Morgunblaðið - 03.08.2002, Side 31

Morgunblaðið - 03.08.2002, Side 31
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 31 N Ú STENDUR sumarleyf- istíminn sem hæst og margir nota tækifærið til að ferðast innalands eða utan. Víst er að sumarfrí eru góð fyrir lík- ama og sál, batteríin eru endurhlaðin og menn njóta samvista við fjölskyldu og vini. Langar flugferðir geta samt verið álag og gott er að undirbúa sig fyrir þær. Einkum getur flug til fjarlægra staða, sem tekur kannski sex klukkutíma eða meir, verið slæmt fyrir blóðrásina. Hefur jafnvel mátt rekja blóðtappa til kyrrsetu á löngum flug- leiðum. Hér á eftir koma nokkur heilræði sem bætt geta líðan ferðalanga sem hyggja á ferðalög til útlanda. Þeir sem haldnir eru sjúkdómum eða taka lyf reglulega ættu að ráðfæra sig við lækni sinn áður en haldið er af stað. Einnig getur læknir ráðlagt um fyr- irbyggjandi aðgerðir til að minnka líkur á blóðrásartruflunum. Athuga hvort þörf sé á bólusetningum eða annarri fyrirbyggjandi með- ferð. Forðast streitu með því að fara tímanlega út á flugvöll. Nota kerrur og önnur hjálpartæki við að flytja farangur. Vera í þægilegum ferðafötum og skóm. Fara í létta göngu í flugstöðinni meðan beðið er eftir brottför. Forðast þungar máltíðir. Drekka vatn, helst lítið í einu en oft. Drekka áfengi, kaffi og te í hófi eða alls ekki. Hreyfa sig öðru hverju meðan á flugi stendur. Gera léttar æfingar í sætinu. Til dæmis fyrir háls, herðar, ökkla, kálfa, bak og mjaðmir bæði með því að liðka liðamót og teygja úr vöðvum. Þetta er sérstaklega brýnt á löngum flugleiðum. Reyna að sofa eða hvílast. Nota tækifærið og teygja úr sér og ganga um meðan beðið er eftir far- angri. Ef börn eru með í för þarf að gæta sérstaklega vel að líðan þeirra og tryggja þeim hæfilega blöndu af hreyfingu, skemmtun og ró. Góða ferð! Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur, Landlæknisembættið. Heilsan í brennidepli Á ferð og flugi Gott er að fara vel undirbúinn í langar flug- ferðir, því þeim fylgir álag. Spurning: Góðir hálsar. Bestu þakkir fyrir fróðlega pistla. Mig langar til að biðja lækninn að svara vinsamlegast eftirfarandi spurn- ingu við tækifæri: Er hægt að slá því föstu um fullorðna tvíbura, af útliti þeirra og fasi einu saman, að þeir séu eineggja? Með kveðju og fyrir fram þakklæti. Gamall karl. Svar: Svarið við spurningunni er oftast já en veltum þessu aðeins nánar fyrir okkur. Tvíburar geta verið eineggja eða tvíeggja. Á Ís- landi má gera ráð fyrir að a.m.k. 50–60 tvíburar fæðist á ári en þeir eru langflestir tvíeggja. Eineggja tvíburar verða til úr nákvæmlega sama erfðaefninu, einu eggi og einni sæðisfrumu, og eru þess vegna eins og alltaf af sama kyni. Tvíeggja tvíburar verða hins vegar til úr tveimur eggjum og tveimur sæðisfrumum og eru ekki líkari erfðafræðilega en venjuleg systk- ini en við vitum líka að stundum eru systkini mjög lík í útliti. Oft er talað um einræktun eða klónun dýra og manna, um það sýnist sitt hverjum og í mörgum löndum eru allar tilraunir með einræktun manna bannaðar. Einræktun gengur oftast út á það að búa til úr einum einstaklingi annan ein- stakling sem er erfðafræðilega ná- kvæmlega eins. Á það má benda að sams konar fyrirbæri og einrækt- un eru talsvert algeng í náttúrunni og eitt dæmi um það er eineggja tvíburar. Allir vita að eineggja tví- burar