Morgunblaðið - 03.08.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN
32 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Málrækt er einum þræðibarátta og á það sam-merkt með margriannarri að ekki er
alltaf ljóst við hvern barist var og
um hvað. Það getur jafnvel komið
á daginn að enginn hafi barist á
móti. Þó hjó maður sannanlega á
báðar hendur, er lítt sár en ákaf-
lega móður.
Vígamönnum þykir hneisa að
lenda í slíku. Þeir eru vandir að
virðingu sinni. Minni kempur og
sveigjanlegri geta hins vegar haft
sigur í svona viðureign. Það kem-
ur þá í ljós að maður hefur barist
við sjálfan sig og komist til nokk-
urs þroska. Málræktin er orðin
mannrækt.
Ég hefði getað sagt að vinir
málsins berðust oft við vindmyll-
ur. Íslensk vindmyllumenning
náði aldrei blóma. Það vantaði
bæði spýtur og korn. En myndina
af þessum mannvirkjum og hólm-
göngunni við þau heyjuðum við
okkur í sögunni af Don Kíkóta. Og
það er nóg, því hólmurinn er í
huganum.
Enn er dýru púðri eytt á þá sem
vilja veita fé í þágufalli. (Þó ætti
það að vera betra fallið: sælla er
að þiggja fé en gefa. Þolfallið er
auðvitað ágætt líka; hvað er ljúf-
ara en þola fjárveitingu?) Sjálfur
hef ég bæði veitt þeim og veitt yfir
þá háði og spotti. En hyggjum að.
Í Orðabók Menningarsjóðs er 2.
merking sagnarinnar að veita
sögð „láta renna í þar til gerðum
skurði: veita vatni á engjar “ og
þar fram eftir götunum. Alþýða
manna virðist hafa tekið þessum
möguleika fegins hendi, því hún
veitir fjármagni út og suður. Þetta
hefur mörgum vandlætara mis-
líkað. (Og það eru allir málrækt-
armenn. Hvers konar ræktun
væri það að góna á sjálfsprottinn
akur og fylgjast bara með því
hvernig gróðrinum reiddi af?) Þeir
hafa einblínt á aðra merkinguna,
þolfallsiðjuna að „afhenda e-ð, láta
e-ð í té“ o.s.frv. en viljað einskorða
þágufallið við það að veita vökvum
og vessum.
Ég er hræddur um að stíflan sé
brostin. Tímarnir eru breyttir.
Vera kann að fé hafi verið fast hér
áður fyrr, en það er orðið fljótandi
núna. Við þetta bætist að fé er
ekki lengur sáldrað yfir lýðinn
þegar kóngurinn ekur hjá, eins og
í ævintýrunum. Því er einmitt
veitt eins og veita á í þágufalli –
það er látið renna í formlegum
farvegi sem grafinn er samkvæmt
þéttriðnum lögum og reglum.
Þegar hið opinbera veitir fé víkur
það ekki lítilræði að þurfalingi,
það veitir fjármagni, beinir fjár-
straumi hingað eða þangað eftir
„þar til gerðum skurði“.
Reyndar hefur fé runnið lengi.
Þegar sauðfé kom af fjalli rann
safnið niður hlíðarnar, og var un-
un yfir að líta.
Það hefur líka
þótt gott mál að
fé rynni í vasa
braskara og
ekki spillti að eitthvað rynni til
þurfamanna. Fjárstraumur hefur
lengi legið úr landi og nú hefur
bæst við fjárstreymi, sjóðstreymi
og gegnumstreymi fjár. Ef eitt-
hvað skyldi þá vera eftir má ræsa
það fram með peningaflæði. Þetta
er þungur straumur, hreinasti
flaumur og ég er hættur að svamla
gegn honum. Eins og sönnum mál-
vöndunarmanni sæmir tók ég þó
ekki sönsum fyrr en ég sá að mig
hafði borið aftur á bak niður allt
fljót og út í sjó.
– – –
Sá sem hraðast ók var mældur á
143 km hraða.
Allt í senn hættulegt, ólöglegt
og tilgangslaust. Á þessum hraða
er loftkæling svo öflug að hita-
mælir væri hrímaður.
Hins vegar er tilvalið að mæla
hraðann á þessari ferð. 143 kíló-
metrar sjást örugglega á mæli.
Mælingin er satt að segja óþörf.
Sá sem hraðast ók var á 143 km
hraða. Það hlýtur að hafa verið
mælt. Enginn giskar á eða finnur
á sér 143 km hraða. Hraðinn, sem
maðurinn í bílnum var á, mældist
143 km.
