Morgunblaðið - 03.08.2002, Side 42
MINNINGAR
42 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ BrynhildurJónsdóttir fædd-
ist á Brúará í
Kaldrananeshreppi
27. apríl 1921. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Hólmavíkur 28. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Halldór Jón Sig-
urðsson, f. 26. okt.
1891 í Kaldbak, d.
23. mars 1965, og
Jórunn Agata
Bjarnardóttir, f. 11.
maí 1893 á Klúku í
Bjarnarfirði, d. 10.
okt. 1941. Systkini Brynhildar
eru Elís Svavar, f. 23. ágúst
1916, Bjarni Þorbergur, f. 10.
júní 1918, látinn, Sigurður Þor-
björn, f. 5. okt. 1919, látinn,
Magnús, f. 2. ágúst 1922, látinn,
Sigríður, f. 2. nóv 1923, Ingi-
mundur, f. 29 nóv. 1926, látinn,
Guðrún, f. 23. nóv. 1925, Matthía
fráskilin, Bára Andrésdóttir, f.
19. okt. 1944. Eiga þau tvo syni.
4) Dögg, f. 12. sept. 1945, m.
Hreinn Guðmundsson, f. 3. sept
1936. Eiga þau fimm börn. 5)
Jón, f. 21. des. 1946, m. Margrét
Sigríður Styrmisdóttir, f. 22.
mars 1954. Eiga þau tvö börn. 6)
Sigríður, f. 31. mars 1948, m. Ás-
geir Magnússon, f. 18. júlí 1932.
Eiga þau þrjú börn. 7) Nanna, f.
14. jan. 1950, m. Sæmundur G.
Gunnþórsson, f. 24. ágúst 1947.
Eiga þau tvær dætur. 8) Guðný,
f. 19. júní 1952, m., fráskilin,
Ylmaz Kesking, f. 6. ágúst 1954.
Eiga þau tvö börn. 9) Védís, f.
12. feb. 1954, m. Jóhann Þórir
Jónsson, f. 30. nóv. 1941. Eiga
þau tvö börn. 10) Sigvaldi, f. 10.
sept. 1955, m. Auður Júlíusdótt-
ir, f. 25. maí 1958. Eiga þau tvö
börn. 11) Signý, f. 9. nóv. 1957,
m. Benedikt S. Pétursson, f. 31.
mars 1954. Eiga þau tvö börn.
12) Már, f. 7. okt. 1962, m. Jó-
hanna B. Ragnarsdóttir, f. 9.
apríl 1965. Eiga þau tvo syni.
Barnabarnabörnin eru 19.
Útför Brynhildar verður gerð
frá Hólmavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Margrét, f. 20. jan.
1929, Sigurveig, f.
10. ágúst 1930, látin,
og Einar, f. 15. ágúst
1931, látinn.
Hinn 23. desember
1941 giftist Brynhild-
ur Ólafi Sigvaldasyni
frá Sandnesi, f. 1.
okt. 1910, d. 11. okt.
1984. Foreldrar hans
voru Sigvaldi Guð-
mundsson frá Miðja-
nesi, f. 31. júlí 1869,
d. 4. okt. 1964, og
Guðbjörg Einarsdótt-
ir frá Sandnesi, f. 7.
apríl 1874, d. 22. apríl 1953.
Börn Brynhildar og Ólafs eru
12. 1) Jórunn, f. 23. mars 1942,
m. Ármann Guðjónsson, f. 5.
sept. 1942. Eiga þau tvö börn. 2)
Guðbjörg, f. 17. ágúst 1943, m.
Hafsteinn Guðmundsson, f. 1. júlí
1933. Eiga þau fjögur börn. 3)
Guðmundur, f. 14. sept 1944, m.,
Elsku mamma. Þá er píslargöngu
þinni loksins lokið. Mikið óendan-
lega skar það í hjartað að sjá þig
heyja þessa erfiðu baráttu og geta
svo lítið gert til að lina þessa kvöl.
