Morgunblaðið - 03.08.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.08.2002, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 33 Heimsferðir kynna nú glæsilega vetraráætlun sína með spennandi ferðatilboðum í vetur og allt að 10% verðlækkun á ferðum frá því í fyrra. Beint vikulegt flug alla fimmtudaga í allan vetur frá 19. desember. Þú getur valið um þá ferðalengd sem þér best hentar, 1, 2, 3, 4 vikur eða lengur, og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra meðan á dvölinni stendur. Heimsferðir bjóða nú meira úrval gististaða á Kanarí en nokkru sinni fyrr, hvort sem þú vilt íbúðir á Ensku ströndinni eða glæsihótel í Maspalomas. Beint flug með glæsilegum vélum Iberworld flugfélagsins án millilendingar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verðtrygging Heimsferða Ef þú færð sömu ferð annars staðar á lægra verði, endurgreiðum við þér mismuninn* Kanarí- veisla Heimsferða í vetur frá kr. 45.365 Við tryggjum þér lægsta verðið Verð frá 45.365 7 nætur, 9. janúar, m.v. hjón með tvö börn . Verð kr. 49.765 14 nætur, 9. janúar, m.v. hjón með tvö börn Verð kr. 58.550 7 nætur, 2. janúar, Tanife, m.v. tvo í íbúð Brottfarardagar Vikuleg flug alla fimmtudaga Einn vinsælasti gististaðurinn Paraiso Maspalomas Verðtrygging Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið á Íslandi til Kanaríeyja. Ef þú færð sömu ferð annars staðar, m.v. sömu dagsetningar, ferðalengd og gististaði, endurgreiðum við þér mismuninn. Gildir ekki um sértilboð. Mesta úrvalið af gistingu á Kanarí MAÐURINN hefur frá örófi alda leitað margvíslegra leiða til að finna hamingjuna. Spá- maðurinn Jeremía var uppi á síðari hluta sjö- undu aldar f. Kr. og í upphafi hinnar sjöttu. Þar segir: „Svo mælti Drottinn: Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé ham- ingjuleiðin og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld.“ Jeremía efast ekki um, hver sé hamingju- leiðin og hvað sé hrós- vert fyrir manninn: „Hinn vitri hrósi sér ekki af visku sinni og hinn sterki hrósi sér ekki af styrkleika sínum og hinn auðugi hrósi sér ekki af auði sín- um. Hver sá er vill hrósa sér, hrósi sér af því, að hann sé hygginn og þekki mig, að það er ég, Drottinn, sem auð- sýni miskunnsemi, rétt og réttlæti á jörðinni, því að á slíku hefi ég vel- þóknun.“ Þessi innblásnu orð úr Biblíunni vekja til umhugsunar um, hvers vegna maðurinn eigi að hrósa sér af því einu, að hann sé hygginn og þekki Drottinn. En hvað vill geðlæknir, sem skilur sjálfshafningarhvöt mannsins, leggja út af þessum ritingarstað? Frá alda öðli hefur maðurinn keppt eftir gæð- um, sem eru álitin eftirsóknarverð á öllum tímum. Hann sækist stöðugt eftir hamingju og hrósi þessa heims. Hann leitast við að vaxa að verald- arvisku. Hann stælir krafta sína og sækist eftir styrkleika og völdum á öllum sviðum mannlegs lífs. Öðru fremur eltist maðurinn við auð og önnur veraldleg verðmæti. Frægð og frama á veraldarvísu þráir margur maðurinn. Ytri fegurð, bæði manna og í listum, er öllum til yndis. Öll þessi gæði eru vissulega eftirsókn- arverð. Þau veita stund- lega gleði og efla og auka sjálfsmat manns- ins. En þessum lífsgæð- um er öllum eitt sam- eiginlegt. Þau eru skammvinn og hverful eins og allt af þessum heimi. Vonarsnauð verald- arviska veldur köldum svörum. Sá sterki stendur ekki lengur en hann er studdur. Auð- urinn er valtastur vina og veraldleg veldi hrynja. Frægð og frami fyrnist og fegurð fölnar. Í fjallræðunni, dýrmætustu ræðu, sem mannkyni hefur verið flutt, segir Frelsarinn: „Leitið fyrst Guðs ríkis og hans réttlætis, þá mun allt annað veitast yður að auki.