Morgunblaðið - 03.08.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.08.2002, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 53 Sími 511 2900 Þarabakki/Mjóddin Vorum að fá til leigu glæsilegt 90m² skrifstofuhúsnæði á góðum stað við Mjóddina. Húsnæðið er mjög snyrtilegt, allar lagnir í stokk- um, dúkur á gólfum og gott aðgengi. Stutt er í alla þjónustu sem skrifstofustarfsemi þarf á að halda, s.s. bankar, verslanir o.fl. Hús- næðið er laust til afhendingar. Mánaðarleiga kr. 75.000 auk vsk. Nánari upplýsingar vegna ofangreinds húsnæðis eru veittar á skrifstofu okkar. GÓÐ veiði hefur verið í Hvítá við Langholt í sumar, besta veiðin þar í þó nokkur sumur að sögn Hreggviðs Hermannssonar í Langholti. Taldi hann að milli 50 og 60 laxar væru komnir á land og hátt í annað eins af vænum sjóbirtingi. „Besti dagurinn gaf 22 fiska, þar af voru 18 laxar. Það var rosadagur, en annars hafa verið að veiðast laxar, frá einum upp í 5–6 stykki á dag að und- anförnu, og það sem kemur kannski mest á óvart er hve mikið er af fal- legum birtingi. Hann er óvenju- snemma á ferð, þetta er alls ekki hans tími. Og þetta eru ekki 1–2 punda fiskar, heldur 3–5 punda og fín viðbót í afla veiðimanna,“ sagði Hreggviður. Iða breytt? Þó nokkur fiskgengd hefur verið í Ölfusá/Hvítá, en hefur þó ekki skilað sér að neinu marki ofarlega á svæðið, t.d. í Iðu og Stóru-Laxá, enn sem komið er. Menn velta fyrir sér hvort sandburður hafi spillt veiðistaðnum við Iðu og þær raddir hafa heyrst að veiðin taki varla við sér fyrr en ánni verði veitt aftur á sinn gamla stað, með Suðurlandinu, en til þess þyrfti að rjúfa varnargarða sem hemja Stóru-Laxá frá því að grafa í sundur tún sem þarna eru. Garðurinn hefur um nokkurra ára skeið stefnt Stóru- Laxá út í miðja Hvítá og skilin eru því mun fjær landi heldur en þau voru þegar veiði var hvað mest og best á Iðu í gamla daga. Ómar Jónsson, t.v., og Elías Baldursson með tvo laxa og nokkra fallega sjóbirtinga af Langholtssvæðinu í Hvítá fyrir skemmstu. Líflegt í Lang- holtinu ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? KRAKKARNIR á myndinni héldu hlutaveltu við verslunina STRAX við Byggðaveg á Akureyri á dög- unum. Þau höfðu 1.951 krónu upp úr krafsinu, sem færðar voru Rauða krossinum að gjöf. Krakk- arnir heita, frá vinstri: Almar Ögmundsson, Gunnar Örvar Stef- ánsson, Svavar Magnússon og Arna Guðbjörg Magnúsdóttir. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Styrktu Rauða krossinn Á DÖGUNUM fékk Morgunblaðið heimsókn frá eldhressum krökk- um á leikjanámskeiði hjá Austur- bæjarskóla, ásamt fjórum leið- beinendum þeirra. Krakkarnir fylgdust með af athygli og skoð- aði hópurinn kynningarmynd um starfsemi Morgunblaðsins, fór í skoðunarferð um húsið og prent- smiðjuna. Að lokum fengu þau í gjöf Moggamyntur til að gæða sér á og Moggadagatöl. Morgunblaðið/Arnaldur F.v.: Íris María leiðbeinandi, Emil, Jón Steinar leiðbeinandi, María, Vala, Vladislava, Uma, Guðjón, Ernesto Em- il, Daniella, Birna, Þórarinn, Kristín, Úlfur, Branislava, Unnur, Venet, Hanna, Birnir, Magni, Eyja, Edison, Ár- sól, Bylgja, Nonni og Rannveig og Kjartan leiðbeinendur. Kannski eru framtíðarstarfsmenn blaðsins í hópnum. Heimsókn frá Austur- bæjarskóla DAGANA 9. til 11. ágúst nk. efnir Vinstrihreyfingin – grænt framboð til ferðar norður í Skagafjörð til að skoða fyrirhugað virkjunar- og stíflu- svæði Villinganesvirkjunar. Lagt verður af stað föstudaginn 9. ágúst kl. 16 frá Umferðarmiðstöðinni. Ekið verður sem leið liggur að Gull- fossi og