Morgunblaðið - 03.08.2002, Qupperneq 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 29
Í SVERRISSAL Hafnarborgar
stendur nú yfir sýning 15 ís-
lenskra listamanna sem vinna m.a.
í grafíska miðla. Hluti hópsins
sýndi í listamiðstöðinni Katuaq í
Nuuk árið 2000 og á næsta ári er
fyrirhuguð sýning í Færeyjum.
Allir sýnendur eru félagar í Ís-
lenskri grafík sem er samtök graf-
íklistamanna en samtökin hafa að-
setur á Tryggvagötu 17. Þar er
rekinn sýningarsalur ásamt graf-
íkverkstæði og í tengslum við það
skúffugallerí. Listamennirnir eiga
allir að baki fjölmargar sýningar,
bæði einkasýningar og hafa tekið
þátt í samsýningum.
Sýningin er opin alla daga kl.
11-17 og lýkur 12. ágúst.
Nokkrir grafíklistamannanna sem sýna í Hafnarborg.
Grafíksýning til
þriggja landa
SIGURÐUR
Bragason baríton
og Hjálmur Sig-
hvatsson píanóleik-
ari héldu tvenna
tónleika á listahá-
tíðinni Rheinreise
2002 sem haldin
var í Bonn á dög-
unum. Tónleikun-
um var vel tekið og
sungu þeir fyrir
fullu húsi tónleika-
gesta á hvorum
tveggja tónleikun-
um. Þeir fluttu
verk eftir Jón
Leifs, Richard
Wagner og Fried-
rich Nietzsche.
Gagnrýnandi dagblaðsins Gener-
al-Anqeiger, Norbert Stich, fjallaði
um tónleikana og sagði m.a.: „Barí-
tonsöngvarinn Sigurður Bragason,
sem söng við undirleik Hjálms Sig-
hvatssonar, flutti efnisskrá sem
fjallaði um minningar, ást, þrá og
dauða. Með sinni mikilfenglegu rödd
nálgaðist hann oft dramatíska túlk-
un, en túlkaði samt af mikilli tilfinn-
ingu. Fyrsti hlutinn var tileinkaður
Friedrich Nietzsche, sem hafði á
námsárum sínum í Bonn byrjað að
semja ljóðalög. Bragason sneri hinu
einfalda yfirborði laganna útávið, og
túlkaði ótta barnsins við að verða
fullorðið. Hluti efnisskrárinnar var
tileinkaður íslenska tónskáldinu Jóni
Leifs, en í verkum sínum er hann
holdgervingur þróunar Íslands til
sjálfstæðs ríkis. Hann túlkaði þessi
lög sem voru forn, eins og meitluð í
járn, og hafa mörg hver uppruna í
Eddukvæðunum. Söngvarinn endur-
vakti tíma sem mótuðust af baráttu,
og túlkaði dánarljóð að hætti hinnar
germönsku hetju sem mætir örlög-
um sínum með ró.“
Sigurður Bragason syngur í Bonn
Röddin sögð
mikilfengleg
Hjálmur Sighvatsson og Sigurður Bragason.
Í TÓNLEIKARÖÐ Listvinafélags
Hallgrímskirkju, Sumarkvöld við
orgelið, var að þessu sinni komið að
Lettanum Aivars Kalejs. Í sumar
hefur Listvinafélagið gefið okkur
kost á að hlusta á organista frá
Eystrasaltslöndunum sem er nokkur
nýlunda hér og hafa þeir komið með
annan tón og aðra tónlist en við erum
vön hér dags daglega. Efnisskráin
var ekki mjög aðgengileg fyrir venju-
legan áhugahlustara, sennilega dálít-
ið einhæf og jafnvel þreytandi og hef-
ur kannski átt sinn þátt í að ekki voru
jafn margir áheyrendur og venju-
lega, því það vantaði „gulrótina“ ef
svo má segja og einnig var veðrið
óvenju gott miðað við landshluta.
Kalejs hóf leik sinn á þremur verkum
eftir franska organistan og tónskáld-
ið Oliver Messiaen (1908–1992) Í efn-
isskrá tónleikanna kemur fram að
þessi þrjú verk hafi ekki fundist fyrr
en að Messiaen látnum. Fyrst var
Offrande au Saint Sacrament, samið
1928, Chant donnè, frá 1939, og Pré-
lude. Messiaen lagði stund á asíska
tónlist og þá sérstaklega indverska.
