Morgunblaðið - 03.08.2002, Side 16
SUÐURNES
16 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VATNSVIRKINN ehf
Ármúla 21 · Sími 533 2020
www.vatnsvirkinn.is
ÞAKRENNUR
Frábærar Plastmo
þakrennur með 20 ára
reynslu á Íslandi.
Til í gráu, brúnu, hvítu
og svörtu.
Heildsala - Smásala
TÖLUVERT hefur verið að gera
á nýja gistiheimilinu í Vogum,
Mótel Best, sem opnaði fyrstu
herbergin í fyrrasumar og allt
húsið í sumar.
Mótel Best er í nýju húsi sem
eigendur þess, Ingileif Ingólfs-
dóttir og Guðmundur Franz Jón-
asson, hafa byggt. Fyrstu tvö
herbergin voru opnuð um mitt
síðasta sumar, síðan eitt af öðru
þangað til nú að komin eru átta
herbergi með sérinngangi og sex
til viðbótar á gangi með sameig-
inlegri aðstöðu.
Erlendir ferðamenn
í meirihluta
„Þetta hefur gengið þokkalega
en gæti auðvitað verið betra. Það
þarf tíma til að vinna sig inn á
markaðinn. En allir sem koma
eru ánægðir, sem betur fer, því
annars myndi mér ekki líða vel
eftir allt sem við höfum lagt í
þetta,“ segir Ingileif.
Hún segir að fólk á bílaleigu-
bílum sé algengustu gestirnir og
erlendir ferðamenn þar í miklum
meirihluta. Fólk gisti gjarnan
fyrstu og stundum einnig síðustu
nóttina á landinu en sumir dvelji
lengur og geri út frá mótelinu.
Ingileif segir að Guðmundur
hafi verið duglegur að dreifa
bæklingum og það skili sér en
flestir virðist hafa fengið upplýs-
ingar um þennan gististað á Net-
inu og bóki gistingu í gegnum
heimasíðu Mótel Best. En þau
vilja auðvitað að fleiri viti af
þessum gistimöguleika. Í því
skyni að reyna að bæta úr því
hafa þau sett upp áberandi skilti
úti í hrauni við Reykjanesbraut-
ina, á móti Vogaafleggjaranum.
Ingileif kannast við að ekki séu
allir sáttir við þessa markaðs-
setningu en segir að það sýni að
ekki sé hægt að gera öllum til
geðs þótt menn reyni að vanda
sig.
Það var mikið átak að koma
gistiheimilinu upp. „Við fórum af
stað með tvær hendur tómar, átt-
um lítið annað en bjartsýnina. En
þetta er aðeins vinna. Við erum
bæði í öðrum störfum og sinnum
þessu í frítímanum,“ segir Ingi-
leif.
Mótel Best komið í fullan rekstur
Flestir bóka gist-
ingu á Netinu
Vogar
UNDANFARIN tvö ár hafa svo-
kölluð SOS-námskeið handa for-
eldrum barna með hegðunarvanda-
mál verið haldin í Reykjanesbæ og
hafa þau notið mikilla vinsælda.
Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðing-
ur hjá Skólaskrifstofu Reykjanes-
bæjar, hefur haft umsjón með
námskeiðunum suður með sjó. Í
fyrstu stóð til að halda tvö nám-
skeið en þau urðu að lokum fimm
og nú í ágúst stendur til að bjóða
öllum grunnskólakennurum bæjar-
ins að sækja námskeiðin.
„Skömmu eftir að ég hóf störf
hjá Reykjanesbæ fór ég að svipast
um eftir hentugu námsefni handa
foreldrum barna með hegðunarörð-
ugleika,“ segir Gylfi. „Félagsvís-
indastofnun Háskóla Íslands hafði
þá nýverið þýtt SOS-námskeiðið á
íslensku, en það er samið af dr.
Lynn Clark, bandarískum sálfræð-
ingi, sem hefur mikla reynslu af
starfi með börnum með hegðunar-
örðugleika og foreldrum þeirra. Ég
valdi þetta námskeið vegna þess að
efni þess er sett fram á einfaldan
og auðskilinn hátt.“
Óæskilegri hegðun
haldið í skefjum
Gylfi segir að námskeiðið sé í
raun mjög einfalt. Á því er kennt
hvernig halda á óæskilegri hegðun
í skefjum og samtímis auka líkur á
því að barnið verði jákvætt í við-
móti. Hver þátttakandi fær í hend-
ur bók með innihaldi námskeiðsins
og farið er í gegnum algengustu
mistök í uppeldi og hvernig vel er
gert á myndbandi.
„Reykjanesbær hefur sett sér
það markmið að skólarnir okkar á
leik- og grunnskólastigi verði með
þeim bestu á landinu. Eðlileg leið
að því markmiði er að bjóða upp á
úrræði sem þetta í heimabyggð.“
Aðsóknin að námskeiðunum varð
miklu meiri en búist hafði verið við.
„Í upphafi var ætlunin að halda eitt
námskeið að vori og eitt að hausti.
Reyndin varð sú að haldin voru
fimm námskeið fyrir foreldra í stað
þeirra tveggja sem ráðgerð voru í
upphafi.“
Námskeiðið nýtist
öllum foreldrum
Í upphafi var einungis ætlunin
að bjóða námskeiðið foreldrum of-
virkra barna og barna með hegð-
unarörðugleika að sögn Gylfa, en
reyndin varð sú að foreldrar barna
sem ekki glíma við þessi vandamál
sóttu einnig námskeiðin. Sum nám-
skeiðin sátu leikskólakennarar og
kennarar jafnt sem foreldrar.