“ Maðurinn skuli því ekki hafa áhyggjur af morgundeg- inum. Þessa dýrmætu þekkingu á Guði er að finna í innblásnu orði Guðs. Öll Biblían er boðskapur frá Guði og opinberun elsku hans og umhyggju fyrir okkur. Hún er ljúfur leiðarvísir á vegum lífsins og full af fyrirheitum um fyrirheitna landið. En við verðum að rannsaka og íhuga orð Guðs með bæn um leiðsögn Heilags anda. Auð- mýkt er undanfari trúar. Án auð- mýktar og tilbeiðslu er hætt við að við finnum ekki þörf okkar fyrir Guð og Frelsara. Ekkert af því sem maður- inn eltist við með striti og streitu skapar honum sanna hamingju né uppfyllir innstu og sterkustu þrá hans eftir því, sem er eftirsóknarverðast í lífinu. Manninum er lífsnauðsynlegt að gera sér grein fyrir grundvallar- þörf sinni. Hún er trú og traust á Skapara sinn og samfélagið við hann. Faðir vor á himnum elskaði svo heim- inn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Í sálminum „Lýs milda ljós“ spyr þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson hvað heil- ög trú hjálpi. Svarið er: „Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið, uns fáráð öndin sættist Guð sinn við.“ Maðurinn er vansæll þegar hann þjáist af efa, ótta, ósætti, öryggisleysi, hatri og sektarkennd. Samviska hans þarf að vera vakandi og upplýst af anda Guðs og orði hans. Páll postuli skrifar: „Því að það var Guð, sem í Kristi sætti heiminn við sig, er hann tilreiknaði þeim ekki afbrot þeirra og fól oss að boða orð sáttargjörðarinnar.“ Guð gaf manninum frjálsan vilja til að velja og hafna. Hann ber sjálfur ábyrgð á því vali, sé hann til þess fær. Æðsta markmið mannsins er að koma auga á eilífan tilgang tilveru sinnar. Páll postuli skrifar úr fangelsinu til Fil- ippímanna í Filippíbréfi: „Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunn- ar Guði með bæn og beiðni og þakk- argjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.“ Hamingjuleiðin Guðrún Jónsdóttir Lífsnauðsyn Auðurinn er valtastur vina og veraldleg veldi hrynja, segir Guðrún Jónsdóttir. Frægð og frami fyrnist og fegurð fölnar. Höfundur er geðlæknir. TIL ER hugtakið borgaraleg óhlýðni. Það felst í því að borgarar grípa til einhverra þeirra ráða, sem standa á skjön við lögin, til að lýsa óánægju sinni með tilteknar aðgerðir. Ör- þunn lína er á milli borgaralegrar óhlýðni og hreinna og klárra lögbrota. Sú hefð hefur hins vegar skapast í réttarríkjum að dóms- valdið horfi með blinda auganu á ákveðnar að- gerðir sem fólk grípur til við að lýsa skoðunum sínum. Hér er t.a.m. átt við aðgerðir eins og þær að stöðva umferð einhvers staðar með því að aka löturhægt, að þeyta horn bifreiða sinna fyrir framan Alþingishúsið og fleira í þeim dúr. Hér á landi hefur oft verið tekið nokkuð hart á svona mál- um og menn handteknir og jafnvel dæmdir fyrir að tjá skoðanir sínar með mótmælaskiltum og látæði sínu. Almenna reglan er hins vegar sú að menn geti látið tilfinningar sínar í ljósi, svo fremi sem öðrum stafi ekki hætta af því. Landverðir syrgja náttúruna Föstudaginn 19. júlí bar svo við að iðnaðarráðherra bauð til mikillar skrautsýningar með forsvarsmönn- um álrisans Alcoa til að undirrita samning