Morgunblaðið - 03.08.2002, Qupperneq 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 27
Dömustærðir:
42-44
Herrastærðir:
47-50
www.storirskor.is
10
67
/T
A
K
TI
K
Opinn kynningarfundur þriðjudaginn 6. ágúst kl. 17.15
Alþjóðlega viðurkennt markaðsfræðinám Stjórnendaskóla HR og CIM
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
IR
1
84
39
08
/2
00
2
Umsóknarfrestur er til 27. ágúst n.k. • Námið hefst 3. september • Allar nánari upplýsingar veitir Sigurþór Gunnlaugsson í síma 510 6280
og sigurthor@ru.is • www.stjornendaskoli.is • www.cim.co.uk
Sérstakur gestur fundarins er Richard ShamblerBSc, FCIM, MIM frá Marketing Focus í Bretlandi en
hann mun stuttlega kynnaThe Chartered Institude of Marketingog Postgraduate Diploma námið.
Markaðsfræðinám fyrir stjórnendur og sérfræðinga með víðtæka þekkingu á markaðsfræðum og
áralanga reynslu af markaðsstarfi.
ANDRÉS Þór Gunnlaugsson gít-
arleikari hefur verið við nám í djass-
leik í Hollandi sl. vetur, en þangað
sækja flestir Íslendingar nú um
stundir í djassnám. Hér hefur hann
leikið undanfarinn mánuð með hol-
lenska trommaranum Rene Winter
og ýmsum Íslendingum. Á þriðju-
dagskvöldið var söng Kristjana Stef-
ánsdóttir með tríói hans, en hún
lærði lengst í Hollandi, og á bassann
lék Tómas R. Einarsson.
Efnisskráin bar yfirskriftina:
Jazzrómantík – tónlist eftir 20. aldar
tónskáld; og var prentuð. Það telst
til tíðinda að koma á djasstónleika
þar sem efnisskrá er prentuð þótt á
flestum þeirra sé hvert lag ákveðið.
Það er eins og menn lifi enn í þeirri
gömlu rómantík að innblásturinn
ráði hvaða ópus verði næst fyrir val-
inu. Þó skal þess getið að nú um
stundir kynna flestir djassleikarar
ópusana jafnóðum, en misbrestur er
á því oft á tíðum.
Tónleikarnir hófust á ópusi eftir
þann brasilíska Dori Caymmi, Like
A Lover. Sætti hann engum tíðind-
um, en síðan söng Kristjana Here,
There And Everywhere eftir þá
kumpána Lennon og McCartney af
miklum þokka. Annað lag úr söng-
bók Bítlanna var aukalag, Some-
thing eftir George Harrison, og
þriðji söngdansinn frá seinni hluta
aldarinnar er poppið réð ríkum var
The Masquerade eftir Leon Russell.
Það er alltaf dálítill vandi að flytja
þessi lög í djassi, en Kristjönu og
tríóinu tókst að gefa The Masquer-
ade fínt djassyfirbragð. Aftur á móti
var Harrison dálítið flatur í túlkun
Kristjönu og sama má segja um fal-
lega ballöðu er Nat King Cole söng
eftir að djassferli hans lauk, That
Sunday That Summer. Kristjana
mætti stundum huga betur að dýn-
amíkinni.
Aftur á móti var allt í lagi í ópus
Tómasar R. við eigið ljóð: Ef það sé
djass. Þetta má finna á diski Ólafíu
Hrannar og Tómasar: Koss. Margir
muna er Ólafía Hrönn söng þetta
með miklu tilþrifum á RúRek-
djasshátíðinni 1995 í Súlnasal Hótels
Sögu, en tilþrifin voru enn magnaðri
hjá Selfossdívunni í Listasafni Sig-
urjóns Ólafssonar og lá við að tréfíg-
úrurnar stigu af stalli og tækju að
dansa. Sér í lagi var seinni útgáfan
mögnuð, en á henni lauk þessum
bráðskemmtilegu tónleikum. Á
Landsýn Tómasar R. syngur Ragn-
hildur Gísladóttir tónskáldskap hans
við ljóð Laxness: S.S. Montclare; síð-
an hef ég heyrt tónlist Tenu Palmer
við sama ljóð. Á Landsýn söng
Ragga þetta með leikrænum til-
brigðum, en í listasafninu söng
Kristjana lokaþáttinn, sem hefst á
,,Mannabörn eru merkileg,/mikið
fæðast þau smá/þau verða leið á
lestri í bók,/og langar að sofa hjá.
Þetta er ljúf ballaða hjá Tómasi í
þrískiptum takti og söng Kristjana
hana undurvel. Svo voru fjórir söng-
dansar klassískir: Once Upon A
Summertime eftir Michel Legrand,
þar sem vantaði herslumuninn upp á
gæðatúlkun, Dream A Little Dream
Of Me eftir Gus Kahn, sem byrjaði á
skemmtilegum dúett Kristjönu og
Andrésar Þórs, og útsetning tromm-
arans Rene Winters á The Song Is
You eftir Jerome Kern, þar small
ekki allt saman, en í fyrsta aukalag-
inu, Me One And Only Love, var allt
á tæru.
