Morgunblaðið - 03.08.2002, Side 18

Morgunblaðið - 03.08.2002, Side 18
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 18 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Njótið fegurðar Þingvallasvæðisins Upplýsingar og pantanir í síma 894 7664 www.himbriminn.is info@himbriminn.is ÚTSÝNIS-, FRÆÐSLU- OG GÖNGUFERÐIR ÆVINTÝRA-, KVÖLD- OG VEIÐIFERÐIR „ÉG BYRJAÐI í verslun 27. júlí 1947 og hef verið óslitið í þessu síðan, án þess að líta upp. Ég var 17 ár á Eyravegi 3 en er núna hér við Austurveginn,“ segir Dagur Dagsson 81 árs gamall kaupmaður á Selfossi í versluninni Ingólfi að Austurvegi 34. „Það sem ég höndl- aði með var þetta dót, sælgæti, sígarettur og vindlar og dálítið af vefnaðarvöru. Við byggðum svo hérna við Austurveginn og ég byrjaði rekstur hérna 1970. Þann- ig hef ég verið í þessu í 55 ár en er nú orðinn dálítið latur við þetta núna,“ segir Dagur en hjá honum fæst ýmislegt matarkyns, sælgæti og ýmsar heimilisvörur. „Ég setti mér það snemma að útiloka mig frá því að lifa lífinu, að vera eitthvað að skemmta mér eða fylgjast með. Þetta var vegna þess að skrokkurinn var lélegur. Ég fékk berkla sem eyðilögðu í mér lungun og vinstra hnéð sem varð staur. Það var búið með það að maður elti stelpur og varla fer maður til þess núna. Það hefur margt breyst á þess- um tíma. Það er til dæmis ein- hvern veginn erfiðara að fá vörur núna. Ég fór í bæinn hér áður eftir vörum en hef ekki gert það und- anfarin ár og þá dettur maður út. Að vísu nota ég símann og þá koma jú vörur en svo gerist það að menn eiga ekki hluti sem fengist hafa árum saman hjá manni. Það var oft líflegt í búðinni, sér- staklega á Eyraveginum en þá komu oft ungir menn og spjölluðu um daginn og veginn. Annars finnst mér samfélagið dálítið skrýtið núna. Það er eins og menn séu að fara út af strikinu sínu í peningamálum. Svo er ekki þor- andi að fara út í Reykjavík á kvöldin og Reykjavík sem var svo saklaus hér áður. Svo er það ESB, ég vil alls ekki ganga í Evrópusambandið því þá koma menn bara hér og kaupa þetta allt upp og senda hingað ein- hvern glæpalýð til að mjólka belj- urnar. Ég er hræddur við yfirgang þess stóra þegar Evrópusam- bandið er búið að ná öllu undir sig. Það má vara sig að bugta sig of mikið fyrir útlendingunum. Mér finnst hræðilegt að horfa á aukin innbrot en það er einhvern veginn þannig að eftir því sem meira er dekrað við ungt fólk þá verður það æstara í að skemma og eyðileggja. Í gamla daga skrif- uðum við hjá krökkunum og vor- um með yfir 100 krakka í við- skiptum og það gekk vel, þau komu alltaf og borguðu úttektina. Þetta eru mömmur og pabbar núna og ömmur og afar. Núna vita krakkar ekki eins hvað þetta er og skynja ekki skuldina sem verður til, halda bara að allt sé búið um leið og úttektin hefur verið skráð. Annars eru krakkarnir skemmti- legir, þau vita og sjá svo margt. Ég vildi alveg vera 17 ára í dag með öll þau tækifæri í menntun sem fyrir hendi eru. Við eigum mjög öflugt ungt fólk sem mun vinna okkur inn í framtíðina og það á örugglega eftir að höndla enn meiri hraða í samfélaginu en er í dag,“ segir Dagur Dagsson þar sem hann stendur vaktina í verslun sinni. „Hér áður fór maður stundum smá hring á sunnudögum í heim- sókn á bæi en þetta hefur minnkað hin síðari ár. Ég á núna 30 ára gamlan Volvo, mjög góðan bíl, en ég er orðinn latari við að keyra, kann ekki við að vera að keyra í erindisleysu eitthvað út í bláinn. Svo er umferðin orðin hraðari og ég er ónýtur að fara eitthvað einn á báti. Annars er maður bara bjartsýnn, ég verð í þessu áfram, það er gott að hafa eitthvað til að vakna til á hverjum degi,“ segir Dagur Dagsson kaupmaður á Sel- fossi. Dagur Dagsson hefur verið kaupmaður á Selfossi í 54 ár Það var oft líflegt í búðinni hér áður Morgunblaðið/Sig. Jóns Dagur Dagsson kaupmaður í verslun sinni Ingólfi á Austurvegi 34 á Selfossi. Selfoss Á VORDÖGUM