Morgunblaðið - 03.08.2002, Qupperneq 38
UMRÆÐAN
38 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
R
ithöfundurinn Nath-
an Zuckerman var
kominn nokkuð við
aldur þegar kynni
tókust fyrst með
okkur. Mér telst til að hann hljóti
að hafa verið kominn fast að sjö-
tugu þegar þetta var og fas hans
gaf allt til kynna að hann teldi þá
daga liðna, að hann sjálfur málaði
bæinn rauðan.
Þess í stað rakti hann áhuga-
verða ævidaga annarra manna og
nú ku vera væntanleg á kvik-
myndatjaldið mynd með stórleik-
aranum Anthony Hopkins í aðal-
hlutverki sem er einmitt byggð á
einni slíkri frásögn. Myndin ber
nafnið The Human Stain og er
byggð á frá-
sögn Zuck-
ermans um
ástir og örlög
Colemans
Silk, sem hann
hafði kynnst
sumarið 1998
þegar Lewinsky-mál Bills Clint-
ons, forseta Bandaríkjanna, bar
sem hæst.
Er þetta einmitt sama sagan og
Zuckerman sagði mér á okkar
fyrsta fundi í fyrra. Zuckerman
kemur við sögu í myndinni en hin-
um ágæta leikara Gary Sinise hef-
ur verið falið að leika hann.
Eftir fyrstu kynni mín af Zuck-
erman fékk ég áhuga á því að
kynna mér hans fyrri verk og mér
til mikillar ánægju komst ég að því
að eftir hann liggur heill bálkur
bóka. Þar kynntist ég höfundinum
á ýmsum æviskeiðum hans og má
raunar segja að ég hafi unnið mig
aftur á bak; þ.e. The Human Stain
er auðvitað hans nýjasta verk en í
verkum eins og The Ghost Writer
(1979), Zuckerman Unbound
(1981) og The Anatomy Lesson
(1983) er hann yngri og atorku-
samari.
Það vakti að vísu furðu mína í
The Counterlife, sem út kom 1987,
að ekki var annað að sjá en að
Zuckerman hefði safnast til feðra
sinna það árið. Þetta var þó byggt
á einhverjum misskilningi því ári
síðar birti Bandaríkjamaðurinn
Philip Roth bréfaskriftir sínar til
Zuckermans það árið. Ekki þarf
síðan að rekja fyrir upplýstum les-
endum Morgunblaðsins að Zuck-
erman kom tvíefldur til baka á síð-
asta áratug síðustu aldar með
frásagnir sínar af uppgangi eft-
irstríðsáranna í Bandaríkjunum
(American Pastoral, 1997) og
kommúnistaofsóknunum (I Marr-
ied a Communist, 1998). The
Human Stain hefur síðan áður ver-
ið nefnd, en hún kom út árið 2000.
Allt eru þetta verðlaunabækur.
Af framansögðu er ljóst að ég
átti ekki von á því að standa
frammi fyrir þeirri staðreynd að
Zuckerman væri alls ekki af holdi
og blóði heldur hugarfóstur rithöf-
undarins Peters Tarnopol. En
þetta er engu að síður raunin, eins
og rakið er í My Life as a Man
(1974). Æviferli Tarnopols svipar
mjög til Zuckermans, a.m.k. ef
eitthvað er að marka My Life as a
Man, en í bókinni rekur Tarnopol
minningar sínar, eftir að hafa fyrst
vakið Zuckerman til sögunnar sem
sitt alter ego.
Svo ég flæki síðan málin enn
frekar er Tarnopol auðvitað ekki
heldur gerður af holdi; bæði hann
og Zuckerman eru alter ego Phil-
ips Roths, þess sem ég áður
nefndi, og hið sama má víst segja
um David Kepesh, sem er sögu-
hetja nýjustu bókar Roths, The
Dying Animal (2001), og tveggja
eldri bóka, The Breast (1972) og
The Professor of Desire (1977).
Það er ekki að ástæðulausu sem
ég reyni að rugla lesandann í rím-
inu með þessum hætti því það er
einmitt eitt einkenni Philips Roths,
að rugla rækilega mörkin á milli
skáldskapar og veruleika. Óhætt
er að segja að stundum er erfitt að
vita hvenær Roth er að skrifa
skáldskap og hvenær ekki, sbr. t.d.
