Morgunblaðið - 03.08.2002, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sendiráð Bandaríkjanna
Starfsmaður
í stjórnmáladeild
Sendiráð Bandaríkjanna óskar eftir að ráða
stjórnmálafulltrúa. Stjórnmálafulltrúinn þarf
að geta skrifað skýrslur og greinargerðir um
stjórnmálaþróunina á Íslandi. Starfið krefst
góðrar dómgreindar og getu til að mynda og
viðhalda samböndum á stjórnmálasviðinu.
Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi
skilyrði:
✭ Hafa fullkomið vald á enskri og íslenskri
tungu.
✭ Háskólapróf er skilyrði, framhaldsnám æski-
legt, t.d. í alþjóðasamskiptum.
✭ Hafa áhuga og þekkingu á alþjóðamálum
og samskiptum Íslands og Bandaríkjanna.
✭ Hafa staðgóða þekkingu á íslenskum stjórn-
og efnahagsmálum, sögu þeirra og þróun.
✭ Hafa þekkingu á Bandaríkjunum, helst gegn-
um nám eða störf.
✭ Tölvukunnátta er nauðsynleg, einkum Micro-
soft Word, ritvinnsla og notkun netsins.
Umsóknareyðublöð má sækja í afgreiðslu
sendiráðsins á Laufásvegi 21 frá kl. 8.00 þann
6. ágúst. Umsóknir verða að vera á ensku og
þeim ber að skila fyrir kl. 17.00 þann 19. ágúst.
Umsóknir, sem berast eftir þann tíma, verða
ekki teknar gildar. Sendiráð Bandaríkjanna mis-
munar ekki umsækendum eftir kyni, aldri eða
kynþætti.
Organisti
Organista vantar til Ólafsfjarðarkirkju
í hlutastarf.
Upplýsingar gefur Guðrún í síma 466 2274 eða
Elínborg í síma 466 2220.
Fulltrúi
á lögmannsstofu
Óskað er eftir fulltrúa til starfa á lögmannsstofu
þar sem starfa 5 lögmenn. Æskilegt er að um-
sækjandi hafi málflutningsréttindi fyrir héraðs-
dómi eða sé tilbúinn til að afla þeirra strax.
Starfið felst m.a. í þjónustu við einstaklinga,
stofnanir og félagasamtök auk allra almennra
lögmannsstarfa.
Umsóknir um starfið sendist til auglýsinga-
deildar Mbl. fyrir 14. ágúst nk., merktar:
„Lögmenn — 12569.“
Barngóð manneskja
Óskum eftir einstaklingi til að gæta tveggja
barna, 9 og 5 ára, og sinna léttum heimilisverk-
um (ekki þrif), í u.þ.b. 15 klukkustundir á viku,
síðdegis. Búum í Hlíðunum.
Upplýsingar veittar í síma 695 8404 eða 511
0950, frá og með mánudeginum 5. ágúst.
Lagerstarf
Traust heildsölufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir
duglegum starfsmanni til lagerstarfa með lyft-
arapróf þó ekki skilyrði.
Umsóknir berist til auglýsingadeildar Mbl.,
merktar: „L — 12564“, eða á box@mbl.is fyrir
13. ágúst.
Kennarastöður í Einholtsskóla skólaárið 2002-2003
Laun samkvæmt kjarasamningum LN og KÍ. Upplýsingar veitir Björk Jónsdóttir skólastjóri í síma 562 3711
eða 864 6807. Tölvupóstfang bjorkjo@ismennt.is.
Áhugasamir umsækjendur vinsamlegast hafi samband sem fyrst en skólastarf hefst um miðjan ágúst.
Umsóknir sendist til Einholtsskóla, Einholti 2, 105 Reykjavík.
Kennarar, sérkennarar eða
annað uppeldismenntað starfsfólk
Óskað er eftir kennurum, sérkennurum eða öðru
uppeldismenntuðu starfsfólki með reynslu af vinnu með
unglingum, þó ekki skilyrði.
Í Einholtsskóla eru 13-15 nemendur í 8.-10. bekk.
Skólinn sér um kennslu og greiningu á námsþörf og
skólaðstoð fyrir unglinga á Meðferðarstöð ríkisins að
Stuðlum. Rík áhersla er lögð á góða samvinnu
starfsfólks í Einholtsskóla.
Um Einholtsskóla
Einholtsskóli er sérskóli fyrir unglinga sem geta ekki,
samkvæmt mati á heildaraðstæðum og þá sérstaklega
vegna félagslegra erfiðleika, stundað nám í almennum
skóla. Sérstaða skólans innan skólakerfisins felst m.a. í
því að skólanámið er hluti af heildarferli þar sem unnið
er að því að styrkja aðstæður nemandans utan skólans
jafnhliða náminu.
Skólinn er einn af grunnskólum Reykjavíkur. Í skólanum
eru nemendur allsstaðar að af landinu og geta
nemendur fengið fasta skólavist að því tilskyldu að þeir
geti sótt skólann daglega.
