Morgunblaðið - 03.08.2002, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 03.08.2002, Qupperneq 30
KOMIN eru á markað svínarif frá Jensen’s. Varan er fullelduð og tilbúin á grill eða í ofn og er eldunar- tími 10 mínútur, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Matráðum ehf. Pakkinn inniheldur 799 g af svínarifjum og 50 g af barb- eque-sósu til að setja á rifin áður en þau eru elduð. Vörurnar fást í flest- um matvöruverslunum. Svínarif NEYTENDUR 30 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÆKKANIR á gjaldskrá Lands- símans og rafmagnsveitnanna í fyrradag eru mikil vonbrigði og ógna þeim stöðugleika sem náðst hefur að viðhalda í efnahagslífinu undanfarið, að mati forsvarsmanna ASÍ og Neytendasamtakanna. „Við getum ekki séð að rök séu fyrir þessum hækkunum. Þær koma mjög á óvart og eru okkur áhyggjuefni,“ segir Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ. Hann bendir á að þær séu ekki í takt við það sem ASÍ og fleiri aðilar hafi verið að stuðla að til að halda verð- bólgunni niðri. „Afar slæmt er að fá slíkar hækkanir ofan í þann ótrúlega árangur sem hér hefur náðst í efnahagslífinu frá desember og fram á sumar.“ Hann skorar á stjórnvöld að bregðast við hækkununum. „Mér finnst öfugsnúið að fréttir berist af hækkunum hjá bæði rafmagnsveit- unum og Landssímanum sem eru fyrirtæki í meirihlutaeigu hins op- inbera, þegar Seðlabankinn er að lækka vexti og forsætisráðherra talar um batnandi horfur í verð- bólgumálum.“ Hann bendir á að rafmagn og sími séu kostnaðarliðir sem heimilin geti ekki verið án og því óumflýjanlegt að útgjöld heim- ilanna aukist talsvert. ASÍ mun skoða hækkanirnar vandlega eftir helgi að sögn Halldórs. Hækkanir á rafmagni og síma munu koma afar illa við heimili og fyrirtæki, að sögn Jóhannesar Gunnarssonar, formanns Neyt- endasamtakanna. „Við vitum að mörg heimili mega ekki við neinu í dag og hvað fyrirtækin varðar er líklegt að svona hækkanir hafi keðjuverkandi áhrif. Ef stóru fyr- irtækin halda áfram á þessari braut þá spyr maður sig hvað verði um stöðugleikann,“ segir Jóhannes og bætir við að slæmt sé að sú bjartsýni sem hér hefur verið ríkjandi síðustu mánuði virðist vera að fjara út. „Ég vænti þess að stjórnvöld muni grípa inn í, sérstaklega í ljósi þess að hér er um að ræða fyr- irtæki í eigu hins opinbera.“ Óttast keðjuverkandi áhrif ASÍ og Neytendasamtökin segja hækkanir á rafmagni og síma vonbrigði Í 56% verslana eru verðmerkingar í glugga í samræmi við lög og í 92% tilvika eru þær óaðfinnanlegar inni í versluninni, samkvæmt nýrri athug- un Samkeppnisstofnunar á verð- merkingum í verslunum. Könnunin var gerð í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi. Niðurstaðan gefur til kynna að nokkuð skorti á að verðmerkingar geti talist viðunandi í sýningar- gluggum en í 20% tilvika var verð- merkingum í glugga áfátt og í 24% tilfella vantaði þær alveg. Í 7% til- vika voru verðmerkingar ekki í lagi og í nokkrum verslunum var óverð- merkt með öllu. Mikill munur var á ástandi verð- merkinga í gluggum eftir verslunar- geirum. Snyrtivöruverslanir skera sig úr fyrir lélegar verðmerkingar en þar voru þær fullnægjandi í ein- ungis 19% tilvika. Bóka- og rit- fangaverslanir stóðu hvað