Morgunblaðið - 03.08.2002, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 57
DAGBÓK
Sigurður Örn Eiríksson,
Tannlæknir, MS
Hefur hafið störf aftur á
tannlæknastofunni Vesturgötu 9, Hfj.,
eftir sérmenntun í tannfyllingu og
tannsjúkdómafræði við Háskólann í
Norður Karolínu.
Allar almennar tannlækningar.
Tímapantanir í síma 555 2050.
LÆKNAR, SJÚKRAÞJÁLFARAR,
TANNLÆKNAR, NUDDARAR
OG AÐRAR ÞJÓNUSTUGREINAR!
Af stað er að fara spennandi uppbygging á
húsnæði sem kemur til með að hýsa marg-
víslega starfsemi með sameiginlegri biðstofu,
móttöku, kaffistofu og fleira.
Húsnæðið er staðsett á mjög góðum stað í
Hafnarfirði með nægum bílastæðum.
UPPLÝSINGAR Í SÍMA 897 2050.
Hafðu samband tímanlega, vertu með frá byrjun
og hafðu þar með áhrif á framkvæmdir og hönnun.
TUTTUGU og tvær þjóðir
tóku þátt í 18. Evrópumóti
ungmenna (25 ára og yngri),
sem fram fór í Torquay í
Englandi fyrr í sumar. Ítalir
fóru með sigur af hólmi,
Danir urðu í öðru sæti og
Norðmenn í því þriðja. Ís-
land sendi ekki lið til keppni
í þetta sinn.
Norður gefur; AV á
hættu.
Norður
♠ KD104
♥ 1097
♦ ÁKD732
♣–
Vestur Austur
♠ G6 ♠ 987
♥ 63 ♥ DG852
♦ G1095 ♦ 8
♣ÁG1063 ♣9874
Suður
♠ Á532
♥ ÁK4
♦ 64
♣KD52
Harðar slemmur eru
fylgifiskur æskunnar og því
kom ekki á óvart að mörg
pör skyldu reyna sjö spaða á
spil NS. Pólska parið
Skalski og Baranowski sagði
þannig á spilin:
Vestur Norður Austur Suður
Skalski Bar-
anowski
– 1 tígull Pass 1 spaði
Pass 4 tíglar Pass 4 grönd
Pass 6 lauf Pass 6 hjörtu
Pass 7 spaðar Allir pass
Kerfið er Standard og
stökk norðurs í fjóra tígla
sýndi fjórlit í spaða og þétt-
an tígul. Suður spurði um
lykilspil með fjórum grönd-
um og með stökki sínu í sex
lauf sagði norður frá tveim-
ur lykilspilum (tígulás og
spaðakóng) og eyðu í laufi.
Sex hjörtu var spurning um
trompdrottninguna. Glæsi-
legar sagnir.
Í andstöðunni var 18 ára
Englendingur, Ollie Burg-
ess. Hann gerði sér lítið fyr-
ir og spilaði út laufgosa und-
an ásnum! Sagnhafi
trompaði auðvitað, enda er
alslemman borðleggjandi ef
lykillitirnir brotna 3–2.
Trompið lá vel, en tígullinn
ekki og sagnhafi endaði tvo
niður.
Slemman vinnst auðveld-
lega með rauðum lit út eða
trompi. Sagnhafi tekur ein-
faldlega þrisvar tromp, fríar
svo tígulinn og trompsvínar
fyrir laufás. Um annað er
ekki að ræða.
Útspil hins unga Eng-
lendings var snjallt, en það
voru fleiri snillingar með spil
vesturs. Spilið féll til dæmis í
leik Dana og Ungverja í sjö
spöðum, tvo niður. Í báðum
tilvikum kom út smátt lauf!