En þú varst svo óendanlega sterk og
æðrulaus í þessari baráttu eins og
ævinlega í þessu lífi.
Nú þegar þú ert farin sækja minn-
ingarnar á. Minningarnar frá því ég
var barn og þú kenndir mér að signa
mig og fara með versin mín fyrir
svefninn. Þegar þú sast með prjón-
ana þína og kenndir mér að stauta.
Þegar þú hafðir saumað jólakjólana
á okkur systurnar og þið pabbi sátuð
á dívaninum og við dönsuðum af
gleði og þú sagðir við pabba: „Held-
ur þú að þær yrðu nokkuð glaðari þó
þeir væru úr silki?“ En mamma mín,
þetta voru heimsins flottustu kjólar,
því þú gerðir allt svo vel, hvort sem
það var að sauma, prjóna, baka,
mála eða hvað eina sem þú tókst þér
fyrir hendur.
Þú varst einstaklega vinnusöm og
við lærðum það fljótt systkinin að líf-
ið er ekki bara leikur enda þurfti að
halda vel á spöðunum til að fæða og
klæða þennan stóra barnahóp. Þess
utan var alltaf mikill gestagangur á
heimilinu, því þú varst frændrækin
og hélst góðu sambandi við fólk. Það
er síst ofmælt þó ég fullyrði að þeir
eru ekki margir af skylduliði þínu
sem ekki hafa einhvern tímann þeg-
ið eitthvert lítilræði af þér, því þú
varst ávallt gefandi en ekki þiggj-
andi.
Tíminn sem við áttum saman í
sumar verður mér óendanlega dýr-
mætur. Fyrir hann er ég þér þakk-
lát. Ég vildi að ég hefði getað verið
hjá þér uns yfir lauk, en allir verða
að vinna, það skildir þú vel.
Örlögin haga því þannig að ég get
ekki fylgt þér síðasta spölinn og þess
vegna kveð ég þig á þennan hátt. Ég
veit að þú skilur það.
Ég bið algóðan Guð að taka þig í
náðarfaðm sinn og ég trúi því og
treysti að þér verði búinn góður
staður í ríki hans.
Þín dóttir
Védís.
Elsku amma, nú er biðinni hjá afa
lokið, þú varst tilbúin. Hann hefur
komið og sótt þig eins og þig
dreymdi um daginn, en þá varstu
ekki alveg ferðbúin. Hann hefur
boðið þér í veislu og þú ekki staðist
freistinguna, enda lái ég þér það
ekki þar sem þú hefur þolað þrautir
miklar.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast ömmu minnar, eða ömmu á
Hólmavík eins og ég kallaði hana
alltaf. Það eru ófáar góðar minning-
ar sem ég á um hana og hef ekki
komist hjá að renna huganum um
síðastliðna daga og á meðan á veik-
indum hennar stóð.
Það var alltaf gaman að koma til
ömmu á Hólmavík og fór ég þangað
á hverju sumri þegar ég var barn.
Amma var vön að taka vel á móti
okkur þegar við komum, það var
eins og hún héldi að við fengjum
aldrei matarbita hér fyrir sunnan,
því alltaf beið okkar fullt hlaðborð af
mat og bakkelsi, og ekkert jafnaðist
á við að fá heita kjötsúpu og pönnu-
kökur eftir aksturinn.
Amma undi sér vel á Hólmavík og
vildi hvergi annars staðar vera. Ef
hún kom í bæinn þá var hún orðin
viðþolslaus eftir nokkra daga og
vildi ólm komast aftur heim. Hún
hafði alltaf nóg fyrir stafni og var
mjög iðin í höndunum. Það voru
margir jólapakkarnir sem ég fékk
frá ömmu sem innihéldu eitthvað
sem hún hafði búið til, t.d. prjónað,
saumað eða málað og ef mig vantaði
eitthvað sem hún hafði búið til, t.d.
ullarsokka eða vettlinga, þá voru
þeir komnir með hraðsendingu til
mín. Þessir hlutir eru mér ómetan-
legir og hjálpa mér að varðveita
minningu þessarar yndislegu konu.