best að merkingum í gluggum en þar voru þær í lagi í 71% verslana. Þá kannaði stofnunin einnig hvernig staðið er að verðmerkingum á útsölum en samkvæmt lögum þarf upprunalegt verð alltaf að koma fram, auk útsöluverðs, bæði í versl- ununum sjálfum og í fjölmiðlum. Í ljós kom að hjá einungis einni versl- un af þeim 182 sem farið var í vant- aði upp á verðmerkingar en þar kom upprunalegt vöruverð ekki fram. Sá verslunareigandi fékk at- hugasemd. Verðmerkingum í glugg- um áfátt í 44% verslana         '% ''   ( ! $)* '+* %$* $$* '+* %)* $$* %,* %* %)* * ,-* $.* %)* ',* $+* '* ',*                                   !"    #   $                      "%&&%'   ()(  * .%* %,* %,* +)* +* '$* +,* '* %* +%* ''* %.* +* ',* %+* BERJASPRETTA er víðast hvar góð og má byrja að handtína krækiberin fljótlega, að sögn Sveins R. Haukssonar, læknis og berjaáhugamanns. „Heldur lengra er í land með bláberin, ég myndi gefa þeim tvær til þrjár vikur í við- bót. Sprettan gefur fyrirheit um gott berjaár og nú er bara að vona að sólin skíni næstu daga á meðan þau eru að ná fullum þroska.“ Sveinn er sjálfur staddur norður í landi og segist hann þegar hafa skoðað berjasvæði í Svarfaðardal og á Upsaströnd við Dalvík en þar sé spretta mjög góð. „Ég á líka von á því að spretta verði góð á Suður- og Vesturlandi þar sem vorið var hlýtt.“ Hann segir óhætt að mæla með því að fólk sem ætli út úr bænum á næstunni hafi með sér ílát og jafn- vel tínur. „Ég vil minna fólk á að hafa þótt ekki sé nema lítinn plast- poka í vasanum því ekkert er eins leiðinlegt en að vera staddur í góðu berjalandi og hafa ekkert ílát.“ Hann segir að hjá sér taki nú við berjatínsla og berjavinnsla um kvöld og helgar í ágúst auk þess sem hann tekur sér berjafrí úr vinnu síðustu vikuna í ágúst og fyrstu vikuna í september. Kræki- berjasaft er í miklu uppáhaldi hjá Sveini og bláber sem eftirréttur en allra best þykir honum aðal- bláberjasaft. „Við frystum berin og borðum allan ársins hring svo á há- tíðum og þegar gestir koma í heim- sókn er dregin fram bláberjaaskja til að hafa í eftirmat.“ Útlit fyrir gott berjaár HEILSA Á MARKAÐINN er komið hreinsi- efni sem fjarlægir veggjakrot. Efnið fjarlægir blek og túss af sléttum flöt- um. Best er að setja það í klút og strjúka síðan yfir, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Jóni Bergssyni hf. sem hefur umboð fyrir efnið. Það er í fimm lítra brúsum og fæst hjá umboðsaðila. NÝTT Hreinsiefni fyrir veggja- krot KOMINN er á markaðinn reyking- arpoki sem nota má til að reykja kjöt fisk eða grænmeti. Maturinn er settur í pokanum á grillið og reykist hann þá, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Sælkeradreif- ingu sem sér um innflutning og dreifingu. Pokinn fæst m.a. í Hag- kaupum, fiskbúðum og hjá Olís. Reykingar- poki VERSLUN með skó í stórum núm- erum hefur verið opnuð á Netinu. Þar má finna dömuskó í stærðum 42–44 og herraskó númer 47–50, en fólk sem notar skó í slíkum stæðum hefur oft átt erfitt með að finna á sig skó í verslunum hér á landi, að sögn Margrétar Kjartansdóttur, eiganda verslunarinnar. „Ég veit að ótrúleg- ur fjöldi karla og kvenna fær ekki skó á sig auk þess sem þetta getur verið feiminsmál fyrir fólk, sérstak- lega konur, þar sem stundum er talið ókvenlegt að vera með stórar fætur.