Sveitarstjóri óskast
Sveitarfélagið Hörgárbyggð
auglýsir eftir sveitarstjóra
Sveitarfélagið var sameinað um áramótin
2000—2001 úr Glæsibæjarhreppi, Skriðuhreppi
og Öxnardalshreppi. Íbúar eru tæplega 400.
Við leitum að einstaklingi, sem hefur góða bók-
haldsþekkingu, reynslu af stjórnunarstörfum
og er lipur í mannlegum samskiptum. Innsýni
í sveitarstjórnamál og háskólamenntun er
æskileg.
Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins
15. ágúst 2002.
Nánari upplýsingar gefa Helgi Steinsson í síma 861 8802 og Sigurbjörg
Jóhannesdóttir í síma 461 4777 eða 897 4077, milli kl. 19.00 og 22.00.
Umsóknir ásamt náms- og ferliskrá berist Helga Steinsyni, oddvita,
Syðri-Bægisá, 601 Akureyri, merktar: „Sveitarstjóri."
Læknir óskast
Staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslustöð-
ina í Grundarfirði, H 1, er laus frá 1. sept. eða
eftir samkomulagi. Nýtt húsnæði, búið bestu
tækjum. Tæplega 1.000 íbúar. 12 km radíus
innansveitar, 2 klst. til Reykjavíkur.
Allar nánari upplýsingar gefa formaður stjórn-
ar, Kristján Guðmundsson, s. 438 6874 og
896 3867, Valtýr Stefánsson Thors, afleysinga-
læknir, og Hildur Sæmundsdóttir, ljósmóðir,
í síma 438 6682.
Í Grundarfirði er mikið mannlíf. Þar er stunduð hestamennska
(skeiðvöllur og félagsheimili hestamanna), golfíþrótt (9 holu völlur),
skotfimi (skotsvæði með leirdúfum), kajaksiglingar og fleira. Þar
er mikið tónlistalíf (kórstarf, hljómsveit, jassband), sportklúbbur
(enski boltinn), íþróttastarf með börnum, KFUM starf, kirkjuskóli,
forvarnarstarf Tilveru (kennsla og fyrirlestrar)
Húsvarsla og ræstingar
Laus eru til umsóknar störf húsvarðar og ræsti-
tæknis hjá stóru fjölbýlishúsi í Reykjavík.
Leitað er eftir samhentum hjónum sem geta
tekið að sér húsvörslu og ræstingar. Óskað er
eftir starfsmanni í húsvarðarstarfið sem er með
iðnréttindi í byggingariðnaði eða góða starfs-
reynslu. Starfsmenn þurfa að vera vandvirkir,
vinnusamir og áreiðanlegir, geta unnið sjálf-
stætt og eigi gott með að umgangast fólk. Hús-
næði fylgir starfinu.
Umsóknir um störfin, ásamt upplýsingum um
starfsferil, skal senda til auglýsingadeildar Mbl.
fyrir 12. ágúst nk. merktar: „H — 12539“.
Ertu íþróttakennari?
Ef svo er getum við nýtt krafta þína við íþrótta-
kennslu í Fellaskóla, Fellahreppi næsta vetur.
Umsóknarfrestur er til 14. ágúst.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir skólastjóri
(sverrir@fell.is) í síma 471 1015 eða 471 1748.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
HÚSNÆÐI ÓSKAST Hús eða íbúð í Hafnarfirði
3ja manna fjölskylda óskar eftir húsi eða
íbúð í Hafnarfirði til leigu.
Upplýsingar í símum 486 4537 og 699 8806.
Fjölskylda á leið heim
úr framhaldsnámi
Fjögurra manna fjölskylda óskar eftir að taka
á leigu íbúð/hús í haust á Högum/Melum, í
Hlíðunum eða á Seltjarnarnesi. Við leitum eftir
3 til 4 svefnherbergjum og leigu til að minnsta
kosti eins árs. Góðri umgengni og skilvísum
greiðslum heitið. Erum reyklaus.
Upplýsingar í síma 848 4104.
Húsnæði óskast fyrir
erlent fyrirtæki
Virt fyrirtæki í alþjóðaviðskiptum vill kaupa
húsnæði á Íslandi. Um er að ræða vandað íbúð-
arhúsnæði, íbúðir eða sérbýli, einnig skrifstofu-
húsnæði 3—400 m² og lagerhúsnæði.
Áhugasamir leggið inn grunnupplýsingar á
auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is merkt-
ar: „90061“. Farið verður með allar upplýsingar
sem algjört trúnaðarmál.
KENNSLA
CNM - NÁTTÚRLÆKNINGASKÓLINN
REYKJAVÍK
3ja-4ra ára diploma nám
Nám með vinnu/öðru námi
Náttúrulækningar - Jurtalyf
Smáskammtalækningar
Næring - Kínversk læknisfræði
Námskeið á háskóla- og
doktorsstigi í heilbrigðisvísindum
Lækningastofur í Kína, Indlandi og Sri Lanka
Sími 699 2228 - MIÐTÚN 4, 105 RVÍK.