Morgunblaðið - 03.08.2002, Side 40

Morgunblaðið - 03.08.2002, Side 40
Dæmi um 54 þúsund króna mánaðartekjur árið 1990 sem fylgja hækkun ellilauna til júní 2002 Júní 1990 2002 Mánaðartekjur ................................................. 54.000 92.815 Staðgreiðsla, kr. ............................................... 5 9.769 Tekjur eftir skatta ........................................... 53.995 83.046 Tekjur e. skatta 1990 uppfærðar með neysluvísitölu til júní 2002 ............................... 82.681 Hækkun kaupmáttar ráðstöfunart. á mán. .............365 krónur eða 0,4% Í DAGBLAÐS- GREINUM aðstoðar- manns forsætisráð- herra, Illuga Gunnarssonar, sem birtust í DV 13. maí og Morgunblaðinu 31. júlí, minnist hann ekki einu orði á tekjuskatta elli- lífeyrisþega og aukna skattbyrði þeirra vegna lægri skattleys- ismarka eins og Félag eldri borgara hefur ítrekað bent á. Hann sagði þó eftirfarandi í fréttum Stöðvar 2 hinn 14. júlí sl.: „Það liggur fyrir að til dæmis á tímabilinu 1994–2000 hefur kaup- máttur ellilífeyris vaxið um 12,5% og það er það sem skiptir máli en ekki akkúrat hvernig skatthlutföll einstök liggja eða neitt þess hátt- ar.“ Félag eldri borgara hefur sýnt fram á að kaupmáttur almennings mældur sem hækkun launa umfram verðlag jókst helmingi meira en kaupmáttur ellilauna (ellilífeyrir, tekjutrygging og eingreiðslur) á þessum árum, 1994–2000, eða um 24,9%. En skipta skattar af tekjum þá ekki máli? Einar Árnason, hagfræð- ingur og ráðgjafi Félags eldri borg- ara, hefur reiknað út fyrir okkur dæmi af einstaklingi sem var með 54 þúsund krónur í tekjur á mánuði árið 1990 og því alveg við skattleys- ismörkin og greiddi ekki nema 5 krónur í tekjuskatt á mánuði. Ef tekjur hans hefðu hækkað í samræmi við hækkun ellilauna frá 1990 væru þær 92.815 krónur á mánuði í júní 2002. Vegna lægri skattleysismarka að raungildi greiddi hann nú kr 9.769 í tekju- skatt á mánuði svo kaupmáttaraukning hans frá 1990 til júní 2002, sem var 12,3% fyrir skatt, minnkar í 0,4% þegar tekju- skattar hafa verið greiddir. Það er öll kaupmáttaraukning hans á þessum 12 ár- um þegar skattar af tekjum hans hafa verið teknir frá. Þetta gera um 365 krónur á mánuði í hækkun kaup- máttar ráðstöfunartekna eða 12 krónur á dag. Fyrir þennan einstakling sem aðra skipta skattar að sjálfsögðu máli. Þetta mál verður ekki leyst í fjöl- miðlum enda höfum við þegið boð forsætisráðherra um fund. Enn um kjör ellilífeyrisþega Ólafur Ólafsson Skattbyrði Þetta mál verður ekki leyst í fjölmiðlum, segir Ólafur Ólafsson, enda höfum við þegið boð for- sætisráðherra um fund. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. UMRÆÐAN 40 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRÁ því St. Jós- efssystur hófu starf- semi í Hafnarfirði ár- ið 1926 með rekstri spítala síns hafa Hafnfirðingar, sem og fjöldi annarra, notið góðs af marg- víslegri þjónustu, sem þar hefur farið fram. Sú góðvild og fórnfýsi, sem til grundvallar lá af hálfu systranna í upphafi, er enn ríku- lega merkjanleg í andrúmslofti og sam- skiptum