um fyrirhugaðar álvers- framkvæmdir á Austurlandi. Glað- beitt fullvissaði Valgerður Sverris- dóttir forsvarsmenn fyrirtækisins um að engin andstaða væri hér á landi við fyrirhugaðar aðgerðir og þjóðin öll tæki hinum amerísku bjargvættum fagnandi. Víða um Austurland voru fánar dregnir við hún til að fagna und- irskriftinni. Á sama tíma gerðist það hins vegar að við skála á hálendinu lýstu landverðir skoðunum sínum á fyrirhuguðum umhverfisspjöllum á hálendinu með því að draga fána niður í hálfa stöng. Venjulega eru fánar við hún við þessa skála, en landverðir sýndu með þessu að þeir litu á fregnirnar af undirrituninni fyrir sunnan sem sorgartíð- indi fyrir íslenska nátt- úru. Hér er glöggt dæmi um borgaralega óhlýðni. Skálarnir eru opinberir staðir og því ber að fara eftir fána- lögum og þeim hefðum sem skapast hafa við opinberar byggingar við meðferð íslenska fánans. Hins vegar eru landverðir fólk af holdi og blóði, sennilega það fólk sem í hvað bestum tengslum er við íslenska nátt- úru. Þegar fréttir bárust af því að hluta landsins yrði sökkt undir uppi- stöðulón lýstu þeir tilfinningum sín- um til fósturjarðarinnar með þessum hætti. Lái þeim hver sem vill og fyr- irfram hefði maður haldið að allir hefðu skilning á þessu athæfi náttúru- unnendanna, hvort sem þeir eru op- inberir starfsmenn eða ekki. Það er jú staðreynd að af virkjuninni hljótast umhverfisspjöll, ríkisstjórnin telur hins vegar að þau séu ekki það mikil að þau hamli framkvæmdunum. Landverðirnir eru á öðru máli, enda þekkja fáir hálendi landsins betur en þeir. Ráðamenn skipa rannsókn Nú bregður hins vegar svo við að blinda augað, sem venjulega er beint að slíku athæfi, hefur öðlast sýn. Náttúruvernd ríkisins er falið að skrifa skýrslu um málið og ráðamenn láta á sér skilja að þetta athæfi muni ekki látið órefsað. Það á m.ö.o. að refsa landvörðum fyrir að elska sitt land og virða sitt land og sýna það með táknrænum hætti. Borgaraleg óhlýðni þeirra, sem skaðaði ekki nokkurn mann og var umfram allt táknræn, er orðin að stóralvarlegum hlut í huga ráðamanna. Það að nokkur skuli voga sér að sýna fram á að orð iðnaðarráðherra um litla sem enga andstöðu við virkjunina og álverið væru kannski ekki alveg sannleikan- um samkvæm er stóralvarlegt mál í huga ráðamanna. Að virða skoðanir annarra Það er illa komið fyrir Íslandi ef við skiljum ekki að öll erum við einstak- lingar af holdi og blóði og sem slíkir tilfinningaverur. Athæfi landvarð- anna ætti frekar að hvetja virkjana- sinna til þess að útskýra málstað sinn fyrir náttúruverndarsinnum, hvers vegna verður að fórna þessum hluta íslenska hálendisins. Það á ekki að verða til þess að setja rannsókn innan ríkiskerfisins í gang. Það kerfi sem viðurkennir ekki mannlegan breysk- leika eigin þegna er ekki mikils virði. Landverðirnir sýndu hug sinn til ís- lenskrar náttúru á fallegan og tákn- rænan máta. Ráðamenn eiga að virða skoðanir þeirra en ekki efna til til- hæfulausra nornaveiða. Það er von- andi enn í lagi að einhverjir séu ekki sammála öllu því sem ríkisstjórn Dav- íðs Oddssonar tekur sér fyrir hendur. Landverðir tjá hug sinn Kolbeinn Óttarsson Proppé Óhlýðni Ráðamenn eiga að virða skoðanir landvarðanna, segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, en ekki efna til tilhæfu- lausra nornaveiða. Höfundur er sagnfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.