Morgunblaðið - 03.08.2002, Side 14

Morgunblaðið - 03.08.2002, Side 14
AKUREYRI 14 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRARBÆR Íþrótta- og tómstundadeild Áhugasamt fólk vantar til starfa með unglingum í félagsmiðstöðvum hjá Akureyrarbæ. Umsjónarmenn í 50% starf. Unnið er að breytingum á starfsmanna- haldi í félagsmiðstöðvunum og möguleiki á 100% starfi. Einnig vantar aðstoðarfólk í tímavinnu. Vinnu- tími er seinni hluta dags og kvöldvinna. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun, samfélagsþjálfa eða reynslu af félagsstarfi með unglingum. Viðkomandi þurfa að vera framtakssamir, hug- myndaríkir og hafa ánægju af að starfa með ungling- um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK og launanefndar sveitafélaga. Upplýsingar um kaup og kjör veitir starfsmannadeild. Umsóknareyðublöð fást hjá móttökuritara í Glerárgötu 26, 2. hæð, og í þjónustuanddyri ráðhúss- ins Geislagötu 9, eða vefsíðu Akureyrarbæjar www.akureyri.is. Umsóknum skal skilað til íþrótta- og tómstundadeildar, Glerárgötu 26, 2. hæð. Umsóknarfrestur er til 16. ágúst 2002. SÓLIN sleikti spegilsléttan hafflöt- inn og ekki bærðist hár á höfði í bít- ið í gær þegar Morgunblaðið lagði í hann frá bryggju á Akureyri með tveimur starfsmanna ÚA í því skyni að fylgjast með þeim fóðra ýsu og þorsk í kvíum í Eyjafirði. „Við gefum þeim þrisvar til fjór- um sinnum í viku að meðaltali; höf- um verið að gefa 1–2% af heild- arþyngd í kvíunum á dag,“ sagði Jón Þorvarðarson, stöðvarstjóri þorskeldis sem stýrir Birni EA, sem gárungarnir kalla Eldbak, í stíl við önnur fley ÚA. Vildu jafnvel kalla hann Gullfoss, eftir að Eimskipa- félagið eignaðist meirihluta í félag- inu! „Það er hvergi fallegra en ein- mitt hér í Eyjafirðinum – þegar veðrið er svona. Það er bara ekki alltaf svona!“ segir Kristján Pét- ursson sem kemur inn í stýrishúsið. „Starfið í sumar er framhald af tilrauninni sem gerð var í fyrra. Það var settur kraftur í undirbún- ingsstarfið í byrjun mars í vor en við byrjuðum ekki að veiða fyrr en í endaðan apríl,“ segir Jón. Fiskurinn er aðallega veiddur í gildrur, sem svo eru kallaðar. „Varðandi þorskinn erum við í sjálfu sér ekki að gera neitt sem ekki hefur verið gert áður, en ýsa hefur ekki verið veidd áður og alin áfram svo ég viti. Hún hefur verið ræktuð frá upphafi bæði í Skotlandi og Kanada; klakin út í kvíum, og varð árangur af því. Hún tekur fóð- ur hér hjá okkur en það er enn of snemmt að segja hvort hún á eftir að þyngjast eitthvað verulega. Það kemur ekki í ljós fyrr en næsta haust, að ári.“ Jón segir um 25 tonn af ýsu í kvínni nú og reiknar ekki með að bætt verði við það. „Þorskurinn er númer eitt; við erum með tæp 30 tonn af honum eins og er.“ Aðallega er veitt í gildrur sem fyrr segir en nokkur tonn hafa og verið veidd í snurvoð. „Gildran sem veiðarfæri er mjög heppileg innan fjarðar, þar sem eru góð skilyrði til að koma henni nið- ur,“ segir Jón og nefnir að mjög góður árangur náist með gildru- veiðinni. Hlutfall fisks sem lifir sé hvergi hærra. ÚA er með gildrur á nokkrum stöðum í Eyjafirði, fiskurinn er háf- aður úr þeim og fluttur í tanki með Baldri í kvíarnar. Jón segir gildrurnar fyrst hafa verið reyndar hér í fyrra, en hafa lengi verið notaðar við þorskveiðar við Nýfundnaland og Japan. „Þetta er í raun leiðinet sem leið- ir út í stóran netkassa, fiskurinn fer inn um hálfgerða trekt og er þar þangað til við sækjum hann. Kass- inn sem fiskurinn safnast inn í er um það til 7.000 rúmmetrar.