Morgunblaðið - 03.08.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 03.08.2002, Síða 22
Bankarnir lækka vexti SEÐLABANKINN ákvað í gær að lækka vexti um 0,6%. Í kjölfarið hafa bankar tekið við sér og lækk- að sína vexti. Sparisjóðirnir hyggjast lækka vexti í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabankans. Í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sparisjóða kemur fram að vextir lækki á PM- reikningum og víxlum. Þá lækki kjörvextir óverðtryggðra skulda- bréfa og verðtryggðra langtíma- lána. Fram kemur að nákvæmar prósentutölur um lækkunina muni liggja fyrir hinn 7. ágúst, en hún tók gildi 1. ágúst sl. Að öllum lík- indum lækka vextir á útlánum um 0,6%. Óvíst er hins vegar hversu mikil lækkunin verður á verð- tryggðum langtímalánum. Vextir á Gullára-reikningi munu lækka úr 8,2% í 8,0% og vextir á Gulldebet-reikningum, hærri en 500.000, lækka um sömu prósentu. Vextir hafa lækkað um 2,55% síðan í mars Íslandsbanki hefur tilkynnt 0,6% lækkun vaxta á óverðtryggðum út- lánum í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands. Vextir á inn- lánum munu lækka minna. Í til- kynningu frá bankanum segir að vextir á óverðtryggðum útlánum bankans hafi þar með lækkað um 2,55% frá því um miðjan mars. Þá segir að bankinn hafi jafnframt lækkað verðtryggða útlánsvexti um 0,3% í vor. Ennfremur vekur Íslandsbanki athygli á því í til- kynningu að hann bjóði lægstu verðtryggðu og óverðtryggðu út- lánsvexti helstu banka og spari- sjóða og að með vaxtalækkuninni hyggist bankinn halda áfram að bjóða bestu kjör. Búnaðarbanki Íslands hefur ákveðið að lækka vexti óverð- tryggðra útlána um 0,6%, segir í tilkynningu. Lækkun innlánsvaxta er heldur minni, eða á bilinu 0,05– 0,6%. Breytingar á vaxtakjörum bankans eru gerðar í kjölfar til- kynningar Seðlabankans um lækk- un stýrivaxta um 0,6%. Í frétta- tilkynningu segir að Búnaðar- bankinn fagni vaxtalækkun Seðlabanka enda sé bankinn þeirr- ar skoðunar, að núverandi aðstæð- ur í þjóðarbúskapnum gefi svig- rúm til töluverðra vaxtalækkana af hálfu Seðlabanka. Breytingarnar munu gilda frá 11. ágúst næstkom- andi. Þar með hafa óverðtryggð út- lánakjör Búnaðarbankans lækkað um 3,35% frá nóvember 2001, þeg- ar núverandi vaxtalækkunarferli hófst. Óverðtryggð innlánskjör hafa hins vegar lækkað minna eða um 0,70%–2,92%, eftir einstökum innlánsreikningum. VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gasol® Heimsendingarþjónusta ÍSAGA nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Heimsendingargjald er kr. 500,- Afgreiðslan Breiðhöfða 11 er opin virka daga frá kl. 8 til 17. 800 5555 Hluti af Linde Gas Group ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 Sími 577 3000 • Fax 577 3001 www.aga.is IS A -2 43 .1 – ÍD E A ríkjanna. Haft er eftir forstjóra NYSE, Richard Grasso, að traust fjárfesta sé nauðsynlegt ef takast eigi að byggja hagkerfið og fjár- málamarkaðinn upp að nýju. Nýju skilyrðin séu því einkum lögð fram í þeim tilgangi að auka trú þeirra 85 milljóna manna, sem hlut eiga í fyrirtæki skráðu hjá NYSE, á við- skiptum með hlutabréf og hvetja þá til þátttöku í viðskiptalífinu. Nefnd, sem skipuð var af NYSE, gaf út skýrslu sem innihélt tillögur að nýjum skilyrðum hinn 6. júní sl. eftir um sex mánaða undirbúnings- vinnu. Eftir að skýrslan hafði verið gefin út leitaði nefndin álits fjöl- margra aðila, þ.á m. forseta Bandaríkjanna, George W. Bush, forstjóra skráðra fyrirtækja í kauphöll New York, bandarískra lífeyrissjóða, ýmissa stofnana, fjár- málafyrirtækja og einstakra fjár- festa. Þessi aðilar lögðu samtals fram um 300 athugasmemdir og til- lögur að breytingum á skilyrðun- um. Í endanlegu skilyrðunum, sem gefin voru út í gær, er tekið tillit til þessara athugasemda. Að sögn Richards Grasso varð þessi mikli fjöldi athugasemda og tillagna að breytingum til þess að styrkja nýju skilyrðin enn frekar og hann er þakklátur þeim sem tóku þátt í að móta hinar endanlegu tillögur að skilyrðum fyrir fyrirtæki sem skráð eru hjá NYSE. Forsvars- menn kauphallarinnar í New York vonast til þess að