Morgunblaðið - 03.08.2002, Page 39
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 39
Á BAKSÍÐU Morg-
unblaðsins í dag er haft
eftir Jóni Steinari
Gunnlaugssyni, hrl., að
ég hafi lýst því yfir, að
ólögmætt væri „að
kaupa stofnfé hærra
verði en nafnverði án
þess að greiða a.m.k.
einhverja fjárhæð um
leið inn í sparisjóðinn“.
Eins og við er að bú-
ast er þetta rangt.
Þetta er hins vegar nið-
urstaða Fjármálaeftir-
litsins um erindi fimm-
menninganna, sem
lögmaðurinn er að
vitna til, niðurstaða sem setti áform
þeirra og Búnaðarbankans í upp-
nám.
Það sem stjórn SPRON hefur
sagt, síðast í yfirlýs-
ingu 29. júlí, er að hún
muni ekki leggjast
gegn viðskiptum með
stofnfé sparisjóðsins að
fenginni niðurstöðu
Fjármálaeftirlits um
réttarstöðu hans og
stofnfjáreigenda og þá
leita hagkvæmustu
kosta, sem völ er á,
bæði fyrir sparisjóðinn
og stofnfjáreigendur
hans. Þá kann að koma
til þess, að stjórn spari-
sjóðsins þurfi að meta
hvort hagstæðara er
fyrir SPRON, að hann
verði rekinn áfram sem sjálfstæður
sparisjóður og hluti af samstarfi
sparisjóðanna í landinu, eða sem
deild í Búnaðarbankanum fyrst í
stað og síðan innlimaður í bankann.
Valkostirnir eru skýrir og ákvörðun
einföld.
Skýrir valkostir
Jón G. Tómasson
SPRON
Valkostirnir eru skýrir,
segir Jón G. Tómasson,
og ákvörðun einföld.
Höfundur er formaður stjórnar
SPRON.
MINNISSJÚKIR
hafa sérstöðu í hópi
aldraðra. Þess vegna
er brýn nauðsyn á
sérhæfðum dagvistum
fyrir þá. Í dag eru
starfræktar þrjár
dagvistir fyrir minn-
issjúka á Reykjavík-
ursvæðinu. Hlíðarbær
sem er rekinn af
Rauða krossinum og
fleiri félagasamtökum
í húsnæði sem
Reykjavíkurborg
leggur til, Vitatorg
sem er í eigu Reykja-
víkurborgar og er
rekið af borginni, og
Fríðuhús sem er rekið af og er í
eigu Félags áhugafólks og að-
standenda Alzheimerssjúklinga og
annarra minnissjúkra (FAAS). Á
þessum þremur dagvistum er
heimild fyrir 53 dvalargesti. Í
Hlíðarbæ og Fríðuhúsi eru ein-
staklingar búsettir í byggðinni af
Kjalarnesi til Hafnarfjarðar en á
Vitatorgi einvörðungu úr Reykja-
vík. Ljóst er að þessar þrjár dag-
vistir svara á engan hátt þörfum
íbúa á þessu svæði.
Hvers vegna sérstakar dagvistir
fyrir minnissjúka? Vegna eðlis
sjúkdómsins falla minnissjúkir
ekki inn í þær dagvistir sem al-
mennt eru reknar fyrir aldraða.
Þeir samlagast ekki hópnum og
þar er ekki hægt að sinna þeim
eins og þörf er á. Sá sjúki finnur
enn frekar fyrir vanmætti sínum.
Það er mikils virði fyrir þann
sjúka að komast inn í daglegt líf
og fastar venjur með jafningjum
þar sem lögð er sérstök áhersla á
að halda einstaklingnum gangandi
með því að þjálfa huga og hönd.
Þannig er framganga sjúkdómsins
tafin og vellíðan þess sjúka aukin.
Í samfélagi dagvistar verður sjúk-
lingurinn virkur þegn. Hann fær
þá gömlu tilfinningu að vakna upp
og fara til húsverka eða annarrar
vinnu eftir því hvert starfið var áð-
ur. Þar fær hann að njóta sín við
daglega sýslan, hver eftir sinni
getu. Taka þátt í léttum heim-
ilisverkum, spila eða sinna hann-
yrðum. Daglega er farið í göngu-
ferðir og í sund reglulega með þá
sem það geta. Brugðið er fyrir sig
betri fætinum, sungið, dansað eða
farið í heimsóknir á markverða
staði. Í upphafi þarf að hjálpa
þeim sjúka að ná fótfestu í dag-
vistinni. Það getur verið miserfitt
og tekið mislangan tíma. En þegar
frá líður er það hinn sjúki sem bíð-
ur eftir að komast í dagvistina og
má ekki af henni missa.
