Morgunblaðið - 03.08.2002, Side 41

Morgunblaðið - 03.08.2002, Side 41
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 41 HÚN er mikil að vöxtum greinin sem Viðar Eggertsson skrifar um það álit kærunefndar jafnrétt- ismála að Hrafnhildur Hafberg hafi verið hæfari til að gegna stöðu leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar en Þorsteinn Bach- mann sem hlaut stöð- una. Hún er líka erfið yfirferðar. Þar er heimatilbúin dulspeki sérstaklega til brúks í leikhúsum. Fúkyrða- flaumur um lögfræð- inga í kærunefnd Jafn- réttisráðs. Rangfærslur um nám og störf Hrafnhildar Hafberg. Árásir á jafnréttislög. En einsog kellingin sagði: Allt hefur sitt gildi. Greinin er lærdómsrík. Það byrjar með því að Viðar hleður orðum á orð ofan til að lýsa því, hvernig valið er í leikhússtjóra- stöðu á Íslandi: „Fyrst og fremst er verið að ráða einstakling sem hefur listræna hæfileika til brunns að bera sem taldir eru að muni nýtast í starfinu og enginn annar býr yfir, því hver listamaður er einstakur. Auk þessa þarf hann að kunna að fylla starfs- félaga sína eldmóði og virkja þá til listrænna átaka og hafa framtíð- arsýn sem forráðamenn stofnunar- innar geta að fullu tekið undir. Þetta eru eiginleikar sem menn búa yfir og hafa ekki endilega með menntun og reynslu að gera. Þetta er það sem leikhúsráð eða aðrir sem fara með ráðningarmál leik- hússtjóra leita eftir. Og trúið mér, þeim er mikið í mun að finna slíkan einstakan einstakling.“ Ég efast ekki um að leikhúsráð Leikfélags Akureyrar og önnur leikhúsráð hafi hugsað hlýtt til Við- ars þegar þau lásu þetta og jafnvel vöknað um augu. En því miður eru þetta staðlausir stafir. Hér er verið að tala um eitthvert allt annað starf, því í erindisbréfi LA er lítið talað um listræna hæfileika, eldmóð eða sérstaka þjónustulund. Starf leikhússtjóra er skilgreint svona: Val á verkefnum, ráðning leik- stjóra og annarra starfsmanna, gæsla hagsmuna félagsins útávið, samráð við fjárreiðustjóra um mannaráðningar og aðrar fjármála- skuldbindingar svo og ritstjórn leik- skrár. Ennfremur óskaði leikhúsráð LA í auglýsingu um starfið eftir upplýs- ingum um menntun og reynslu og hugmyndum um listræn stefnumið. Umsækjendur og aðrir hljóta því að ætla að LA hafi gengið út frá fram- antöldum hlutlægum grundvallar- atriðum þegar þeir mátu umsækj- endur. Enda er það í samræmi við almenna stjórnsýslu hérlendis. Af þessu vill Viðar ekki vita. Hann átelur kærunefnd fyrir að hafa ekki sama skilning og hann á hinum „einstaka listamanni“: „Kærunefnd er blind fyrir slíkum viðhorfum sem í eðli sínu eru hug- læg. Hún kallar á hin hörðu gildi og kynferði. Hún vill eingöngu líta á hið hlutlæga: starfsfer- il og prófskírteini.