Morgunblaðið - 03.08.2002, Side 26
ERLENT
26 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRNMÁLAMENN hafa
löngum vitað að fátt er betur til þess
fallið að sefa reiði almennings en að
sýna stórmenni niðurlægð. Lögfræð-
ingar í Bandaríkjunum segja að
þetta sé ein af ástæðum þess að
ákveðið var að draga auðuga for-
stjóra í handjárnum út af glæsilegum
skrifstofum þeirra og saka þá um að
hafa prettað fjárfesta.
Það er líka auðveldara fyrir al-
menning, og ef til vill fyrir kviðdóm-
endur, að skilja málaferli gegn einum
eða tveimur mönnum fyrir fyrirtæk-
jaglæpi, segja lögfræðingar, eins og
málið gegn endurskoðunarfyrirtæk-
inu Arthur Andersen bendi til.
Bandarísk stjórnvöld saksóttu And-
ersen sem fyrirtæki og sökuðu það
um víðtæka og samþætta glæpi af
hálfu einstakra starfsmanna sem
sjálfir voru ekki ákærðir.
„Maður fær betri fyrirsagnir út úr
því að draga einhvern handjárnaðan
í fangelsi en með því að ákæra and-
litslaust fyrirtæki,“ sagði Charles
Rothfeld, lögfræðingur í Wash-
ington, sem tók þátt í að verja And-
ersen-fyrirtækið gegn ákæru banda-
rískra yfirvalda um að hafa staðið í
vegi réttvísinnar.
Tveir fyrrverandi yfirmenn hjá
fjarskiptafyrirtækinu WorldCom
voru ákærðir sl. fimmtudag fyrir að
hafa falið 3,8 milljóna dollara kostnað
fyrirtækisins fyrir fjárfestum og átt
þátt í því að fyrirtækið er orðið gjald-
þrota. Þetta var í annað sinn á hálf-
um mánuði sem fréttamenn náðu
myndum af forstjórum stórfyrir-
tækis íklæddum handjárnum við
klæðskerasniðnu jakkafötin. Bæði
WorldCom og hitt fyrirtækið sem í
hlut á, Adelphia Communications,
hafa farið fram á greiðslustöðvun í
kjölfar ásakana um bókhaldssvindl.
Senda kjósendum skilaboð
„Þeir eru byrjaðir að smala saman
blórabögglunum sínum,“ sagði Brian
Hoffmann, lögfræðingur á Wall
Street. „Með því að sýna þessa menn
handtekna eru þeir að reyna að
senda kjósendum þau skilaboð að
þeir taki hart á fyrirtækjaglæpum.“
Þau skilaboð séu líka ætluð öðrum
forstjórum sem kynnu að freistast til
að láta greipar sópa um peningakass-
ann.
Þótt ef til vill búi einhverjar laga-
legar ástæður að baki því að nú er
spjótum beint að einstökum forstjór-
um fremur en fyrirtæki sem heild
segja lögfræðingar að stjórnvöld séu
fyrst og fremst að láta skína í mátt
sinn og megin. „Það er fáránlegt
hvernig þessir menn voru handtekn-
ir,“ sagði Charles Roistacher, fyrr-
verandi alríkissaksóknari sem nú
starfar sem verjandi í Washington.
„Þessir menn eru engir útlagar. Þeir
rændu ekki banka eða [10-11].“
Roistacher sagði að sem saksókn-
ari hefði hann aldrei leyft handtökur
á borð við það þegar fyrrverandi
fjármálastjórar WorldCom, Scott
Sullivan og David Myers, voru leidd-
ir í handjárnum í réttarsal í New
York á fimmtudaginn. Mennirnir
hefðu báðir alveg örugglega verið
reiðubúnir til að vera samvinnuþýðir
ef saksóknarar hefðu farið að eins og
venjan er þegar um hvítflibbaglæpi
er að ræða, að sögn lögfræðinga.