Afstaða
aðstandenda
Í raun og veru er það ekki síður
mikilvægt fyrir lífsstíl og heilsu
aðstandenda að hinn sjúki hafi
tækifæri til að vera í dagvist. Það
eykur möguleikann á að lifa eðli-
legu lífi, veitir stund-
arhvíld frá gæslu og
daglegri umhugsun.
Innkoman í dagvistina
getur verið báðum
mjög erfið, bæði þeim
sjúku og aðstandend-
um. Sjúklingurinn
getur fengið á tilfinn-
inguna að verið sé að
reyna að losa sig við
hann þótt raunin sé
sú að verið er að
hjálpa honum að vera
sem lengst heima. Að-
standandanum finnst
stundum eins og hann
sé að svíkja ástvin
sinn með því að senda
hann frá sér part úr degi – hann
sé alltof frískur til að fara í dag-
vistun. En sjúkdómurinn læðist
aftan að okkur og við gerum okkur
ekki grein fyrir því fyrr en hann
er orðinn yfirþyrmandi. Þannig
getur einnig farið fyrir aðstand-
andanum sem sér um hinn sjúka.
Erfiðleikarnir geta rúið hann allri
orku njóti hann ekki stuðnings við
sitt erfiða hlutskipti og engin
lausn verið fyrir þann sjúka önnur
en hjúkrunarrými og þá löngu áð-
ur en þurft hefði ef dagvistar hefði
notið við. Ekki má gleyma því að í
sumum tilfellum er aðstandandinn
útivinnandi. Í þeim tilfellum þurfa
dagvistir að mæta þörf fyrir lengri
dagvistun.
Hver er staðan í dagvist minn-
issjúkra? FAAS gerði úttekt á
stöðu þessara mála í febrúar sl.
Kom þá í ljós margt athyglisvert.
Ætla má að 5% 65 ára og eldri séu
það þjáð af minnissjúkdómum að
þau þurfi á sérhæfðri aðstoð að
halda. Skiptist þessi hópur nokkuð
til helminga þannig að annar hóp-
urinn þarf á hjúkrunarrými að
halda en hinum hópnum nýtist vel
dagvist minnissjúkra. Kannað var
hvernig þessi mál litu út í nokkr-
um sveitarfélögum. Við skulum líta
á fjögur þeirra:
Nafn
65 ára
og
eldri
2,5%
þeirra
Innr. á
dagv.
minnissj.
Hafnarfj. 1862 47 2
Garðabær 907 23 1
Kópavogur 2766 69 8
Reykjavík 14268 357 42
Á biðlista eftir plássi á dagvist
minnissjúkra var enginn úr Hafn-
arfirði, einn úr Garðabæ en fjöld-
inn allur úr Kópavogi og Reykja-
vík. Af þessu má ljóst vera að
stærstur hluti þeirra sem á dag-
vist þurfa að halda fær ekki notið
hennar. Þetta eykur verulega
ásókn í hjúkrunarrými, sem er
miklu dýrari lausn, bæði húsnæð-
islega og hjúkrunarlega, og oft
ótímabær ef önnur lausn væri fyr-
ir hendi. Sérstaka athygli vekur að
enginn var á biðlista frá Hafn-
arfirði og aðeins tveir innritaðir á
dagvistir minnissjúkra. Spyrja má
hvort öldrunarlæknar þar og öldr-
unarsvið félagsmála viti ekki um
stöðu mála.
Bæjarstjórar
heimsóttir
Í kjölfar framangreindrar könn-
unar skrifaði FAAS bæjarstjórum
í nágrannasveitarfélögum Reykja-
víkur og vakti athygli á málunum.
Einnig fóru formaður og fram-
kvæmdastjóri félagsins til þriggja
þeirra í mars sl., þ.e.a.s. til Hafn-
arfjarðar, Garðabæjar og Kópa-
vogs. Þeir tóku allir vel á móti
fulltrúum félagsins. Frá Hafnar-
firði heyrðist ekkert frekar, bæj-
arstjóri Garðabæjar var svo elsku-
legur að koma í heimsókn í
Fríðuhús og kynnti sér málið frek-
ar og lýsti afstöðu mála í Garðabæ.
