Morgunblaðið - 03.08.2002, Síða 13

Morgunblaðið - 03.08.2002, Síða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 13 BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur að fenginni til- lögu umhverfismálanefndar veitt viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi í Garðabæ 2002. Fyrir lóðir íbúðarhúsnæðis hljóta viðurkenningu eigendur Melhæðar 4, Hörgslundar 13 og Þrast- arlundar 13. Viðurkenningu fyrir lóðir atvinnuhúsnæðis hljóta í ár golfvöllur Oddfellowa, Urriðavatnsdölum, og vörugeymsla Pharmaco, Lyngási 15. Botnlanginn Bæjargil 16–20 var valinn snyrtilegasta gatan í bæn- um í ár. Viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir Ljósmynd/Erla Bil Bjarnadóttir Garðurinn við Melhæð 4 hlaut m.a. verðlaun. Garðabær HVALASKOÐUNARFERÐIR hafa lengi notið mikilla vinsælda meðal ferðamanna sem hingað koma og stöðugt fleiri aðilar bjóða upp á slíkar ferðir frá nýjum stöð- um hringinn í kringum landið. Hægt er að fara í hvalaskoð- unarferðir frá Reykjavíkurhöfn og þegar gengið er niður á Ægisgarð má sjá auglýsingaskilti á ensku og íslensku frá nokkrum aðilum þar sem boðið er upp á ferðir af því tagi. Skipið sem við tökum okkur far með heitir Hafsúlan og er tvíbytna og rúmar 150 farþega. Ganghraði hennar er um 24 mílur á klukku- stund sem þýðir að hægt er að ferðast á skömmu tíma á hvala- slóðir í Faxaflóa. Við höfnina eru einnig nokkrir minni bátar til slíkra ferða. Um borð þennan sólríka morgun eru 40 farþegar. Daníel Guð- mundsson leiðsögumaður kemur sér makindalega fyrir á þaki stýr- ishússins þar sem útsýni er til allra átta. Það er lygn sjór og ann- ar hvalaskoðunarbátur er að gera sig kláran í samskonar ferð. Að sögn Guðmundar Gestssonar, eiganda Hafsúlunnar, sem er með í för þennan umrædda morgun, er æ meira um að Íslendingar fari í hvalaskoðunarferðir. „Þetta byrjar venjulega þannig að einn Íslendingur fer með hóp af útlendingum í slíka ferð. Síðan spyrst það út og fjölskyldan fylgir á eftir,“ segir Guðmundur sem hefur verið með hvalaskoðunar- ferðir frá Reykjavíkurhöfn undan- Stærstu spendýr sjávar má finna í Faxaflóa sem og annars staðar í kringum landið Hvalaskoðunarferðir fyrir borgarbúa jafnt sem ferðamenn Heiðskírt var í veðri og gott í sjóinn í ferðinni fyrr í vikunni. fyrstu hvalina. Hrefna skýtur sér upp úr sjónum og ferðamenn um borð hrópa upp yfir sig. Mynda- vélum, vídeóupptökuvélum og sjónaukum er brugðið á loft. Dan- íel, leiðsögumaðurinn uppi á þaki, ræskir sig, og byrjar að vísa mönnum í hvaða átt þeir eigi að horfa. Fólkið hleypur aftur í skut bátsins og myndavélarnar fara á loft. Hrefnan lætur sjá sig aftur en í þetta skiptið við hinn enda báts- ins. Einhverjir hlaupa í hinn end- ann á meðan skipstjórinn snýr bátnum við. „Þetta snýst allt um virðingu við hvalinn,“ segir Daníel og bendir á að best sé að fara ekki of nálægt hvalnum heldur leyfa honum að nálgast bátinn. Höfrungar synda meðfram bátnum Fleiri hrefnur sjást og báturinn siglir í hægagangi í átt til þeirra. Í eitt skiptið skýtur ein hrefna sér upp um 20 metrum frá bátnum. Svona gengur þetta fyrir sig, bát- urinn hringsólar á sjónum innar- lega í Faxaflóanum, og þegar litið er upp áttar maður sig á hversu nálægt landi báturinn er í raun og veru. Annar hvalaskoðunarbátur nálg- ast og hringsólar á svæðinu. Eftir nokkra stund heldur hann lengra á haf út. Daníel leiðsögumaður biður um að hvalahljóðin verði sett í gang en þar er um að ræða upptöku af hljóðum sem hnúfubakurinn gefur frá sér. Ýlfur, væl og smellir ber- ast í gegnum kallkerfið á meðan ferðamennirnir standa grafkyrrir Morgunblaðið/Jim Smart Hafsúlan flögraði um og fylgdist með hvölum og mannfólki. Daníel Guðmundsson leiðsögu- maður sagði fólki hvar ætti að skima eftir hvölunum. hrefnan orðið allt að 11 metrar á lengd og tíu tonn að þyngd. Síðar þennan morgun er komið auga á höfrunga sem