“ Ásökunin er vind- högg. Þá er ég ekki að ræða um þá merkilegu fullyrðingu að starfs- ferill og prófskírteini séu „hörð gildi“. Hún er í samræmi við full- yrðinguna hér að ofan – að leikhússtjóri þurfi ekki endilega menntun eða reynslu – heldur skuli leitað, sennilega með ósjálfráðri skrift, að eiginleikum sem menn „búa“ bara yfir! Nei, ásökunin er vind- högg vegna þess að það er ekki kærunefnd heldur leikhúsráð sem ræður til starfsins og setur leikregl- urnar. Kærunefnd gefur einungis, á grundvelli erindisbréfs og auglýs- inga LA, álit sitt á því hvort jafn- réttislög hafi verið brotin við ráðn- inguna. Viðar getur tæplega ætlast til að kærunefnd starfi eftir reglum sem hann eða aðrir gefa sér eftir á? Hvern mann hefurðu að geyma? En það er einsog Viðar haldi að kærunefnd sé einhvers konar ráðn- ingarskrifstofa. Annað dæmi um það birtist í lok greinar hans þegar hann fer óbeint að kenna henni hvernig eigi að ráða fólk til starfa: „Ég myndi leitast við að fá vitn- eskju um hvern mann þeir hafa að geyma og hvernig þeir vinna vinn- una sína.“ Það er að vísu skondið að ímynda sér að lögfræðingarnir þrír sitji og reyni að kryfja hvern mann Hrafn- hildur og Þorsteinn hafa að geyma – en hætt er við að árangurinn yrði slakur nema þeir kölluðu til sjáanda og erfðavísindin. Því hver er sá er telur sig vera þess umkominn að dæma hvern mann einhver hafi að geyma? Hvar er sá maður sem vill láta gera þvílíka árás á friðhelgi einkalífs síns? En Viðar meinar kannski eitthvað annað? Kannski vill hann að lögfræðingarnir hringi í strákana í leikhúsinu og spyrji: Heyrðu, hvern mann hefur þessi kvenmaður að geyma? Er þetta ekki skass? En strákurinn? Dugn- aðarforkur? Eða: Á þessi stelpa ekki ósköp erfitt með að ákveða sig? Listrænn, já-á. Við konur sem vinnum í íslensku leikhúsi vitum hver svörin yrðu. Svo kæmi nefndin fram fyrir alþjóð og segði: Þor- steinn er miklu betri. Hann er víð- sýnni. Hann er einstakur listamað- ur. Séu nefndarmenn þá spurðir hvernig þeir rökstyðji það, svari þeir: Okkur finnst það bara. – Leiklistarskóli vanvirtur Þegar Viðar telur sig vera búinn að rökstyðja að menntunar og reynslu sé varla þörf í þessu starfi, fer hann að bera saman nám og reynslu umsækjenda til að sýna fram á hversu „vanþroskaða vitn- eskju“ kærunefnd hafi um lista- skóla og „í hverju listrænt starf er fólgið“. Með ýmsum kúnstum fær hann fyrst þá niðurstöðu að Hrafn- hildur hafi að baki eins og hálfs árs nám í leiklist – Þorsteinn fimm. En mat á leikhúsfræðimenntun hennar gefur honum tilefni til að ásaka nefndina um að hafa „vanvirt“ alla þá sem hafa starfað við og þá sem hafa útskrifast úr Leiklistarskóla Íslands sáluga og leiklistardeild Listaháskólans. Með áliti sínu hafi þeir gert kærunefnd Jafnréttismála að „skrípafyrirbæri og afhjúpað eigið getuleysi.“ Af hverju þessi til- finningaþrungnu stóryrði? Af hverju þessi reiði? Jú, masterspróf Hrafnhildar í leikhúsfræðum er metið hærra en leikarapróf Þorsteins frá „næstum því“ háskólanum LÍ (Einsog Svan- borg Sigmarsdóttir orðar það í ágætri grein á Strik.is/Pressan). Viðar veit hvorki í hverju háskóla- menntun felst né hver stig hennar eru. Hefði hann kynnt sér það þá hefði hann komist að því að mennt- un er ekki mæld í árum heldur í þeirri þekkingu sem afla verður til að ljúka ákveðinni prófgráðu. Hann hefði þá kannski líka vitað nákvæm- lega í hverju sjö ára háskólanám Hrafnhildar var fólgið áður en hann fór að verðfella það. Nám Þorsteins við LÍ hefði hann líka þurft að kynna sér betur. Hann segir: „Þetta er semsé alvöru fjögurra ára leiklistarnám í fjölmörgum þáttum leiklistar á háskólastigi.