Bæjarstjórinn í Kópavogi setti Fé-
lagsmálastofnun Kópavogs strax
inn í þær hugmyndir sem reifaðar
voru og hefur stofnunin sýnt hugs-
anlegum úrlausnum mikinn áhuga,
enda munu þær leiða til verulegra
úrbóta fyrir þá Kópavogsbúa sem
á þjónustu dagvistar minnissjúkra
þurfa að halda ef af verður.
Samstarf ríkis og
sveitarfélaga
Eins og fram kemur í upphafi
máls míns hefur Reykjavíkurborg
lagt til húsnæði fyrir tvær dagvist-
ir minnissjúkra og FAAS fyrir
eina. Dvöl á dagvist tefur fyrir
framgangi sjúkdómsins með ýms-
um hætti, bætir líðan þess sjúka
og léttir verulega byrði aðstand-
enda. Dagvistirnar eru mikilvæg
þjónusta við íbúa þeirra sveitarfé-
laga sem þeirra njóta. Með dag-
vistum minnkar pressan á hjúkr-
unarrými, sem er ærin fyrir. Það
er ljóst að það kemur í hlut sveit-
arfélaganna að leysa húsnæðismál
dagvistanna en ríkisins að leggja
til rekstrarfé í formi daggjalda.
Því miður hefur ekki enn fundist
lækning við minnissjúkdómum en
með réttum leiðum má tefja fram-
gang sjúkdómsins, bæta líðan
sjúklingsins og létta aðstandend-
um þann þunga kross sem þeir
þurfa að bera. Að þessu vinnur
Félag áhugafólks og aðstandenda
Alzheimerssjúklinga og annarra
minnissjúkra.
Dagvistun minnissjúkra
Haukur
Helgason
Þjónusta
Stærstur hluti þeirra
sem á dagvist þurfa að
halda, segir Haukur
Helgason, fær ekki not-
ið hennar.
Höfundur er framkvæmdastjóri
FAAS og dagvistunar minnissjúkra
í Fríðuhúsi.
Þjóðhátíðardagur
Íslendinga er 17. júní.
Hvers vegna var sá
dagur valinn til þess
hlutverks? Hvers er
að minnast?
Svarið er augljóst.
Þann dag árið 1944
var Lýðveldið Ísland
stofnað að afstaðinni
þjóðaratkvæða-
greiðslu. Lýðveldið
kom í stað Konungs-
ríkisins Íslands, sem
sett var á stofn 1. des.
1918. Þá viðurkenndu
Danir fullveldi sjálf-
stæðs, íslensks ríkis í
konungssambandi við
Danmörku. Stofndagur lýðveldisins
17. júní 1944 var ekki valinn af
handahófi. Hafður var í huga fæð-
ingardagur Jóns Sigurðssonar
(1811–1879), nafnkunnasta stjórn-
málamanns landsins á 19. öld, sem
m.a. barðist ötullega fyrir stofnun
fullvalda þjóðríkis. Í því efni skipar
hann heiðurssess meðal brautryðj-
enda og er vel að honum kominn.
Augljóst er að tilefni þjóðhátíð-
arhalds eftir 1944 er að minnast
stofnunar lýðveldis, staðfesta, að
Ísland á að vera sjálfstætt og full-
valda þjóðríki án alls afdráttar.
Fyrstu 40 ár lýðveldisins, jafnvel
nokkru lengur, þurfti ekki að
spyrja um tilefnið eða velkjast í
vafa um inntak þess, þegar fyr-
irmenn þjóðarinnar fluttu henni
boðskap í þjóðhátíðarræðum. Hug-
sjón þjóðhátíðardagsins var skýr.
Á síðari árum kveður nokkuð við
annan tón. Sá tónn var m.a. sleginn
þegar þjóðinni var þröngvað inn í
EES 1992–1993.