Venjan er, að saksóknarar og verj-
endur komi sér saman um tímasetn-
ingu fyrir stórbokkann til að gefa sig
fram við dómara til kæruskráningar.
Það er svo undir hælinn lagt hvort
fjölmiðlar komast á snoðir um tíma-
setninguna.
Hvort sem saksóknarar beina
spjótum sínum að einstaklingi eða
fyrirtæki verða þeir að sýna fram á
svipuð afbrot, og yfirvöld geta farið
báðar leiðirnar ef þau vilja. Ákvörð-
unin nú, að reyna að koma höggi á
einstaka forstjóra en ekki fyrirtækin
sem þeir starfa hjá, kann að vera til
marks um að dómurinn í Andersen-
málinu hafi kennt saksóknurum
ákveðna lexíu, segja lögfræðingar.
Andersen var að lokum sakfellt eftir
að kviðdómendur höfðu verið í patt-
stöðu í nokkra daga.
Þegar niðurstaðan lá fyrir sögðu
kviðdómendur að þeir hefðu sakfellt
fyrirtækið einungis vegna þess að
þeir hefðu orðið á eitt sáttir um að
einn tiltekinn starfsmaður þess hefði
borið ábyrgð á afbrotunum. „Við urð-
um að vera viss um að einhver hefði,
með glæpsamlegum hætti, sannfært
einhvern annan um að gera eitthvað
sem hefti rannsóknina á Enron,“
sagði formaður kviðdómsins. Ander-
sen sá um ytri endurskoðun fyrir
Enron-fyrirtækið, og var Andersen
sakað um að hafa eytt skjölum og fal-
ið vísbendingar um glæpsamlegt at-
hæfi innan veggja Enron.
Fyrirtækið leystist upp
Það kunna að vera fleiri ástæður
fyrir því að saksóknarar fara nú aðra
leið en í Andersen-málinu. Eftir að
Andersen var sakfellt í júní sl. leyst-
ist það að mestu upp og mörg þúsund
manns misstu vinnuna. WorldCom
fór fram á greiðslustöðvun áður en
ákærurnar voru birtar á fimmtudag-
inn, en er ennþá starfrækt.
„Ég held að stjórnvöld hafi sætt
harðri gagnrýni, sem þau áttu fylli-
lega skilið, fyrir að hafa lagt And-
ersen-fyrirtækið í rúst bara til þess
að sýna fram á eitthvað sem var í
rauninni harla veigalítið,“ sagði
Stephen Presser, lagaprófessor við
Northwestern-háskóla. „Maður fer
ekki að reyna að koma höggi á
WorldCom og tefla því í tvísýnu þeg-
ar það er þegar gjaldþrota,“ sagði
Presser. „Það er einfaldlega ekkert
vit í því að beina spjótum að fyrir-
tækinu.“
John Ashcroft, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, hafði fátt um þessar
mismunandi aðferðir að segja. „Við
ætlum okkur ekki annað en að fram-
fylgja lögunum,“ sagði hann.
Í handjárn-
um við
jakkafötin
AP
Alríkislögreglumenn leiða Scott Sullivan, fyrrverandi yfirfjármálastjóra WorldCom (t.v.), í handjárnum út af
skrifstofum FBI í New York þar sem hann hafði sjálfviljugur gefið sig fram við lögregluyfirvöld.
Bandarísk yfirvöld virðast ætla að fara aðr-
ar leiðir í málshöfðun gegn WorldCom en
farin var í málinu gegn Andersen.
’ Þeir eru byrjaðirað smala saman
blórabögglunum
sínum ‘
INDVERSKUR drengur með kjúk-
ling á höfðinu situr að snæðingi í
Assam-héraði í norðausturhluta
Indlands í gær. Síðan á fimmtudag
hafa mikil flóð á Indlandi og
Bangladesh verið að sjatna, en gíf-
urlegt úrfelli undanfarið hefur leitt
til þess að fljót og ár hafa flætt yfir
bakka sína og milljónir manna af
þeim völdum orðið að yfirgefa
heimili sín og fjöldi manna látið líf-
ið.
