Morgunblaðið - 03.08.2002, Síða 23
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
S
u
m
a
rp
lú
s
í sólin
a
S
u
a
rp
lú
s
Tyrkland
Ver› frá
á mann m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn,
2ja-11 ára ferðist saman
á mann ef 2 fullorðnir ferðast saman
72.350kr.
staðgr.
staðgr.
61.460kr.
Innifalið: Flug, gisting á Pandora,
ferðir til og frá flugvelli erlendis
og allir flugvallarskattar.
30. september 11 dagar
10. október 10 dagar
Krít
Ver› frá
á mann m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn,
2ja-11 ára ferðist saman
á mann ef 2 fullorðnir ferðast saman
77.300kr.
staðgr.
staðgr.
58.780kr.
Innifalið: Flug, gisting á Malou,
ferðir til og frá flugvelli erlendis
og allir flugvallarskattar.
5. september 14 dagar
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 23
ÞAU leiðu mistök urðu í frétt um af-
komu Skeljungs hf. á fyrstu sex mán-
uðum ársins í Morgunblaðinu í gær,
að rangur myndatexti fylgdi grein-
inni. Myndatextinn átti að hljóða svo:
Styrking krónu gagnvart erlendum
myntum og þá sérstaklega Banda-
ríkjadal skilaði Skeljungi hf. umtals-
verðum gengishagnaði og réð mestu
um bætta afkomu félagsins á árinu.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Leiðrétting
NIÐURSTAÐA matsskýrslu, sem
unnin hefur verið fyrir Samherja,
er að kvíaeldi í Reyðarfirði feli
ekki í sér veruleg óafturkræf um-
hverfisáhrif eða veruleg spjöll á
umhverfinu sem ekki er hægt að
fyrirbyggja eða bæta úr með mót-
vægisaðgerðum, í skilningi l. liðar
3. gr. laga nr. 106/2000.
Samherji hf. hyggst reisa og
reka fiskeldisstöð í Reyðarfirði og
gengur verkefnið undir vinnuheit-
inu Reyðarlax. Smálaxar verða
keyptir úr eldisstöð á Íslandi og
þeim sleppt í sjókvíar til áfram-
eldis. Notast verður við laxastofn
frá Stofnfiski hf. (Mowi, Bolaks),
sem notaður hefur verið í eldi hér
á landi um 15 ára skeið og hefur
hlotið íslenska nafnið Saga. Miðað
er við 6.000 tonna framleiðslu af
eldisfiski á ári.
Fyrirhuguð framkvæmd Reyð-
arlax var úrskurðuð matsskyld 2.
apríl 2001, af umhverfisráðherra.
Eiginlegur undirbúningur mats á
umhverfisáhrifum hófst í júní
sama ár og stóð rannsóknar- og
vinnslutími fram til maí 2002. Til-
laga að matsáætlun var lögð fram
30. ágúst 2001 og var samþykkt af
Skipulagsstofnun með minniháttar
athugasemdum. Seinna um haustið
2001 var aftur óskað eftir að fá að
breyta uppsetningu stöðvarinnar
og fyrirhuguðu rekstrarformi frá
því sem áður hafði verið gengið út
frá í tillögu að matsáætlun. En
þegar vinna við val og mat á stað-
setningum var vel á veg komin var
ákveðið að fækka fyrirhuguðum
staðsetningum úr 4 í 3 og stækka
þær hlutfallslega á móti og hafa
eina staðsetningu sunnanmegin í
firðinum og tvær norðanmegin.
Með þessari aðgerð var fjarlægð
milli kvíastaðsetninga aukin, en
áður hafði verið gengið út frá því
að hafa 4 staðsetningar norðan-
megin í firðinum.
Helstu niðurstöður matsskýrsl-
unnar eru;
Kynþroska kvíalax sem slepp-
ur úr sjókvíum leitar upp í lax-
veiðiár í nágrenninu, yfirleitt inn-
an 10 km frá eldisstað. Framlag
kynbættra eldislaxa er minna við
hrygningu en náttúrulegra laxa.
Erfðaefni kvíalaxa og náttúrulegra
laxa blandast auðveldlega en ekki
hefur verið sýnt fram á neikvæð
langtímaáhrif erfðablöndunnar. Þó
skal fara varlega í að draga þá
ályktun að hugsanleg neikvæð
áhrif eldislaxa sé ekki til staðar.
Almennt er talið að smit af völdum
baktería eða veira í eldislaxi ógni
ekki náttúrulegum laxastofnum.
Draga má þá ályktun að á
nærsvæðum á botni við eldiskvíar
verði uppsöfnun lífrænna efna sem
muni leiða til talsverðra áhrifa.
Eftir árs hvíld í lok tveggja ára
eldislotu munu svæðin jafna sig að
því sem næst öllu leyti. Vegna
mikilla þynningaráhrifa má draga
þá ályktun að ekki verði um sam-
legðaráhrif uppspretta næringar-
og lífrænna efna að ræða á fjörð-
unum.
Ekki er talið að sammögn-
unaráhrif verði með eldi á öðrum
fjörðum Austfjarða.
Fjörulífríki í Reyðarfirði er
ekki sérstakt eða fjölbreytt á
landsvísu.
Hafsvæðin í firðinum eru talin
þola hlutfallslega mikla eldisfram-
leiðslu og mat á staðsetningum
gefi til kynna að þær henti vel til
sjókvíaeldis.
Talið er að fyrirhugað laxeldi
muni hafa jákvæð áhrif á byggða-
þróun og samfélagið í heild.
Kvíaeldi í Reyðar-
firði felur ekki í
sér veruleg spjöll
Morgunblaðið/RAX
Samherji kynnir skýrslu um umhverfis-
áhrif fyrirhugaðrar starfsemi Reyðarlax
SPRON spáir 0,1% lækkun á vísi-
tölu neysluverðs milli mánaða, en
Hagstofa Íslands mun næst birta
vísitölu neysluverðs 13. ágúst
næstkomandi. Lækkun vísitöl-
unnar samsvarar 1,2% verðlækk-
un á ársgrundvelli. Gangi spá
SPRON eftir verður vísitala
neysluverðs 222,3 stig miðað við
verðlag í byrjun ágúst. Tólf mán-
aða verðbólga myndi þá halda
áfram að lækka og yrði um 3,6%.
Þetta kemur fram í fréttabréfi
SPRON.
Samkvæmt spá SPRON er
stærsti einstaki þátturinn í breyt-
ingu neysluverðsvísitölunnar
miklar fataútsölur í júlímánuði, en
þær eru taldar geta haft um 0,35%
áhrif til lækkunar vísitölunnar. Þá
er gert ráð fyrir hækkunaráhrif-
um vegna hækkunar flugfargjalda
en að bensínverð muni ekki
hækka um næstu mánaðamót.
SPRON spáir
0,1% lækkun vísi-
tölu neysluverðs
Afi/Amma
allt fyrir minnsta barnabarnið
Við erum á Skólavörðustíg 41, Þumalína