Morgunblaðið - 03.08.2002, Page 34

Morgunblaðið - 03.08.2002, Page 34
34 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞESS er minnst um þessar mundir, að 50 ár eru liðin frá því að Kola- og stálsambandið var stofnað af sex Evrópuríkjum til að hafa stjórn á framleiðslu og sölu kola og stáls í þessum ríkjum. Tilgangurinn var ekki síst að útiloka til frambúðar hernaðarárekstra og ófrið milli Frakka og Þjóðverja. Var þetta samband undanfari Efnahagsbandalags Evrópu og síðan Evr- ópusambandsins. Saga Evrópu kenndi, að tækist að uppræta tilefni átaka í samskiptum Frakka og Þjóðverja væri lagður grunnur að friði og öryggi í álfunni. Frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hafa ríki Vestur-Evrópu því lagt sig fram um að stuðla að góðu sambandi þessara öflugu ríkja. Hefur það gengið eftir og var enn staðfest hinn 30. júlí síðastliðinn þegar Jacques Chirac Frakklands- forseti fór með Jean-Pierre Raffarin, flokksbróður sín- um og forsætisráðherra, til fundar við Gerhard Schröd- er, kanslara Þýskalands, í bænum Schwerin í austur- hluta Þýskalands. Var þetta í 79. sinn sem æðstu menn Frakklands og Þýskalands hittust á tvíhliða fundi á grundvelli vináttu- og samstarfssamnings, sem þeir Charles de Gaulle og Konrad Adenauer rituðu undir 22. janúar 1963, en þess verður minnst með hátíðahöldum á næsta ári, að 40 ár eru frá því að þessi tvö öflugu meg- inlandsveldi Evrópu og gömlu fjendur tóku höndum saman með svo sögulegum hætti. Tveimur vikum áður en þeir hittu Schröder höfðu Chirac og Raffarin rætt við Edmund Stoiber, for- sætisráðherra Bæjaralands og kanslaraefni kristi- legra demókrata í þingkosningunum í Þýskalandi 22. september næstkomandi. Stoiber sótti forystumenn Frakklands heim í París til að styrkja stöðu sína í kosningabaráttunni og ræða um mál á sameiginlegum hugsjónagrunni en eins og kunnugt er unnu Chirac og hans menn glæsilegan sigur á sósíalistunum, flokks- bræðrum Schröders, í forseta- og þingkosningunum í Frakklandi í maí og júní. Á tíunda áratugnum voru þær raddir háværar, sem sögðu, að þá væru dagar stjórnmálaflokka hægra megin við miðju taldir í Evrópu. Með Tony Blair og þriðju leiðinni, sem hann fylgdi, hefði sósíalistum tek- ist að tileinka sér bestu þættina úr stefnu hægri flo anna og þar með búa svo í haginn fyrir sjálfa sig, að þeir yrðu lengi við völd. Góður árangur Schröders í kosningunum í Þýsk landi 1998 var aðeins talinn staðfesting á óhjá- kvæmilegri sigurgöngu sósíalista í Evrópu og nið- urlæging kristilegra demókrata vegna fjármála- hneyksla, sem tengdust meðal annars Helmut Koh leiðtoga þeirra, var talin ógna sjálfri tilvist flokks þeirra. Fundur þeirra Chiracs og Schröders í þessa viku var þó ekki aðeins haldinn í ljósi hruns sósíalis frönsku kosningunum heldur einnig í skugga skoð- anakannana í Þýskalandi, sem sýna, að um þessar mundir mælast kristilegir demókratar með heldur meira fylgi í könnunum en sósíalistar og Stoiber dr ur markvisst á Schröder, þegar persónuvinsældir e mældar. x x x Efnahagsstjórn hefur ekki farist Gerhard Schrö vel úr hendi. Honum hefur til dæmis ekki tekist, ei og hann lofaði, að draga úr atvinnuleysi. 