Amma var gefandi en ekki þiggj-
andi. Hún var örlát og vildi allt fyrir
alla gera en vildi aldrei fá neitt í
staðinn. Hún hafði ánægju af að fá
mann í heimsókn og alltaf stóðu
hennar dyr opnar. Hún var mjög
barngóð og talaði mikið um okkur
barnabörnin og barnabarnabörnin
og var óspar á hrósin.
Eitt sinn skal hver deyja, það er
það eina sem við vitum um framtíð
okkar. Amma er búin að lifa góðu en
jafnframt erfiðu lífi, búin að koma
upp stórum hópi barna og á fjölda
afkomenda. Hún háði erfiða baráttu
við illvígan sjúkdóm og ég veit að
hún var sátt og var fegin að fá hvíld-
ina.
Ég vil þakka ömmu fyrir allt sem
hún kenndi mér og gaf mér, einnig
vil ég þakka öllum þeim sem komu
að umönnun hennar í veikindunum
kærlega fyrir þá aðstoð og um-
hyggju sem þeir veittu ömmu og
gerðu henni kleift að deyja með
reisn.
Blessuð sé minning hennar.
Hildur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir,
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku amma, það var svo gott að
koma til þín og fá pönnukökur og
kleinur. Þú áttir alltaf nóg af bakk-
elsi í búrinu ef einhver skyldi nú
koma. Ég man þegar ég fór í
kennslu í kleinubakstri, og ég mátti
ekki koma nálægt steikingarpottin-
um og heldur ekki skera úr, því að
þá urðu þær ekki réttar. Seinna
komst ég að því að það getur enginn
bakað kleinur eins og þú.
Mikið er ég glöð að drengirnir
mínir fengu að hitta þig, þó að þeir
séu ekki nógu gamlir til að muna eft-
ir þér, en ég leyfi þeim að kynnast
þér í gegnum myndir og sögur.
Hjartkæra amma,
far í friði
föðurlandið himneskt á.
Þúsundfaldar þakkir hljóttu
þínum litlu vinum frá.
Vertu sæl um allar aldir,
alvaldshendi falin var.
Inn í landið unaðsbjarta
englar drottins fylgi þér.
(Höf. ók.)
Elsku amma, ég sakna þín sárt.
Þín
Ingibjörg.
BRYNHILDUR
JÓNSDÓTTIR
✝ Steinunn Þor-varðardóttir
fæddist í Reykjavík
23. október 1917.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Víðinesi
föstudaginn 26. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Þorvarður Guð-
mundsson frá Þór-
oddarkoti á Álfta-
nesi, starfsmaður
Gasstöðvar Reykja-
víkur, f. 20. júlí
1888, d. 14. nóvem-
ber 1968, og Frið-
semd Magnúsdóttir frá Kolholts-
helli í Flóa, f. 2. maí 1891, d. 7.
janúar 1973. Steinunn átti fjóra
Steinunn Jóhannesi Sigurðssyni
prentara, f. 8. apríl 1892, d. 1.
nóvember 1979. Sonur þeirra er
Sigurður, f. 13. nóvember 1945,
prentari og bankastarfsmaður.
Börn hans og konu hans, Sigrún-
ar Briem, f. 16. september 1949,
eru Helga, f. 6. maí 1973, Dóra
Margrét, f. 23. maí 1978, og Jó-
hannes, f. 14. júlí 1984. Þau
skildu. Fyrir átti Jóhannes dæt-
urnar Ingileif Ágústu, f. 31. mars
1918, Kristínu, f. 4. júní 1922, og
Vilborgu, f. 3. febrúar 1924.
Steinunn sinnti mörgum störf-
um um ævina, m.a. vann hún
lengi hjá versluninni Skjaldbergi
á Laugaveginum og síðar störf-
uðu þau hjónin sem húsverðir í
húsi KFUM&K á Amtmannsstíg
2b um nokkurra ára skeið. Þau
voru virk í starfi KFUM &K,
Kristniboðssambandsins og Gid-
eonfélagsins.