um Kjalveg norður í Varma- hlíð í Skagafirði og gist í tvær nætur í Lauftúni, bændagistingu, um 6–800 m frá Varmahlíð. Laugardaginn 10. ágúst kl. 10 verð- ur farið í skoðunarferð. Ekið verður inn Blönduhlíð, fram Kjálka og farið að Merkigili. Í bakaleið verður farið að Tyrfingsstöðum en þaðan sést vel yfir virkjunarsvæðið. Stíflan á að vera skammt fyrir neðan ármót jökuls- ánna tveggja, austari og vestari, og munu staðkunnugir leiðsögumenn lýsa því hver áhrif hún og lónið fyrir ofan munu hafa. Eftir hádegi verður ekið fram að Bakkaflöt í Lýtingsstaðahreppi en þaðan leggja þeir upp sem ætla í flúðasiglingu (river rafting) á Vestari- Jökulsá. Sunnudaginn 11. ágúst verður ekið fram Vesturdal og farið upp í hálend- ið hjá eyðibýlinu Þorljótsstöðum. Eft- ir nokkra viðdvöl í Laugafelli, skála Ferðafélags Akureyrar, er ferðinni haldið áfram og ekið yfir á Sprengi- sand. Komið verður við í Nýjadal undir Tungnafellsjökli, gengið á Kistuöldu, ekið á bökkum Kvíslavatns og Þórisvatns og fram hjá Vatnsfells- virkjun til Sigöldu og loks um Þjórs- árdalinn til Selfoss og Reykjavíkur. VG skoða virkj- unarsvæðið við Villinganes VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur mun gangast fyrir dag- skrá í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum á frídegi verslunarmanna 5. ágúst nk. Eins og undanfarin ár verður frítt í garðinn í boði VR. Fjölbreytt skemmtiatriði verða á sviði þar sem Snuðra og Tuðra munu skemmta, Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson munu syngja með börn- unum og sýndur verður leikþáttur úr leikritinu Prumpuhóllinn. Einnig verður sýndur leikþáttur úr Rauð- hettu og úlfinum og Björgvin Frans Gíslason verður með töfrabrögð. Þrír eldgleypar munu sýna listir sín- ar hér og þar í garðinum. Að þessu sinni hvetur VR fé- lagsmenn sína og fjölskyldur þeirra í samvinnu við Ísland á iði 2002 og Ís- lenska fjallahjólaklúbbinn að mæta á reiðhjólum. Lagt verður af stað frá þremur stöðum í fylgd hjólreiða- manna úr Íslenska fjallahjóla- klúbbnum, frá Ingólfstorgi, Olísstöð- inni við Gullinbrú og Mjóddinni (við Nettó). Mæting er kl. 12:00 og brott- för kl. 12:30. Garðurinn verður opinn frá kl. 10:00–18:00 og verða skemmtiatriðin á milli kl. 13:30 og 16:30. VR býður félagsmönnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn „Í HUGUM þorra Íslendinga byrjar skólastarf á haustin seinnipartinn í ágúst. Þá hópast grunn-, framhalds- og háskólanemendur í skóla og við tekur hefðbundið nám. Það kann því að koma á óvart að í raun hefst skólastarf á Íslandi tæp- um mánuði fyrr. Í Viðskipta- og tölvuskólanum, sem er til húsa í Faxafeni 10 í Reykjavík, hefja nem- endur nám samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 6. ágúst. Í haust mæta 33 glaðbeittir nemendur kl. 9 að morgni þriðjudags eftir verslunar- mannahelgi og einhenda sér í að brjóta aðferðafræði og tölvumennt til mergjar. Um er að ræða nemendur á seinni önn í almennu skrifstofunámi, fjár- mála- og rekstrarnámi og markaðs- og sölunámi. Námið sjálft er miðað við framhalds- og háskólastig. Viðskipta- og tölvuskólinn býður nemendum sínum upp á glæsilega aðstöðu og fyrsta flokks tölvubúnað. Skólinn er byggður upp sem starfs- námsskóli í nánu samráði við þarfir atvinnulífsins. Skólinn er viður- kenndur af menntamálaráðuneyti Íslands,“ segir í fréttatilkynningu frá Viðskipta- og tölvuskólanum. Skólinn að byrja Smekkbuxur Gallabuxur, kvartbuxur, sokkabuxur, nærbuxur Þumalína, Skólavörðustíg 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.