starfsmanna stofnunarinnar, þótt nú séu 15 ár liðin frá því Ríkissjóður Ís- lands og Hafnar- fjarðarbær keyptu byggingar allar og rekstur af St. Jósefs- reglunni, árið 1987. Aðferðir systranna byggðust á trúarlegri einlægni, fórnfýsi og óhemju dugnaði þeirra allra. Sparnað- ur var jafnan ríkjandi í rekstrinum og óneitanlega var skefjalaust gengið á persónlegt framlag þessara góðu kvenna. Raunar var svipað trúmennskuviðhorf ríkjandi víða í ís- lensku samfélagi fram yfir miðja sl. öld, þar sem t.d. orðið yfirvinna fyr- irfannst ekki. Rekstrarkostnaður heilbrigðis- þjónustu þenst óhemju ört út vegna mikillar þekkingarbyltingar er veld- ur sívaxandi sérhæfni og getu sér- fræðinga til að bæta úr margvísleg- um heilsuágöllum. Stóraukið flæði upplýsinga til almennings veldur vaxandi væntingum almennt. Upp- lýsinar þurfa því að byggjast á öfl- ugri og markvissri vitundarvakn- ingu einstaklinga, fjölskyldna og stofnana varðandi gildi forvarna og alhliða heilsuræktar, er miðar að sannri lífsfyllingu. Slík áhersla skil- ar endanlega meiri ávinningi og er mun kostnaðarminni en margskonar „bilanaviðgerðir“. Á sama tíma eru sjúkrahús ómissandi og starfsemi þeirra krefst mikillar stjórnvisku, sem ber að þakka þá vel er gert, ekki síst þar sem forvarnir eru ríkur þáttur. Nýlega bauð Gunnhildur Sigurð- ardóttir hjúkrunarforstjóri St. Jós- efsspítala fjórum fyrrverandi hjúkr- unarforstjórum, sem allir eru komnir á ellilífeyrisaldur, að skoða St. Jósefsspítala. Vakti það sem fyr- ir augu bar óskipta aðdáun allra gestanna vegna góðs viðhalds hús- næðisins, frábærs hreinlætis hvar sem litið var, mikillar hugkvæmni við nýtingu hvers króks og kima og þá geysifjölbreyttu og afkastamiklu þjónustu, sem veitt er á stofnuninni, en síðast og ekki síst þess jákvæða starfsanda, sem berlega ríkir hér meðal allra aðila. Stofnunin er til húsa í aðalbygg- ingu að Suðurgötu 41 og fyrrverandi skólahúsi að Suðurgötu 44. Í aðalbyggingu eru: 2 skurðstofur, þar sem 44 sérfræðingar starfa auk 3ja svæfingarlækna, handlækninga- deild með 23 legurýmum og 3 vökn- unarrýmum, lyflækningadeild með 24 legurýmum (eitt þeirra má nýta sem aðstandendaherbergi) og þar starfa 4 sérfræðingar með höfuð- áherslu á meltingarsjúkdóma og bráðaþjónustu fyrir Hafnarfjörð og nágrenni (allt að 80% sjúklinga deildarinnar eru af því svæði). Einn- ig er hér röntgendeild, rannsóknar- stofa, endurhæfingardeild og eld- hús, sem auk þjónustu við spítalann sendir 25–30 matarbakka alla virka daga til aldraðra einstaklinga og ör- yrkja út í bæ. Loks skal geta fyrr- verandi kapellu, sem enn er frið- helgur staður, þótt þar sé nú funda- og fræðslusalur. Að Suðurgötu 44 er göngudeild, þar sem allmargir sérfræðingar spítalans taka á móti sjúklingum. Á skurðstofu deildarinnar eru einkum gerðar augnaðgerðir. Athyglisverð- ust hér er nýleg meltingarsjúk- dómadeild með 3 starfandi sérfræð- ingum undir forystu Ásgeirs Theodórs, sem jafnframt er yfir- læknir St. Jósefsspítala. Með öflugum stuðningi margra einstaklinga, félagssamtaka og fyrirtækja, einkum í