“ Svona ein- falt er þetta nú ekki. LÍ var fag- skóli fyrir leikara. Allt námið miðað fyrst og fremst að því að þjálfa nemendur í tækni og list leikarans, aðrar greinar leiklistarinnar svo- sem leikbókmenntir aðeins aukabú- greinar í því námi. Leikari er skap- andi flytjandi, ekki skilgreinandi rýnir, aðalviðfang hans hann sjálf- ur, hann þarf að horfa meira inn á við en utanfrá á heild og kenningar gagnast honum oft lítið. Leikara- nám hefur því andstætt leikhús- fræði ekkert sérstakt gildi fyrir leikhússtjóra. Sé eitthvað það sem leikhússtjóri þarf ekki að geta sjálf- ur þá er það sú athöfn; að leika. Það er því ekki lítilsvirðing við leik- ara, einsog Viðar heldur fram, að kærunefnd telji nám leikhúsfræð- ings falla betur að skilgreiningu LA á starfi leikhússtjóra (sjá að ofan). Það er ofur eðlileg niðurstaða. Enda staðreyndin sú að flestir leik- hússtjórar atvinnuleikhúsanna hafa verið háskólamenntaðir leikhús- fræðingar eða bókmenntafræðing- ar. Hvað segir ferilskráin? Viðar notar viðlíka reikningsað- ferðir í samanburði á reynslu þess- ara tveggja. Og kemst að þeirri nið- urstöðu að Þorsteinn hafi ellefu ára reynslu í leikhúsi en Hrafnhildur bara tvö ár. Sannleiksgildi þeirra orða getur maður lesið úr ferilskrá þeirra. Þorsteinn er tveimur árum eldri en Hrafnhildur og eftir að hafa lokið prófi frá LÍ 1991 fékk hann ekki ráðningu hjá atvinnuleik- húsunum sem er hlutskipti margra sem útskrifast þaðan. Af starfsferli hans má hinsvegar ráða að hann hefur unnið sem leikstjóri (án þess að afla sér menntunar á því sviði) og framkvæmdastjóri hjá áhuga- hópum og leikhópum í tíu ár – leik- stýrt samtals sautján sýningum, auk þess sem hann hefur unnið að kvikmyndagerð og í sjónvarpi. Þá hefur hann leikið á þessum tíma fimm hlutverk í atvinnuleikhúsum og starfað fimm mánuði hjá LA sem leikari. Reynsla hans innan at- vinnuleikhúss er því kurteislega orðað ekki löng. Það er reynsla Hrafnhildar ekki heldur. Alveg frá árinu 1983 kemur Hrafnhildur hins vegar á ýmsan hátt að störfum hjá LA og tekur þátt í sex sýningum hjá því atvinnuleikhúsi fram til árs- ins 1989. Árið 2002 er hún þar einn- ig aðstoðarleikstjóri. Auk þess að afla sér menntunar þremur árum lengur en Þorsteinn sækir hún líka reynslu til áhugafélaga og leikhópa og hefur þar verið aðstoðarleik- stjóri, framkvæmdastjóri eða leik- stjóri að ellefu sýningum – á meðan hún stundar nám og eftir mast- erspróf sitt sem hún lauk 2000. Hún hefur einnig unnið að kvikmynda- og myndbandagerð. Bæði hafa þau stundað kennslu. Eftirtektarvert er að hún þekkir mun betur innviði LA og hefur starfað þar lengur. Kærunefnd ályktar því að þau hafi „nokkuð jafna stöðu“ og hefur nefndin því sennilega leitað álits hjá mönnum sem hafa sérþekkingu á þessu sviði þó Viðar vilji halda öðru fram. Eftir að hafa eytt miklu púðri í að reyna að sýna fram á að Þor- steinn sé hæfari, snýr Viðar allt í einu við blaðinu og fullyrðir að hann