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
LJÓN
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert hugrakkur og mikil
hugsjónamanneskja. Þú vilt
breyta heiminum og ert
tilbúinn að leika forystu-
hlutverk. Þér finnst gaman
að hjálpa bágstöddum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Gríptu tækifærið til að kenna
ungu fólki í dag. Þú ert með
mikið af hugmyndum og lang-
ar að stunda hugarleikfimi.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ert mjög uppátækjasamur
í dag og dettur í hug fjöldi
hluta sem bæta umhverfi þitt
og virka hvetjandi á fjöl-
skylduna. Þú ert hagkvæmur
sem aldrei fyrr.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þetta er góður dagur til að
gera hluti sem þarfnast ein-
beitingar. Hugur þinn er
skarpur og athugull og ekk-
ert fer framhjá þér.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú færð góðar hugmyndir til
að spara eða græða peninga í
dag. Treystu hugmyndum
þínum því þú ert í raun snill-
ingur í fjármálum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú hugsar mikið um framtíð-
ina í dag. Farðu eftir hug-
myndunum sem þú færð því
þær eiga eftir að hafa mikil
áhrif á þig í langan tíma.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú verður í góðu skapi í dag
vegna góðra frétta frá ríkinu
eða stórri stofnun. Verkefni
sem eru hagstæð starfsframa
þínum fara í gang.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Fréttir frá vini eða hópi geta
haft það í för með sér að
ákveðið verður að fara í lang-
ferð. Auk þessa eru aðrir til-
búnir að veita þér þá aðstoð
sem þú þarfnast.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Talaðu við einhvern í dag sem
getur hjálpað þér að tryggja
framtíðina. Ræddu ekki síst
við bankastofnanir, trygg-
ingafélög og hjálpsama vini.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þetta verður góður dagur í
vinnunni og þú kemur miklu í
verk. Auðvelt verður að fá
samþykki annarra fyrir því
sem þú vilt gera, einnig fyrir
frekari fjárframlögum til
verkefnis á þínum vegum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú ert í grallaralegu skapi í
dag. Þú átt eftir að skemmta
þér alveg sama hvað þú gerir
því þú horfir á hlutina nýjum
augum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þetta er góður dagur til að
ræða við maka um ábyrgðina
sem felst í barnauppeldi.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Ef þú vinnur heima í dag áttu
eftir að koma óvenjulega
miklu í verk. Farðu eftir til-
finningu þinni um að þú eigir
að koma þér í betra form.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
KVELD Í ATLANTSHAFI
Glittir boða byrðings í,
blikar tungl í fyllingu.
Koldimmt haf og skrugguský
skrýðast fölri gyllingu.
Drungaloft og dimmsvört lá
draga nú minn sjónarhring.
Brestur í viðum, brakar rá,
belja hrannir alt í kring.
Hannes Hafstein
Árnað heilla
50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 3.
ágúst, er fimmtugur Ólafur
Benediktsson, Álftamýri
58, Reykjavík. Hann dvelur
í sumarbústað fjölskyldunn-
ar í Grafningi við Þingvalla-
vatn. Hann mun síðar kalla á
vini til fagnaðar.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6
4. Ba4 Rf6 5. 0–0 Be7 6. He1
b5 7. Bb3 0–0 8. h3 Bb7 9. d3
d6 10. a3 Ra5 11. Ba2 c5 12.
Rc3 Rc6 13. Rd5 Rxd5 14.
Bxd5 Dd7 15. c3 Bf6
16. Rh2 Rb8 17. Rg4
Bxd5 18. Rxf6+
gxf6
Staðan kom upp á
Eurotel-mótinu sem
lauk fyrir nokkru í
Prag. Viswanathan
Anand (2752) hafði
hvítt gegn Alexand-
er Khalifman
(2698). 19. Bh6! f5
19... Be6 gekk ekki
upp vegna 20. Df3. Í
framhaldinu tapar
svartur skiptamun
bótalaust. 20. Bxf8
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Bb7 21. Bh6 De6 22. Dh5
Dg6 23. Dxg6+ hxg6 24.
exf5 gxf5 25. d4 cxd4 26.
cxd4 e4 27. Bf4 Bd5 28.
Bxd6 Rc6 29. Bf4 f6 30.
Hac1 Kf7 31. Hc5 Ke6 32.
Be3 Ra5 33. Kh2 Rc4 34.
He2 Rd6 35. Bf4 Rc4 36.
Hc2 Hd8 37. a4 og svartur
gafst upp.
75 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 4. ágúst verð-
ur sjötíu og fimm ára Jó-
hann Vilhjálmsson,
prentari. Eiginkona hans er
Margrét Ólafsdótir. Þau
taka á móti gestum þriðju-
daginn 6. ágúst kl. 19 á
heimili sínu, Ægisíðu 78,
Reykjavík.
80 ára afmæli Í dag,laugardaginn 3.
