Morgunblaðið - 03.08.2002, Síða 24

Morgunblaðið - 03.08.2002, Síða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ JARÐVATNSBARKAR Stærðir 50—100 mm Lengd rúllu 50 m Tilvalið þar sem ræsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. Ármúla 21, sími 533 2020 Stærðir 50—80 og 100 mm. Lengd rúllu 50 mtr. Tilvalið þar sem ræsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. EFRI deild ítalska þingsins sam- þykkti í fyrrakvöld umdeilt laga- frumvarp sem stjórnarandstæð- ingar segja að hafi verið samið til að koma í veg fyrir að Silvio Berl- usconi, forsætisráðherra Ítalíu, verði dæmdur fyrir spillingu. Nokkrir þingmenn stjórnarand- stöðunnar bundu klúta fyrir augun til að mótmæla frumvarpinu sem var samþykkt með 162 atkvæðum gegn níu eftir heitar umræður. Tugir þingmanna gengu af fundi í mótmælaskyni áður en atkvæða- greiðslan fór fram. Hundruð mót- mælenda stóðu fyrir utan þing- húsið og hrópuðu orðið „skömm“ í sífellu. Stjórnarflokkarnir eru með traustan meirihluta í báðum deild- um þingsins eftir stórsigur mið- og hægriflokkanna í kosningum í fyrra. Neðri deildin á að fjalla um lögin í september eftir sumarhlé. Hægt að ógilda réttarhöld vegna „hlutdrægni“ dómara Verði frumvarpið að lögum geta sakborningar krafist þess að rétt- arhöld verði lýst ógild eða færð til annars dómstóls ef „rökstuddur grunur“ leikur á að dómarar í mál- um þeirra séu hlutdrægir. Berlusconi hefur verið sóttur til saka í Mílanó fyrir að hafa mútað dómurum á níunda áratug liðinnar aldar og ýmis önnur mál sem tengjast viðskiptaveldi hans hafa verið rannsökuð. Forsætisráð- herrann hefur borið af sér allar sakir og segist vera fórnarlamb vinstrisinnaðra saksóknara. Stuðningsmenn Berlusconis segja að lagafrumvarpið sé nauð- synlegt til að vernda þá sem séu saksóttir í pólitískum tilgangi. Stjórnarandstaðan hafði gert allt sem hún gat til að hindra eða seinka afgreiðslu lagafrumvarps- ins. Saksóttur fyrir að múta dómurum Stjórnarandstæðingarnir lýsa frumvarpinu sem brellu til að koma í veg fyrir að Berlusconi og pólitískir bandamenn hans verði leiddir fyrir rétt. Þeir segja að með því að halda því fram að dóm- arar séu hlutdrægir geti forsætis- ráðherrann tafið réttarhöldin þar til sökin fyrnist. Ítalskir saksókn- arar hafa einnig látið í ljósi áhyggjur af frumvarpinu. Verði frumvarpið að lögum verða þau afturvirk, þannig að þau gilda um öll réttarhöld sem standa nú yfir. Réttarhöld hafa þegar verið ákveðin í máli Berlusconis og lög- fræðings hans, Cesare Previti, sem er einnig þingmaður flokks forsætisráðherrans. Er þeim gefið að sök að hafa mútað dómurum áð- ur en þeir kváðu upp þann úrskurð að Berlusconi mætti kaupa mat- vælafyrirtæki af ríkinu á níunda áratugnum. Berlusconi og Previti hafa neit- að sakargiftunum. Þeir hafa kraf- ist þess að réttarhöldin verði færð til annars dómstóls í Brescia vegna þess að dómararnir í Míl- anó dragi taum vinstrimanna. Hefur hann kallað þá „rauðu dóm- arana“. Hefur verið dæmdur í fangelsi Berlusconi á einnig yfir höfði sér réttarhöld vegna ásakana um fjársvik og tvöfalt bókhald fjöl- miðlaveldis hans, Fininvest. Það mál hefur verið að velkjast í dóms- kerfinu frá 1993. Forsætisráðherrann hefur þegar verið dæmdur í 28 mánaða fangelsi vegna annars máls, auk þess sem honum var gert að greiða sekt að andvirði 415 milljóna króna. Hann þarf þó ekki að afplána dóminn fyrr en áfrýjunarferlinu lýkur og búist er við að það taki mörg ár. Líklegt er að Berlusconi verði einnig leiddur fyrir rétt vegna tveggja annarra mála sem snúast um fjármálaóreiðu. Forsætisráðherrann hefur enn- fremur verið sakaður um að hafa brotið lög um fjármögnun stjórn- málaflokka og mútað embættis- mönnum skattaeftirlitsins. Hann hefur verið sýknaður í nokkrum málum og aðrar ákærur hafa verið felldar niður þar sem sökin hefur fyrnst. Berlusconi er auðugasti maður Ítalíu, á meðal annars sjónvarps- og