“ Hún segir hugmyndina hafa vaknað þegar hún heyrði konu segja frá því að fyrstu spariskóna sem hún eign- aðist hefði hún fengið í verslun fyrir klæðskiptinga í New York. Til að byrja með verður verslunin aðeins á heimasíðunni storirskor.is en Mar- grét segir standa til að opna litla verslun sem verði opin á fimmtudög- um kl. 14–19 auk þess sem fólk geti hringt og pantað tíma til að koma og skoða úrvalið. Netversl- un með stóra skó FÆRST hefur í vöxt að fitumæling bjóðist gegn gjaldi á líkamsræktar- stöðvum. Ef vel er staðið að slíkri mælingu gefur hún góðar upplýsing- ar um fitumassa líkamans, að sögn Stefáns Baldvins Sigurðssonar, pró- fessors í lífeðlisfræði við Háskóla Ís- lands. Þekkingu hvað varðar fitumæl- ingar telur hann þó vera ábótavant víða. „Of algengt er að starfsfólk stöðvanna viti ekki hvernig á að bera sig að og það getur ruglað menn í rím- inu og valdið óþarfa áhyggjum hjá þeim sem eru að byrja í átaki. Röng fitumæling er þannig verri en engin.“ Rafleiðnimæling frekar varasöm Fitumassa er hægt að mæla á mis- munandi vegu, en aðferðirnar eru misjafnlega nákvæmar og kostnaðar- samar. Langnákvæmasta aðferðin væri sneiðmyndataka en hún er afar kostnaðarsöm og því ekki notuð. Algengustu mælitækin á líkams- ræktarstöðvum hérlendis eru raf- leiðnimæling og fituklípumæling. Sú síðarnefnda er nákvæmari og betri, að sögn Stefáns en hún krefst meiri þekkingar og þjálfunar við fram- kvæmdina. Hægt er að kaupa fitu- klípumæla í verslunum hér og kosta þeir frá um 5.000 til 50.000 krónur. Rafleiðnimælingu geta nánast allir framkvæmt en Stefán telur hana vera frekar varasama því auðvelt er að mistúlka niðurstöður ef kunnáttu- menn eru ekki að verki. „Veikur raf- straumur er leiddur gegnum líkam- ann og viðnám mælt. Viðnámið er háð fitumagni en einnig salt- og vatns- magni. Salt- og vatnsmagn líkamans getur breyst, þótt fituhlutfallið breyt- ist ekki og þá koma skekkjur í nið- urstöður. Rafleiðnimæling er því stundum oftúlkuð. Því þarf að þekkja galla þessara mælinga vel og vanda verkið.“ Unnt er að mæla fitu með rafleiðni á ýmsan máta, meðal annars af vigt en skárstu aðferðina telur Stefán vera þegar annað skautið er sett á fót en hitt á hönd, sitthvorum megin. Sumar líkamsræktarstöðvar bjóða einnig ummálsmælingu en þá er sver- leiki á t.d. lærum, handlegg og mitti mældur með reglulegu millibili. Þetta er ónákvæm mæling að mati Stefáns en ágæt svo langt sem hún nær. Æskilegt fitumagn líkamans er ein- staklingsbundið en fer einnig eftir kyni og aldri fólks. Hjá yngri körlum er æskilegt að fituprósentan sé á bilinu 7–12% en hjá eldri karlmönn- um á milli 10 og 20%. Fitumassi yngri kvenna skal vera á milli 13 og 20% en hjá þeim eldri 15–25% . Ekki telur Stefán æskilegt að konur hafi minni fituprósentu en 12% og karlar ekki minna en 5%. Sem dæmi nefnir hann að ef karl- maður vegur 80 kíló og er með 20% fituhlutfall, þá þýðir það að hann er með 16 kiló af fitu en 64 kíló eru vöðv- ar, bein og vefir. Reuters Japankur súmóglímukappi tyllir sér í hylki sem m.a. er ætlað til fitumælingar. Röng fitu- mæling er verri en engin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.