Morgunblaðið - 03.08.2002, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 35
okk-
ð
ka-
hl,
ari
sta í
-
r
reg-
eru
öder
ns
i
nig
gja
nd-
-
var
úum
ést,
ið
eti
98
en
s-
a-
a
Þjóðverjar komu út í Pisa-könnuninni svonefndu á
vegum OECD, sem mældi árangur grunnskólanem-
enda í 32 löndum. Samkvæmt könnuninni standa
Þjóðverjar höllum fæti í menntamálum, til dæmis í
samanburði við Norðurlöndin, Bretland, Frakkland
og Bandaríkin, og lentu í 21. sæti.
Íslendingar náðu töluvert betri árangri í þessari
könnun en Þjóðverjar. Stendur það helst í vegi fyrir
því, að íslenskir nemendur komist í efsta flokk, að hér
er ekki lögð nægilega mikil rækt við góða og afburða
nemendur. Hér hefur verið tekið skipulega á málum
þeirra, sem standa höllum fæti í grunnskólum, án
þess að ýta sérstaklega undir hina duglegu.
Hvort heldur rætt er um efnahagsmál eða skólamál
getur Edmund Stoiber, forsætisráðherra Bæjaralands,
státað af því, að land hans standi betur að vígi innan
þýska sambandsríkisins en almennt gerist. Nýleg sam-
anburðarkönnun á árangri í skólastarfi innan Þýska-
lands sýnir, að nemendur í Bæjaralandi standa sig best,
og almenna niðurstaðan er sú, að skólar í sam-
bandslöndum undir stjórn kristilegra demókrata
standa sig betur en þar sem sósíalistar stjórna.
x x x
Hollusta við Evrópusambandið (ESB) og hina nánu
samvinnu við Frakka ræðst ekki af úrslitum kosning-
anna í Þýskalandi, því að allir flokkar vilja leggja rækt
við þessa grunnþætti í utanríkisstefnu Þjóðverja, þótt
áherslur séu mismunandi. Það mun hins vegar verða
til þess að styrkja enn sjónarmið borgaralegra flokka
innan ESB, ef Schröder tapar kosningunum, því að
stjórnir sósíalista hafa fallið í hverju ESB-ríkinu eftir
annað undanfarið. Eru þær fastastar í sessi í Bret-
landi og Svíþjóð um þessar mundir.
Hin pólitíska forysta innan ESB hefur verið slöpp
undanfarin ár vegna þess, að Frakkar og Þjóðverjar
hafa ekki átt jafn kraftmikið og öflugt samstarf og oft
áður. Er ástæðan annars vegar, að Schröder hefur
ekki sama slagkraft á Evrópuvettvangi og Helmut
Kohl hafði, og hins vegar, að erfið sambúð hægri
mannsins Chiracs og Lionels Jospins, forsætisráð-
herra sósíalista í Frakklandi, dró úr stefnufestu og
sóknarkrafti Frakka. Eftir sigur hægri manna í
Frakklandi efast enginn um úrslitavald Chiracs í mál-
efnum þjóðar sinnar á Evrópuvettvangi. Fái hann til
samstarfs við sig borgaralegan kanslara í Þýskalandi
er ekki ólíklegt að samvinna Frakka og Þjóðverja efl-
ist fljótt og pólitískar áherslur skýrist.
Frakkar og Þjóðverjar hafa hins vegar ekki alltaf
sömu hagsmuna að gæta á vettvangi ESB og sannast
það best í umræðum um stuðning við landbúnað á
ESB-vettvangi um þessar mundir. Frakkar eru þiggj-
endur styrkja til landbúnaðar en Þjóðverjar leggja
þjóða mest af mörkum til þessa sjóðakerfis, sem sætir
vaxandi gagnrýni. Þjóðirnar eru því í lykilhlutverki, ef
ætlunin er að ná fram breytingum í þessu efni í því
skyni að draga úr álögum í þágu þessa dýra og þunga
kerfis.
x x x
Þótt Frakkar og Þjóðverjar deili um niðurgreiðslur
úr sjóðum ESB til landbúnaðar eru stjórnmála-
samskipti þeirra nú þannig, að engum dettur lengur í
hug, að þessir fornu fjendur eigi eftir að vera annað
en góðir vinir um aldur og ævi. Á þeim forsendum má
því draga þá ályktun, að Kola- og stálsambandið og
arftakar þess hafi náð þeim árangri, sem að var
stefnt. Tekist hefur að stemma stigu við hættunni á
hernaðarátökum og ófriði milli Frakka og Þjóðverja.
