Morgunblaðið - 03.08.2002, Side 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 43
Nýlega lést í
Reykjavík frændi
minn Arnljótur Guð-
mundsson húsasmíðameistari. Þó
að erfið veikindi hafi íþyngt honum
undanfarin ár og heft frelsi hans að
mörgu leyti var hann samt óbug-
aður og ótrúlega jákvæður og
atorkusamur. Hann hafði alla tíð
verið vinnusamur, traustur og lag-
inn með næmt auga fyrir því
spaugilega í tilverunni. Það, ásamt
öðrum mannkostum sem leiddu til
góðra samskipta við samferða-
menn, gerði hann væntanlega sátt-
an við sjálfan sig og nýttist honum
til að lifa ríkulegu lífi með ástvin-
um og félögum þó að heilsan væri
biluð. Naut sín þá einstök frásagn-
argáfa hans og ánægja hans og
áhugi á töluðu og rituðu máli.
Arnljótur fór að heiman sautján
ára gamall til að freista gæfunnar
og segir sagan að þegar hann kom
til Reykjavíkur hafi hann leitað
uppi Magnús Vigfússon sem þótti
afbragðsgóður húsasmiður. Var
Magnús staddur við vinnu sína
uppi í tröppu þegar ókunnan ung-
lingspilt bar þar að og sagðist vilja
læra húsasmíði og spurði hvort
hann vildi taka sig í læri. Líklega
hefur verið eftirsótt að komast í
læri hjá Magnúsi og krókóttari
leiðir notaðar til að tryggja sér
pláss. Magnúsi brá við þessa um-
búðalausu nálgun og spurði piltinn
hvaðan hann kæmi. Þegar hann
sagðist vera rétt kominn að norðan
var meistarinn sáttur og sá örugg-
lega ekki eftir að hafa fengið Arn-
ljót til liðs við sig.
Það má segja að Arnljótur hafi
byrjað með tvær hendur tómar
þegar hann leitaði fyrst til Reykja-
víkur en stefnufastur var hann og
vissi hvað hann vildi. Dugnaður,
heiðarleiki, réttsýni og þrautseigja
var honum drjúgt veganesti úr for-
eldrahúsum ásamt ljúfmennsku
sem var honum í blóð borin. Arn-
ljótur var aðeins tæpra tíu ára þeg-
ar faðir hans Guðmundur Krist-
jánsson lést en hann ólst upp með
móður sinni Pálínu Önnu Jónsdótt-
ur sem bjó sjálfstæðu búi ásamt
börnum sínum Hannesi, Arnljóti
og Elínu á bæjum í Svínavatns-
hreppi. Fyrsta barn Pálínu og Guð-
mundar var reyndar stúlka, Guð-
rún Halldóra, en hún lést skömmu
eftir fæðingu.
Faðir Pálínu var Jón Hannesson
búfræðingur og bóndi að Brún í
Svartárdal, f. 1864, elstur barna
Hannesar Guðmundssonar bónda
og hagleikssmiðs að Eiðstöðum í
Blöndudal og konu hans Halldóru
Pálsdóttur frá Hvassahrauni í
Vatnsleysustrandarhreppi. Móðir
Pálínu var Sigurbjörg Frímanns-
dóttir húsfreyja, f. 1854, yngsta
barn Jóhanns Frímanns Runólfs-
sonar og konu hans Guðrúnar
Benjamínsdóttur sem bjuggu ým-
ist sjálfstæðu búi eða voru í vinnu-
mennsku, aðallega í Húnavatns-
sýslum. Jón lést úr lungnabólgu
um vorið 1896 rúmlega þrítugur.
Þau Sigurbjörg áttu þá fjórar
kornungar dætur, Halldóru, Guð-
rúnu Margréti og tvíburana Ingi-
björgu og Pálínu Önnu. Eftir lát
Jóns vildi Sigurbjörg búa áfram að
Brún með dætrum sínum og ráðs-
manni en það var ekki unnt. Flest
systkini hennar voru áður farin til
Vesturheims og það varð úr að hún
ákvað að fylgja þeim þangað. Tvær
dætur tók hún með sér, Halldóru
og annan tvíburann, Ingibjörgu.