1998 sagði Schröder, að dæma ætti stjórn sína eftir því, hvern hún tæki á atvinnuleysinu. Hann gekk meira að seg svo langt að segja, að hann ætti ekki skilið að ná en urkjöri, ef atvinnuleysið minnkaði ekki og fjöldi at- vinnulausra yrði um 3,5 milljónir manna. Í lok júní fjöldinn um 4 milljónir eða 9,5% af vinnufærum íbú landsins, og sé litið á skiptingu eftir landshlutum sé að í gamla Austur-Þýskalandi nemur atvinnuleysi sums staðar um 20%. Nýleg könnun, sem gerð var fyrir þýska tímariti Capital meðal 600 stjórnenda stærstu fyrirtækja í Þýskalandi, sýnir að 74% þeirra telja, að þjóðin „ge ekki leyft sér“ að endurkjósa stjórn Schröders. 199 hvöttu forystumenn verkalýðshreyfingarinnar til þess, að félagsmenn þeirra kysu Schröder frekar e Kohl, þeir hafa ekki ítrekað þessa stuðningsyfirlýs ingu sína við Schröder núna. Menntamál setja einnig sterkan svip á kosninga baráttuna. Það vakti athygli á síðasta vetri, hve illa VETTVANGUR Leiðandi samstarf í eftir Björn Bjarnason V ARLA líður sú vika að ekki bætist eitthvað nýtt við á hinn langa lista yfir mál sem valda spennu og taugatitr- ingi í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna. Eina vikuna er það ör- yggisráð SÞ sem greiðir atkvæði um hvort Bandaríkin taki áfram þátt í frið- argæslu á Balkanskaga. Þar áður var það stofnun Alþjóðasakamáladómstólsins án þátttöku Bandaríkjanna sem olli titringi hjá báðum aðilum eða þá spurningin um hvort segja eigi Palestínumönnum hvern þeir eigi ekki að kjósa sem leiðtoga sinn. Málefni Ísraels og Palestínumanna valda enn djúpstæðum deilum milli Evrópu og Bandaríkjanna og það sama má segja um umhverfismál og hugmyndina um sjálf- bæra þróun. Við þetta má svo bæta bandarískum refsiaðgerðum á sviði við- skipta, nýjum bandarískum lögum um stuðning við landbúnað og svo auðvitað hinn meinta eða raunverulega einleik Bandaríkjanna í alþjóðamálum. Sem betur fer segja þessar deilur ekki alla söguna. Einhliða stefnumótun Banda- ríkjanna er í raun eins konar „fjölþjóðleg stefna þegar það hentar“. Bandaríkin nýta sér gjarnan fjölþjóðlegar stofnanir þegar það hentar bandarískum hagsmun- um og yfirleitt fellur það að evrópskum hagsmunum. Við megum heldur ekki gleyma því að við erum að fjalla um lýð- ræðisríki. Það eru skiptar skoðanir í Bandaríkjunum, rétt eins og í Evrópu, um málefni Bosníu, Arafat eða stuðning við bændur. Þegar upp er staðið greiddu ekki allir Bandaríkjamenn Bush atkvæði sitt né heldur styðja allir Evrópubúar áform um evrópskt sambandsríki. Það breytir hins vegar ekki því að þegar fulltrúar Bandaríkjanna og ESB mæta til formlegra viðræðna koma þeir að samn- ingaborðinu á ólíkum forsendum. Banda- ríkjamennirnir eru fulltrúar þjóðar sem á í stríði og einbeitir kröftum sínum að því að sigra óvininn, „hryðjuverk“ hvort sem um er að ræða al-Qaeda eða írösku útgáfuna. ESB-fulltrúarnir standa hins vegar fyrir ... ja, hvað standa þeir eiginlega fyrir? Ef al- þjóðaviðskipti eru til umræðu er svarið skýrt. Að svo miklu leyti sem ESB er einn, sameiginlegur markaður er það Pascal Lamy, sem fer með viðskiptamál í fram- kvæmdastjórninni, sem ræður ferðinni. Ef um er að ræða samkeppnismál er það framkvæmdastjórnarmaðurinn Mario Monti sem talar fyrir hönd Evrópu. Raun- ar af miklu harðfylgi eins og Bandaríkja- menn hafa komist að sér til undrunar. En um leið og við færum okkur yfir á víðara svið utanríkis- og öryggismála er það hugsanlega Javier Solana sem svarar þeg- ar hringt er í símanúmerið sem Henry Kissinger fann aldrei, eins og frægt er orð- ið, þegar hann vildi tala við „Evrópu“ á sín- um tíma. Solana er hins vegar vart í að- stöðu til að tala fyrir hönd „Evrópu“ í mikilvægum málum í dag. Hið evrópska viðhorf hefur ákveðnar afleiðingar. Banda- ríkjamenn hafa rétt fyrir sér þegar þeir benda á að Evrópumenn eyða óeðlilega miklum tíma í að ræða málin sín á milli og komast svo vart að neinni niðurstöðu. Yf- irleitt eru þeir einungis sammála um að stíga á bremsurnar þegar kemur að ákveðnum aðgerðum. Þeir eru hikandi. „Ekki fara of hratt í að bjóða Rússa velkomna inn í NATO!