Sögu Evrópu lýkur þó ekki með því frekar en
stjórnmálasögu samtímans lauk með því að valdakerfi
kommúnismans hrundi í Evrópu. ESB hefur enn haft
innra þrek til að bregðast við gjörbreyttum aðstæðum
í stjórnmálum Evrópu með því að taka á móti um-
sóknarríkjum, sem áður lutu stjórn kommúnista. Það
mun ekki síst ráðast af stefnu og samstarfi Frakka og
Þjóðverja, hvenær og hvernig verður tekið á móti
þessum ríkjum, því að eins og fyrir 50 árum eru þjóð-
irnar tvær leiðandi aflið meðal þjóða í Evrópusam-
bandinu, arftaka Kola- og stálsambandsins.
Evrópu
bjorn@centrum.is.
á að gera í staðinn?
na „pólitískar lausnir“ sem í
evrópsku aðferðinni, það er
án ákveðinna aðgerða, beri
an heim.
a þessar tvær aðferðir sam-
viðræður án aðgerða í Evr-
ðir án samningaviðræðna í
m – þannig að niðurstaðan
til góða. Ef Evrópumenn
í stríð og Bandaríkjamenn
vilja ekki láta draga sig inn í langdregið
uppbyggingarstarf stofnana í fjarlægum
ríkjum má greinilega sjá möguleikann á al-
þjóðlegri verkaskiptingu. Að vissu marki
er sú þegar raunin í Afganistan og á Balk-
anskaga.
Stundum er hins vegar hætta á hættu-
legum deilum milli Bandaríkjanna og
ESB. Allmargir í Evrópu líta á ESB sem
tæki til að halda í við Bandaríkin. Þeir líta
á evruna sem vopn gegn dollarnum og
fagna þegar evran er „sterk“ og dollarinn
„veikur“. Bandaríkin hafa fundið nýtt
„heimsveldi hins illa“ þar sem „hryðju-
verka“-ríki og -samtök eru annars vegar.
Á hinn bóginn hefur Evrópa fundið sér
nýjan keppinaut, Bandaríkin, sem hjálpar
henni að sameinast.
Þetta er hættuleg staða í augum þeirra,
beggja vegna Atlantshafsins, sem trúa á
gildi upplýsingastefnunnar og vilja leggja
frelsið til grundvallar. Þegar grundvallar-
gildi eru annars vegar er til fyrirbæri sem
heitir Vesturlönd. Eftir 11. september eru
Vesturlönd mikilvægari en nokkru sinni
fyrr. Að verja Vesturlönd gagnvart þeim
öflum er berjast gegn upplýsingarstefn-
unni, jafnt innan þeirra sem utan, er að öll-
um líkindum mikilvægasta verkefnið
framundan fyrir þá er trúa á frelsið.
Það er slæmt að sumir Bandaríkjamenn
og margir Evrópubúar virðast hafa gleymt
því, að minnsta kosti tímabundið, að um
þetta snýst allt okkar starf. Evrópubúar
vilja ekki berjast, ekki einu sinni fyrir
grundvallargildum sínum. Bandaríkja-
menn líta á hinn bóginn svo á að þeir séu
einungis að berjast sem föðurlandsvinir í
þágu síns mikilfenglega lands. Hvorug
sýnin dugar. Það verður að endurupp-
götva Vesturlönd og þær stofnanir sem
þeim fylgja og verja þær hvað sem það
kostar. Það er efsta málið á dagskrá frels-
isunnenda þessa stundina.
ja Vesturlönd
t þeim öflum er
gegn upplýs-
nunni, jafnt inn-
a sem utan, er að
indum mikilvæg-
kefnið fram-
rir þá er trúa á
‘
Ralf Dahrendorf á sæti í lávarðadeild
breska þingsins. Hann er fyrrverandi rekt-
or London School of Economics. Dahren-
dorf átti sæti á þýska þinginu, gegndi emb-
ætti aðstoðarráðherra í þýska utanríkis-
ráðuneytinu og var fulltrúi Þýskalands í
framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
áður en hann fluttist til Bretlands árið
1974. Hann hefur ritað fjölmargar bækur
um stjórnmál og á sviði félagsfræði.
Reuters
kklands, Rússlands og Bandaríkjanna á leiðtogafundi NATO og Rússlands í Róm í maí. Greinarhöfundur segir að þó
toga greini oft á um ýmislegt sé nú nauðsynlegt að Vesturlönd standi sameiginlega vörð um hagsmuni sína og gildi.
F
YRIR fimm árum eða svo
voru taldar hverfandi lík-
ur á að Eystrasaltsríkin
myndu nokkurn tímann
fá aðild að Atlantshafs-
bandalaginu. Hugsanlega Evrópu-
sambandinu – í fjarlægri framtíð – en
ekki NATO. Eiginlega voru margir
þeirrar skoðunar að Eistland, Lett-
land og Litháen trufluðu samninga-
ferlið við önnur ríki frá Mið- og Aust-
ur-Evrópu. Ríkisstjórnir nokkurra
voldugra Evrópuríkja töldu víst að
Rússar myndu aldrei fallast á aðild
Eystrasaltsríkjanna og því gæti það
haft alvarleg áhrif á samskipti við
Rússa að ræða við þau.
