Morgunblaðið - 03.08.2002, Síða 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 25
Klukkuverslanir Húsasmiðjunnar verða
opnar alla verslunarmannahelgina.
Verið velkomin...
Opið frá kl.
Klukkubúðir í þínu hverfi
Grafarvogi Ármúla
Vestur í bæ Kópavogi
Fossaleyni 2 Ármúla 18
Fiskislóð 2-8 Dalvegi 4
Sími 525 3000 • www.husa.is
helgina
Opið alla
11-18
ÚLFALDAVEÐREIÐAR eru geysi-
vinsæl íþrótt í ríkjunum við Persa-
flóa og miklu skiptir að knapinn sé
léttur. Oft er um að ræða litla
drengi sem rænt hefur verið í bláfá-
tækum löndum á borð við Bangla-
desh og smyglað til arabalandanna.
Einn þeirra er Ali Islam sem nú er
tíu ára gamall, sonur hjóna frá höf-
uðborg Bangladaesh, Dhaka. Ali
mun bera merki um reiðmennsku-
ferilinn til æviloka: úlfaldi beit hann
svo heiftarlega að annar handlegg-
urinn rifnaði næstum af og hefur
Ali ekki aftur fengið mátt í hann.
Honum var rænt við heimili sitt
árið 1998, hafði sofnað þar sem
hann var að leika sér. Foreldrarnir
leituðu í örvæntingu sinni að honum
næstu tvö árin en svo fór að þau
töldu hann af. „Ég grét og bað til
Guðs,“ segir móðir hans, Halima.
„Ég hélt að hann hefði dottið í ána
og drukknað.“
Ali segist hafa vaknað í dimmu
herbergi. Karlmaður sem kallaði
sig Yunus og kona, Aisha, tóku Ali
með sér í rútuferð sem endaði við
norðurlandamæri Bangladesh og
Indlands, Ali sá nú fjöll í fyrsta sinn
á ævinni. Ferðalagið endaði í
Kathmandu í Nepal en þaðan fór
hann nokkrum mánuðum síðar
flugleiðis til Dubai í Sameinuðu
furstadæmunum. Maðurinn sem
fylgdi honum kallaði Ali son sinn í
vegabréfinu. Arabi í Dubai tók við
drengnum og greiddi hinum nokk-
urt fé.
„Maðurinn fór með mig út í eyði-
mörkina og lét mig upp á úlfalda,“
segir Ali sem aldrei hafði séð slíkt
dýr. „Maðurinn sagði eitthvað á ar-
abísku og úlfaldinn hljóp af stað. Ég
var ægilega hræddur og æpti.“
Gagnsemi
franskra rennilása
Næstu tvö árin þurfti hann að
keppa tvisvar í viku við aðra unga
knapa sem oft voru frá heimalandi
hans eða Pakistan. Sameinuðu
furstadæmin lögðu þegar árið 1993
bann við því að smádrengir væru
notaðir til að ríða úlföldunum en
lögin eru hunsuð, sjónvarpið sýnir
jafnvel frá veðreiðum þar sem
drengirnir keppa. Þeir ríða oft ber-
bakt en sumir eru bundnir við
hnakkinn, aðrir þjálfarar nota svo-
nefnt velchro, efnið í frönskum
rennilásum, til að festa strákana við
hnakkinn. Þegar barnið nær 15
kílógramma þunga er annað og létt-
ara fengið í stað þess. Ali var knapi
í tvö ár og síðan látinn annast úlf-
aldann í hálft annað ár en þar kom
að hann var ekki talinn koma að
gagni. Hann fékk flugmiða til
Dhaka, dálitla vasapeninga og lof-
orð um að peningar yrðu sendir til
foreldranna, loforð sem var svikið.
Ali var skilinn eftir fyrir utan sendi-
ráð Bangladesh í Dubai.
Yfirvöld í heimalandinu fengu
Samtök löglærðra kvenna í Bangla-
desh til að annast Ali og þau leituðu
uppi foreldra hans, endurfundirnir
voru tilfinningaþrungnir. Faðir
hans, Latif, vonast til að geta sent
hann í skóla. „Annar handleggurinn
er lamaður. Hann getur ekki gert
mikið en hann verður að eiga sér
einhverjar vonir um framtíðina,“
segir Latif.
Þótt hörð viðurlög séu við ráni og
smygli á fólki í Bangladesh er mörg
hundruð manns rænt á hverju ári.
Stúlkurnar enda oft í hóruhúsum í
Indlandi eða Pakistan, drengirnir
eru sendir til Persaflóalandanna.
Oftast er notuð smyglleiðin sem áð-
ur var lýst enda lítið eftirlit á landa-
mærunum í norðri og auðvelt að fá
vegabréfsáritun í Nepal. „Og eng-
inn í Kathmandu hefur áhuga á að
vita hve margir Bangladesh-búar
fara flugleiðis þaðan til Mið-
Austurlanda,“ segir Salma Ali hjá
Samtökum löglærðra kvenna í
Bangladesh.
Sex ára úlfaldaknapi
orðinn öryrki
Ungum drengjum rænt í Bangladesh og smyglað til araba-
landa þar sem þeir eru notaðir sem úlfaldaveðreiðaknapar
Dhaka. AP.
STÓR, evrópsk flugfélög hafa
ákveðið að aflýsa mörgum áætlun-
arferðum 11. september nk., þar eð
mörg þúsund farþegar hafa ákveð-
ið að ferðast ekki flugleiðis þann
dag, þegar eitt ár verður liðið frá
hryðjuverkunum í Bandaríkjun-
um. Hefur breska flugfélagið Brit-
ish Airways aflýst 26 af 80 áætl-
uðum ferðum sínum yfir Atl-
antshafið þann dag. „Það var
skiljanlega lítið um bókanir vegna
þess að fólk vill ekki fljúga á þess-
um degi,“ sagði fulltrúi British Air-
ways.
Franska flugfélagið Air France
hefur aflýst tveimur ferðum frá
París 11. september, til New York
og til Washington. Talsmaður fyr-
irtækisins sagði að litlar sem engar
farpantanir hefðu verið gerðar fyr-
ir þann dag og því hefði þessi
ákvörðun verið tekin. Concorde-
þota flugfélagsins mun þó fljúga til
New York samkvæmt áætlun.
Skandinavíska félagið SAS mun
aflýsa tveimur af þremur áætluð-
um ferðum til New York, en alls
fljúga fimm ferðir til Bandaríkj-
anna. Samkvæmt upplýsingum frá
öðrum stórum flugfélögum sem
ekki hafa aflýst áætluðum ferðum
er mun minna um bókanir. Tals-
maður þýska félagsins Lufthansa
sagði að enn væri ekki búið að
ákveða hvort einhverjum af áætl-
unarferðum þess til Bandaríkj-
anna yrði aflýst 11. september.
Flugferðum aflýst
11. september
London. AFP.
4 stk. í pakka verð kr. 2.300.
Kanna í stíl kr. 2.995.
5 mismunandi gerðir.
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 Sími 562 3614
DARTINGTON GLÖS