Morgunblaðið - 03.08.2002, Síða 12

Morgunblaðið - 03.08.2002, Síða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ HINN 23. maí sl. varði Sigríður Hjörleifsdóttir doktorsritgerð á sviði líftækni við háskólann í Lundi í Svíþjóð. Doktorsritgerð Sigríðar nefnist „Diversity of thermostable DNA enzymes from Icelandic hot springs“. Ritgerðin fjallar um fjöl- breytileika hverabaktería og hitaþolinna DNA-ensíma úr íslenskum hver- um. Efni ritgerð- arinnar er í þremur meg- inþáttum. Í fyrsta lagi var fjöl- breytileiki bakt- eríutegunda skoðaður með 16S rRNA-greiningu í þremur ólíkum vistkerfum. Einni nýrri tegund (Thermus scotoductus) var lýst. Í öðru lagi var skimað fyrir þremur hitaþolnum DNA-ensímum; DNA-polymerasa, DNA-lígasa og skerðiensímum. Skimað var í fjórum ættkvíslum hitakærra baktería. Í framhaldi af þeirri vinnu voru tvö ný ensím markaðssett. Í þriðja þætti ritgerðarinnar er lýst nýrri aðferð við skimun á DNA-ensímum þar sem skimað er með sérhönnuðum vísum í öllu DNA-mengi þeirra níu Thermus-tegunda sem þekktar eru og einnig úr DNA-mengi heilla hveravistkerfa. Þessi aðferð lofar góðu við leit að áður óþekktum DNA-ensímum. Ritgerðin byggist á átta vís- indagreinum og hafa sex þeirra þeg- ar verið birtar í ritrýndum vís- indaritum. Aðalleiðbeinandi Sigríðar var pró- fessor Jakob K. Kristjánsson við Háskóla Íslands og prófessor Olle Holst var aðstoðarleiðbeinandi og tengiliður við háskólann í Lundi. Andmælandi í opinni vörn var pró- fessor Nils-Kåre Birkeland frá há- skólanum í Bergen í Noregi. Próf- dómarar voru prófessor Leif Bülow, Rolf Bernander dósent og dr. Hen- rik Strålbrand, allir frá háskólanum í Lundi. Athöfninni stýrði prófessor Patrick Adlercreutz. Sigríður er fædd 1958. Móðir hennar er prófessor Sigríður Þ. Val- geirsdóttir og faðir hennar var Hjör- leifur Baldvinsson prentari. Eig- inmaður Sigríðar er Kristján G. Sveinsson verkfræðingur og eiga þau þrjú börn; Evu Maríu, Þórdísi og Svein Heiðar. Sigríður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1978, BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1984 og Licentiat-gráðu í líf- tækni frá háskólanum í Lundi 1989. Sigríður vann á Örverufræðistofu Líffræðistofnunar HÍ 1983–1986, á Iðntæknistofnun Íslands, líf- tæknideild 1990–1997, Íslenskri erfðagreiningu 1997–2001 og frá 2001 hefur hún unnið hjá líftækni- fyrirtækinu Prokaria ehf., m.a. við einangrun á nýjum DNA-ensímum. Doktor í líftækni Sigríður Hjörleifsdóttir FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur verið beðið um að kanna hvort Bún- aðarbanki Íslands hafi gerst brot- legur í skilningi almennra hegning- arlaga með rangri skýrslugjöf til Héraðsdóms Reykjavíkur hinn 26. mars sl. Kærandi er Þorsteinn Ingason, sem stefndi Búnaðarbankanum fyrir héraðsdóm í fyrra fyrir að hafa fyllt út sýningarvíxla án heimildar og með því vakið upp ólögmætan víx- ilrétt. Í málinu gerir Þorsteinn skaðabótakröfur upp á 500 milljónir króna auk vaxta. Kærandi vitnar í greinargerð Búnaðarbankans til héraðsdóms þar sem segir m.a. að svo virðist sem stefnandi hafi afhent umrædda víxla óútfyllta hvað varðar gjalddaga og fjárhæðir. Hafi víxlarnir því ekki verið sýningarvíxlar. Í bréfi Fjármálaeftirlitsins frá 9. júlí 1999, sem kærandi vitnar enn- fremur til, segir m.a. að á