hafi enga skoðun á því hvor sé hæfari, hann vilji bara að leikhús- ráð LA fái notið þeirrar vinnu og ábyrgðar sem það hefur tekið á sig við „að finna“ leikhússtjóra. Hann hefur sem sé skrifað heilsíðu með rangfærslum um ákveðinn einstak- ling og opinbera nefnd af umhyggju fyrir einu leikhúsráði. Og á nú að- eins eftir að koma að þeirri sam- særiskenningu að lögfræðingarnir hafi viljað vega að heiðri formanns leikhúsráðs, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, Valgerðar Bjarna- dóttur „með lúalegum brögðum“. Eins og í öllum góðum glæpasög- um kemur svo niðurstaða greinar- innar á óvart, því hennar er ekki eins og vænta mátti að leita í skuggalegum persónuleika lögfræð- inganna þriggja heldur er „það sem eftir stendur að það er búið að af- hjúpa fáránleika þess farvegs sem jafnréttismál hafa innan stjórnkerf- isins og framkvæmd þeirra með kærunefnd jafnréttismála“. Minna mátti ekki gagn gera. Það er merkilegt að jafn fyr- irferðarmikill maður í íslensku leik- húslífi og á síðum dagblaðanna og Viðar Eggertsson skuli láta frá sér fara grein einsog þessa og ráðist með svo óvönduðum vinnubrögðum að réttindum sem konur öfluðu sér með áratuga baráttu. Vegna þess hve tónn hans verður ætíð upphaf- inn þegar hann notar orðið lista- maður, vil ég benda honum á að frumkvöðull að Jafnlaunaráði, sem síðar þróaðist í kærunefnd jafnrétt- ismála, var rithöfundurinn Svava Jakobsdóttir. Það var á þeim árum sem konur báru ekki aðeins skarð- an hlut frá borði varðandi ráðn- ingar og laun heldur fengu þær sjaldnast fastráðningu og var mein- að að ganga í lífeyrissjóði. Svava hefur einhverntíma sagt að hver einasta nýráðning sé prófsteinn á að menn haldi jafnréttislög. En hún er að vísu ekki ein þeirra sem telur að menn eigi að skilja vitsmunina eftir heima þegar gengið er á fund listagyðjanna. Í þau fimmtíu ár sem atvinnuleik- hús hefur verið starfrækt á Íslandi hefur það ætíð getað státað af kvenskörungum. Það hefur hins- vegar ekki endurspeglast í leikhús- stjórastöðum. Kona hefur aldrei verið þjóðleikhússtjóri. Tvær konur hafa verið leikhússtjórar hjá Leik- félagi Reykjavíkur og ein kona hjá Leikfélagi Akureyrar. Og þrátt fyr- ir álit kærunefndar verður Þor- steinn Bachmann leikhússtjóri LA en ekki Hrafnhildur. (Þó annað mætti halda af harmagráti banda- lags listrænna karlmanna undan- farna daga.) Það er því full ástæða til að konur standi áfram vörð um þau réttindi er varin eru af kæru- nefnd jafnréttismála. Hver dómur kærunefndar okkur í hag flytur okkur nær jafnrétti. Lesendur Morgunblaðsins geta hinsvegar séð af þeim rangfærslum og fordómum er endurspeglast í grein Viðars – hvað það er sem við konur í ís- lensku leikhúsi þurfum að glíma við. UM VONDA LÖGFRÆÐINGA, EINSTAKA LISTAMENN OG JAFNRÉTTI KVENNA María Kristjánsdóttir Í þau fimmtíu ár sem at- vinnuleikhús hefur verið starfrækt á Íslandi, segir María Kristjáns- dóttir, hefur það ætíð getað státað af kven- skörungum. Það hefur hinsvegar ekki end- urspeglast í leikhús- stjórastöðum. Höfundur er leikstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.