Operation Shylock (1993), þar sem
söguhetjan er Philip Roth sjálfur
(þó er bókin skáldsaga). Ljóst er
þó að hann styðst oft og iðulega við
eigin reynslu; allir eru þeir Zuck-
erman, Tarnopol og Kepesh bók-
menntafræðingar og rithöfundar
eins og Roth, og allir hafa þeir átt
vægast sagt skrautleg samskipti
við hitt kynið.
Þá eru samskipti við foreldra,
einkum föður, algengt þema í
verkum Roths (sbr. t.d. hina hóf-
stilltu Patrimony frá 1991), að ekki
sé talað um gyðinglegan uppruna
höfundarins.
Í öðrum bókum Roths, einkum
Portnoy’s Complaint (1969) og
Sabbath’s Theater (1995), eru
söguhetjurnar býsna uppteknar af
dýrslegum hvötum mannskepn-
unnar; svo mjög að þessar bækur
(einkum sú fyrri) ollu mikilli úlfúð
er þær voru útgefnar. Þarf
kannski engan að undra enda
býsna berorðar lýsingar þar að
finna.
En ef marka má æviminningar
bresku leikkonunnar Claire
Bloom, Leaving a Doll’s House,
sem komu út 1996, á Roth kannski
ekki síður margt sameiginlegt með
karlrembusvínunum og kvenhöt-
urunum Portnoy og Sabbath.
A.m.k. er Bloom ómyrk í máli er
hún flettir hulunni af sautján ára
sambúð sinni og Roths.
Ekki þekki ég Roth eins vel og
ég þekki Nathan Zuckerman –
nema maður gefi sér að Zuckerman
og Roth séu einn og sami mað-
urinn. Zuckerman segir reyndar í
bréfi til Roths, sem sá síðarnefndi
birtir í æviminningabók sinni, The
Facts (1988), að honum fari best að
skrifa bækur sem eru á mörkum
þess að vera sjálfsævisögulegar.
„Þú ert miklu betur settur með því
að skrifa um mig en að lýsa eigin lífi
út í hörgul,“ skrifar Zuckerman til
Roths, þ.e.a.s. sögupersónan til
skapara síns.
Grundvallaratriðið er þó færni
Roths í að lýsa breyskum mann-
verum. Femínistum hefur að vísu
fundist sjónarmið hans heldur kar-
lægt og deili ég ekki um það, en
segi um leið: hvað um það?
Allt ofangreint er ekki bara að-
ferð mín til að þykjast vita meira
um bókmenntir og bókmennta-
kenningar en ég raunverulega
geri. Ég hef haft mikla ánægju af
lestri bóka Philips Roths og grun-
ar að það eigi við um fleiri. Það er
kominn tími til að hann fái Nób-
elsverðlaunin í bókmenntum.
Nóbel
handa Roth
Það er ekki að ástæðulausu sem
ég reyni að rugla lesandann í ríminu
með þessum hætti því það er einmitt
eitt einkenni Philips Roths, að
rugla rækilega mörkin á milli
skáldskapar og veruleika.
VIÐHORF
Eftir Davíð
Loga
Sigurðsson
david@mbl.is
ÞAÐ er löngu tíma-
bært að breyta starfs-
háttum Alþingis. Með-
al annars að lengja
þann tíma sem þing
situr og stytta sum-
arhlé þingsins. Í þeim
löndum sem við ber-
um okkur saman við á
þessum sviðum situr
þingið lengur fram á
sumarið og hefst fyrr
á haustin. Það er
nokkuð misjafnt
hvernig starfsáætlun
þinganna er svo sem
hvernig vikunni er
skipt milli þingfunda
og nefndarstarfa og
sömuleiðis er misjafnt hvernig sá
tími er skipulagður sem ætlaður er
til starfa þingmanna í kjördæmum
og verkefna utan þingsins meðan
þingið situr. En hvernig sem á
þessi mál er litið held ég að mér sé
óhætt að fullyrða að þingfundatím-
inn frá hausti til vors sé með allra
stysta móti hjá okkur. Því fer þó
fjarri að jafnaðarmerki sé milli
þinghlés og sumarleyfis þing-
manna, störf þeirra eru orðin svo
fjölbreytt að verkefnin eru ærin
þótt þing sitji ekki. En það er stað-
reynd að nær helming ársins er
framkvæmdavaldið laust við aðhald
sem þinginu er ætlað að veita og er
þá miðað við samanlagt jóla- og
sumarhlé.