Hraðamælingar geta sem sagt
verið hættulegur leikur. En sumir
fá aldrei nóg: Stöðvaður á 143 km
hraða. Í huganum tekur maður
fyrir augun. Ef ökumaðurinn fengi
að draga úr hraðanum þar til hann
stæði kyrr gæti hann kannski gef-
ið skýringu á bráðlætinu og tekið
út refsingu. Annars held ég hann
gerði best í því að gefa í, þegar
hann ræki augun í vegartálmann,
og hefja sig til flugs.
– – –
Menn geta dottið allavega. Þar á
meðal með höfuðið á undan og er
það sjálfsagt einn af verstu kost-
unum. Þó kannski misslæmt eftir
því hve langt höfuðið er á undan.
Ég hef brotið heilann um þetta og
held að það gæti dregið úr spjöll-
um, amk. málspjöllum, að steypast
eða stingast – á höfuðið. Það losn-
ar þá ekki af. En auðvitað kemur
það fyrst niður. Ekki verður á allt
kosið.
– – –
Og þá er það maðurinn sem lék á
als oddi á dánarbeðinu. Mér finnst
orðið gott og ég hef reynt að finna
því hlutverk. Ég hugsa mér kart-
öflubeð. Kartöflurækt á Íslandi
var til skamms tíma harmsaga.
Nægir að tilfæra það sem Gísli
Jónsson hafði eftir Hólmgrími í
Ystuvík: „Sá sem einu sinni hefur
sett niður kartöflur lítur aldrei
framar glaðan dag.“ Menn urðu til
dæmis að vera snöggir að taka
upp, bölvaðar gærurnar sneru upp
löppunum um leið og þær sáu að
vetur fór í hönd. Í beðinu okkar er
hvert gras fallið eftir fyrstu frost-
nóttina. Það er þá orðið dánarbeð.
Hins vegar er til orðið beður og
þýðir fyrst og fremst rúm. Hver
er sá sem stynur þar á beð? spyr
Matthías Jochumsson. Svarið er
Hallgrímur Pétursson. Hann lá í
rúminu. Að vísu var Matthías slík-
ur fítonsandi að hann hefði getað
náð sér á flug út af manni sem lá
stynjandi í blómabeði. En Hall-
grímur var líkþrár og lá á karl-
kynsbeði: sjúkrabeði og dánar-
beði, öðru nafni banabeði.
Víst má segja að maður fari síð-
asta spölinn af dánarbeðnum út í
dánarbeðið. Þau eru þá mörg í
hverjum garði. Þar er sett niður,
rétt eins og í matjurtagarði, og
munar engu nema því að maður
vonar að ekkert komi upp.
Það er mein-
hollt að berjast
við vindmyllur
asgeir@mbl.is
ÍSLENSKT MÁL
Ásgeir Ásgeirsson
ÞAÐ bar til um líkt
leyti og ríkisvaldið
sleppti hendi af grunn-
skólanum að metnaður
fyrir hönd þess skóla-
stigs varð stórum meiri
en verið hafði um langt
árabil. Allt í einu lá
mönnum svo á að bæta
grunnskólann að stund-
um var líkt og vinstri
höndin væri ekki alveg
með það á hreinu hvað
sú hægri væri að bar-
dúsa. Skólaárið lengd-
ist svo snögglega að
víða voru menn varla
búnir að átta sig á því
til hvers væri hentug-
ast að nota þessa viðbót. Manni
fannst stundum að aðalhugsunin að
baki henni væri sú að auka viðveru
kennara til þess að réttlæta það að
sumir þeirra hófust af bónbjarga-
stiginu þótt tæpast næðu þeir bjarg-
álnum. En þótt það þé óneitanlega
nokkuð kátlegt að sjá hve metnaður-
inn eykst fyrir hönd grunnskólans
hjá ráðamönnum menntamála þegar
þeir bera ekki lengur ábyrgð á því að
borga reikninginn ætla ég að vona að
á næstu misserum skili þessi lenging
sér með batnandi árangri og vaxandi
vinnugleði í skólum landsins.
En ein er sú stofnun sem sat eftir
hjá ríkinu þegar grunnskólinn flutti
yfir til sveitarfélaganna, en það er
Námsgagnastofnun; sú stofnun sem
sjá á grunnnskólum
landsins fyrir náms-
efni. Og því miður
verður að segjast eins
og er að metnaður sá
fyrir hönd grunnskól-
ans sem þrútnaði með
ráðamönnum er þeir
losnuðu við að greiða
rekstrarkostnað hans,
hann hefur ekki látið á
sér kræla vegna
Námsgagnastofnunar
enda er hún kostuð af
ríkissjóði.
