Morgunblaðið - 03.08.2002, Síða 28

Morgunblaðið - 03.08.2002, Síða 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ FORNBÆKUR Í vörulista okkar nr. 56, Norræna, eru norrænar bókmenntir, bækur um norræn tungumál og sögu og bækur um Ísland, Grænland og Færeyjar. Listinn kostar 150 norskar kr. en póstsending er frí. Upphæðin er endurgreidd við pöntun úr listanum. Listann má panta hjá: Ruuds Antikvariat Postboks 2698 St. Hanshaugen, 0131 Oslo, Noregi. Sími +47 2246 3476. Netfang: ruudsant@online.no HÁVAR Sigurjónsson hefur samið framhaldsleikrit, sem flutt var tvær vikur í júlí. Þetta er djörf og viðburða- rík glæpasaga, eins og gefur að skilja þegar þarf að fanga athygli hlustenda svo þeir setjist niður á sama tíma um stundarfjórðung í senn í tíu daga. Hann ætti að vera kunnugur forminu eftir fyrri verk af sama tagi. Söguhetjan, Kjartan Ólafsson, er að sjálfsögðu blaðamaður, eins og brenna vill við þegar þeirrar stéttar menn leggja fyrir sig spennusagna- skrif. Hann rekst á ýmsa kynlega kvisti þegar hann reynir að upplýsa dularfulla atburði sem gerst hafa í Stórholtskirkju. Inn í málið flækjast rannsóknarlögreglumaðurinn Krist- ján Gunnarsson, Vigdís, sambýlis- kona Kjartans, og vinnufélagar hans af blaðinu, fréttastjóri, ritari o.fl. Persónurnar sem hlustendum er ætlað að hafa samúð með eru venju- legt hversdagsfólk sem glímir einbeitt og fróðleiksfúst við glæpamenn sem svífast einskis. Þeir eru hins vegar af allt öðru sauðahúsi, misindismann- eskjur sem enginn myndi treysta til að fylgja ömmu sinni yfir læk án þess að drekkja henni. Í stað þess að hlust- endum hrylli við morð- um, limlestingum, mannránum, barsmíð- um, eiturlyfjasmygli og vændi verður þetta allt einungis græskulaust gaman vegna takmark- aðra viðbragða þeirra sem berjast fyrir hinu góða í heiminum við þessum ósköpum. Hlustendur efast aldrei um að réttlæt- ið sigri að lokum og þær persónur sem eigi það fyllilega skilið sleppi með sprungna vör, kúlu á hausnum og nokkra marbletti á meðan illmennin og meðreiðarsveinar þeirra hljóti makleg málagjöld. Skemmtilegustu augnablikin eru þegar leynilögreglu- menn jafnt sem glæpahyski eru trufl- uð af hversdagslegustu atburðum, t.d. þegar hetjan Kjartan þarf að skipu- leggja daginn í farsímasambandi við sambýliskonuna rétt á meðan hann eltir fingurlausan glæpamann á fleygi- ferð í bíl og gimsteinninn í þáttaröð- inni, þegar frægur ofbeldisseggur og drykkjusvoli verður að slíta símtali þegar barn hans krefst þess að hann skeini því. Það er auðvelt að heyra að leikar- arnir hafa haft gaman af því að skapa þessar ýktu persónur enda er leik- stíllinn skopstæling á því sem tíðkast í alvarlegri glæpaþáttum. Séra Logi Davíðsson verður í gamalkunnum meðförum Pálma óendanlega mis- kunnarlaus og ísmeygilegur erki- glæpon en Hjálmar skilar mjög fjöl- breyttum fauta í hlutverki Antons Sigurhjartarsonar. Edda Heiðrún sýnir líka á sér nýja hlið sem glæpakvendið og kór- stjórnandinn Hrefna. Halldór nær nýjum hæð- um í klisjukenndum leik þegar hann svarar per- sónusköpun höfundar af sama toga í hlutverki Guðjóns Haraldssonar