Hinar tvær urðu eftir, Guðrún
ARNLJÓTUR
GUÐMUNDSSON
✝ Arnljótur Guð-mundsson fædd-
ist í Sléttárdal í
Svínavatnshreppi í
Austur-Húnavatns-
sýslu 17. apríl 1929.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Landspít-
alans sunnudaginn 7.
júlí síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Fríkirkjunni í
Reykjavík 17. júlí.
amma mín sem ólst
upp hjá Guðmundi
Hannessyni lækni föð-
urbróður sínum og
konu hans Karólínu og
Pálína Anna, móðir
Arnljóts sem hafði
verið hjá afa sínum
Hannesi og Halldóru
ömmu sinni frá fæð-
ingu og ólst áfram upp
hjá þeim og var síðar
á heimili föðurbróður
síns Páls. Þannig
skildi leiðir og þær
systur sáu aldrei móð-
ur sína aftur en Ingi-
björg systir þeirra kom tvisvar til
Íslands eftir að hún varð fullorðin
og Guðrún heimsótti systur sínar í
Kanada einu sinni ásamt tveimur
dætra sinna. Guðrún, amma Pálínu
og Guðrúnar, hafði verið í sömu
sporum og þær sem barn, en hún
fæddist á Fellsströndinni og missti
líka báða foreldra sína áður en hún
varð fimm ára gömul. Hún fór þá
til vandalausra. Þó að þær systur
Pálína og Guðrún hefðu ekki alist
upp saman var ætíð gott á milli
þeirra og talsverð kynni og vin-
semd og tengsl milli barna þeirra.
Pálína var nett og fínleg kona, átti
skáldæð, var stálminnug og kunni
fjöldann allan af sögum og ljóðum.
Hún hafði góða frásagnargáfu og
var einstaklega lagin við börn og
sjúka. Guðmundi manni hennar
sem dó aðeins 51 árs var lýst sem
laglegum manni og var hýr og
skemmtilegur og einstaklega geð-
þekkur.
Sú mynd sem brugðið er upp af
ættfólki Arnljóts hér að framan
varpar ljósi á þá erfiðu lífsbaráttu
sem fólk hefur háð í þessu landi
kynslóð fram af kynslóð með marg-
víslegum tilbrigðum. Í fyrstu bein-
ist athyglin öðru fremur að óblíð-
um örlögum, síðar vaknar virðing
og aðdáun á þeirri þrautseigju,
kjarki og þolgæði sem gerði fólki
kleift að lifa af ótrúlega harðinda-
tíma bæði í eiginlegri og óeigin-
legri merkingu og koma börnum
sínum lifandi til fullorðinsára.
Arnljótur var gæfumaður í
einkalífi sínu og eignaðist góða og
hæfileikaríka konu og þau áttu
barnaláni að fagna. Hann var far-
sæll í starfi og var lengi eftirsóttur
og virtur húsasmíðameistari og
gekk vel sem sjálfstæðum atvinnu-
rekanda. Hann var fenginn til ým-
issa verka fyrir fjölskyldu móður-
systur sinnar og ömmu minnar
Guðrúnar, m.a. að byggja stórhýsi
að Lynghálsi 1 þar sem höfuð-
stöðvar fyrirtækisins Hans Peter-
sen voru lengi.
Arnljótur var hávaxinn og mynd-
arlegur maður, ljós yfirlitum og
bauð af sér góðan þokka og má
segja að hann hafi erft marga góða
kosti og eiginleika foreldra sinna
og ættmenna. Síðast þegar ég sá
hann var fjölskyldan saman komin
í Bláa lóninu í blíðskaparveðri síð-
sumars í fyrra. Tilefnið var að hitta
lítinn hóp afkomenda Halldóru,
móðursystur Arnljóts og ömmu-
systur minnar, sem kominn var í
fyrsta sinn í heimsókn til Íslands.
Þarna voru tvær dótturdætur Hall-
dóru, önnur frá Kanada en hin frá
Kaliforníu, með fjölskyldu sína.