fyrirliggj- andi ljósriti af einum af umræddum víxlum komi fram að hann hafi verið stimplaður 28. nóvember 1984 og verði því að ætla að fjárhæðin hafi verið sett á víxilinn á þeim degi og þar með gerður að fullgildum sýn- ingarvíxli. Telur kærandi því augljóst að Búnaðarbankinn haldi fram fullyrð- ingu þvert á niðurstöðu Fjármála- eftirlitsins sem varðar umrædda víxla. Þegar málið var lagt fyrir héraðs- dóms krafðist Búnaðarbankinn þess að Þorsteinn legði fram 12 milljón króna tryggingu fyrir málskostnaði. Dómurinn hafnaði þeirri kröfu, en honum var gert að leggja fram 25.000 kr. í tryggingu. Í dómnum segir um þessa háu kröfu bankans: „Dóminum þykir því nokkurri furðu sæta, að sóknaraðili [Búnaðarbank- inn] skuli nú reyna að loka þeirri leið, sem hann sjálfur hefur lagt til við varnaraðila [Þorsteinn] að farin verði.“ Ársæll Hafsteinsson, yfirlögfræð- ingur Búnaðarbankans, minnir á að mál Þorsteins gegn Búnaðarbankan- um sé til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Hafi bankinn hvatt Þorstein til að fara með umkvört- unarefni sín fyrir dómstóla, sem hann hafi og gert í desember sl. „Þrátt fyrir að málið sé hjá héraðs- dómi heldur hann áfram að senda umkvartanir sínar til Fjármálaeft- irlitsins, nú síðast vegna orða sem fram koma í greinargerð bankans sem lögð var fyrir héraðsdóm. Bank- inn hefur hafnað öllum kröfum Þor- steins og telur að dómstólar muni gera slíkt hið sama,“ segir Ársæll. Sakar Búnað- arbankann um ranga skýrslu NÝIR eigendur hafa tekið við um- boði á Íslandi fyrir bíla frá Fiat og Alfa Romeo. Sturla Þór Sigurðsson og Þorvaldur Sigurðsson keyptu umboðin og rekstur Ístraktors af Páli Gíslasyni en Ístraktor verður áfram til sem eignarhaldsfélag og leigir nýjum umboðsmönnum hús- næðið við Smiðsbúð 2 í Garðabæ þar sem bílasala og verkstæði hafa verið til húsa. Starfsmenn fyrirtækisins, sem eru sjö, vinna áfram hjá nýja umboðinu sem sinnir áfram allri verkstæðis- og varahlutaþjónustu við bíla frá Fiat. Ístraktor er liðlega 20 ára gamalt fyrirtæki og hafði lengstum framan af umboð meðal annars fyrir vinnu- vélar, vörubíla, bílkrana og snjó- troðara en árið 1996 bættust við fólksbílar frá Fiat-samsteypunni. Páll Gíslason tjáði Morgunblaðinu að hann hefði fyrir alllöngu ákveðið að selja fyrirtækið, tveir áratugir væri ágætt úthald, og fundist hefðu verðugir kaupendur sem fulltrúum Fiat hefði litist vel á. Hann kveðst hafa á þessum árum selt 550 Fiat- og Alfa Romeo-fólksbíla og um 50 sendibíla. Nú væru um 1.700 bílar af þessum gerðum í umferð og mikil- vægt væri að geta veitt þeim áfram góða þjónustu auk þess að selja áfram bíla frá Fiat-samsteypunni. Sturla Þór Sigurðsson viðskipta- fræðingur er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og tók hann við af Páli í fyrradag. Hann segir það vera fyrsta verk nýrra eigenda að panta bíla og verði lögð áhersla á hinn nýja Fiat Stilo sem fengið hafi góðar viðtökur erlendis. Von er á fyrstu bílunum síðari hluta mánaðarins og er stefnt að frumsýningu síðustu helgina í ágúst. Þá eru í pöntun Fiat Multipla og Punto, sem báðir eru í endurnýjuðum útgáfum, og Alfa 156, sem fengið hefur andlitslyft- ingu. Sturla Þór sagði þá bræður vera bjartsýna á að íslenskur bíla- markaður væri að snúast til betri vegar. Rekstur bílaumboða væri þó snúinn þar sem