nágrenninu, tókst að kaupa speglunartæki af fullkomnustu gerð (Olympus – 18 milljóna virði – á sama tíma fær sjúkrahúsið 1 milljón króna árlega til tækjakaupa). Þessi nýju tæki veita skarpari myndir af meltingar- vegum, eru fljótvirkari og valda sjúklingum mun minni óþægindum en áður var. Speglunartækni þessari er beitt við leit krabbameins í ristli á byrj- unarstigi. Mikilvægt er að almenn- ingur geri sér grein fyrir mögulegri fækkun ótímabærra dauðsfalla af völdum krabbameins í ristli, ef þessi starfsemi fær að þróast í góðri sam- vinnu við alla þá, sem teljast til áhættuhópa og leita þurfa eftir skoð- un í tæka tíð. Á meltingarsjúkdómadeildinni fara einnig fram lífeðlisfræðilegar rannsóknir á ástandi meltingarvega, t.d varðandi króniska hægðatregðu, hægðaleka eða þvagleka. Lífefna- fræðilegar rannsóknir eru líka gerð- ar, m.a. í formi fjarþjónustu fyrir fólk hvaðanæva af landinu, þar sem útöndunarloft er sent frá þeim í sér- stökum pokum til leitar að sýklum í maga (þ.e. 13C-urea útöndunarlofts- rannsókn til greiningar á helicobac- ter pylori). Sérstökum rannsóknum er og beitt til að meta mjólkur- sykuróþol. Á meltingarsjúkdómadeildinni er sjónvarpsskermur á speglanastof- um, þar sem fylgjast má með skjól- stæðingum er dvelja í nálægu hvíld- arherbergi á meðan þeir jafna sig eftir skoðun. Fræðslumyndir og skýringar varðandi starfsemi deild- arinnar eru áberandi á biðsvæðum þjónustuþega. Komufjöldi einstaklinga, sem leit- uðu þjónustu á Suðurgötu 44 árið 2001, var nær 12.000. Speglanir og aðrar meltingarsjúkdómarannsókn- ir fara fram alla virka daga og það ár voru gerðar alls 1899 speglanir, þar af 1535 á göngudeildarsjúklingum. Samtímis fóru fram 1107 lífeðlis- og 329 lífefnafræðilegar rannsóknir. Læknastúdentum og læknum al- mennt mun gagnlegt að fylgjast vel með þessari ört vaxandi starfsemi, sem ekki er tiltæk í líkum mæli ann- ars staðar á landinu. Vert væri að geta margs annars, svo sem frábærrar nýtingar áhalda á skurðdeildum vegna góðrar umhirðu hjúkrunarfræðinga þar. Á rann- sóknarstofunni eru mikil þrengsli, því auk þess að þjóna sjúkrahúsinu er líka tekið á móti fjölda fólks ut- anfrá, mest þó úr næsta nágrenni. Margir koma að tilvísun heimilis- lækna og mikill munur er fyrir fólk, sem reglubundið þarfnast eftirlits, t.d. vegna notkunar blóðþynningar- lyfja, að sleppa við að aka til LSH við Hringbraut, þar sem miklir erf- iðleikar eru oft við að finna laus bíla- stæði. Á sama máta eru margir mjög þakklátir fyrir röntgenþjónustuna hér í Hafnarfirði og þar er nú kom- inn dagsbirtu-framköllunarbúnaður, sem bætt hefur starfsaðstöðuna. Einkar athyglisverð er góð sam- vinna starfsaðila St. Jósefsspítala við heilsugæslu- og félagsmálaþjón- ustu Hafnarfjarðar, svo og hjúkrun- arheimilin í bænum, sem mörg önn- ur svæði vildu geta tekið sér til fyrirmyndar. Heimahjúkrunarfræð- ingar koma til viðræðna á spítalann einu sinni í viku og huga að sínum skjólstæðingum. Þannig fæst heild- stæð þjónusta, sem reynist mikil- væg. Sameiginlegir fræðslufundir eru milli lækna St. Jósefsspítala