Þau voru komin til að kanna upp-
runa sinn og rekja rætur sínar aft-
ur til löngu liðinna kynslóða, sjá
gamla landið og hitta okkur afkom-
endur systranna sem urðu hér eft-
ir. Þarna gafst gott tækifæri fyrir
okkur öll til að treysta gömul kynni
og fagna nýjum. Ég sakna þess nú
að hafa ekki gripið fleiri stundir til
að hitta Arnljót og fræðast af hon-
um en vil að lokum þakka fyrir
hönd okkar afkomenda Guðrúnar
móðursystur hans góð kynni og
trausta vinsemd. Ég flyt Hrefnu,
börnum þeirra og fjölskyldum,
Hannesi, Elínu og fjölskyldu inni-
legar samúðarkveðjur okkar allra.
Blessuð sé minning Arnljóts
Guðmundssonar.
Guðrún Agnarsdóttir.
Afi og amma eru að
koma. Afi og amma eru
að koma!! Eftirvænt-
ingin leyndi sér ekki.
Svo komst þú, afi minn,
blístrandi upp stigann í
Grænahjallanum, geifl-
aðir þig og grettir
þangað til maður gat ekki annað en
skellt upp úr, hlaupið í fangið þitt.
Þannig man ég eftir þér frá fyrstu tíð,
afi minn, alltaf að grallarast við okkur
afabörnin enda ekki kallaður „afi
skrípó“ að ástæðulausu! Afi í ein-
kennisbúningi, afi á litlu gulu hæn-
unni, afi í Stórholti, afi í Grundar-
landi, afi í Ljósheimum, afi á
Kjartansgötunni. Afi, þú hefur gefið
okkur öllum svo ótal margar dýr-
mætar minningar sem við getum
varðveitt innra með okkur um
ókomna tíð og alltaf þegar ég hugsa
um þig, afi, brosi ég með sjálfum mér.
En nú ertu kominn á vit nýrra æv-
intýra, afi minn, og ég efast ekki um
að þar ríkir mikil gleði því alltaf
muntu verða gleðigjafi þeirra sem
verða á vegi þínum. Skilaðu kveðju til
ömmu, þið voruð einstök.
Jóhann M.
Frændi minn og vinur Ragnar
Edvardsson er horfinn af sjónarsvið-
inu en minningin um hann er mér
ógleymanleg. Kynni okkar hófust
fyrir sextíu árum norður í Hrútafirði
þar sem hann, eftir aðlögunartíma á
heimili mínu, dvaldi sumarlangt á
bænum Hrafnadal sem er þar á
næstu grösum. Sú dvöl varð honum
svo ánægjuleg og eftirminnileg, að
ekki brást að hann hefði orð á því
þegar fundum okkar bar saman eða
við ræddum saman í síma. Fyrst eftir
að ég flutti til Reykjavíkur voru fund-
ir okkar fremur tilviljanakenndir,
enda báðir önnum kafnir við að
byggja okkur heimili og koma upp
börnum. En eftir því sem árin liðu
fjölgaði samfundum okkar og síma-
spjalli, einkum þó eftir að hann varð
fyrir þeim hremmingum, sem gerðu
síðustu ár hans æ erfiðari. Aldrei
kvartaði hann yfir hlutskipti sínu, en
hafði þó orð á því við mig, að þegar
hann, vegna þrauta, ætti erfitt um
svefn að næturlagi nýtti hann tímann
til lestrar. Ræddi hann þá á stundum
RAGNAR
EDVARDSSON
✝ Ragnar Ed-vardsson fæddist
í Reykjavík 24. júní
1922. Hann lést 25.
júlí síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Grafarvogs-
kirkju 2. ágúst.
og lagði mat á það sem
hann hafði síðast lesið.
Þessir fundir okkar
voru mér mikils virði og
opnuðu mér oft nýja
sýn, ég sá atburði í nýju
ljósi eftir útskýringar
hans.
Ég sá Ragnar síðast í
veizlu sem haldin var í
tilefni þess að hann
varð áttræður hinn 24.
júní síðastliðinn og varð
strax ljóst að honum
hafði hrakað mjög frá
síðasta fundi okkar.
Fráfall hans kom mér
því ekki á óvart.
Fjölskyldu hans og vinum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur, og kveð
með orðum fengnum að láni frá
skáldbóndanum Guðmundi Böðvars-
syni á Kirkjubóli.
Það fennir í fótspor
feðranna.