Nú er staðan hins vegar sú að
Eystrasaltsríkin eru fremst í flokki
þeirra ríkja sem búist er við að muni
fá grænt ljós á NATO-aðild í haust og
verið er að semja um síðustu tækni-
legu atriðin varðandi aðild þeirra að
ESB.
Nokkrar samverkandi ástæður
liggja að baki þessum umskiptum.
Hryðjuverkin 11. september breyttu
öllum forsendum hættumats, jafnt
NATO-ríkja sem annarra. Jafnframt
leiddu þau til þess að Rússar skipuðu
sér í sveit með Vesturlöndum í barátt-
unni gegn hryðjuverkum. Loks skiptir
miklu máli að Vladimír Pútín Rúss-
landsforseti hefur fylgt stefnu er virð-
ist byggjast á köldu mati á því, að það
borgi sig ekki fyrir Rússa að setja sig
upp á móti aðild Eystrasaltsríkjanna
að NATO.
Mat Pútíns er að Eystrasaltsríkin
muni fyrr eða síðar fá aðild, sama hvað
Rússar segja, og því sé skynsamlegra
fyrir Rússa að einbeita sér að öðrum
og meiri hagsmunum í samskiptum við
Bandaríkin og Vestur-Evrópu. Stofn-
un samstarfsráðs Rússa og NATO
hefur sömuleiðis gefið Rússum eins
konar aukaaðild að bandalaginu. Af
hverju að berjast gegn því að ná-
grannarnir gangi í klúbb sem menn
sverma sjálfir fyrir?
Af samtölum við embættismenn og
stjórnmálamenn í Lettlandi undan-
farna daga er ljóst að Lettar líta ekki
lengur á Rússa sem ógn. „Auðvitað
eru enn til öfl í Rússlandi sem dreymir
um að endurreisa heimsveldið. Ein-
mitt þess vegna er svo mikilvægt að
efla samskipti Rússa við NATO og
Bandaríkin eins og mögulegt er. Rúss-
ar munu ekki gera neitt sem ógnar
þeim samskiptum á meðan þeir telja
sig hafa hag af þeim. Vissulega gæti
það breyst á einni nóttu. Rússar eru
stórt land með mörg vandamál,“ segir
Ojars Kalnins, fyrrum sendiherra
Letta í Washington. Hann er nú for-
maður samtakanna LATO, er berjast
fyrir aðild Lettlands að NATO.
Það er vart hægt að segja að aðild
að NATO sé pólítískt átakamál í Lett-
landi. Lettar telja margir að NATO-
aðild muni loks festa þá í sessi sem
sjálfstæða þjóð. „Ákvörðunin að sækj-
ast eftir NATO-aðild er engin tilviljun
og hún er heldur ekki tilfinningalegs
eðlis,“ segir Andrei Pildegovics, ráð-
gjafi forseta Lettlands í utanríkismál-
um. „Þessi ákvörðun er þaulhugsuð.
Við höfum trú á sameiginlegum vörn-
um af sögulegum ástæðum. Á fyrri
hluta síðustu aldar tóku Lettar
ákvörðun um hlutleysi þjóðarinnar og
við vörðum 20% af okkar útgjöldum til
varnarmála. Útkoman var sú að misst-
um landið okkar, við vorum hluti af
öðru ríki í hálfa öld, við glötuðum
næstum því tungu okkar. Þetta leiddi
okkur í skilning um að við verðum að
vera hluti af Atlantshafssamstarfinu.“
Fyrir nokkrum árum var algengt að
heyra þá skoðun að Eystrasaltsríkin
ættu að einbeita sér að ESB-aðild en
hætta að velta fyrir sér NATO-aðild.
Lettar segja ESB-aðild vissulega mik-
ilvæga. Utanríkisviðskipti séu að
mestu leyti við ríki ESB og vegna
landfræðilegrar stöðu Lettlands eigi
Lettar í raun ekki neinn annan kost.
Rétt eins og varðandi NATO byggist
afstaða Letta (og hinna Eystrasalts-
ríkjanna) á köldu mati á þjóðarhags-
munum.
Á grundvelli þessa mats hefur verið
mörkuð stefna, sem ekki hefur verið
hvikað frá, jafnt í utanríkismálum sem
efnahagsmálum. Þótt á tímabili hafi
ný ríkisstjórn tekið við völdum í Lett-
landi nær árlega rofnaði samstaðan
um þessa stefnumörkun aldrei og
kúrsinum var haldið við að breyta
þjóðfélaginu.
