Morgunblaðið - 03.08.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.08.2002, Blaðsíða 46
galdraefninu Hekluvikri. Einnig má nota sand í staðinn fyrir vik- urinn. Aðaltilgangurinn með því að blanda sandi eða vikri saman við torfmosann er að tryggja það að það lofti nægilega um ræturnar á meðan þær eru að myndast og eftir að þær eru farnar að starfa. Hlutfall sands eða vikurs í blöndunni má vera á bilinu 30–70% og fer það svolítið eftir því hvað viðkomandi er duglegur að vökva yfir græðlingana; því meiri vikur, því meira þarf að vökva. Rótunarefninu er svo komið fyrir í bökk- um, til dæmis er mjög sniðugt að nota bakka undan skógar- plöntum. Áður en græðlingunum er stungið er gott að vökva yfir rótunar- efnið. Græðlingunum er stungið niður í rót- unarefnið, þannig að laufgaði endinn snúi upp … Hægt er að fá sérstakt duft, svokallað rótunarhormón, sem neðri enda græðlinganna er dýft í áður en þeim er stungið í bakkana. Þetta hormón hraðar rótarmynduninni en er ekki lífs- nauðsynlegt til þess að árangur náist. Þegar bakkinn er fullur er vökvað létt yfir hann og hon- um komið fyrir undir hvítu, þunnu plasti. Bakkarnir þurfa að standa í góðu skjóli, t.d. í vermireit eða jafnvel inni í gróð- urhúsi, þar til rótamyndun hef- ur átt sér stað og mikilvægt er að tryggja það að þeir þorni aldrei á meðan. Hvíta plastið heldur rakastiginu á græðling- unum háu, best er að það sé sem næst 100%. Í sólríku veðri þarf að taka plastið reglulega af og vökva yfir græðlingana, bæði til að halda rakanum og eins til að kæla þá niður. Hreinlæti er mjög mikilvægt við græðlingatökuna því græð- lingarnir eru afar viðkvæmir fyrir sveppasýkingum meðan á rótun stendur. Því þarf að þvo alla bakka og öll tól og tæki vel og vandlega áður en hafist er handa. Þær tegundir sem er auðvelt að eiga við og gaman að prófa heima hjá sér eru til dæmis blá- toppur, margar tegundir kvista eins og birkikvistur, japansk- vistir og perlukvistur, rifsteg- undir en þær þarf að taka snemma að sumrinu, í lok júní– byrjun júlí, runnamura en hana er hægt að taka lengi fram eftir sumri, margar víðitegundir og svo er auðvitað um að gera að gefa ræktunargleðinni lausan tauminn. ÞAÐ eru tveir gallar við það að eiga risastóran garð. Fyrri gallinn er sá að maður er alltaf að reyta arfa, sem er svo sem allt í lagi ef sólin skín og maður getur verið léttklæddur við þá iðju og unnið að brúnkusöfnun í leiðinni, en því miður er nú sumarið oft á tíðum vætusamt og nauðsynlegt að brynjast pollagöllum og stígvélum gegn veðrinu. Einhvern veginn er það líka þannig að þegar rignir sprettur arfinn miklu bet- ur en ella. Seinni gallinn er sá að plöntur eru alls ekki gefins, það mætti ætla að þeir sem fram- leiða plöntur vildu hreinlega fá eitt- hvað fyrir sinn snúð. Það þarf líka nokkuð margar plöntur í stóran garð ef vel á að vera, helst þurfa þær líka að vera af aðskiljanlegustu teg- undum því það er svo leiðinlegt að horfa upp á einhæfan garð, maður vill fá blóm og fínerí allt sumarið og engar refjar. Hér á eftir fylgir uppskrift að sparnaði í plöntukaupum og er ég viss um að hagsýnar húsmæður landsins eiga eftir að spreyta sig á uppskriftinni, það er að segja ef þær eru ekki uppteknar í nýjum lágvöruverðsmatvöru- verslunum. Sumargræðlingar eru græð- lingar sem eru teknir af plöntum í fullum vexti. Græð- lingarnir eru því laufgaðir þegar þeir eru klipptir. Það skiptir talsverðu máli hvenær sumars- ins græðlingar eru teknir, við- urinn í árssprotanum (nývext- inum) þarf að vera orðinn sæmilega þroskaður en þó má hann ekki vera orðinn of trén- aður, það tefur fyrir rótuninni. Þetta má kanna með því að grípa utan um árssprotann og beygja hann svolítið, ef það er dálítil fyrirstaða en samt sveigj- anleiki er sprotinn á réttu stigi. Græðlingarnir eru klipptir þannig að lengd þeirra sé ekki meiri en u.þ.b. 15 cm en það fer eftir tegundum og því hversu langt er milli bruma. Oft er toppur græðlingsins ónothæfur vegna þess að hann er of linur og þá er hann bara klipptur frá. Neðstu blöð græðlingsins eru fjarlægð áður en honum er stungið í rótunarefnið og er það gert til að koma í veg fyrir að þau mygli í rótunarefninu og eyðileggi þannig græðlinginn. Rótunarefnið sem notað er þarf að vera nokkuð áburðar- snautt. Best er, í svona heima- ræktun, að nota torfmosa (spaghnum) blandaðan með Sumar- græðlingar VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 476. þáttur Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur. MESSUR Á MORGUN 46 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ SEXTÍU manna hópur