Svo í heimahaga
sem í hágöngum.
Fljótt í sum
seinna í önnur,
loks í allra eins.
Samt er samfylgd
sumra manna
andblær friðar
án yfirlætis
áhrif góðvildar,
inntak hamingju
þeim er njóta nær.
Torfi Jónsson.
Ég var búin að heyra til þeirra
löngu áður en ég kynntist þeim. Ég
var lítil stúlka í heimsókn hjá ömmu
og afa í Stórholtinu og heyrði Jónínu
kalla á Ragnar og synina í matinn, en
þeir voru að ærslast í fótbolta handan
við vegginn milli húsanna.
Mér hafði líka verið sagt að þau
hjónin Jónína og Ragnar sigldu til út-
landa með Gullfossi bara að gamni
sínu, en slíkar ferðir voru næsta fátíð-
ar í þá daga.
Næst urðu þau á vegi mínum þeg-
ar þau ráku bakarí við Langholtsveg-
inn. Ófá voru vínarbrauðin sem hann
gaf okkur krökkunum í nágrenninu,
enda var hans sárt saknað þegar þau
hættu rekstrinum og hurfu til ann-
arra starfa.
Ég settist í Kennaraskólann 1962
og þar var Jónína, sem sat við hliðina
á einum sona þeirra. Fljótlega tókust
með okkur kynni og ætíð var Ragnar
á næstu grösum. Aldrei gat ég vanist
því að nefna þau ekki saman.
Þau voru höfðingjar heim að
sækja. Smörrebrauð var hrist fram
úr erminni hvernig sem á stóð. Steik-
in þeirra var sérstaklega góð og
„frómasinn“ hans Ragnars skipar
sérstakan sess í minningunni. Ragn-
ar var frábær sögumaður og þau voru
ógleymanleg kvöldin hjá þeim í Stór-
holtinu þegar hann brá sér í hvert
gervið á fætur öðru. Þrátt fyrir
ótæmandi fjölda sagna af samferða-
mönnum gætti hann þess ætíð að
sögurnar meiddu engan.
Ragnar Edvardsson var góður
maður, hjálpsamur og greiðugur.
Þau voru ófá skiptin sem hann kom
og aðstoðaði við flutninga, þótt hann
væri á þessum árum önnum kafinn
maður.
Sumarið 1972 komu þau Jónína og
Ragnar í heimsókn til okkar í Vín-
arborg.
Tilefnið var fimmtugsafmæli hús-
bóndans og dvöldu þau hjá okkur í
nokkra daga. Meðan á dvöl þeirra
stóð bauð borgarstjóri Vínar erlend-
um starfsmönnum Sameinuðu þjóð-
anna til sumarfagnaðar í hinu glæsi-
lega ráðhúsi borgarinnar.
Það varð að ráði að þau hjón kæmu
með okkur til fagnaðarins. Þegar við
gengum upp blómum skrýdda stig-
ana og litum inn í hallarsalina varð
Jónínu að orði: „Ragnar, hvað er þér
efst í huga er þú gengur hér í salinn?“
Ragnari varð ekki svarafátt frekar en
fyrri daginn og fór með eftirfarandi
vísubrot úr Einræðum Starkaðar
Einars Benediktssonar:
Í hallarglaum var mitt hjarta fátt.
Hreysið ég kaus með rjáfrið lága.
Geðið ber ugg þegar gengið er hátt.
Gleðin er heilust og dýpst við það smáa.
Þannig var Ragnar, hann kunni
heilu ljóðabækurnar. Hann gat alltaf
svarað með vísu eða þulið heilu kvæð-
in við ótrúlegustu tilefni.
Ragnar var hraustmenni og heilsu-
góður mestan hluta ævinnar, þótt
hratt hafi stundum verið leikið og
ætíð unnið langan og strangan vinnu-
dag. Síðustu árin urðu honum því erf-
ið, þegar fæturnir höfðu gefið sig og
hann var upp á aðra kominn.
Þótt vík hafi verið milli vina um
langt skeið rofnuðu aldrei vináttu-
tengsl við þau Ragnar og Jónínu.