útvarpsstöðvar, útgáfufyrir- tæki, auglýsingastofu, trygginga- félag, fasteignasölu og knatt- spyrnufélagið AC Milan. Umdeilt lagafrumvarp samþykkt í efri deild ítalska þingsins Sagt auðvelda Berlusconi að sleppa við réttarhöld AP Þingmenn ítölsku stjórnarandstöðunnar halda á spjöldum þar sem mót- mælt er frumvarpi sem sagt er gera Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, kleift að komast hjá réttarhöldum. Róm. AFP, AP. ’ Sagður geta tafiðréttarhöld þar til sökin fyrnist ‘ AÐ MINNSTA kosti 154 manns hafa dáið af völdum dul- arfullrar veiru sem herjað hef- ur á suðausturhluta eyjunnar Madagaskar síðustu tvo mán- uði. Ekki er vitað hvers konar veira þetta er en þeir sem sýkj- ast kvarta yfir flensueinkenn- um. Mörg börn og gamalmenni hafa dáið og óttast er að tala látinna hækki vegna þess að margir þeirra sem sýkjast halda að þeir séu aðeins með slæmt kvef eða flensu og leita ekki lækninga fyrr en það er orðið of seint. Mikið mann- fall í Búrúndí AÐ minnsta kosti 102 uppreisn- armenn úr röðum hútúa og þrír hermenn hafa fallið í grennd við Bujumbura, höfuðborg Búrúndís, síðustu daga. Íbúar á svæðinu segja að meira en 40 óbreyttir borgarar hafi látið líf- ið í átökunum en talsmaður hersins neitaði því. Stjórnar- herinn hóf árásir á uppreisnar- mennina eftir að þeir skutu sprengjum á höfuðborgina. Borgarastríð hefur geisað í Búrúndí frá 1993 og kostað meira en 250.000 manns lífið, aðallega óbreytta borgara. Vilja hreinsa nafn bílstjóra Díönu FORELDRAR Henris Pauls, bílstjórans sem kennt var um dauða Díönu Bretaprinsessu, hafa höfðað mál í Frakklandi til að reyna að hreinsa nafn hans. Frönsk yfirvöld sögðu að bíl- stjórinn hefði verið drukkinn þegar slysið varð en foreldrar hans telja að blóðsýni, sem rannsakað var eftir slysið, hafi ekki verið úr honum. Þeir krefjast þess að óháðum vís- indamönnum verði leyft að fá blóðsýnið til DNA-rannsóknar. Georgía stefnir að NATO-aðild ÖRYGGISRÁÐ Georgíu fól í gær sérstakri nefnd að semja áætlun um ráðstafanir til að greiða fyrir aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu. Áætl- unin á að liggja fyrir ekki síðar en 1. nóvember og gera stjórn- inni í Tbilisi kleift að hefja viðræður við NATO um hugsanlega aðild landsins að bandalaginu. Stjórnin ætlar þó ekki að sækja um aðild á leið- togafundi NATO í Prag í nóv- ember. Boðar bandalag KEMAL Dervis, efnahags- málaráðherra Tyrklands, og Ismael Cem utanríkisráðherra sögðust í gær ætla að reyna að mynda öflugt bandalag fyrir þingkosningarnar í landinu 3. nóvember. Dervis og Cem hef- ur verið lýst sem „draumaliði“ þeirra sem eru hlynntir því að Tyrkland gangi í Evrópusam- bandið. Draumaliðið á þó á brattann að sækja þar sem skoðanakannanir benda til þess að Flokkur íslamsks réttlætis og þróunar fái flest þingsæti. STUTT Dularfull drepsótt LÍK þrettán Afríkumanna, sem talið er að hafi reynt að synda til Spánar, fundust við strandbæinn Tarifa á Suðvestur-Spáni í fyrradag. Fimm mannanna voru frá Norður- Afríku og átta frá löndum sunnan Sahara. Á meðal þeirra voru tvær barnshafandi konur. Talið er að fólkið hafi drukknað þegar það hafi reynt að synda í land úr báti. Enginn bátur hefur þó fundist. Þúsundir Afríkumanna, aðallega frá Marokkó, reyna að komast yfir Njörvasund til að leita sér að atvinnu á Spáni eða öðrum Evrópulöndum. Njörvasund er aðeins 14 km breitt við Tarifa, syðsta bæ Evrópu. Samband marokkóskra farand- verkamanna á Spáni, ATIME, áætlar að um 4.000 Afríkumenn hafi drukkn- að í Njörvasundi frá 1997. Alls hafa 32 drukknað það sem af er árinu, um 70% færri en á fyrri helmingi síðasta árs þegar 114 lík rak á land. Það sem af er árinu hafa spænsk yfirvöld vísað 13.000 ólöglegum inn- flytjendum frá Afríku úr landi, um það bil jafnmörgum og allt síðasta ár. Spánn Lík þrett- án Afríku- manna rak á land Reuters Björgunarmenn standa hjá líkunum sem skolaði á land við Tarifa. Tarifa. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.