“ „Ekki ganga of langt í stuðningi við Ísrael án þess að tekið sé tillit til Palestínumanna!“ „Ekki láta baráttuna gegn hryðjuverkum ná til þeirra sem framleiða gjöreyðingar- vopn!“ Og hvað Það á að finn raun þýðir að e að ná samstöðu að beita um alla Stundum fara an – samningav ópu og aðgerð Bandaríkjunum kemur báðum vilja ekki fara Endur- uppgötvum Vesturlönd © The Project Syndicate. ’ Að verjgagnvart berjast g ingastefn an þeirra öllum líki asta verk undan fyr frelsið. ‘ Forsetar Frak vestræna leiðt eftir Ralf Dahrendorf LÆGRI VEXTIR OG VERÐBÓLGA Ákvörðun Seðlabankans um aðlækka vexti um 0,6% og það matbankans að verðbólgumarkmið hans geti náðst á þessu ári, eru góðar fréttir fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. Svo virðist sem óróleikinn í efnahagslíf- inu sé að mestu leyti að baki, a.m.k. um stundarsakir. Verðbólgan hjaðnar ört, viðskiptahallinn hefur dvínað, gengi krónunnar styrkzt og slaknað á spenn- unni á vinnumarkaði. Stöðugleikinn er lífsnauðsyn bæði fyrir fyrirtæki og heimili og því mikið fagnaðarefni að okkur virðist vera að takast að endur- heimta hann. Í júlí mældist verðbólga 4,1% á mæli- kvarða tólf mánaða hækkunar neyzlu- verðs. Seðlabankinn telur að fyrir árs- lok geti hún farið niður fyrir verðbólgumarkmiðið, sem er 2,5%. Það væri um ári fyrr en bankinn hefur áætl- að. Bankinn telur að verðbólga sé nú fyrst og fremst af innlendum toga, og að áhrif styrkingar krónunnar til lækkun- ar á innfluttum vörum séu ekki að fullu komin fram. Engu að síður verðum við að gera enn betur til að standa jafnfætis helztu sam- keppnislöndum okkar. Þannig var verð- bólga, miðað við samræmda vísitölu neyzluverðs, 1,6% að meðaltali í júní í EES-ríkjunum og 1,8% í evrulöndun- um. Í mati sínu og spám nú gerir Seðla- bankinn ekki ráð fyrir hugsanlegum ál- versframkvæmdum. Það virðist skyn- samlegur kostur, enda er enn ekkert fast í hendi í þeim efnum. Ef af fram- kvæmdum verður, geta þær hins vegar valdið aukinni þenslu og kallað á að aft- ur verði hert á peningastefnunni. Átak stjórnvalda, vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar til að halda verðlagi undir „rauðu strikunum“ til að hindra að uppsagnarákvæði kjarasamn- inga yrðu virk í maí, hefur án nokkurs vafa átt mikinn þátt í þeim árangri, sem nú hefur náðst. Auðvitað verður sá ár- angur þó skammvinnur ef stofnanir og fyrirtæki nota tækifærið til að demba yfir neytendur hækkunum, sem voru geymdar framan af árinu. Seðlabankinn metur það reyndar svo að enn sem kom- ið er virðist uppsöfnuð tilefni til verð- hækkana ekki meiri en bankinn hafi gert ráð fyrir í verðbólguspá sinni. Opinberir aðilar hafa haldið að sér höndum í hækkunum fyrri hluta ársins, þannig voru hækkanir á heilsugæzlu- gjöldum og afnotagjöldum RÚV aftur- kallaðar. Hins vegar hlýtur það að valda áhyggjum að fyrirtæki og stofnanir í eigu og undir stjórn opinberra aðila hafa tilkynnt talsverðar hækkanir á nauðsynlegri grundvallarþjónustu við almenning að undanförnu. Þannig til- kynnti Íslandspóstur 8,5% meðalhækk- un á þjónustu sinni í júlí, Landsvirkjun og rafmagnsveitur hafa hækkað verð á rafmagni