Flóðin sjatna
Reuters
KARLMENN, sem sætt hafa illri
meðferð af einhverju tagi í barn-
æsku, eru líklegri til að fremja glæpi
eða sýna andfélagslega hegðun ef
þeir hafa ákveðið genaafbrigði í litn-
ingum sínum. Vísindamenn fylgdust
með hópi 442 nýsjálenskra karl-
manna frá fæðingu 1972 og birtu nið-
urstöður rannsóknarinnar í vikunni.
Genið sem um ræðir heitir món-
óamíð oxíðasi A, eða MAOA, og
stjórnar framleiðslu ensíms sem
brýtur niður efni sem flytja boð milli
taugaenda í heilanum. Eru tvö meg-
inafbrigði af geninu í genamengi
mannkynsins, fljótvirkt, sem um
tveir þriðju karlmanna hafa, og hæg-
virkt, sem finnst í þriðjungi karl-
manna. Komust vísindamennirnir að
því að 85% þeirra sem bæði höfðu
hægvirka genið og sætt höfðu illri
meðferð af einhverju tagi, svo sem
líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi
eða afneitun foreldra, sýndu and-
félagslega hegðun síðar á ævinni.
Voru mennirnir þrisvar sinnum lík-
legri til að sýna andfélagslega, eða
ofbeldisfulla, hegðun en þeir sem
höfðu hraðvirka genið.
Vísindamennirnir taka þó fram að
hæpið sé að reyna að segja fyrir um
mögulega ofbeldishneigð manns út
frá því hvort hægvirka genið sé að
finna í litningum hans. Benda þeir á
að þeir sem hafa genið, en ekki sættu
illri meðferð sem börn, eru ekki of-
beldishneigðari en þeir sem hafa
hraðvirka afbrigðið.
Terrie Moffitt, einn vísindamann-
anna, segir niðurstöður rannsóknar-
innar sýna fram á tengsl erfða og
ytri aðstæðna við mótun hegðunar.
„Fólk má ekki halda að það fái engu
um ráðið hvort það beitir ofbeldi.“
Moffitt segir hraðvirka genið
hjálpa börnum sem orðið hafa fyrir
áföllum af ýmsu tagi. Af þeim mönn-
um, sem tóku þátt í rannsókninni, og
höfðu hraðvirka genið en sættu illri
meðferð í barnæsku sýndi fjórðung-
ur andfélagslega hegðun, sem er
mun minna hlutfall en hjá þolendum
almennt. Enginn veit af hverju börn
með hraðvirka genið þola áföll betur
en önnur börn, segir Moffitt. „Ef
ákveðin gen hafa verið innan stofns-
ins um langan tíma er líklegt að þau
færi þeim sem genin bera einhverja
yfirburði fram yfir aðra einstak-
linga.“
Andfélagsleg
hegðun talin
tengjast genum
Washington. AP. The Los Angeles Times.
UM TÍU þúsund manns, bæði
kaþólikkar og mótmælendur,
komu saman í miðborg Belfast
á N-Írlandi í gær í því skyni að
mótmæla ofbeldisglæpum
öfgahópa stríðandi fylkinga,
sem færst hafa í aukana und-
anfarna mánuði. „Í dag viljum
við biðja þá, sem þátt taka í of-
beldi öfgahópanna, að hætta nú
þegar,“ sagði Alex Maskey,
borgarstjóri í Belfast.
Í fyrradag lést maður þegar
sprengigildra sprakk í ná-
grenni breskrar herstöðvar í
héraðinu. Maðurinn var mót-
mælendatrúar en í síðastliðinni
viku var nítján ára gamall kaþ-
ólskur piltur myrtur í Belfast.
Mótmælt
í Belfast
Belfast. AFP.