tillögur að nýjum skilyrðum verði teknar fyrir hjá SEC, bandaríska verðbréfaeftirlit- inu, fljótlega og að skilyrðin verði því orðin að veruleika með haust- inu. Stjórnarmenn séu óháðir fyrirtæki Tillögur að nýjum skilyrðum fela bæði í sér breytingar á núverandi skilyrðum kauphallarinnar og ný STJÓRN kauphallar New York- borgar, NYSE, hefur lagt fram til- lögur að nýjum skilyrðum fyrir skráð fyrirtæki sem miða að því að bæta stjórnýslu hlutafélaga og byggja upp traust fjárfesta að nýju. Skilyrðin taka einkum til þess hvernig viðkomandi fyrirtæki er stjórnað, hverjir sitja í stjórn þess auk þess sem þau skylda fyr- irtæki til að setja sér skýra stefnu í siðferðismálum. Vonir standa til að nýju skilyrðin verði til þess að auka áreiðanleika bandarískra fyr- irtækja. Í tilkynningu frá kauphöll- inni í New York segir að trú fjár- festa á hlutabréfamarkaðinn hafi minnkað að undanförnu vegna hneykslismála í viðskiptalífi Banda- skilyrði. Meðal þeirra skilyrða sem lagt er til að sé breytt eru þau skil- yrði sem fjalla um stjórnarmenn. Lagt er til að það skilyrði sé sett um stjórnir skráðra fyrirtækja að meirihluti þeirra sem í henni sitja séu aðilar óháðir viðkomandi fyr- irtæki. Þá verða fyrirtæki að hafa á sínum snærum launanefnd, end- urskoðunarnefnd auk nefndar sem tilnefnir menn til starfa í stjórn og aðrar nefndir. Í þessum nefndum skulu allir nefndarmenn vera óháð- ir. Þó er tekið fram að fyrirtæki geti gefið þessum nefndum önnur nöfn og látið þær fá fleiri verkefni, eina skilyrðið sé að allir nefnd- armenn séu óháðir. Fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu eins fjárfestis eru undanþegin þessum skilyrðum um nefndir en þeim er þó gert að starfrækja minnst þriggja manna endurskoðunarnefnd sem eingöngu sé skipuð óháðum aðilum. Fimm ára biðtími í stað þriggja Ein tillagan felur í sér breytingu á skilgreiningu þess að vera óháð- ur. Samkvæmt gildandi reglum þýðir það að vera óháður ákveðnu fyrirtæki, og þar með hæfur til setu í nefndum og stjórn, að við- komandi tengist ekki fyrirtæki á þann hátt að hætta sé að á tengslin verði til að ógna sjálfstæði stjórnar eða nefndar. Nýju tillögurnar skil- greina óháðan aðila á nákvæmari hátt. Til að stjórnar- eða nefnd- armeðlimur geti talist óháður verð- ur stjórn fyrirtækis að staðfesta að viðkomandi hafi engin „efnisleg tengsl“ við fyrirtækið. Í því felst að viðkomandi stjórnar- eða nefndar- maður má hvorki eiga hlut í fyr- irtækinu né vera aðili að samtökum sem séu í tengslum við fyrirtækið, eigi hann að teljast óháður. Í frek- ari skilgreiningu á því hvað felist í að vera óháður aðili felst að eigi að skipa fyrrum starfsmann í stjórn fyrirtækis verði að líða minnst fimm ár frá því hann hættir störf- um hjá fyrirtækinu og þar til hann tekur sæti í stjórn þess. Sama fimm ára regla gildir um fyrrum starfsmenn í hverju því fyrirtæki sem óháðir aðilar launanefndar starfa hjá. Til glöggvunar má taka dæmi um starfsmann hjá fyrirtæki A sem hefur verið beðinn að sitja í stjórn fyrirtækis B. Til að ganga úr skugga um að viðkomandi sé fyllilega óháður þarf stjórnin að vera viss um að hann hafi ekki starfað hjá fyrirtæki B í fimm ár, né hafi hann starfað hjá fyrirtæki sem einhver af meðlimum launa- nefndar fyrirtækis B starfi fyrir. Þá er lagt til að reglan um fimm ára biðtíma gildi einnig um nán- ustu fjölskyldu þess sem heita á óháður. Sambærileg skilyrði sem nú gilda gera ráð fyrir þriggja ára biðtíma til að teljast óháður. Auk þess má stjórn veita undanþágu til eins fyrrum yfirmanns í fyrirtæki og leyfa honum að sitja í stjórn þess, án þess að árin þrjú séu liðin. Skráð fyrirtæki hafi stefnu í stjórnarháttum og siðferði Í tillögum kauphallar New York má finna þónokkur ný skilyrði. Eitt af þeim fjallar um fundi stjórnar. Þannig skuli stjórnin funda reglu- lega án þess að stjórnendur fyr- irtækis séu viðstaddir. Annað skil- yrði felur í sér að þóknun til stjórnarmanna skuli ekki vera hærri en þóknun til aðila að endur- skoðunarnefnd. Þá er öllum skráð- um fyrirtækjum gert að hafa ein- hvers konar endurskoðunarstarf- semi