Tónlist hans byggist mikið á flóknum
krómatískum hljómum sem oft hreyf-
ast samstígt og oft finnst manni lag-
ferlið sjálft vera eins og byggt upp á
hugmyndum indverskrar rögu en
samt með hinum persónulega stíl höf-
undarins. Messiaen gefur sjálfur ná-
kvæma fyrirskipun um registreringu
orgelverka sinna og kemur þar oft
með undarlega litasamsetningu sem
hljómar misvel eftir orgelum og stað-
setningu þeirra í kirkjurýminu, en
það verður samt að viðurkennast að
ansi margar hugmyndir hans eru frá-
bærar. Í Hallgrímskirkju er orgelið
tiltölulega nálægt gólffleti kirkjunnar
sem er ekki mjög algengt þegar kom-
ið er upp í þessa stærð af orgelum,
þetta er sérstaklega áberandi með
fótspilsturnana sem gerir það að
verkum að stóru pedalraddirnar
drynja óeðlilega mikið í eyrum
kirkjugesta. Því hærra uppi sem org-
elin eru því betri hljóðblöndun verður
í húsinu. Sérstaklega er þetta áber-
andi þegar á móti sterkum pedal er
leikið í meðalstyrk á hljómborð þar
sem pípurnar eru ofarlega og gerir
þá þessi mikla nálægð pedalsins það
að verkum að bassinn verður óeðli-
lega mikill á móti hljómborðinu. Org-
anistinn ætti að taka tillit til þessa við
registreringu þrátt fyrir að það
standi að nota skuli þessa og þessa
rödd. Það er mikill munur hvort mað-
ur notar raddir til að reka endahnút á
verk og sem krydd á vissum stöðum
eða hvort röddin er notuð gegnum-
gangandi í heilu langdregnu verki, en
í þessa gryfju féll Kalejs í verkum
Messiaens og ekki síst í sínu egin
verki Via dolorosa. Kalejs lék verk
Messiaens á aðalspilaborð orgelsins,
en flutti sig síðan um set og lék það
sem eftir lifði tónleikanna á lausa
spilaborðið á kirkjugólfinu. Því næst
lék Kaljes, sem fæddur er 1951, tvö
verk eftir sjálfan sig, Lux aeterna
(ljósið eilífa) frá 1995 og Via dolorosa
/ Þjáningarveginn frá 1992. Fyrra
verkið hljómaði spennandi í eyrum
undirritaðs og þar notar Kalejs org-
elið mjög vel. Via dolorosa er tileink-
að fórnarlömbum sovétstjórnarinnar
í Lettlandi árin 1940–1941 og 1944–
1988 og þá sérstaklega þeim sem
reknir voru í útlegð til Síberíu og lét-
ust þar. Verkið byggist upp á sífellt
endurteknum bassa á móti liggjandi
hljómum í höndunum og átti senni-
lega að lýsa þungum fótsporum á
móti angist og kúgun. Hugmyndin er
góð, en verkið frekar langdregið og
einhæft en sennilega tókst organist-
anum best upp í þessu verki. Síðast á
efnisskránni var Homage to Handel,
54 Studies in Variation Form, Op.
75b, frá 1907 eftir þýska tónskáldið
Sigfrid Karg-Elert. (1877–1933).
Verkið á uppruna sinn að rekja til síð-
asta kafla í g-moll-svítu Händels fyrir
píanó, en þaðan eru teknar nokkrar
hugmyndir ásamt stefjunum þremur
í 54 tilbrigðum. 54 tilbrigði í röð getur
verið svolítið mikið af því góða og
kannski betra að velja þau bestu úr.
Hér reyndi Kalejs að ná fjölbreytni í
raddavali sem stundum heppnaðist
allvel. Kaljes er einn af þekktari org-
anistum Lettlands en af einhverjum
ástæðum tókst honum ekki að lyfta
efnisskránni á flug nema ef vera
skyldi í sínum eigin verkum og í
nokkrum tilbrigðum Karg-Elerts.
Þjáningarvegurinn
TÓNLIST
Hallgrímskirkja í Reykjavík
Aivars Kalejs, orgelleikari frá Lettlandi,
lék verk eftir Oliver Messiaen, Aivars Kal-
ejs og Sigfrid Karg-Elert. Sunnudaginn
28. júlí kl. 20.
ORGELTÓNLEIKAR
Jón Ólafur Sigurðsson
Í BURSTABÆNUM á
Hrafnseyri við Arnarfjörð
stendur nú yfir samsýning á
listvefnaði eftir Auði Vé-
steinsdóttur, leirlistaverkum
eftir Elísabetu Haraldsdóttur
og málverkum eftir Þórð
Hall, en þau eru öll vest-
firskrar ættar.
Sýningin er opin á sama
tíma og veitingasalan og Safn
Jóns Sigurðssonar, sem er
opið alla daga til 1. septem-
ber kl. 13–20 og á öðrum tím-
um eftir samkomulagi.
Myndlistar-
sýning á
Hrafnseyri