Útför Steinunnar var gerð frá
Fossvogskirkju 2. ágúst.
bræður og var hún
elst í systkinahópn-
um. Elsti bróðirinn,
Helgi, lést árið 1921,
aðeins tveggja ára
gamall. Eftirlifandi
bræður Steinunnar
eru Magnús, f. 7.
október 1920, k.h.
Hólmfríður Gísladótt-
ir, og Helgi Ástbjart-
ur, f. 22. september
1922, k.h. Kristjana
Hjartardóttir. Yngst-
ur systkinanna var
Jón, f. 27. september
1924, d. 14. júní
1998, k.h. var Vilborg Jóna Guð-
mundsdóttir, d. 24. ágúst 1993.
Hinn 15. janúar 1944 giftist
„Væna konu, hver hlýtur hana?
Hún er miklu meira virði en perlur.“
(Orðskviðirnir 31,10.)
Þessi orð úr Biblíunni komu mér í
hug við andlátsfregn Steinunnar
Þorvarðardóttur, sem var seinni
kona föður míns.
Í viðtali við föður minn sem birt-
ist í Morgunblaðinu á 75 ára afmæli
hans segir: „Drottinn hefur verið
mér ákaflega náðugur. Ég hef verið
lánsamur í mínu einkalífi. Fyrri
kona mín hét Ragnhildur Sigurð-
ardóttir og eigum við þrjár dætur.
Hún var mér ákaflega samhent í
starfi mínu og umburðarlynd og
kærleiksrík. Seinni kona mín heitir
Steinunn Þorvarðardóttir. Við eig-
um einn son. Hún studdi mig ekki
síður í starfi mínu í Guðs ríki.“
Já, það var mikil gæfa fyrir föður
minn að eignast fyrir konu hana
Steinu, eins og við kölluðum hana.
Hún var ung og hraust. Steina átti
lifandi trú á Jesú Krist, hinn upp-
risna frelsara sinn, allt frá æskuár-
um, og tók þátt í starfi KFUK á
margan hátt. Hún söng t.d. í ung-
meyjakór félagsins undir stjórn
Svanlaugar Sigurjónsdóttur. Faðir
okkar tók virkan þátt í kristilegum
félögum, KFUM og kristniboðssam-
bandinu. Einnig tók hann virkan
þátt í kristilegu sjómannastarfi
meðal Norðmanna og Færeyinga og
alltaf stóð Steina við hlið hans, tók á
móti fólkinu frá Noregi sem starfaði
hér mörg sumur á Siglufirði og
Seyðisfirði. Eitt sumarið tóku þau
að sér að reka sjómannaheimilið á
Siglufirði. Eins komu oft hingað
Færeyingar sem störfuðu meðal
sjómanna. Einnig þeir voru alltaf
velkomnir á heimili þeirra. Meðal
þessara manna eignuðust þau
marga vini. Þess vegna var þeim
boðið bæði til Færeyja og Noregs,
þar sem þau nutu mikillar gestrisni.
Þegar faðir okkar var 74 ára 1966
fóru þau í ógleymanlega ferð til
Gyðingalands. Í sama viðtali og ég
vitnaði til í upphafi segir svo: „Sú
stund að standa á Golgatahæð er
mér ógleymanleg. Það er raunar
lífsreynsla hverjum trúuðum manni
að ganga um þær slóðir sem frelsari
minn gekk um í sínu jarðvistarlífi.
Án þeirrar reynslu vildi ég ekki hafa
verið.“
Faðir minn var alla tíð brennandi
fyrir kristniboði. Hann var t.d. lengi
formaður Kristniboðsfélags karla
hér í Reykjavík. Það nægði honum
ekki svo hann stofnaði lítinn kristni-
boðshóp sem hlaut nafnið „Vorperl-
an“. Þau Steinunn bjuggu þá í
Laugarneshverfi og fengu trúað fólk
sem bjó á þeim slóðum með í hóp-
inn. Þeim var þessi hópur afar kær
og veitti hann þeim margar bless-
aðar stundir. – Steina tók líka þátt í
kvennadeild Gídeonfélagsins.