organista. Gísli Örn var hins vegar trúverðugur sem ógæfumaðurinn sem varð félaga sínum „óvart“ að bana og það var gaman að heyra Helgu Bachmann tvinna saman skammaryrðin sem móðir hans. Mörg hlutverk eru eftirminnileg þó lítil séu: Charlotte Bøving sem súludansmær og Sveinbjörn Hávarsson sem barn í nauðum. Hinir hjartahreinu krefjast annarra taka og leikurinn vill blikna í samanburði við hina leikarana sem gátu gefið sér lausan tauminn. Ólafur Darri var auðvitað traustur sem Kjartan og Margrét einbeitt sem kvendið knáa. Hjalti lék við hvern sinn fingur við túlkun Kristjáns rannsókn- arlögreglumanns, sem var svo undar- lega dáðlaus framan af en tók svo við sér og bjargaði öllu í lokin. Nína Björk náði vel ólíkindatólinu Lóu og Jóhann var undirfurðulegur sem Siddi frétta- stjóri, en persónan er greinilega hugs- uð sem einhvers konar gleðigjafi í ann- ars tilbreytingarsnauðri persónuflóru blaðsins. Eggert og Ragnheiður léku blátt áfram mjög auðsveigjanlega heil- brigðisstarfsmenn. Þessari þáttaröð fylgir meira gam- an en alvara, enda löngum orðin lenska að gera grín að hryllingi í öll- um mögulegum birtingarformum. Eiturlyf, vændi og morð Hávar Sigurjónsson LEIKLIST Útvarpsleikhúsið Höfundur og leikstjóri: Hávar Sigur- jónsson. Hljóðvinnsla: Grétar Ævarsson. Leikarar: Edda Heiðrún Backman, Eggert Kaaber, Charlotte Bøving, Gísli Örn Garð- arsson, Halldór Gylfason, Hallmar Sig- urðsson, Helga Bachmann, Hjalti Rögn- valdsson, Hjálmar Hjálmarsson, Jóhann Sigurðarson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Nína Björk Filippusdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sveinbjörn Hávarsson og Theodór Júlíusson. Mánudagur 8. júlí, þriðjudagur 9. júlí, miðvikudagur, 10, júlí, fimmtudagur 11. júlí, föstudagur 12. júlí, mánudagur 15. júlí, þriðjudagur 16. júlí, miðvikudagur 17. júlí, fimmtudagur 18. júlí og föstudagur 19. júlí. SÓKN Í VÖRN Sveinn Haraldsson „ÍSLENSKI herinn hefur átt aðild að Nató frá 1949, og hefur starf- að undir yfirstjórn Atlantshafs- herstjórnarinnar, annarrar af tveimur meginstjórnstöðvum bandalagsins. Vegna stöðu lands- ins, sinnir Íslenski herinn ein- göngu varnar- og eftirlits- hlutverki. Þar sem landinu stafar lítil ógn af öðrum þjóðum, er Ís- lenski herinn einvörðungu búinn einföldum óvopnuðum tækjabún- aði, sem aðeins er ætlað að gegna eftirlitshlutverki og er hann ein- ungis notaður innan lögsögu landsins. Þar sem geta Íslenska hersins er takmörkuð, hefur það verið haft að leiðarljósi við þróun her- gagna, að ekki þurfi fleiri en eina manneskju til að stjórna þeim. Það er einstakt á heimsmæli- kvarða að orkusparnaður og hugsanleg umhverfisáhrif bún- aðarins hafa verið leiðandi þættir í þróun hans, og árangurinn er sá að herinn hefur yfir að ráða úr- vali vélarlauss búnaðar sem ekki hreyfist úr stað. „Skjaldbakan“ er eins manns brynvarið varnartjald sem Ís- lenski landherinn tók í notkun fyrir nokkru. Þessi búnaður hefur staðist væntingar, þrátt fyrir nokkra örðugleika í notkun á landi. Eftir nokkurra ára þróun- arvinnu og prófanir, er Íslenski herinn nú að kynna brynvarinn búnað af Plankton-gerð. Búnaður- inn býr yfir framúrskarandi eig- inleikum, er einfaldur og hag- kvæmur í rekstri. Þess er ekki langt að bíða að heimilað verði að Íslenski herinn taki brynvarða Plankton-búnaðinn í notkun.