Fyrir rétt rúmum áratug, var Lett-
land hluti af Sovétríkjunum. Ólíkt öðr-
um ríkjum Austur- og Mið-Evrópu
sem semja nú um aðild höfðu Eystra-
saltsríkin verið innlimuð í sovéska
heimsveldið. Þau höfðu ekki sjálfstæð
landamæri, stjórnkerfi og stofnanir.
Öllu var stjórnað frá Moskvu. Allt
þurfti að byggja frá grunni, t.d. seðla-
banka og helstu ráðuneyti. Ekki síst í
því ljósi er árangurinn sem nú blasir
við ótrúlegur.
Lettar eru óhræddir við að takast á
við Evrópusambandsaðild út frá efna-
hagslegum forsendum. Í höfuðborg-
inni Riga, þar sem um helmingur þjóð-
arinnar býr, eru lífskjör nú þegar um
helmingur meðaltalslífskjara í ESB.
Miðað við núverandi hagvöxt ættu
Lettar að hafa náð ESB varðandi lífs-
kjör eftir tuttugu ár, en miðað við
reynslu Íra, sem komu inn á svipuðu
stigi, er líklegra raunhæf-
ara að miða við þrjátíu ár.
Engu að síður mun almenn-
ingur þegar fara að finna
gífurlegan mun á næstu 4–5
árum.
Helstu ríkisfyrirtæki í
Lettlandi hafa verið einka-
vædd með góðum árangri,
þar með taldir bankar. Opinberar
skuldir eru 17–18% af vergri þjóðar-
framleiðslu sem er mun lægra en í
flestum Evrópuríkjum. Halli á fjárlög-
um er um 1,5%. Raunar uppfylla Lett-
ar nú þegar Maastricht-skilyrðin að
mestu leyti. Hvergi í Evrópu er hag-
vöxtur heldur meiri.
Edmunds Krastins, fyrrverandi
fjármálaráðherra og ráðgjafi núver-
andi fjármálaráðherra Lettlands, seg-
ir blákalt að Lettar séu betur undir
það búnir en mörg ESB-ríki að taka
upp evru. Hann segist raunar hafa
miklar áhyggjur af stöðu Evrópu þeg-
ar hann skoði tölur yfir opinber fjár-
mál margra stærstu ríkja ESB.
Þótt það kunni að hafa þótt ótrúlegt
fyrir hálfum áratug eða svo er þróunin
í Austur-Evrópu hugsanlega helsti
vonarneisti álfunnar. Ólíkt því sem
raunin er í gömlu Vestur-Evrópuríkj-
unum, sem eru vissulega velmegandi
en farin að eldast (í bókstaflegum
skilningi), er ferskleikablær í austur-
hluta álfunnar. Oki kommúnismans
hefur verið varpað fyrir róða og í stað-
inn hafa menn tileinkað sér markaðs-
kerfið af meiri ákefð en mörg ESB-
ríki hafa nokkurn tímann gert. Þjóð-
irnar sem kynnst hafa miðstýringu í
sinni hreinustu mynd leggja nú allt
upp úr einkaframtakinu. Það er tákn-
rænt þegar ráðherrann fyrrverandi
ræðir um landbúnaðarstefnu ESB og
segir vandræðalegur á svip að eigin-
lega sé sambandið að biðja Letta um
að taka upp hálfsovéska stefnu á nýjan
leik!
Aðild þessara ríkja að NATO er
einnig til marks um að kalda stríðinu
sé endanlega lokið og hægt sé að fara
að takast á við öryggisvandamál fram-
tíðarinnar. Líklega er Austur-Evrópa
líka helsta von þeirra sem vilja halda
sterkum tengslum yfir Atlantshafið.
Þessi ríki og þá ekki einungis Eystra-
saltsríkin líta á Bandaríkin sem
bandamann og hafa lítinn áhuga á ein-
hvers konar mannjöfnuði á milli ESB
og Bandaríkjanna, sem ESB getur
hvort sem er aldrei unnið.
Vissulega eru ríki í Austur-Evrópu
þar sem staðan er sorgleg. Hvíta-
Rússland, Úkraína, Rúmenía og Alb-
anía koma upp í hugan. Þessi ríki hafa
líka haldið í fortíðina. Þau ríki sem
hafa varpað henni fyrir róða sigla nú
hraðbyri inn í ESB.
Vonin í austri!
eftir Steingrím Sigurgeirsson
Riga.
sts@mbl.is
’ Þótt það kunni að hafa þóttótrúlegt fyrir hálfum áratug
eða svo þá er þróunin í Aust-
ur-Evrópu hugsanlega helsti
vonarneisti álfunnar. ‘