Því er oft haldið fram að hefðin
með þinglok að vori hafi á sínum
tíma miðast við sauðburðinn og sé
það rétt eru þau viðmið löngu úr-
elt.
Skref í rétta átt
Á síðasta áratug var Alþingi
breytt í eina málstofu og gerðar
hafa verið ýmsar breytingar á
starfsháttum þingsins sem ég tel
að allflestar séu til bóta. Þingsköp-
um var líka breytt um þetta leyti
og m.a. tekið fyrsta skref til að
setja skorður á ræðutíma þing-
manna sem mikill ágreiningur
hafði verið um. Fyrir síðustu kosn-
ingar var svo búið að leggja tals-
verða vinnu í enn frekari breyt-
ingar á þingsköpunum sem allar
miðuðu að betra vinnulagi. Sátt
virtist vera að nást um
verulegar breytingar
en á síðustu stundu
var öllu sópað út af
borðinu og ekki verið
hreyft síðan. Því mið-
ur.
Áður fyrr var Al-
þingi sett á haustin og
slitið á vorin en nú
starfar Alþingi í raun
allt árið. Það gerir
stjórnarandstöðunni
m.a. kleift að kalla eft-
ir að tilteknar nefndir
þingsins komi saman
þegar stór mál koma
upp og hefur ekki ver-
ið vanþörf á undanfar-
in sumur. Mjög jákvætt yrði fyrir
ímynd Alþingis að vera með eðli-
legt sumarhlé og að þingið starfaði
í einskonar lotum þess á milli þar
sem t.d. skiptust á þingfundavikur,
nefndavikur og kjördæmavikur.
Það gæfi þingmönnum tækifæri til
að sinna sínum kjördæmum á ann-
an hátt en nú er og auðveldaði þá
gífurlegu breytingu sem þingmenn
nýju dreifbýliskjördæmanna
standa frammi fyrir.
Alþingi er frestað á vorin með
þingsályktun sem forsætisráðherra
flytur. Veitir forseti Íslands honum
umboð til að fresta þingi að því til-
skildu að Alþingi samþykki. Í
stjórnarskrá er ákvæði um að Al-
þingi skuli koma saman 1. október
eða næsta virkan dag og standa til
jafnlengdar næsta árs. Jafnframt
er tekið fram að þessu sé heimilt
að breyta með lögum. Nokkur
dæmi eru um að lagaheimild hafi
verið beitt.
Ljóst er að þingið getur starfað
lengur án lagabreytinga. Vilji Al-
þingis er allt sem þarf og þá skiptir
afstaða stjórnarmeirihlutans auð-
vitað miklu máli.
Þingmenn áhrifalausir
Ég hef oft á tilfinningunni að
fjöldi stórpólitískra mála aukist
mjög í þinghléum en því fer vænt-
anlega fjarri. Pólitískir atburðir
sem eðlilegt er að komi til umræðu
á Alþingi gerast að sjálfsögðu allan
ársins hring og það er vegna langa
sumarhlésins og áhrifa þess á
möguleika þingmanna til að fá efn-
islega umræðu á Alþingi um mál
sem koma upp á þeim tíma að til-
finningin verður svo áleitin.
Mestu máli skiptir þó að breyta
þeirri ímynd sem Alþingi er að fá.
Að þar sé ekki vandað til lagasetn-
ingar og að vandræðagangur með
túlkun laga þegar vandamál koma
upp eigi rætur í fljótaskrift í
þinginu og þar með óvönduðum
vinnubrögðum. Það er óviðunandi
hve frumvörp sem ætlast er til að
verði að lögum fyrir jól koma seint
fram á haustin og sömu sögu er að
segja um vorþingið. Þess vegna
horfir þjóðin steini lostin á Alþingi
lögfesta tugi mála dag eftir dag í
afgreiðsluhrinunum fyrir jól og í
þinglok. Þessu þarf að breyta. Um
leið og sumarhlé styttist er vænt-
anlega auðveldara að semja um það
við viðkomandi ráðherra að flókið
eða umdeilt frumvarp verði ekki
afgreitt fyrr en að loknu sumarhléi
og jafnframt setur það ráðherrum
skorður hvað varðar kröfur þeirra
um að öllu verði að ljúka fyrir þing-
lok. Um leið og þinghlé styttist er
erfiðara að knýja fram afgreiðslu
mála á þeim grundvelli og Alþingi
getur lagt meiri tíma í meðferð
frumvarpa í nefndum.