Dregið úr fjár-
veitingum
Árið l986 var fjár-
veiting til námsefnisgerðar kr. 9.228
á hvern grunnskólanemanda (á verð-
lagi ársins 2002) en er í ár krónur
7.280. Að auki var virðisaukaskattur
lagður á námsefnisgerð árið 1993 en
sú ráðstöfun olli því að það fé sem
stofnunin hefur raunverulega til ráð-
stöfunar hefur dregist mun meira
saman en áðurnefnd krónutala gefur
til kynna.
Það segir sig sjálft að þegar nýjar
námsgreinar eru teknar upp svo sem
lífsleikni og upplýsinga- og tækni-
mennt þá kallar slíkt á nýtt námsefni
fyrir tíu árganga. Þegar skólatími
lengist og valgreinum fjölgar kallar
slíkt líka á aukið námsefni. Háværar
kröfur eru uppi um úrval námsefnis í
öllum greinum. Nútímakennslu-
hættir eru ekki miðaðir við eina
grunnbók eins og fyrrum heldur
þurfa nemendur fjölbreytt úrval efn-
is á bókum, myndböndum, forritum
eða vef. Að ekki sé talað um ítarefni
og kennsluefni fyrir nemendur með
sérþarfir.
Til að mæta þessum vaxandi þörf-
um er eins og áður sagði brugðist við
á þann undarlega hátt að draga úr
fjárveitingum til Námsgagnastofn-
unar. Afleiðingin af þessu ráðslagi er
að sjálfsögðu sú að ekki er komið til
móts við þarfir nemenda og þótt
kennarar rembist eins og rjúpur við
staura við að framleiða eigið náms-
efni hrekkur slík viðleitni hvergi
nærri til. Hitt kann að hugnast fjár-
veitingarvaldinu að reikningurinn
fyrir vinnu þúsund kennara sem
standa við þúsund ljósritunarvélar
er sendur sveitarfélögunum en ekki
ríkissjóði. Það segir sig hins vegar
sjálft að slík vinnubrögð eru ekki
hagkvæm hvorki fyrir nemendur,
kennara eða sveitarfélög.
Stór hluti þeirra fjárveitinga sem
Námsgagnastofnun fær, er nemur
fyrir árið 2002 320.3 milljónum, fer
til þess að endurprenta og viðhalda
því námsefni sem þegar hefur verið
gefið út. Sé allt endurprentað sem
skólarnir hafa þörf fyrir er of lítið
fjármagn eftir til að fara af stað með
ný verkefni.
Aldrað námsefni
Í nágrannalöndum okkar er víðast
litið svo á að námsefni ætti ekki að
vera í notkun lengur en í tíu ár. Hér
má nefna sem dæmi að nú er verið að
semja nýtt námsefni í stærðfræði
sem koma á í stað tuttugu ára gam-
als kennsluefnis.
Stundum heyrir maður foreldra
og jafnvel kennara hneykslast á því
hvað námsefni hér á landi sé gamalt
og oft óaðlaðandi. Slík gagnrýni
kemur einkum frá þeim sem kynnst
hafa námsefni í nágrannalöndunum.
Gjarnan er svo hnýtt aftan við að
nær væri að bjóða námsefnisgerð út
eða selja einhverju bókarforlagi
stofnunina en þess háttar þykir ýms-
um þessa dagana vera þjóðráð. Ég
kannaði fyrir nokkrum árum hvað
Danir verðu miklum peningum til
námsefnisgerðar. Í ljós kom að sú
upphæð var á hvern nemanda þrisv-
ar sinnum hærri en hér. Mér er nær
að halda að þetta hlutfall hafi lítið
breyst til batnaðar síðan. Hér á Ís-
landi er nemanda í 10. bekk úthlutað
námsefni fyrir rúmlega 7.000 kr.
eins og áður sagði. Ári síðar, þegar
þessi sami nemandi hefur nám í
framhaldsskóla og þarf að kaupa
námsefni sitt á frjálsum markaði,
greiddi hann síðastliðið haust, sam-
kvæmt mati DV, 50–60 þúsund krón-
ur.
Hinn frjálsi markaður er því tæp-
ast góð lausn við þessum vanda, að
minnsta kosti ekki fyrir heimilin í
landinu.