Eftir kveðjustundina sem við átt-
um með Ragnari á Hjúkrunarheim-
ilinu Eiri er við hæfi að hinsta kveðja
okkar sé niðurlag erindis þess úr
Einræðum Starkaðar, sem að ofan er
vitnað í:
Með jarðneska kraftsins veig á vör –
úr visnandi höndum ég skálinni fleygði.
Ég heyrði ljóð – mitt líf var á för.
Ljósið handan við daginn ég eygði.
– Vertu sæll, góði vinur, við minn-
umst ykkar beggja með hlýhug.
Samúðarkveðjur sendum við allri
fjölskyldunni.
María Árelíusdóttir,
Steinar Berg Björnsson.
Þegar Kristín
hringdi í mig og sagði
mér að Steinunn systir
sín væri látin setti mig
hljóða og minningarnar
frá æskuárunum runnu
í gegnum huga minn. Foreldrar okk-
ar bjuggu í sama húsi í 11 ár á Aust-
urgötu 20 í Keflavík svo við Steinunn
lékum okkur mikið saman og einnig
eftir að við fluttum. Hún var alltaf
svo dugleg að leika úti frá morgni til
kvölds, eins og hún þreyttist aldrei,
og svo fljót að hlaupa. Aldrei gleymi
ég því þegar hún yngst allra fimm
ára gömul þreytti 200 metrana og
synti heiðurssundið fyrir forseta Ís-
lands, hr. Ásgeir Ásgeirsson. Það
var troðfullt hús í sundlauginni og
STEINUNN HAFDÍS
PÉTURSDÓTTIR
✝ Steinunn HafdísPétursdóttir
fæddist í Keflavík 15.
október 1948. Hún
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
24. júlí síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Grafarvogs-
kirkju 31. júlí.
hún sem var svo smá-
beinótt og grönn var
svo pínulítil þarna og
mikið var klappað fyrir
henni. Á okkar yngri
árum var siður að börn
úr Keflavík færu á
barnaball um jólin hjá
hernum og fékk ég
bollastell og bróðir
minn spjald og byssur
með örvum með sog-
skál á og mikið fannst
okkur gaman þegar
Steinunn svaf hjá mér
að liggja á maganum
upp í rúmi og skjóta í
miðju hringsins á spjaldinu og hvað
við hlógum þegar pabbi kom eftir
miðnætti og spurði hvaða högg þetta
væru eiginlega.
Þrátt fyrir að ekki hafi verið mikill
samgangur milli okkar seinni ár var
alltaf jafnmikill kærleikur milli okk-
ar þegar við töluðum saman eða hitt-
umst.
Þegar ég talaði við Steinunni í vet-
ur rétt áður en hún var greind með
krabbameinið var hún svo vongóð
um að nú færi að sjá fyrir endann á
máli hennar vegna slyss sem hún
varð fyrir við vinnu sína og hún gæti
notið þess að fá einhverjar bætur til
að létta sér lífið, þar sem hún varð
öryrki út úr því og varð að hætta
vinnu sinni sem yfirhjúkrunarfræð-
ingur á hjartaskurðdeild Landspít-
alans. Sorglegt er til þess að vita að
þess naut hún aldrei að fá bæturnar
og spyr maður sig hver sé tilgang-
urinn með að hártoga og draga af-
greiðslu bóta fyrir svona vinnuslys
sem nógu erfitt er samt fyrir við-
komandi.
Við kvöddumst í símanum með
þeim orðum að ég myndi kíkja í
heimsókn á næstunni sem því miður
varð aldrei og harma ég það.
Þegar ég hitti fjölskyldu Stein-
unnar eftir lát hennar var sorglegt
að horfa upp á hundinn hennar, sem
var henni svo kær, bíða við dyrnar
eftir henni.
Elsku Svenni, Jenný, Kristín og
fjölskyldur ykkar, mikið hefur verið
lagt á ykkur síðastliðin þrjú ár að
missa foreldra ykkar með fárra mán-
aða millibili og Kristín tengdaföður
sinn, sem var henni mjög kær, í vet-
ur eftir fárra vikna veikindi og nú
systur ykkar eftir erfið veikindi.
Við fjölskylda mín og pabbi biðj-
um Guð að styrkja ykkur í sorg ykk-
ar.
Megi Steinunn hvíla í friði.
Oddný Mattadóttir.