„Þeir töldu efni námskeiðanna nýt-
ast sér vel í starfi og samtímis
spurðist út á uppeldisstofnunum
bæjarins að foreldrar fyrirferðar-
mikilla barna hefðu náð mjög góð-
um árangri með börnum sínum eft-
ir að hafa setið námskeiðið.
Reynsla foreldra af námskeiðinu
var svo góð að ákveðið var að halda
námskeið fyrir starfsfólk í leikskól-
um Reykjanesbæjar. Nú er þeirri
uppeldistækni sem kennd er á
námskeiðinu beitt á öllum leikskól-
um í Reykjanesbæ.“
Eftir að hafa ráðfært sig við
starfsfólk á leikskólum var ákveðið
að athuga hvort ekki mætti aðlaga
aðferðafræði námskeiðsins að þörf-
um grunnskólans. Námskeiðið var
því kynnt kennurum og öðru
starfsfólki grunnskólanna. „Undir-
tektir voru framar björtustu von-
um og í haust munu því a.m.k. 150
kennarar og annað starfslið í
grunnskólum Reykjanesbæjar sitja
námskeiðið.“
Gylfi Jón segir að þeir sem starfi
að uppeldismálum séu sammála um
að tíðni hegðunarörðugleika hafi
aukist verulega í skólum og á heim-
ilum. „Það er því kannski mikil-
vægara en áður fyrir foreldra og
uppeldisstéttir að kunna skil á
uppeldistækni sem eykur líkur á
því að barnið verði jákvætt í allri
framgöngu og dregur einnig úr
neikvæðri hegðun.“
Forvarnargildi námskeiðsins
Ef tekst að finna ofvirk börn og
börn með hegðunarörðugleika
nægilega snemma og kenna for-
eldrum og uppeldisstéttum þá upp-
eldistækni sem hentar þessum
börnum er í mörgum tilfellum
hægt og koma í veg fyrir að börn
nái að þróa með sér alvarlega
hegðunarörðugleika og neikvætt
viðhorf til náms, að sögn Gylfa.
„Reykjanesbær er sennilega
fyrsta stóra bæjarfélagið á Íslandi
þar sem um er að ræða samræmd-
ar aðgerðir í uppeldi þar sem
starfsfólk á öllum uppeldisstofnun-
um bæjarins beitir sömu hug-
myndafræði og foreldrar barn-
anna,“ segir Gylfi. „Það auðveldar
samstarf milli foreldra og fagfólks.
Fyrir skólana, börnin og fjölskyld-
ur þeirra er æskilegast að leysa
vandamálin með samræmdum við-
brögðum áður en þau ná að verða
stór og illviðráðanleg. Það er besta
forvörnin.“
SOS-námskeið fyrir foreldra barna með hegðunarvandamál njóta mikilla vinsælda
Samræmdar
uppeldisað-
ferðir foreldra
og kennara
Reykjanesbær
Morgunblaðið/Sverrir
Gylfi Jón sálfræðingur segir að þeir sem starfi að uppeldismálum séu
sammála um að tíðni hegðunarörðugleika barna hafi aukist verulega.
Teikning/Andrés
Á NÁMSKEIÐINU er m.a. fjallað
um:
Hvers vegna börn eru þæg eða
óþæg
Hvernig skýr skilaboð efla for-
eldrahlutverkið
Leiðir til að auka góða hegðun
Einveru (Stundum kallað tíma-
bann eða rauðaspjaldið)
Helstu aðferðir til að stöðva
slæma hegðun
Grundvallaratriði í notkun ein-
veru, bæði rétt skref og mistök
Hvernig stjórna á slæmri hegðun
að heiman
Notkun límmiða, punkta, bros-
karla og samninga
Meðhöndlun á ýgi og árás-
arhegðun
Virka hlustun og hvernig má
hjálpa barninu að sýna tilfinn-
ingar
Samvinnu foreldra við kennara
og mikilvægi hennar þegar barn
sem hefur verið greint með of-
virkni á í hlut.
Þátttakendur fá tíma til að æfa
aðferðina sjálfir á milli kennslu-
stunda og ræða reynslu sína í tím-
um og fá leiðsögn.
SOS!
Hjálp fyrir
foreldra
myndum af hafinu sem teknar voru
með stafrænni myndavél. Ljós-
myndirnar voru prentaðar út á 600
glærur í A4-stærð, en til þessa
þurfti 32 blekfyllingar í prentarann.
„Glærunum er raðað upp í þrjár
raðir og við það að ganga með verk-
inu verður það síbreytilegt,“ segir
Margrét.
Auðsær er önnur einkasýning
Margrétar. Hún útskrifaðist úr
Listaháskóla Íslands vorið 2001.
Sýningin stendur til 20. ágúst.
NÚ STENDUR yfir í Fræðasetrinu
í Sandgerði myndlistarsýning Mar-
grétar O. Leópoldsdóttur. Sýningin
var opnuð í síðustu viku í nýjum
sýningarsal Fræðasetursins.
Margrét kallar sýninguna Auð-
sær og er viðfangsefni verkanna á
sýningunni hafið.
Verkið sem er að baki Margrétar
á meðfylgjandi mynd er að sögn
listamannsins búið til úr 87 ljós-
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Óvenjuleg myndlistar-
sýning í Fræðasetrinu
Sandgerði