líta næstum nákvæmlega eins út og oft láta foreldrar tvíbur- anna þá líta eins út varðandi hár- greiðslu, klæðaburð og annað. Þegar tvíburarnir vaxa úr grasi og fara sjálfir að hafa skoðanir á útliti sínu getur þetta farið á ýmsa vegu, sumir halda áfram að vera eins varðandi atriði eins og hárgreiðslu og klæðaburð en hitt er líka al- gengt að þeir geri í því að vera ólík- ir. Nýlega var ég á ferð erlendis og mætti þá á götu eineggja tvíbura- systrum um sjötugt sem voru með eins hárgreiðslu og í nákvæmlega eins fötum og óneitanlega er þetta nokkuð sem maður tekur eftir. Eineggja tvíburar fá að vissu marki sömu sjúkdómana, þ.e. þá sjúkdóma sem eru aðallega háðir erfðum en minna háðir umhverf- isþáttum. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á tvíburum og hafa þær leitt ýmislegt áhugavert í ljós. Í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð hafa verið gerðar ýmiss konar rannsóknir á tæplega 45 þúsund eineggja og tvíeggja tví- burum. Þessar rannsóknir hafa m.a. beinst að arfgengi krabba- meina og samkvæmt þeim virðast flestar tegundir illkynja sjúkdóma frekar háðar umhverfisþáttum en erfðum. Þó kom í ljós að þrjár krabbameinstegundir, í blöðru- hálskirtli, brjóstum og endaþarmi eða ristli, höfðu mun meiri fylgni meðal eineggja tvíbura en þeirra tvíeggja. Áfengissýki á sér fjöl- þættar orsakir en erfðaþátturinn er nokkuð sterkur. Rannsóknir á fjölskyldum, tvíburum og ætt- leiddum hafa leitt í ljós að börn áfengissjúklinga eru í um fjórfalt meiri hættu að verða áfeng- issjúklingar en þeir sem eiga heil- brigða foreldra. Nokkrar rann- sóknir á offitu þar sem notaðir voru tvíburar og ættleiddir sýndu sterk ættartengsl en arfgengi of- fitu er flókið. Tvíburarannsóknir á sykursýki hafa sýnt að í insúl- ínháðri sykursýki er erfðaþátt- urinn mjög sterkur en í fullorð- inssykursýki (gerð 2) virðist vægi erfða og umhverfisþátta svipað. Tvíburarannsóknir hafa enn- fremur sýnt sterkan erfðaþátt í þunglyndi og mígreni. Parkinsons- veiki sem byrjar fyrir fimmtugt er mikið arfgeng, en sú sem byrjar eftir fimmtugt virðist hins vegar vera að mestu óháð erfðum. Kveðja, Eineggja tvíburar MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Flestir tvíburar eru tvíeggja  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dög- um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net- fang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. Heimsferðir bjóða borgarævintýri til fegurstu borga Evrópu á hreint frábærum kjörum með beinu flugi í haust. Alls staðar nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar, sem eru á heimavelli á söguslóðum og bjóða spennandi kynnisferðir meðan á dvölinni stendur. Róm 26. september 5 nætur Beint flug til borgarinnar eilífu þann 26. september í 6 nætur. Nú getur þú kynnst borginni fögru með fararstjórum Heimsferða og farið í kynnisferðir um Vatíkanið, Colosseum og Tívolí. Gott úrval hótela. Sjá www.heimsferdir.is 59.950 kr. Verð m.v. 2 í herbergi, Hotel Central, flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Ekki innifalið: Forfallagjald kr. 1.800 valkvætt. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Búdapest Október Fimmtudaga og mánudaga 3, 4 eða 7 nætur Stórkostleg borg í hjarta Evrópu, sem Íslendingum býðst nú að kynnast í beinu flugi frá Íslandi. Hér getur þú valið um góð 3 og 4 stjörnu hótel í hjarta Búdapest og spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Sjá www.heimsferdir.is 28.450 kr. Flugsæti til Búdapest 14. okt. með 8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Verona 26. september 5 nætur Fegursta borg Ítalíu, þar sem þú getur notið hins besta af ítalskri menningu um leið og þú gengur um gamla bæinn, skoðar svalir Júlíu og kynnist frægasta útileikhúsi Ítalíu, Arenunni í Verona eða ferðast um Gardavatn og Feneyjar. 29.950 kr. Flugsæti fyrir fullorðinn með sköttum. Völ um 3 og 4 stjörnu hótel. Ekki inni- falið: Forfallagjald kr. 1.800 valkvætt. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Prag Október og nóvember Fimmtudaga og mánudaga 3, 4 eða 7 nætur Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Ís- lendinga sem fara nú hingað í þús- undatali á hverju ári með Heims- ferðum. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag. 29.950 kr. Flug og hótel í 3 nætur. M.v. 2 í her- bergi á Quality Hotel, 11. nóvember, með 8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Barcelona 23., 27. eða 31. október 4 nætur Einn vinsælasti áfangastaður Íslend- inga í 10 ár. Heimsferðir bjóða nú beint flug í lok október, sem er ein- staklega skemmtilegur tími í borg- inni sem er menningar- og lista- hjarta Spánar. Fararstjórar Heims- ferða kynna þér borgina á nýjan hátt, enda hér á heimavelli. 53.750 kr. Flug og hótel í 4 nætur, m.v. tvo í her- bergi á Atlantis hótelinu 27.október, 4 nætur. Skattar innifaldir. Bókaðu beint á netinu www.heimsferdir.is Edinborg 11. október 2 nætur Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til þessarar fegurstu borgar Englands á hreint ótrúlegum kjörum. Beint flug þann 11. október á frábær- um flugtíma og hér getur þú notið 3ja daga ferðar á góðum hótelum Heimsferða í miðbæ Edinborgar. Sjá nánar á www.heimsferdir.is 29.950 kr. Flug og hótel í 2 nætur, m.v. tvo í herbergi á Hanover Hotel í 2 nætur, 11. október. Skattar innifaldir. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is . BANDARÍSKIR vísindamenn telja sig hafa fundið skýringuna á hvers vegna konur lifa lengur en karlar. Ástæðan er sú að þær sofa betur. Greint var frá þessu í netútgáfu Aftonbladet fyrir skömmu. Rannsóknin sem gerð var í Há- skólanum í Pennsylvaníu í Banda- ríkjunum á svefni 25 karlmanna og kvenna á þrítugsaldri, leiddi í ljós að svefnleysi hefur minni áhrif á konur en gagnstæða kynið. Svefn þessa hóps var skertur um tvær klukkustundir hverja nótt, með þeim afleiðingum að heilsu karlanna hrakaði meira en kvennanna. Auk þessi leiddi rann- sóknin í ljós að djúpur svefn kvennanna varði lengur en karl- anna, þær sváfu djúpum svefni í 70 mínútur en karlarnir í 40 mínútur. Frekari rannsókna þörf Er þessi niðurstaða talin skýra hvers vegna konur lifa lengur en karlar, að mati rannsakenda. Sænski svefnfræðingurinn Tor- björn Åkerstedt segir í viðtali við Aftonbladet að skýringar banda- rísku vísindamanna séu at- hyglisverðar en rannsaka þurfi þetta nánar og að því vinnur hann nú í samráði við Karolinska Inst- itutet. Konur sofa betur og lifa lengur Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar Meðgöngubuxur margar gerðir og litir Póstsendum, Þumalína Trúlofunar- og giftingahringir 20% afsláttur www.gunnimagg.isDILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.