innan fyrirtækisins, en slíkt skilyrði hefur ekki gilt áður. Annað nýtt skilyrði sem sett er fram í tillögunum frá NYSE fjallar um viðskiptasiðferði, sem mjög hefur verið í umræðunni að und- anförnu í kjölfar bókhaldshneyksla sem upp hafa komið í Bandaríkj- unum. Lagt er til að hverju skráðu fyrirtæki verði skylt að setja sér stefnu um stjórnarhætti og siðferði innan fyrirtækisins og að sjá til þess að reglurnar, ásamt skipuriti nefnda fyrirtækisins, séu birtar stjórnarmönnum þess í skriflegu formi. Þá er einnig lagt til að nýir stjórnarmenn fái ítarlega kynningu á fyrirtækinu og starfsemi þess áð- ur en þeir taki sæti í stjórninni Erlendir aðilar geri grein fyrir sínum reglum um stjórnsýslu Tillögur kauphallarinnar fela í sér að atkvæði hluthafa sé skilyrði fyrir gerð kaupréttarsamninga. Samningar um hlutabréfakaup starfsmanna fyrirtækis, kauprétt- arsamningar sem gerðir eru í tengslum við samruna fyrirtækja og samningar sem eru gerðir á grundvelli skattalaga eru þó und- anþegnir. Ekki þarf leyfi hluthafa við gerð þeirra. Lagt er til að dreg- ið verði úr rétti verðbréfamiðlara til að greiða atkvæði fyrir hönd umbjóðenda sinna. Sé um að ræða aðra kaupréttarsamninga en þá sem getið er um hér að ofan, verð- ur miðlari að fara að fyrirmælum hluthafa við atkvæðagreiðslu. Nú- verandi reglur segja til um að miðl- ari geti greitt atkvæði fyrir hönd hluthafa að því gefnu að um minni útistandandi hlut en 5% sé að ræða í kaupsamningi. Meðal tillagna sem fela í sér skil- yrði sem ekki hafa verið sett áður er tillaga um að erlendum aðilum verði gert að segja kauphöllinni frá því ef þeirra stjórnsýsluhættir eru á einhvern hátt frábrugðnir því sem hún setur skilyrði um. Ekkert ákvæði um þetta er í núverandi skilyrðum. Forstjórar votti árlega um að allt sé með felldu Kauphöll New York-borgar hef- ur í hyggju að beita ýmsum aðferð- um, öðrum en afskráningu, til að sjá til þess að fyrirtæki fari að reglum og uppfylli skilyrðin sem sett eru. Skráð fyrirtæki geta þannig átt von á áminningu, telji NYSE að pottur sé brotinn í stjórnsýslu fyrirtækisins. Auk þess hefur kauphöll New York í hyggju að setja á stofn svokallaða „Direct- ors Institute,“ stofnun sem ætlað er að gegna ráðgjafarhlutverki fyr- ir stjórnarmenn fyrirtækja. Nái tillögurnar fram að ganga verða stjórnendur skráðra fyrir- tækja einnig að votta það árlega að þeim sé ekki kunnugt um að fyr- irtækið sem þeir stýra uppfylli ekki skilyrði sem kauphöllin setur. Krafan um þetta skilyrði kemur í kjölfar umræðna um aukna ábyrgð stjórnenda gagnvart hluthöfum og er á svipuðum nótum og ákvæði sem verðbréfaeftirlit Bandaríkj- anna setti fyrir stuttu um að stjórnendur votti um að uppgjör séu í lagi. NYSE vill ný skilyrði fyrir skráningu fyrirtækja Reuters Miðlarar að störfum í kauphöllinni í New York. Kauphöllin hefur lagt til nýjar reglur um stjórnarhætti og siðferði innan fyrirtækja sem skráð eru á bandarískum hlutabréfamarkaði. Kauphöllin í New York lagði í gær fram tillögur að nýjum skilyrðum sem skráð fyrirtæki þurfa að uppfylla. Í nýju skil- yrðunum kemur fram aukin áhersla á að stjórnarmenn fyrirtækja séu óháðir auk þess sem lagt er til að fyrirtæki setji sér stefnu um siðferði í viðskiptum og stjórnarhætti. GENGI íslensku krónunnar lækkaði um 0,8% í um fimm milljarða króna viðskiptum í gær og var lokagildi gengisvísitölunnar 126,30 stig. Ýmsar ástæður eru nefndar til sögunnar sem hugsanleg skýring á þessari veikingu nú, svo sem að með vaxtalækkun Seðlabankans minnki vaxtamunur milli Íslands og annarra landa og þar með verði tiltölulega minni ávinninur af því að eiga krón- ur. Þá er nefnt að Seðlabankinn hef- ur skýrt frá því að hann hafi í hyggju að styrkja gjaldeyrisforða sinn þar sem forsendur hafi skapast til hóf- legra gjaldeyriskaupa, en það þýðir að hann þarf að selja krónur. Einnig er talið að árstíðasveiflur kunni að eiga sinn þátt, því útflutningstekjur minnki almennt þegar líður fram á haust og innflutningur fari vaxandi. Krónan veikist um 0,8%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.