram á Alþingi, þegar umræður fóru þar fram um Fljótsdalsvirkj- un, að það yrði ekki farið út í framkvæmdir nema fyrir lægi orkusölusamingur. „Þessi orku- sölusamningur liggur ekki fyrir,“ segir Árni. „Samt hyggjast stjórn- völd heimila Landsvirkjun að hefja framkvæmdir í sumar.“ Vísar Árni þarna m.a. til lagningu vegar frá Laugarfelli að Kárahnjúkum. „Mér sýnist því sem þessar framkvæmd- ir í sumar helgist ekki bara af framkvæmdagleði heldur líka af eins konar pólitískri þörf stjórn- valda til að hefja framkvæmdir fyrir kosningar. Það er miður.“ Árni minnir einnig á í þessu sam- bandi að skv. mati Náttúrufræði- stofnunar Íslands muni fyrrgreind- ur vegur valda umtalsverðum náttúruspjöllum. Ólafur Andrésson, sem sæti á í stjórn Náttúruverndarsamtaka Ís- lands, leggur áherslu á, eins og Árni, að með Kárahnjúkavirkjun sé verið að ganga á óendurnýj- anlegar auðlindir; annars vegar með því að fórna víðerninu og hins vegar með myndun Hálslóns. Enn- fremur bendir hann á að sérfræð- ingar samtakanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að Kárahnjúka- virkjun yrði ekki arðbær. „Þeir fullyrða að hún verði það alls ekki ef tekið er tillit til þess umhverfis sem verður fórnað vegna hennar.“ Ólafur segir jafnframt að samtökin leggi áherslu á að opin umræða fari fram um virkjanir á borð við Kárahnjúkavirkjun. Og breytist forsendur slíkra framkvæmda – eins og nú, þegar ákveðið var með yfirlýsingu við Alcoa, að minnka fyrirhugað álver í 295 þúsund tonna ársframleiðslu – verði að taka umræðuna upp aftur að nýju. „Það er mikilvægt við nýjar að- stæður að taka aftur upp spilin og spá betur í þau; athuga hvort aðrir kostir eru í stöðunni; hvort ekki sé hægt að breyta einhverju við fram- kvæmdirnar þannig að þær fái ekki falleinkunn í faglegu mati hjá Skipulagsstofnun. Við hjá Náttúru- verndarsamtökunum munum leggja áherslu á að opna þessa um- ræðu að nýju en því miður er eins og það sé þegjandi samþykki hjá Landsvirkjun og stjórnmálamönn- um að forðast umræðuna.“ arna@mbl.is RÆTUR fyrirtækisins Mosaik, sem fagnaði nýlega hálfrar aldar afmæli, má rekja til Tórínó á Norður-Ítalíu. Þaðan kom Giov- anni Ferrua steinsmiður þremur árum eftir lok síðari heimsstyrj- aldarinnar og með honum sonur hans, Walter, þá fimmtán ára. Og nú, rúmum 55 árum eftir að Giov- anni lagði í norðurvíking til þess að að vinna við byggingu Þjóð- minjasafnsins, eru það afadæt- urnar þrjár, Nives Elena, Íris og Sonja Irena, og móðurbróðir þeirra, Þórhallur Birgir, sem stjórna og vinna í fyrirtækinu. Ekki skortir þau starfsreynsl- una: dæturnar eru svo að segja aldar upp í fyrirtækinu og Þór- hallur Birgir hefur starfað hjá því frá sextán ára aldri eða frá árinu 1966. Fjölskyldan er ekki bara samheldin í vinnu heldur einnig í búsetu, Walter og kona hans búa á Seltjarnarnesi, allar dæturnar og einnig Þórhallur Birgir. Legsteinar, steinsmíði og sögun Mosaik hefur um hálfrar aldar skeið starfað á sviði steinsmíði. Nú er raunar svo komið að aðalfram- leiðsluvara Mosaik er legsteinar og allt sem þeim tengist auk stein- smíði úr íslensku grjóti, marmara og graníti og steinsögun. Walter segir að fyrstu árin hafi aðallega verið framleidd steinsteypt hand- rið, sem enn megi sjá víða um borgina, gifslistar auk þess sem Mosaik hafi lagt svokölluð „terr- aso“-gólf. Walter hætti rekstri fyr- irtækisins árið 1996 þegar hann var 63 ára, en hann var þá kominn með töluverða slitgigt segir Pála, kona hans. Walter vill ekki gera mikið úr því: „Ég hefði svo sem getað gengið um fyrirtækið með hendur í vösum og gefið skipanir. Nei, það var langbest að leyfa dætrunum og Þórhalli Birgi að spreyta sig og þau hafa staðið sig mjög vel. Auk þess á ég svo mörg barnabörn og hef nóg annað við tímann að gera.