“ Þannig hljóðar texti á stór- vöxnu kynningarskilti við ána Main í borginni Frankfurt í Þýskalandi. Í ánni vaggar „skjald- bakan“ sér og á árbakkanum sit- ur „Plankton“-búnaðurinn. Hvor- ugt þessara hugvitsamlegu apparata er líklegt til stórræð- anna ef stríðsvá bæri að höndum, enda er fyrirbærið listaverk eftir ungverska myndlistarmanninn Antal Lakner. Verkið er sýnt á tvíæringnum Manifesta 4, þar sem ungir myndlistarmenn víðs vegar að úr Evrópu sýna verk sín. Einn íslenskur myndlistarmaður á verk á sýningunni að þessu sinni, Anna Guðmundsdóttir. Antal Lakner fæddist í Búda- pest 1966. Verk hans sýna gjarn- an raunveruleika samfélagsins í nýju og frumlegu ljósi, þar sem lýsingin er oftar en ekki samofin háði og húmor. Verk hans á sýn- ingunni í Frankfurt heitir einfald- lega: The Icelandic Army, og var gert árið 1999. „Skjaldbakan“ er eins manns brynvarið varnartjald. Á upplýsingaskilti við árbakkann má lesa nánar um einstakan búnað Íslenska hersins.Brynvarinn búnaður af Plankton-gerð verður brátt tekinn í notkun. Íslenski herinn býst til varnar í Frankfurt Í LÓNKOTI í Skagafirði hefur Mar- grét Margeirsdóttir opnað sýningu á ljósmyndum. Myndefnið er víða af landinu, einkum þó úr Skagafirði. Margrét hefur áður haldið sýning- ar, m.a. í Reykjavík, Hveragerði og á Sauðárkróki. Sýnt er til 15. ágúst. Ljósmyndasýn- ing í Lónkoti Tjarnarsalur, Ráðhús Reykjavíkur Nú fer í hönd síðasta sýningar- helgi á textílverkum Heidar Krist- iansen í Ráðhúsinu. Á sýningunni eru 28 ásaumsverk á vattstunginn bútasaum og ullarflóka. Sýningunni lýkur á miðvikudag. Sýningu lýkur Guðmundur Gottskálksson, organisti frá Kvíarhóli, hefur leikið á orgel Sel- fosskirkju inn á geisladisk, sem ný- lega var gefinn út. Leikur Guðmundar var tekinn upp á árabilinu frá 1996 til 2001. Efnisskráin samanstendur af 22 tón- verkum. Verkin eru m.a. eftir J.S. Bach, W.A. Mozart, J. Pachelbel og Charles Gounod. Af íslenskum tónsmíðum má nefna verk eftir Karl O. Runólfsson, Gottskálk Gissurarson, föður organist- ans, og lag eftir Steindór Zóphonías- son, fyrrverandi bónda í Ásbrekku í Gnúpverjahreppi og lengi organista í Stóra-Núpskirkju. Guðmundur stóð á sextugu þegar hann hóf fyrst að læra á pedal orgels- ins, þ.e. að spila með fótunum. Í önd- verðu lærði hann hljóðfæraleik af föð- ur sínum og afa, sem báðir voru orgelleikarar. Guðmundur hóf að koma fram sem organisti á barnaskemmt- unum langt innan við fermingu. Síðar stundaði hann nám hjá Kristni Ingv- arssyni, dr. Páli Ísólfssyni, dr. Victor Urbancic og Wilhelm Lansky-Otto. Árið 1965 lærði Guðmundur píanó- leik undir leiðsögn Ásgeirs Beinteins- sonar. Árið 1967 var Guðmundur ráð- inn organisti Kotstrandar- og Hveragerðissókna og starfaði við þær kirkjur báðar um árabil, en var auk þess undirleikari og þjálfari kóra og kvartetta. Orgelleikur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.