Steina bjó föður okkar yndislegt
heimili og umhyggja hennar snerist
fyrst og fremst um hann og son
þeirra. Þegar Steina var orðin 50
ára dreif hún sig í að læra á bíl og
keyrði þau mikið. Það varð til þess
að faðir minn gat stundað prentiðn
sína þar sem þau unnu bæði í prent-
smiðjunni Leiftri síðustu æviár
hans.
Steina sýndi mér mikla um-
hyggju, meðal annars að passa fyrir
mig börnin mín þegar þau voru lítil.
Fyrir það vil ég þakka.
Það var nokkrum mánuðum áður
en móðir mín dó. Ég var að fara til
Akureyrar til elstu systur minnar
sem ung giftist ekkjumanni sem átti
fimm börn og þau höfðu eignast eitt
barn saman og mikið var að gera á
stóru heimili. Þar ætlaði ég að vera
vinnukona. Þá sagði móðir mín við
mig: „Það vildi ég óska að pabbi
þinn gifti sig aftur, ef ég fer á undan
honum.“ Ég var þá 16 ára og mót-
mælti þessu kröftuglega. Þá sagði
hún: „Borga mín, heldur þú að ég
yrði ekki þakklát þeirri konu sem
vildi hugsa um hann pabba þinn?“
Þess vegna viljum við systurnar
blessa minninguna um Steinu og
þakka Guði fyrir að hann gaf föður
okkar góða og umhyggjusama,
trúaða konu.
Guð blessi eftirlifandi ástvini
hennar.
Vilborg Jóhannesdóttir.
Það kom okkur ekki á óvart er við
fengum þær fréttir að amma hefði
kvatt þetta líf. Hún var orðin mjög
lasburða undir það síðasta og það
féll henni ekki í geð því hún var
mjög dugleg kona og félagslynd,
sem þurfti alltaf að hafa eitthvað
fyrir stafni. Þannig viljum við líka
minnast hennar.
Margar minningar koma upp í
huga okkar, allar góðu stundirnar
sem við áttum saman. Sunnudags-
bíltúrarnir þegar við hjúfruðum
okkur upp að henni í aftursætinu og
sváfum mestalla leiðina, ferðirnar í
sunnudagaskólann og sunnudags-
steikin á eftir. Grjónagrautur með
bústnum rúsínum í hádegismatinn,
borðaður undir fréttalestrinum í út-
varpinu, og kavíarsamloka og mjólk-
urglas í rúmið þegar maður gisti.
Amma að prjóna á dúkkurnar og
sauma föt á barbí og þegar við feng-
um að láta litla báta sigla í eldhús-
vaskinum. Sögurnar hennar af
ferðalögum þeirra afa til Egypta-
lands og víðar, og af þeim tíma er
hún vann á Farsóttaheimilinu og hjá
Skjaldberg.
Amma var hörkudugleg, hlý og
góð, en þó ákveðin og röggsöm. Það
var alltaf gott að vera í pössun hjá
henni. Hún gaf sér alltaf tíma til að
spjalla og leika við mann, maður átti
alla hennar athygli óskipta. Eftir að
við urðum eldri var alltaf notalegt
að koma til hennar í kaffi og spjall
og fá að heyra sögurnar hennar aft-
ur.
Elsku amma, það er gott að
hugsa til þess að nú líði þér betur og
að nú séuð þið afi saman að líta eftir
okkur hinum.
Við viljum kveðja þig með sálm-
inum sem þú söngst svo oft fyrir
okkur þegar við vorum lítil, og biðj-
um góðan Guð að geyma þig.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Þín
Helga, Dóra Margrét
og Jóhannes.
STEINUNN ÞOR-
VARÐARDÓTTIR
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.