“ Ekki er annað að sjá en þorskurinn og ýsan kunni vel að meta það sem þeim er fært að éta. Og múkkinn er svo sem ekki langt undan. Hann þigg- ur leifarnar sem fljóta úr kvínni … Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kristján Pétursson, til vinstri, og Jón Þorvarðarson, stöðvarstjóri þorskeldis hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, huga að einni kvínni á Eyjafirði. Akureyri og fjallið Súlur í baksýn. „Það er hvergi fallegra en einmitt hér í Eyjafirðinum – þegar veðrið er svona. Það er bara ekki alltaf svona!“ sagði Kristján. Sporðaköst þegar eldisþorskinum er gefið að éta. Þorskurinn fúlsaði ekki við loðnu í morgunverð í gær. Veisluhald hjá þorski og ýsu Ýsa í kví Útgerðarfélags Akureyringa skammt utan Krossaness. STEFANÍA Traustadóttir verður næsti bæjarstjóri í Ólafsfirði. Fjallað var um málið á fundi bæjarráðs í vik- unni og þar upplýsti Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, formaður bæjarráðs, að meirihluti bæjarstjórnar hefði átt viðræður við Stefaníu Traustadóttur um að hún tæki að sér starf bæj- arstjóra. Lagði Jóna jafnframt til að Stefanía yrði ráðin. Formanni bæj- arráðs og forseta bæjarstjórnar var falið að ganga frá samningi við Stef- aníu, og verður hann síðan lagður fyrir bæjarráð. Stefnt er að því að Stefanía komi til starfa í Ólafsfirði hinn 1. september næstkomandi. Stefanía Traustadóttir er með BA- próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, og er einnig félagsfræðing- ur. Hún hefur undanfarið unnið sem skrifstofustjóri við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, en einnig tekið virkan þátt í störfum að jafnréttis- málum. Hún er fædd 5. september 1951, og á ættir að rekja í Ólafsfjörð þar sem hún fæddist, en hún er dóttir hjónanna Trausta Gestssonar og Ás- dísar Ólafsdóttur. Stefanía er ekki ókunnug stjórn- málum, því hún var m.a. varaþing- maður Alþýðubandalagsins í Norð- urlandskjördæmi eystra 1988–1992, og starfaði einnig mikið innan Kvennalistans. Stefanía Trausta- dóttir verður bæjarstjóri Ólafsfjörður FRIÐARATHÖFN verður við tjörnina framan við Minjasafnið við Aðalstræti á Akureyri þriðjudags- kvöldið 6. ágúst næstkomandi til að minnast fórnarlamba kjarnorku- sprengjanna á Japan árið 1945. Þetta er fimmta árið sem atburð- anna er minnst með þessum hætti á Akureyri. Athöfnin hefst kl. 22 með stuttu ávarpi, en eftir það verður kertum fleytt. Að venju verða flot- kerti seld á staðnum. Kertafleyting FIMMTU og síðustu sumartón- leikarnir í tónleikaröðinni Sumar- tónleikar í Akureyrarkirkju verða í kirkjunni á sunnudag, 4. ágúst, kl. 17. Flytjandi að þessu sinni er skoski orgelleikarinn Susan Land- ale, sem verið hefur búsett í Frakklandi í fjölmörg ár. Hún mun leika verk eftir César Franck, E. Gigout og Leon Boëllmann auk þess sem hún leikur hluta af Fæð- ingu frelsarans eftir Oliver Messia- en. Susan Landale hefur sérhæft sig í síðrómantískri tónlist og nú- tímaverkum og hefur skrifað greinar og stundað rann- sóknir m.a. á verkum Olivers Messiaen og Petr Eben. Orðs- tír hennar hefur borist víða vegna þessa en einnig þykir flutningur hennar á verkum þeirra sem og Jean Langlais einstakur. Hún hefur leikið einleik með frægum hljómsveitum í Prag, Lundúnum og Heidelberg, leikið á mörgum stærstu orgelhátíðum beggja vegna Atlantshafsins auk þess sem hún hefur efnt til ein- leikstónleika í ýmsum heimsálfum. Hún hefur frá árinu 1977 verið org- elkennari við Tónlistarháskólann í Rueil Malmaison og hafa margir nemenda hennar unnið til verð- launa fyrir leik sinn. Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrar- kirkju, var nemandi hennar. Þetta er í þriðja sinn sem Susan heldur tónleika í Akureyrarkirkju, en hún var áður á ferðinni árin 1988 og 1999. Tónleikarnir standa í klukkustund og er aðgangur ókeypis. Sumartónleikar í Akureyrarkirkju Susan Landale leikur á orgel Susan Landale orgelleikari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.