Lausn vandans
Lausnin er einfaldlega sú að fjár-
veitingar til námsefnisgerðar þurfa
að hækka til frambúðar og þær þarf
að binda við nemendafjölda þannig
að upphæðin sem er til ráðstöfunar
fyrir hvern nemanda verði mun
hærri en hún er nú og helst sam-
bærileg við þau lönd sem við helst
berum okkur saman við. Upphæð
fjárveitingar ráðist því hverju sinni
af fjölda nemenda.
Í grein í Morgunblaðinu laugar-
daginn 27. þ.m. kemst fyrrverandi
menntamálaráðherra, Björn Bjarna-
son, að þeirri niðurstöðu að skyn-
samlegustu leiðirnar til að efla
skólastarf í þágu nemenda séu m.a.
að ráðstafa fjármunum í samræmi
við þarfir þeirra. Fjárveitingarvald-
ið mætti gjarnan hafa þessi vísdóms-
orð í huga varðandi úthlutun fjár-
magns til Námsgagnastofnunar.
Námsefnisgerð í þágu nemenda
Sigríður
Jóhannesdóttir
Námsefni
Fjárveitingar til
námsefnisgerðar þurfa
að hækka til frambúðar,
segir Sigríður
Jóhannesdóttir, og
þær þarf að binda við
nemendafjölda.
Höfundur er alþingismaður Sam-
fylkingar í Reykjaneskjördæmi.
ÞAÐ var einstak-
lega fróðlegt viðtalið
sem Agnes Braga-
dóttir blaðakona átti
við Sigurð G. Guð-
jónsson, forstjóra
Norðurljósa, í Morg-
unblaðinu 27. júlí sl.
Af mörgu væri að
taka, en í þessu grein-
arkorni verður aðeins
bent á eitt atriði, þ.e.
laun þess umtalaða
manns Jóns Ólafsson-
ar, aðaleiganda Norð-
urljósa.
Blaðakonan spyr:
„Er það rétt að aðal-
eigandi félagsins hafi
fengið um 70 milljónir króna á ári
fyrir ráðgjafastörf? Hvað segir
forstjóri Norðurljósa um slíkt?“ –
Og nú ættu menn að lesa með at-
hygli stutt svar forstjórans, en
svarið er orðrétt: „Ég hef bara
ekkert við þessar greiðslur að at-
huga og hef aldrei öfundast út í
það þótt menn fái vel greitt fyrir
sína vinnu.“ – Sannarlega hið
ágætasta svar, en er málið þar
með afgreitt? Öðru nær. Maður
fær greiddar í laun tæpar 6 millj-
ónir króna á mánuði fyrir ráð-
gjafastörf, eða 70 milljónir á ári.
Sá hinn sami hlýtur eðli málsins
samkvæmt að greiða samfélaginu
töluverða skatta, já reyndar marg-
ar milljónir í skatta af launum sín-
um fyrir ráðgjafastörfin. Og nú
kemur ósjálfrátt upp í hugann
gamla orðatiltækið með hann Jón
annars vegar og séra Jón hins veg-
ar, því meðan allur almenningur á
Íslandi greiðir 38,54% af launum
sínum í skatta er fullyrt að Jón
Ólafsson greiði ekki af sínum laun-
um eyri til samfélagsins.
Hvernig má slíkt vera? – Jú,
samkvæmt skattskrá
kvað blessaður mað-
urinn aðeins hafa laun
í jaðri skattleysis-
marka. Nú myndi ein-
hver spyrja: Hvað
segja skattayfirvöld?
Hvað segir öll alþýða
manna? Og hverjir
skyldu hafa notið góðs
af?
Sumir stjórnmála-
flokkar á vinstri armi
stjórnmálanna kann-
ast ef til vill við smá-
aura úr þessum skatt-
lausa potti, og
„húsbóndinn“ á
Bessastöðum blessar
vafalítið frá fyrri tíð öðlinginn Jón
Ólafsson.
Eru engin takmörk fyrir því
hvað einstakir fjármálasnillingar –
ef snillinga skyldi kalla – geta
gengið langt á kostnað hins al-
menna skattborgara?
Það virðist sem orðatiltækið
gamla um Jón og séra Jón hafi
snúist í andhverfu sína – fengið
sérkennilega, en jafnframt dapur-
lega nýja merkingu.
Jón – eða
aðeins séra Jón?
Magnús
Erlendsson
Höfundur er ellilífeyrisþegi á Sel-
tjarnarnesi.
Skattgreiðslur
Það virðist sem orða-
tiltækið gamla, segir
Magnús Erlendsson, um
Jón og séra Jón hafi
snúist í andhverfu sína.