um 3% og Síminn hækkar verð á talsímanum um tæp 6% ef miðað er við meðalsímreikning og boðar enn frekari hækkun á afnotagjöldum síðar í haust, þótt sum önnur þjónusta fyrirtækisins lækki. Menn hljóta að spyrja hvort þessi fyrirtæki hafi nýtt til hins ýtrasta möguleika sína til að hagræða í rekstr- inum, fremur en að hækka verð, ekki sízt í ljósi hagstæðari aðstæðna í efna- hagslífinu. Það skyti skökku við ef fyr- irtæki hins opinbera stefndu verðbólgu- markmiðum í hættu. MANNRÉTTINDI FANGA Í GUANTANAMO Niðurstaða Colleen Kollar-Kotely,dómara við alríkisdómstól Bandaríkjanna, þess efnis að um sex hundruð föngum sem haldið er í her- stöð Bandaríkjamanna við Guant- anamo-flóa á Kúbu sé óheimilt að flytja mál sitt fyrir bandarískum dóm- stólum, vekur óneitanlega enn á ný upp óþægilegar spurningar á alþjóða- vettvangi um réttarstöðu fanganna. Lögfræðingar fjölskyldna þrettán manna, sem kröfðust þess að mál fanganna yrði tekið fyrir af banda- rískum dómstólum, telja þá niður- stöðu að herstöðin falli utan lögsögu bandarískra dómstóla óeðlilega í ljósi þess að hún er algjörlega undir stjórn Bandaríkjahers. Bandaríkjamenn hafa um margra mánaða skeið sætt harðri gagnrýni vegna þess vafa sem leikið hefur á réttarstöðu þessara fanga, en ákvörð- un Kollar-Kotely nú þýðir að banda- rískum stjórnvöldum er í raun heimilt að halda mönnunum föngnum um óákveðinn tíma án þess að ákæra þá. Réttarstaða þeirra breytist ekki fyrr en þeim er birt ákæra, en fátt annað en utanaðkomandi þrýstingur knýr á um að það verði gert á næstunni. Eins og haft var eftir Justin Willard sér- fræðingi í bandarískum stjórnskipun- arrétti hér í blaðinu í gær um afleið- ingar dómsins, „er ekkert sem komið getur í veg fyrir að beita megi þessari aðferð út í það óendanlega. Af hverju ætti að flytja mann sem grunaður er um hryðjuverk til Bandaríkjanna þeg- ar hægt er að fangelsa hann á Kúbu og forðast það að svara nokkrum spurningum um hver hann sé eða hvað hann á að hafa brotið af sér?“ Helstu mannréttindasamtök heims hafa á undanförnum mánuðum bent á að þrátt fyrir að fangarnir séu grun- aðir um að vera liðsmenn mjög hættu- legra hryðjuverkasamtaka, sé engan veginn hægt að réttlæta það að halda þeim föngnum án þess að birta þeim ákæru, tryggja þeim lögfræðiaðstoð og rétta í máli þeirra. Þau hafa einnig bent á að þarna sé verið að skapa hættulegt fordæmi sem hæglega gæti komið niður á hermönnum Banda- ríkjamanna eða bandamanna þeirra ef þeir verða teknir til fanga, hvort held- ur sem er í baráttunni við al-Qaeda- samtökin nú eða í öðrum átökum í framtíðinni. Eins og Morgunblaðið benti á í rit- stjórnargrein í janúar síðastliðnum er afar mikilvægt að þær þjóðir heims sem veitt hafa Bandaríkjamönnum fulltingi sitt í baráttunni við hryðju- verkamenn eftir árásirnar 11. sept- ember, geri ekki einungis sitt besta til þess að ráða niðurlögum þeirra sem að þeim voðaverkum stóðu, heldur einnig að þær sjái til þess að Bandaríkja- menn komi þannig fram við þá sem þeir taka til fanga í þeim átökum að það gangi ekki á svig við alþjóðlega sáttmála er tryggja eiga réttláta máls- meðferð allra einstaklinga, hverjar svo sem sakargiftir þeirra eru. Minnsti grunur um að mannréttindi séu brotin á fjölda manna um lengri tíma skaðar málstað allra hlutaðeig- andi ríkja og grefur undan trúverð- ugleika þeirra réttarfarslegu gilda sem þau standa fyrir sem lýðræðis- ríki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.