Alþingi er ekki bara löggjafar-
samkoma, það er jafnframt um-
ræðuvettvangur þar sem tekist er
á um þau stóru mál sem upp koma,
sem rennir enn einni stoð undir þá
afstöðu að Alþingi verður að vera
virkt stærri hluta úr árinu.
Alþingi á að sitja lengur
Rannveig
Guðmundsdóttir
Alþingi
En það er staðreynd,
segir Rannveig Guð-
mundsdóttir, að nær
helming ársins er fram-
kvæmdavaldið laust við
það aðhald sem þinginu
er ætlað að veita.
Höfundur er þingmaður Samfylking-
arinnar í Reykjanesi.
UMRÆÐAN um Ís-
land og Evrópu hefur
verið nokkur að und-
anförnu þótt talsvert
hafi skort á vitræna
leiðsögn í málinu. Inni-
haldslausar yfirlýsing-
ar og hálfkveðnar vís-
ur utanríkisráðherra
og forsætisráðherra
hafa skaðað umræðuna
og villt af vegi. Bak-
slag kom í segl Hall-
dórs þegar ungliða-
hreyfing Framsóknar
heyktist á að setja að-
ildarumsókn á stefnu-
skrá sína á þingi sam-
takanna á dögunum og
síðan hefur lítið heyrst frá ráðherr-
anum.
Skoðun Halldórs?
Utanríkisráðherra hefur gengið
það langt í umræðunni um ESB-
aðild að beðið er afdráttarlausrar
yfirlýsingar frá honum sjálfum, líkt
og formaður Samfylkingarinnar
hefur gert grein fyrir sinni afstöðu.
Samfylkingin er stödd í miðri Evr-
ópukynningu sinni og lýkur henni
með því að blað verður brotið í sögu
flokkslýðræðisins á Íslandi en þá
kjósa flokksmenn um það hvort að-
ildarumsókn að ESB verði sett á
stefnuskrá flokksins.
Samskipti Íslands og Evrópu eru
eitt brýnasta hags-
munamál Íslendinga
og mikilvægt að við
séum tilbúin að sækja
um aðild þegar þar að
kemur. Værukærð
stjórnvalda hefur
skaðað hagsmuni okk-
ar verulega og margt
sem bendir til að við
höfum setið eftir í þró-
uninni í Evrópu.
Stjórnvöld hafa flotið
sofandi að feigðarósi
og sá svefn hefur kost-
að okkur dýrmæt
tækifæri og er heim-
óttarskapur stjórn-
valda sláandi og
hræðslan við útlönd yfirþyrmandi.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur einfald-
lega setið of lengi við völd. Væru-
kærð valdanna hefur blindað sýn á
hvað okkur er fyrir bestu og hvar
tækifæri framtíðarinnar liggja.
Þjóðaratkvæði að lokum
Samfylkingin setti Evrópumálið í
ákveðið ferli á landsfundi sínum í
nóvember síðastliðnum. Rauði þráð-
urinn í því er að kynna og kanna ít-
arlega hverjir kostirnir og gallarnir
við hugsanlega aðild að ESB eru.
Evrópuumræða stjórnarflokkanna
hefur fram að þessu verið á býsna
fyrirsjáanlegu plani. Málið er miklu
flóknara en það hvort hægt er að
vera fyrirfram „með eða móti“.
Hagsmunir bæði fólks og fyrir-
tækja kalla á vandaða og ítarlega
umræðu þar sem farið er upp úr
hjólförum flokkastjórnmálanna.
Fyrr en aðildarsamningur liggur
fyrir og þjóðin greiðir atkvæði um
hann þurfa hvorki flokksmenn í
Samfylkingunni né aðrir að skiptast
upp í andstæðar fylkingar. Málið
núna snýst um hvort við eigum að
sækja um aðild eða ekki og hver
samningsmarkmið Íslendinga eiga
að vera.
ESB og værukærð
valdanna
Katrín
Júlíusdóttir
ESB
Sjálfstæðisflokkurinn
hefur einfaldlega setið
of lengi við völd, segir
Katrín Júlíusdóttir.
Værukærð valdanna
hefur blindað sýn á hvað
okkur er fyrir bestu og
hvar tækifæri framtíð-
arinnar liggja.
Höfundur á sæti í framkvæmda-
stjórn Samfylkingarinnar.