frá suður- þýsku trúboðssamtökunum „Lieb- enzell“ tekur þátt í messu í Há- teigskirkju á morgun, sunnudag- inn 4. ágúst. Hópurinn mun taka virkan þátt í messuhaldinu og syngur meðal annars tvo þýska sálma. Að messu lokinni verður boðið upp á molasopa. Messan, sem verður á íslensku og að hluta til á þýsku, er öllum opin. Trúboðssam- tökin „Lieben- zell“ í heimsókn Kirkjustarf Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópavogi. Sam- koma í dag kl. 11–12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og bibl- íufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og unglinga- deildir. Létt hressing eftir samkomuna. Allir hjartanlega velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Grafarvogskirkja. Sunnudagur: Bænahóp- ur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga kl. 9:0017:00 í síma 587-9070. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Allar samkomur falla niður í Fíladelfíu um verslunarmannahelgina. Þess í stað eru allir velkomnir á KOTMÓT 2002 sem er kristileg fjölskylduhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Kirkjulækjarkoti Fljótshlíð dagana 1.–5. ágúst. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.gospel.is. Safnaðarstarf Grafarvogskirkja ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar leikur á orgelið og kór kirkjunnar syngur. LANGHOLTSKIRKJA: Morgunbænir verða í kirkjunni kl. 11. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Oranisti er Marteinn H. Frið- riksson. Dómkórinn syngur. NESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr.Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Oranisti er Reynir Jónasson. Nes- kórinn syngur. Aðalsteinn Þorvaldsson segir frá dvöl sinni sem starfsmaður Hjálparstarfs kirkjunnar í Palestínu. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Bjarm- an. Hörður Áskelsson kantor leikur á orgel kirkjunnar og hópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson messar. Ágúst Kjartan Sigurgeirson er organisti og kór kirkj- unnar syngur. Í tilefni af þýskri heim- sókn verður hluti messunnar þýddur á þýsku. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða söng undir stjórn Jón Ólafs Sig- urðssonar organista. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Kirkjan verður lok- uð vegna sumarleyfa starfsfólks til 10. ágúst. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. DIGRANESKIRKJA: Kvöldmessa fellur niður en vísað er á aðrar kirkjur pró- fastsdæmisins (sjá hér í dagbók kirkju- starfs). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Kirkjan verður lokuð vegna sumarleyfa starfs- fólks til 10. ágúst. Bent er á guðsþjón- ustur í öðrum kirkjum prófastsdæm- isins. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Organisti: Ester Ólafs- dóttir HJALLAKIRKJA: Helgihald fellur niður um versl- unarmannahelgina. Bæna- og kyrrð- arstund verður á þriðjudag kl. 18. Sr. Ír- is Kristjánsdóttir. KÓPAVOGSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks verður ekki messað í kirkj- unni í ágústmánuði og er fólki bent á guðsþjónustur í öðrum kirkjum í Kópa- vogi. Kirkjan er opin á hefðbundnum tímum og getur fólk leitað eftir upplýs- ingum eða aðstoð kirkjuvarðar eða átt rólega stund í kirkjunni. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta fellur nið- ur. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Hefðbundin dagskrá Vegarins dagana 1. til 5. ágúst fellur niður vegna móts í Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð. Fjölmennum á Kotmót! Nánari upplýsingar um mótið finnast á www.gospel.is. Næsta sam- koma verður fimmtudaginn 8. ágúst kl. 20:00 og eru allir velkomnir á hana. FÍLADELFÍA: Allar samkomur falla niður í Fíladelfíu um verslunarmannahelgina. Þess í stað eru allir velkomnir á KOT- MÓT 2002 sem er kristileg fjöl- skylduhátíð sem haldin er um versl- unarmannahelgina í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð dagana 1.–5. ágúst. Allar nán- ari upplýsingar er að finna á www.- gospel.is. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 19.30 bæna- stund, kl. 20 hjálpræðissamkoma í um- sjón Áslaugar Haugland. KEFAS, Vatnsendabletti 601: Sam- koma fellur niður sunnudaginn 4. ágúst. Þriðjud.: Bænastund og brauðsbrotning kl. 20.30. Miðvikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og Orð Guðs rætt. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17:00 fellur niður vegna Sæludaga í Vatnaskógi. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Þriðjudaginn 6. ágúst: Ummyndun Drottins, hátíð. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Frá júlí til september fellur messan á miðvikudögum kl. 18.30 niður. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Fimmtudaga: Skriftir kl. 19.30. Bæna- stund kl. 20.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturs- kirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnu- daga: Messa kl. 11.00. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Messufrí. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11:00, létt- ur hádegisverður að messu lokinni. Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10:00, kaffisopi að henni lokinni. Foreldrasamvera miðvikudag kl. 11:00. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa kl. 17.00. Þar verða fluttir þættir úr sumartónleikum helgarinnar. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Helgistund kl. 11. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Susan Landale leikur. Forsöngvari: Michael Jón Clarke. Sumartónleikar kl 17.00. Frakkinn Sus- an Landale leikur á orgel. Aðgangur er ókeypis. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Kl. 19.30 bæn, kl. 20 almenn samkoma. Ræðumaður Níels Jakob Erlingsson. All- ir velkomnir. VALÞJÓFSSTAÐARKIRKJA: Kvöldmessa sunnudaginn 4. ágúst kl. 21:00. Sóknarpresturinn, Lára G. Odds- dóttir, prédikar og þjónar fyrir altari. Muff Worden leikur á orgel kirkjunnar og félagar úr kór Valþjófsstaðarkirkju leiða almennan safnaðarsöng. Allir velkomnir. Sóknarprestur. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Guðsþjónusta sunnudaginn 4. ágúst kl. 11 f.h. Gunnar Kristjánsson sókn- arprestur. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós: Guðsþjónusta sunnudaginn 4. ágúst kl. 14, hestamenn boðnir sérstaklega velkomnir. Boðið upp á kaffiveitingar eftir messu. Gunnar Kristjánsson sókn- arprestur. KIRKJUBÆJARKLAUSTURSPRESTA- KALL: Bænhúsið á Núpsstað. Árleg guðsþjónusta verður sunnudaginn 4. ágúst kl. 14. Almennur safn- aðarsöngur. Organisti: Kristófer Sigurðs- son. Allir velkomnir og hvattir til að mæta. Rétt er að búast við hvaða veðri sem er og búa sig eftir því. Prestur sr. Baldur Gautur Baldursson. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðþjónusta kl. 14. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Guðspjall dagsins: Jesús grætur yfir Jerú- salem. (Lúk. 19.) SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Bíbí Ólafsdóttir, Ingibjörg Þengilsdóttir, Erla Alexandersdóttir, og Garðar Björgvinsson michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða fé- lagsmönnum og öðrum uppá einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á sím- svara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund á morgun kl. 14.00. Sunnudag kl. 19.30 Bænastund. Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma í umsjón Áslaugar Haugland. Allir hjartanlega velkomnir. Kristileg fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina, Kotmót 2002, haldið í Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð 1.—5. ágúst. Nánari uppl. á www.gospel.is. Sam- komur falla því niður í Fíladelfíu. Mánud. 5. ágúst: Móskarðs- hnúkar (807 m.y.s.) — Trana (743 m.y.s.) í austanverðri Esju. 5—6 klst. ganga. Fararstjóri Jón- as Haraldsson. Verð kr. 1.500/ 1.800. Brottför frá BSÍ og Mörk- inni 6 kl. 10.30. Sveppaferð í Heiðmörk með Skógræktarfélagi Reykjavíkur 7. ágúst kl. 19:30. Næstu sumarleyfisferðir: Víknaslóðir 6. ágúst, Kjalveg- ur hinn forni 7. ágúst, Lauga- vegur 8. ágúst. Helgarferðir framundan: Þverbrekknamúli — Karls- dráttur, ný helgarferð 9. ágúst, Fimmvörðuháls 9. ágúst. Sími F.Í. 568 2533. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. 5. ágúst Svínaskarð. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Fararstjóri: Margrét Björnsdóttir. Verð kr. 1.700/1.900. 6.—8. ágúst Snæfellsöræfi - Jökudalsheiði. Þriggja daga öku- og gönguferð um fyrirhu- gaðar virkjunarslóðir norðan Vatnajökuls. Brottför frá Egils- stöðum kl. 10.00. Verð kr. 16.900/19.200. Fararstjórar: Gunnar Hólm Hjálmarsson og Anna Soffía Óskarsdóttir. 7. ágúst Stóri Bolli (Útivistarræktin). Brottför á eigin bílum kl. 18:30 frá skrif- stofu Útivistar. Ekkert þátttöku- gjald. 8.—11. ágúst Sveinstindur — Skælingar. Trússferð. Farar- stjóri: Sylvía Kristjánsdóttir. Uppselt. 8.—11. ágúst Strútsstígur. Trússferð. Brottför frá BSÍ kl. 8.00. Verð kr. 16.900/19.500. Far- arstjóri: Ingibjörg Eiríksdóttir. Örfá sæti laus. 9. – 11. ágúst Básar – fjöl- skylduferð. Pylsuveisla, ratleik- ur o.fl. Fararstjóri: Fríða Hjálm- arsdóttir. Verð kr. 6.800/7.800. Frítt fyrir börn yngri en 12 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.