ferðast sam- an, fjórir til fimm, meðfram bátn- um. Þeir koma upp úr sjónum nokkrum sinnum, augljóslega for- vitnir, en halda síðan í burtu. Einhverjum ferðalöngum er orð- ið kalt og þá drífa þeir sig niður í matsal þar sem hægt er að fá sér heitt að drekka. Fleiri tegundir sjást ekki þenn- an morgun, þar á meðal er hinn ógnarstóri hnúfubakur, sem ein- hverjir hafa eflaust beðið spenntir eftir að sjá og jafnan slær sporð- inum í hafflötinn þegar hann hverfur aftur í djúpið. Báturinn er settur á fullan gang og förinn heitið út í Lundey. Töluvert lundavarp er í Lundey og Viðey og í Lundey eru á bilinu 20–30 þúsund fuglar. Báturinn siglir eins nálægt eyjunni og unnt er og áfram er myndað. Daníel bendir erlendum ferðalöngum á að lundinn bragðist einnig mjög vel og hvetur alla til að gæða sér á honum á einhverju veitingahúsa bæjarins. Einhverjar grettur koma í ljós en aðrir brosa við tilhugsunina á leiðinni í land. Brugðið var á það ráð að setja upptöku í gang með hljóðum sem hnúfu- bakar gefa frá sér. Að sögn Daníels Guðmundssonar leiðsögumanns vekur það oft forvitni hvalanna þegar þeir heyra hljóðin frá hvölunum. farin tvö sumur. Upphaflega byrj- aði hann með ferðir frá Keflavík á minni bát, Gesti, sem nú er not- aður undir sjóstangaveiðiferðir. „Það eru auðvitað alltaf sveiflur á milli daga,“ segir hann, aðspurð- ur hversu vel gangi að finna hval- ina. „Þeir eru hingað komnir að sunnan í ætisleit og fara þangað sem ætið er fyrir.“ Hann bendir á að sést hafi til hvala í næstum öllum ferðum sum- arsins. Hvalurinn er hins vegar misáberandi og Guðmundur segir að áhöfnin taki það stundum full- mikið inn á sig ef nóg er af hval í einni ferð en minna í þeirri næstu. Komið auga á fyrstu hrefnurnar Guðmundur upplýsir um helstu tegundir sem algengast er að sjá í hvalaskoðunarferðum, hrefnur, hnúfubaka, hnísur, sandreyðar og höfrunga. Hnúfubakurinn er gríðarstór skepna og fullvaxta er hann 12–19 m á lengd og getur vegið allt að 50 tonn. Á baki hans sitja hrúðurkarl- ar og þegar hvalurinn kemur upp úr sjónum snýr hann sér stundum við og lendir á bakinu með tilheyr- andi skvettum og gusugangi. Guðmundur hefur myndað með sér kenningu hvað þetta snertir og álítur að hnúfubakurinn sé að klóra sér. Þegar hnúfubakurinn kemur niður er ekki óalgengt að sjá brák á sjónum af alls kyns dýr- um, m.a. hrúðurkörlum sem hvaln- um hefur þá tekist að losa sig við. Eftir um hálftíma siglingu á hægagangi komum við auga á Hrefna skýtur sér upp á yfirborð sjávar. Töluvert var um hrefnu inn- arlega í Faxaflóanum og einnig höfrunga sem syntu meðfram bátnum. Reykjavíkurhöfn og bíða eftir að dýrið skjóti sér upp. Daníel bendir á að hljóðin úr hnúfubak virki oft á tíðum vel á hrefnurnar sem komi upp á yf- irboðið til að athuga hvaðan þau koma. Hnúfubakarnir kæra sig hins vegar kollótta, að hans sögn. Hrefnurnar sem sýna sig á haf- fletinum þennan morgun eru allar fremur litlar. Fullvaxta getur kristjan@mbl.is Hvalaskoðunarferðir njóta æ meiri vinsælda meðal ferðamanna en einnig Íslendinga sem vilja berja augum stærstu spendýr sjávar. Jim Smart og Kristján Geir Pétursson brugðu sér í eina slíka ferð út á Faxaflóa í vikunni. FJÖLDI þátttakenda í Reykjavíkur- maraþoni hefur dregist saman um rúman fjórðung frá 1994 til 2001, að því er fram kemur í Árbók Reykja- víkur 2001. Alls tóku 3.720 þátt í Reykjavík- urmaraþoni árið 1994 en árið 2001 voru keppendur 2.655. Í skemmtiskokki kepptu 2.005 ár- ið 1994 en 1.194 árið 2001 og í 10 km hlaupi kepptu 1.189 árið 1994 en 849 í fyrra. Á sama tíma hefur keppendum í 42 km maraþoni fjölgað um 40%. Ár- ið 1994 voru keppendur 125 en í fyrra 204. Álíka margir kepptu í hálf- maraþoni í fyrra og árið 1994. Árið 1994 voru keppendur í hálfmaraþoni 401 en keppendur voru alls 408 í fyrra. Fjöldi þátttakenda dregist saman Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.