Morgunblaðið - 03.08.2002, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 03.08.2002, Qupperneq 54
54 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MARGS konar villandi upplýsingar hafa verið viðhafðar varðandi hugs- anlega aðild Íslands að EB. For- sætisráðherra, Davíð Oddsson, ræðir stöðugt um þá miklu áhættu á sjálfsákvörðun- arrétti og reynd- ar sjálfstæði þjóðarinnar ef við gerumst aðilar að EB. Það sem vek- ur þó mesta at- hygli er hversu órökvís ráðherra er í öllum sínum málflutningi. Hann ræðir bara um inngöngu í bandalag- ið en ekki um þau atriði sem verða að liggja til grundvallar slíkri um- sókn. Eins og kunnugt er verða Íslend- ingar að sækja formlega fyrst um viðræður við EB og fá þar fram ákveðnar niðurstöður er varðar hagsmuni þjóðarinnar. Slíkar um- ræður gætu tekið langan tíma og reyndar ekki fyrir séð hvenær þær gætu hafist m.a. vegna þeirra A-Evrópu ríkja sem munu ganga í bandalagið. Um niðurstöður við- ræðnanna við EB yrðu síðan teknar ákvarðanir á alþingi Íslendinga, en endanlega myndi þjóðin samþykkja eða hafna inngöngu í bandalagið. Það gildir sama um milliríkja- samninga sem aðra mikilvæga við- skiptasamninga, fyrst þarf að kynna sér allar hugsanlegar hliðar málsins, hvort samningsgrundvöllurinn sé hagstæður. Það virðist sem for- sætisráðherra telji sig fullkomlega dómbæran á hvað okkur standi til boða hjá Evrópubandalaginu, hann hafi persónulega talað við ýmsa for- ustumenn EB og sé því vel upplýst- ur um alla innviði þessa mála, við- ræður við EB séu því óþarfar, það þurfi ekki að funda um þessi mál í Brussel. Dulrænir sjáendur hafa fylgt þjóð vorri um aldir, en fjar- og hlutskyggni Davíðs okkar inn í framtíðina nálgast spádómsgáfu vitringa. Utanríkisráðherra og for- maður Samfylkingarinnar hafa ekki „miðla“ til að fylgast með hraðvirku hugmyndaflugi forsætisráðherra og eru ennþá að reyna að skýra efn- islega fyrir þjóðinni að umsókn að viðræðum við EB sé nauðsynleg til að fá fram umræðugrundvöll í mál- inu. Sá sem þetta ritar er eins og aðrir Íslendingar andvígur aðild að EB, ef hún leiddi til skerðingar eða vald- skorts yfir fiskveiðilögsögunni, bæði er tekur til fiskveiða og ákvörðunar um heildarveiði. Þetta eru skilyrði sem við víkjum aldrei frá, einnig verða samningar um landbúnaðar- mál að tryggja okkur áfram grund- völl fyrir framleiðslu á kjöti og grænmeti. Auðveldara yrði að semja um aðra málaflokka, enda höfum við með aðild okkar að ESB gert ýmsa samninga við EB, einkanlega er lýt- ur að samræmdum lagabreytingum og samþykktum. Allt blaður um að Íslendingar missi sjálfstæði sitt við inngöngu í EB og að okkur yrði fjarstýrt frá Brussel er væntanlega innlegg for- sætisráðherra í næstu alþingiskosn- ingum. Tæplega trúir hann þessu sjálfur, en annað og meira hangir á spýtunni. Hann veit sem er að regl- ur EB ganga í berhögg við hvers konar einokun, fákeppni og pólitíska banka- og sjóðafyrirgreiðslu sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um, þau fyrirmæli kæmu frá Bruss- el. Hefur annars nokkur þjóð innan EB kvartað undan því að þær hefðu misst sjálfstæði sitt, ekki veit ég dæmi um það, en hins vegar sækja sífellt fleiri þjóðir um inngöngu í bandalagið. Þá er íslenska krónan mikið áhyggjuefni allra þeirra sem stunda erlend viðskipti og hefur bein áhrif á verðlag í landinu. Óstöðugleiki krón- unnar, sem fellur og rís um tugi pró- senta milli ára, gerir allan atvinnu- rekstur áhættusaman og kemur í veg fyrir erlendar fjárfestingar hér- lendis. Ein og sér á þó ekki íslenska krónan að reka okkur inn í mynt- bandalag EB, aðrar lausnir kunna að leysa okkar vanda í þeim efnum. KRISTJÁN PÉTURSSON, fyrrv. deildarstjóri. Umræður um aðild að EB á villigötum Frá Kristjáni Péturssyni: Kristján Pétursson MÁLEFNI Sparisjóðs Reykjavíkur hafa verið fyrirferðarmikil í umræðu að undanförnu. SPRON var stofnaður af iðnaðar- mönnum í Reykjavík á fjórða áratug seinustu aldar. Sparisjóðurinn var stofnaður vegna þess að bankarnir lánuðu lítið til uppbyggingar í Reykjavík. Aðal- verkefni sjóðsins hefir löngum verið þjónusta við almenning, í slíkum við- skiptum er útlánatap sáralítið, en hjá bönkum sem þjóna áhættusömum atvinnurekstri verður oft verulegt útlánatap, sem aðeins er hægt að mæta með vaxtamun framtíðar. Vaxtamunur Sparisjóðsins hefir á undanförnum árum verið svipaður og stóru bankanna, vegna þessa hef- ir orðið mikil eignaaukning hjá sjóðnum. Það eru einmitt þessar eignir sem ýmsir fésýslumenn sækj- ast nú eftir. Eignir sem hafa orðið til vegna ráðdeildar almennings. Er réttlátt að þær eignir renni inn í ein- hverja bankahít til þess eins að verða sólundað af fjárglæframönnum? Er ekki eðlilegast að Sparisjóður Reykjavíkur haldi sig við sín upp- haflegu markmið og taki fyrir þá þjónustu það sem það kostar og fólk njóti ráðdeildar sinnar með þeim hætti? Ef nauðsynlegt er að breyta sparisjóðnum í hlutafélag er þá ekki réttlátt að skipta hlutabréfunum milli viðskiptamannanna, það eru jú þeir sem lagt hafa til þessi verðmæti sem bitist er um? GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur, Flókagötu 8, Reykjavík. SPRON Frá Gesti Gunnarssyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.