og heilsugæslulækna í Hafnarfirði og Garðabæ. Vegna langra biðlista hefur að- staða til skurðaðgerða á St. Jósefs- spítala reynst mikilvæg, en nýtingu legurýma sjúkrahússins mætti auka talsvert með tilkomu viðbótar- skurðstofu. Því er eðlileg sú for- gangsósk ráðamanna að hér megi koma upp nýrri viðbyggingu, helst um 2000 m², sem rúmað gæti í senn nýja skurðstofu, nýja rannsóknar- stofu og einnig starfsemi meltingar- sjúkdómadeildarinnar á Suðurgötu 44, því mikið óhagræði er að flutn- ingi rúmliggjandi sjúklinga þangað yfir götuna, en ekki þykir gerlegt að tengja þessar tvær byggingar með yfirbyggðum gangi. Með einlægum velfarnaðaróskum til framtíðar þakka undirritaðir hjúkrunarfræðingar móttökur á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. HEIMSÓKN Á ST. JÓSEFSSPÍTALA Vigdís Magnúsdóttir Rekstrarkostnaður heilbrigðisþjónustu þenst óhemju ört út, segja Vigdís Magn- úsdóttir, Rannveig Þórólfsdóttir, Guðrún Marteinsson og Elín Eggerz-Stefánsson, vegna mikillar þekking- arbyltingar er veldur sívaxandi sérhæfni og getu sérfræðinga til að bæta úr margvíslegum heilsuágöllum. Höfundar eru fyrrverandi hjúkr- unarforstjórar. Elín Eggerz-Stefánsson Guðrún Marteinsdóttir Rannveig Þórólfsdóttir VÆNTANLEGA hefur það ekki farið framhjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþing- is, að brotalöm er í nýrri löggjöf um spari- sjóði. Ég hafði nýlega sent borgarstjórn Reykja- víkur og skattstjóran- um í Reykjavík bréf varðandi málefni SPRON, hver fylgja hér í afriti. Athyglis- vert er, að utanríkis- ráðherra, Halldór Ás- grímsson, tekur undir gagnrýni mína á laga- setningu Alþingis í Fréttablaðinu í dag. Ég tel það ótví- rætt skyldu Alþingis, að lagfæra ný lög um sparisjóði, þannig að allur vafi verði tekinn af um eignarhald, breytingu í hlutafélag og/eða sam- runa við aðra fjármálastofnun. Í fyrsta lagi verður að kveða skýrt á um hvernig á að fara með sjóði, sem ætlaðir hafa verið til menning- ar- og líknarmála. Í tilfelli SPRON tel ég að þeir 2,8 milljarðar, sem þar standa óúthlutaðir í eigu fólksins í Reykjavík, ættu annað tveggja að afhendast óskiptir til borgarstjórnar Reykjavíkur eða úthluta ætti fjár- munum þessum strax til þeirra verkefna, sem þeir eru ætlaðir til. Í öðru lagi verður að taka af allan vafa um hvernig fara á með rekstrarhluta spari- sjóðanna, sem núver- andi stofnfjárfestar telja sig eiga. Í því sambandi verði litið til eldri laga, en þar var um ábyrgðarmenn að ræða. Í fljótu bragði verður ekki séð, að stofnfjáreigendur geti hafa orðið 100% eig- endur að sparisjóðun- um við síðustu laga- breytingu, án þess að greiða fyrir hann fullt verð. Í sambandi við bréf mitt til borgarstjórnar Reykjavíkur er rétt að benda á, að borgarlögmaður hefur sagt sig frá málinu, þar sem hann er stofnfjár- festir og því hagsmunaaðili. Lög um sparisjóði Hreggviður Jónsson Lög Ég tel það ótvírætt skyldu Alþingis, segir Hreggviður Jónsson, að lagfæra ný lög um sparisjóði. Höfundur er fyrrverandi alþing- ismaður. SKOÐUN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.