sveiflur væru mjög miklar. Hann sagði búið að setja niður viðskiptaáætlun til fjögurra ára og stefnt væri að hagnaði eftir nokkurra mánaða rekstur. Lögð yrði mikil áhersla á markaðs- setningu og að hafa yfirbyggingu fyrirtækisins sem minnsta og fjölga ekki starfsfólki fyrr en aukin sala gefi tilefni til. Nýir umboðsmenn fyrir Fiat- og Alfa Romeo-bílana Morgunblaðið/Sverrir Sturla Þór Sigurðsson hefur ásamt bróður sínum, Þorvaldi, tekið við umboði fyrir bíla frá Fiat af Páli Gíslasyni sem er til hægri á myndinni. FÓLKSBIFREIÐ er mikið skemmd ef ekki ónýt eftir bruna á Nýbýla- vegsbrúnni um hádegisbil í gær. Ökumaður var einn í bifreiðinni og tókst honum að koma sér út í tæka tíð og urðu því ekki slys á fólki. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna brunans og slökkti í bifreiðinni á skömmum tíma. Elds- upptök eru ókunn. Morgunblaðið/Ómar Miklar skemmdir urðu í bílabruna LÖGREGLUMENN frá ríkislög- reglustjóra og tollverðir frá tollstjór- anum í Reykjavík verða við eftirlit víða um land um verslunarmanna- helgina. Lögreglumenn og tollverðir ásamt fíkniefnaleitarhundum verða á flugvöllum, í höfnum og við útisam- komur. Þá hafa lögreglustjórar víðast hvar hafa með sér samstarf um öfl- ugra eftirlit. Þegar mest er aðstoða 14 lögreglu- menn frá ríkislögreglustjóra við um- ferðareftirlit, einkum á Norður-, Vestur- og Suðurlandi og eru þeir viðbúnir því að færa sig þangað þar sem umferðarþunginn er mestur. Bifreið búin öndunarmæli verður einnig til taks. Í samvinnu við Vega- gerðina er haldið úti sjö merktum og ómerktum lögreglubílum sem búnir eru radar og hraðamyndavélum. Skipulag löggæslu er í höndum lög- reglustjóra í hverju umdæmi en menn ríkislögreglustjóra verða þeim til aðstoðar og ber embættið kostn- aðinn. Forðist mestu umferðarhnútana Gísli Pálsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn segir að mikil áhersla verði lögð á að berjast gegn fíkniefnum. Á útihátíðum, við hópferðamiðstöðvar, í Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum og Bakkaflugvelli verður öflugt fíkni- efnaeftirlit. Þrír hópar lögreglu- manna frá ríkislögreglustjóra og toll- varða frá tollstjóranum í Reykjavík verða á ferðinni auk þeirra fíkniefna- hunda sem lögregluembættin á landsbyggðinni ráða yfir. Fíkniefna- salar og -neytendur ættu því að hugsa sig tvisvar um. Í nágrenni höfuðborgarinnar er þunginn mestur á föstudegi og frá há- degi á mánudegi. Myndast þar jafnan langar bílalestir. Hjálmar Björgvins- son, aðalvarðstjóri, því til ökumanna að þeir skipuleggi ferðir sínar þannig að þeir lendi ekki í mestu umferðar- hnútunum. Hann minnir á að helstu orsakir umferðarslysa eru hraðakst- ur og akstur undir áhrifum áfengis og ítrekar nauðsyn þess að spenna belt- in. Að jafnaði eru um 60 ölvaðir öku- menn stöðvaðir um verslunarmanna- helgi og á sjöunda hundrað eru teknir fyrir hraðakstur. Þetta segir Hjálm- ar vera alltof mikinn fjölda. Lögreglumenn frá ríkislögreglustjóra og tollverðir við eftirlit víða um land Vinna í sameiningu að öfl- ugri löggæslu um helgina Morgunblaðið/Kristinn Lögregla leggur mikla áherslu á umferðareftirlit um þessa mestu ferðahelgi landsins. Við Rauðavatn ræddu lögreglan í Reykjavík og Umferðarráð við ökumenn og aðgættu búnað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.