Það var mjög gaman að fá að
heyra að nýju í Andrési Þór. Hann
hefur greinilega tekið stórstígum
framförum síðan hann hélt til Hol-
lands og þótt stíll hans sé enn ekki
mótaður lék hann vel í hinni klass-
ísku gítarhefð er Barney Kessell og
Jimmy Raney leiddu til hásætis í
djassinum, hvor með sínum hætti.
Sólóar hans voru vel uppbyggðir og
tónninn tær og hreinn. Tómas og
Rene studdu vel við Kristjönu og
Andrés, sem var og þeirra hlutverk.
Ljúfir tónleikar og skemmtileg-
astir fyrir túlkun Kristjönu á Tómasi
R.
Rómantík frá liðinni öld
– og hressilegur TRE
DJASS
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Kristjana Stefánsdóttir söngur, Andrés
Þór Gunnlaugsson gítar, Tómas R. Ein-
arsson bassi og Rene Winter trommur.
Þriðjudagskvöldið 30. júlí.
KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR OG TRÍÓ
ANDRÉSAR ÞÓRS
Vermharður Linnet
SJÖFN Eggertsdóttir myndlist-
armaður opnar sýningu á lands-
lagsmálverkum í Galleríi Klaustri
á Skriðuklaustri í dag. Sjöfn
stundaði nám í Myndlista- og
handíðaskóla Íslands 1982–1986
og útskrifaðist úr málaradeild.
Auk þess nam hún áður tvo vetur
við Myndlistaskóla Reykjavíkur,
einn vetur við Listaskólann
Myndsýn sem Einar Hákonarson
stjórnaði og síðan nokkra vetur
hjá Sverri Haraldssyni listmálara.
Sjöfn hefur sérhæft sig í
portrettmálun og andlitsteikning-
um og fæst aðallega við málun
með olíu og vatnslitum. Hún hefur
haldið nokkrar einkasýningar á
höfuðborgarsvæðinu og á Egils-
stöðum, auk þess að taka þátt í
samsýningum. Hún rekur vinnu-
stofu í Húsi handanna á Egilsstöð-
um.
Sýningin stendur til 16. ágúst
og er opin á sama tíma og hús
skáldsins, kl. 11–17 alla daga.
Sjöfn sýnir í
Galleríi Klaustri
GARÐAR Jökulsson hefur opnað
málverkasýningu í Eden í Hvera-
gerði. Sem áður sækir Garðar við-
fangsefni sín til náttúru Íslands,
birtu hennar og lita. Á sýningunni
nú eru 80–90 málverk, stór og smá,
unnin með margvíslegum hætti.
Listamaðurinn verður í Eden
meðan opið er, en sýningunni lýkur
12. ágúst.
Garðar Jök-
ulsson sýnir
í Eden
Málverk eftir Garðar Jökulsson.
Á SJÖUNDU tónleikum tónleikarað-
arinnar Sumarkvöld við orgelið í
Hallgrímskirkju á sunnudagskvöld,
kl. 20, leikur ungur nýútskrifaður
organisti, Guðmundur Sigurðsson.
Hann leikur einnig á hádegistónleik-
um í dag, laugardag, kl. 12.
Guðmundur lauk meistaranámi í
orgelleik í Princeton í Bandaríkjun-
um og hér gefst áheyrendum tæki-
færi til að heyra þá efnisskrá sem
hann lék á lokaprófinu í orgelleik í
vor, en Guðmundur er nýtekinn við
starfi organista við Bústaðakirkju.
Á hádegistónleikunum leikur Guð-
mundur þrjú verk en tvö verkanna
leikur hann einnig á tónleikunum
annað kvöld: Tvær útsetningar á
gömlum amerískum sálmum eftir
breska djasspíanistann og tónskáldið
George Shearing
og verk eftir
Charles Ives, Til-
brigði um Eld-
gamla Ísafold
(Variations on
America). Þriðja
verkið er eftir
franska barokk-
tónskáldið Nicol-
as de Grigny, Veni
Creator (Kom
skapari). Á tónleikunum annað kvöld
ber framan af mest á evrópskum
áhrifum úr námi hans hér á Íslandi en
vægi bandarískra orgelbókmennta
nær yfirhöndinni undir lokin.
Tónleikarnar hefjast á barokktón-
list, Prelúdíu í fís-moll eftir Þjóðverj-
ann Dietrich Buxtehude og Veni
Creator eftir Frakkann Nicolas de
Grigny. Inn á milli heyrist Drop,
Drop Slow Tears, op. 104 eftir banda-
ríska tónskáldið Vincent Persichetti.
Þetta er hugleiðing um sálmastef
undir sama titli. Persichetti var eitt
virtasta tónskáld Bandaríkjamanna á
20. öld, var m.a. lengi prófessor við
Juilliard-skólann í New York. Til
heiðurs franska tónskáldinu Maurice
Duruflé, sem hefði orðið 100 ára á
þessu ári, leikur Guðmundur Choral
Varié sur le thème du Veni Creator
úr op. 4. Síðustu verkin þrjú tengjast
Bandaríkjunum á afgerandi hátt.
Fyrst er Tvöföld fúga um America
sem er lag sem við Íslendingar þekkj-
um sem Eldgamla Ísafold eða breska
þjóðsönginn, eftir John Knowles
Paine.
Bandarísk og evrópsk org-
elverk í Hallgrímskirkju
Guðmundur
Sigurðsson