hóf starfsemi sína hér í Hveragerði nýtt fyrirtæki í matvælaiðnaði. Fyrirtækið heitir Jarðgull ehf og framleiðir margs- konar soðkraft undir merkinu „Fond“. Þetta er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi. Hér er um að ræða sósu- eða súpugrunn, sem er ósaltaður og án allra aukaefna. Þetta grunnefni er mikið notað við matargerð, einkum á hótelum, veit- ingastöðum og í mötuneytum. Einnig má nota það við matseld í heimahúsum. Þegar er hafin fram- leiðsla á soði úr nautakjöti, lamba- kjöti og kjúklingum. Einnig verður framleitt grænmetissoð, súpur og sósur. Næringargildi soðsins er mikið, en það er bæði ósaltað og fitulaust og í því eru engin aukaefni. Notaðar eru jarðgufur til framleiðslunnar, sem lækkar til muna framleiðslu- kostnað ef miðað er við raforku, sem yfirleitt er notuð þar sem þetta grunnefni hefur verið búið til. Þessi matvælagrunnur hefur ekki fyrr verið framleiddur hér á landi með þessum hætti og hefur ekki verið boðinn til sölu á almennum markaði, en á næstunni stendur til að bæta úr því. Geymsluþol soð- kraftsins er a.m.k. tveir mánuðir. Eigendur hins nýja fyrirtækis eru Gísli Tómasson, matreiðslumeistari, Kristján Örn Jónsson, Árni Gunn- arsson framkvæmdastjóri HNLF og Jón Þórðarson lyfjafræðingur. Þeir Gísli og Kristján Örn vinna við fyrirtækið, auk eins sölumanns sem er í Reykjavík. Hugmyndina að stofnun Jarðgulls á Gísli og segir hann að hún hafi kviknað í eldhúsinu, þegar hann var að búa til soðkraft, eins og tíðkast víða á veit- ingahúsum landsins. Jarðgull ehf hefur notið lánafyrirgreiðslu Byggðasjóðs en IMPRA hefur styrkt markaðs- setningu þess. Heil- brigðiseftirlit Suður- lands veitti starfsleyfi og Rannsóknaþjónustan Sýni ehf rannsakaði og reiknaði út næringar- gildi vörunnar. Þess má geta að í 100 gr. af kjúk- lingasoði (demi glace) er orkan 102kj/24 kkal, prótein 6 gr., kolvetni 0 gr. og fita 0 gr.. Við þessa framleiðslu eru ýmsar afurðir fullnýttar eins og t.d. kjöt af beinum, sem ella er hent að hluta til. Jarðgull hefur framleiðslu á soðkrafti Notar jarðgufu við framleiðsluna Hugmyndin að Jarðgulli kviknaði í eldhúsinu. Eigendurnir (f.v.) Gísli Tómasson, Árni Gunnarsson, Kristján Örn Jónsson og Jón Þórðarson. Framleiðslan komin í plast, tilbúin í sölu. Hveragerði EFTIR að bókasafnið flutti í nýtt húsnæði í Ráðhúsi Ölfuss hefur gestakomum fjölgað. Þetta gerist um hásumar en þá er notkun bóka- safna oftast hvað minnst. Jón Sævar Baldvinsson, forstöðu- maður bókasafnsins, segir að aukn- ingin sé mest tengd tölvunotkun. Á safninu eru tvær deildir, á fullorð- insdeildinni eru sjö tölvur sem allar eru tengdar Netinu og á barnadeild- inni eru þær sex og að auki eru tvær tölvur sem fólk getur staðið við og eru þær einnig með nettengingu. Börn fá aðeins að fara í tölvurnar einu sinni á dag og þá bara í 30 mín- útur í senn, tími fullorðinna er ekk- ert takmarkaður. Jón Sævar sagði að börnin væru að allan daginn ef ekki væri hafður kvóti á þeim, en að- sókn fullorðinna hefur farið mjög vaxandi og koma flestir eftir klukkan fimm þegar búið er að loka barna- deildinni. Reyndar hefur ásókn fullorðinna aukist svo að það hefur þurft að opna barnadeildina fyrir þá. Þeir fjölmörgu útlendingar sem hér starfa hafa sótt mikið í þessa þjónustu og kunna vel að meta. Fyrir stuttu gekst bókasafnið fyrir tölvu- námskeiði fyrir fjórtán eða fimmtán Pólverja sem starfa hér og var feng- inn pólskur kennari sem starfar hjá verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen til að leiðbeina þeim. Morgunblaðið/ Jón H. Sigurmundsson Börnin í Þorlákshöfn notfæra sér aukna tölvuþjónustu bókasafnsins. Tölvunotkun stóraukist Þorlákshöfn 200 gestir koma í bókasafnið á dag M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga Skólavörðustíg 21, sími 551 4050. Viskustykki Til í níu munstrum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.