“ Engar róttækar breytingar á rekstrinum Systurnar og Þórhallur Birgir segjast ekki hafa gert neinar rót- tækar breytingar á rekstrinum þegar þau tóku við fyrirtækinu enda hafi allt verið í góðum skorð- um. „Umsvifin hafa þó smám saman verið að aukast en reksturinn hef- ur að öðru leyti verið nokkuð stöð- ugur frá ári til árs en það er alltaf langmest að gera á sumrin. Okkur finnst æ algengara að greitt sé fyrir legsteina og uppsetningu þeirra úr dánarbúum enda á fólk oft eignir en áður fyrr var það oft- ast ein fjölskylda sem lagði út fyr- ir þessum kostnaði.“ Vírsög sem notuð er til þess að saga stuðlaberg í sundur Reyndar vorum við að fjárfesta í stórri vél,“ segja þau, „sem okkur hafði dreymt um að eignast í mörg mörg ár. Þetta er eins konar tölvustýrð vírsög sem notuð er til þess að saga stuðlaberg í sundur en það var erfitt og seinlegt að gera það með blaðsögum þar sem þær saga takmarkaða dýpt í einu.“ Þau segja að það séu vissulega tískusveiflur í legsteinum: „Stuðla- bergið hefur verið ákaflega vin- sælt og er alltaf að sækja á. Við setjum líka upp legsteina og það er auðvitað mest að gera í því yfir sumarið og lengur ef vel viðr- ar; sumarið er því alltaf annasam- asti tíminn hjá okkur.“ Fyrirtækið Mosaik heldur upp á fimmtíu ára afmælið Morgunblaðið/Golli Frá föður til sonar til dætra NÚ STANDA fyrir dyrum viðræð- ur eigenda Landsvirkjunar um vatnsréttindi á Þjórsársvæðinu, að sögn Helga Bjarnasonar, skrifstofu- stjóra á orkusviði í iðnaðarráðu- neytinu. Samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar um réttindin frá í mars síðastliðnum eru þau í eigu ríkisins en ekki Landsvirkjunar eins og áður hafði verið talið. Helgi segir að búið sé að úr- skurða að í Árnessýslu vestan Þjórsár eigi ríkið réttindi frá Búr- felli og upp úr og þetta sé í sam- ræmi við þjóðlendulögin frá árinu 1998. Hvað varði vatnsréttindi á lögbýlum fyrir neðan Búrfell sé engin ástæða til að ætla annað en að þeir samningar standi, sem gerðir voru þegar ríkið keypti vatnsréttindi þar af Titan-félaginu árið 1953. Viðræður hefjast með haustinu Helgi segir að í austanverðri Rangárvallasýslu sé í gangi á veg- um miðhálendisnefndarinnar mál sem ætla megi að fari á svipaðan hátt og í Árnessýslu þar sem að- stæður séu sams konar. Ekki sé vitað hvenær sá úrskurður fellur en þær viðræður sem væntanlega verða milli eignaraðila muni snúast um að ríkið afhendi Landsvirkjun þau virkjunarréttindi sem það fær væntanlega í hendur eftir þennan dóm. Þetta hefjist ekki fyrr en með haustinu svo enn sé of snemmt að segja til um hvernig þetta verður gert en bréfaskipti hafi farið fram milli ráðuneytisins og Reykjavík- urborgar um málið. Helgi bendir á að leggi ríkið vatnsréttindin á Þjórsársvæðinu inn myndi það auka hlut sinn í Lands- virkjun. Hann segir aðeins hafa borið á góma að Landsvirkjun greiddi ríkinu gjald fyrir vatnsrétt- indin með auðlindagjaldi, eða í eitt skipti fyrir öll, en sá háttur hafi stundum verið hafður á. Umræða um auðlindagjald sé þó pólitískt mál. Vatnsréttindi á Þjórsársvæðinu Viðræður standa fyrir dyrum TEKJUSKATTS- og útsvarsstofn einstaklinga hækkaði um 40,8 millj- arða frá árinu 2000 til 2001 eða um 10,4%. Launahækkun á sama tíma var enn meiri eða um 12,6% í heild en þessar tölur koma fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Í frétt vefritsins segir að þessi hækkun svari til 11,8% hækkunar á hvern framteljanda. Til samanburð- ar má nefna að hækkun launavísi- tölu var á sama tíma 8,9% og hækk- un á vísitölu neysluverðs var 6,7%, segir þar einnig. „Út úr þessum töl- um má lesa að launahækkunin á árinu 2001 hafi orðið nokkru meiri en launavísitalan gefur til kynna, sem m.a. getur stafað af samsetn- ingarbreytingum á vinnumarkaði o.fl. Vinnutími var nær óbreyttur milli 2000 og 2001 og atvinnuþátt- taka breyttist mjög lítið þannig að þeir þættir skýra ekki þennan mun. Þessar tölur gefa til kynna að kaup- máttur launa hafi aukist allt að 2% meira á síðasta ári en áður var talið, eða sem nemur um 4%,“ segir einn- ig í áðurnefndri frétt. Laun hækk- uðu um 12,6% milli ára Fjármálaráðuneytið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.