Fullveldisskerðing
Nú sýnist svo komið að mörgum
þykir ekkert athugavert við það,
þótt ræðumenn á virðulegum
þjóðhátíðarsamkomum – jafnvel á
Hrafnseyri, svo ekki halli á mál-
frelsið – reifi þá hugmynd að Ís-
lendingar afsali enn frekar stjórn-
arskrárbundnu fullveldi sínu og
hugi að þeim möguleika að bindast
stjórnskipunarböndum, hugsuðum
Bandaríkjum Evrópu, sem nú eru í
hraðri mótun, enda aðdragandinn
orðinn langur. Evrópusambandið
er raunar í flestu fullmótað sam-
bandsríki, þótt varfærni sé gætt að
segja það berum orðum. Hið sama
á við um hliðstæðuna „Evrópskt
efnahagssvæði“ (EES), sem Ís-
lendingar eiga aðild að. Aðild að
því var keyrð áfram af löggjöfum
þjóðarinnar með stjórnarskrár-
broti, sem reynt var að dylja, en er
nú á allra vitorði.
Boðberar aðildar að Evrópusam-
bandinu reyna ekki í orði að af-
neita því að slík aðild felur í sér
fullveldisskerðingu og kallar á
stjórnarskrárbreytingu. En þeir
hafa komið sér upp einhvers konar
þrætubókaraðferð til þess að af-
neita fullveldisskerðingunni á
borði. Með rökum sem ekki stand-
ast halda þeir því fram að fullveld-
isskerðingin „jafnist út“ með áhrif-
um Íslendinga á stjórn og
stjórnarframkvæmd innan banda-
lagsins. Þetta kallast að „deila full-
veldinu með öðrum“.
Þeir, sem harðastir
eru, hafa raunar smíð-
að þversagnakennt
orðatiltæki, sem hljóð-
ar svo: Afsal fullveldis
„styrkir“ fullveldið!
Tilfyndni lögkróka-
manna á sér lítil tak-
mörk. Pólitísk öfug-
mæli ríða ekki við
einteyming. Engan
þarf að undra, þótt
menn af þessari gerð
rökhyggju, saman-
burðarvisku og álykt-
unarhæfni hiki ekki
við að lesa Jón Sig-
urðsson aftur á bak, ef
það þykir henta og er þegar við-
urkennd íþrótt í „evrópskum fræð-
um“ íslenskra stjórnarerindreka,
háskólakennara, viðskiptaforkólfa
og annarra, sem leggja stjórnmála-
mönnum orð í munn.
„Þriðja völin
gefst ekki“
Ekki ætla ég mér þá dul að ég
geti með fáum og fátæklegum orð-
um snúið áköfum boðberum aðildar
Íslands að „evrópusamrunanum“
til rétts vegar. Þeir eru vitaskuld
ekki innan minnar seilingar. En
villu þeirra hlýt ég að harma, því
að hún hefur þegar leitt til klofn-
ings meðal þjóðarinnar um mál
sem hún var áður sameinuð um.
Tilgangur minn er sá einn að
stappa stálinu í það fólk, sem er
sömu skoðunar og ég, og ætla má
að sé enn meiri hluti þjóðarinnar,
að víkja ekki frá þeirri skoðun að
Ísland eigi að vera frjálst, sjálf-
stætt og fullvalda ríki, en ekki fylki
í evrópskum bandaríkjum. Full-
veldi Íslands heyrir til íslenskri
meginpólitík. Sú er hugsjón
þjóðhátíðardagsins. Fullveldi verð-
ur aldrei deilt með öðrum. Annað
hvort er þjóðríki fullvalda eða það
er það ekki. „Þriðja völin gefst
ekki.“ Ef Íslendingar ganga í Evr-
ópubandalagið verður 17. júní ekki
hæfur þjóðhátíðardagur. Hugsjón
þess dags hefur þá ekkert gildi.
Hugsjón þjóð-
hátíðardagsins
Ingvar
Gíslason
Höfundur er fyrrverandi alþing-
ismaður og ráðherra.
Hugsjón
Ef Íslendingar
ganga í Evrópubanda-
lagið, segir Ingvar
Gíslason, verður 17.
júní ekki hæfur
þjóðhátíðardagur.
Bómullar-satín
og
silki-damask
rúmföt
Skólavörðustíg 21,
sími 551 4050
Brúðargjafir
Mörkinni 3, s: 588 0640
Opið mánudag-föstudags 11-18.
Lokað á laugardögum í sumar
Ísskálar frá
Kr. 4.290
Viltu léttast
um 1-4 kíló á viku
Símar 557 5446 og 892 1739
Þumalína
Alltaf í leiðinni
Skólavörðustíg 41, s. 551 2136