ágúst, er áttræð Sigurbjörg
Sæmundsdóttir, Merki-
gerði 21, Akranesi. Eigin-
maður hennar er Óli Helgi
Ananíasson. Þau taka á móti
vinum og vandamönnum í
Jónsbúð, Akursbraut 13,
Akranesi, sunnudaginn 11.
ágúst klukkan 16.00.
Paramót sumarbrids 10. ágúst
Laugardaginn 10. ágúst næstkom-
andi ætlar Sumarbrids 2002 að halda
paramót þar sem spilað verður um
silfurstig. Spilarar eru beðnir um að
taka þennan dag frá, það verður
mikið fjör og lögð verður áhersla á
að gera þennan laugardag sem
skemmtilegastan. Spilaform, þátt-
tökugjald, vinningar og fleira verður
auglýst síðar, en gera má ráð fyrir að
mótið verði spilað frá kl. 13:00 til
18:00. Skráning er hafin hjá Matth-
íasi í síma 860-1003.
Úrslit í sumarbrids
Föstudagskvöldið 26. júlí mætti 21
par til leiks í tvímenninginn og átta
sveitir skráðu sig til keppni í Monr-
adsveitakeppni að honum loknum.
Þessir spilarar náðu bestum árangri:
Mitchell - (Miðl. 216):
NS
Guðrún Jóhannesd. - Kristj. Steingr.d. ...255
Baldur Óskarss. - Birkir Jónss. ................246
Gylfi Baldurss. - Gísli Hafliðas. ................235
Anna Þóra Jónsd. - Ragnar Hermannss. 234
Páll Valdimarss. - Eiríkur Jónss. .............223
AV
Bjarni Einarss. - Hermann Friðrikss. .....283
Jón Stefánss. - Magnús Sverriss. .............255
Erlendur Jónss. - Guðlaugur Sveinss. .....243
Daníel M. Sigurðss. - Heiðar Sigurjónss. 242
Árni Hanness. - Oddur Hanness. .............234
Sveitakeppnin
Gylfi Bald. (Gísli Hafliða, Heiðar Sigurj.,
Daníel Már Sig.)........................................... 60
Þórður Sigf. (Sævin Bjarna, Óskar Sigurðs,
Sigurður Steingr.) .......................................57
Guðlaugur Sveins (Baldur Bjartmars, Er-
lendur Jóns, Herm. Friðr.) .........................49
Nýtt þátttökumet var sett mánu-
dagskvöldið 29. júlí þegar 34 pör
skráðu sig til leiks. Það er met í hús-
næði BSÍ á hefðbundnu spilakvöldi.
Ljóst er að bridsáhugi fer vaxandi
eftir því sem líður á sumarið og var
afskaplega skemmtileg stemmning
þetta kvöld. Hart var barist, en loka-
staða efstu para varð þessi:
NS
Njáll Sigurðss.- Guðni Ingvarss. ..............439
Guðm. Páll Arnars.- Ásmundur Pálss. ....424
Vilhj. Sigurðss. jr - Hermann Láruss. .....421
Kristinn Kristinss. - Halldór Svanb.s. .....384
Eyvindur Magnúss. - Sigurvin Ó. Jónss. .382
AV
Erla Sigurjónsd. - Sigfús Þórðars. ...........451
Baldur Bjartmars. - Eggert Bergss. .......442
Baldur Óskarss. - Erlingur Þorsteinss. ...406
Arnar Geir Hinrikss. - Sigrún Pétursd. ...386
Arngunnur Jónsd. - Soffía Daníelsd. .......377
Þriðjudagskvöldið 30. júlí mættu
20 pör til leiks í tvímenninginn. Þess-
ir spilarar náðu bestum árangri:
Mitchell - (Miðl. 216):
NS
Guðný Guðjónsd. - Arngunnur Jónsd. .....259
Erla Sigurjónsdóttir - Sigfús Þórðarson .249
Randver Ragnarsson - Pétur Júlíusson ..238
Guðlaugur Bessas. - Hafþór Kristjánss. .233
Arnar Arngrímsson - Þórður Sigfússon ..225
Baldur Óskarss. - Þorvaldur Matthíass. .225
AV
Gunnar Þórðarson - Gísli Þórarinsson ....262
Guðrún Jóhannesd. - Kristj. Steingrd. ....246
Jón Hjaltason - Hermann Friðriksson ....242
Bjarni Einarss. - Vilhjálmur Sigurðss......240
Hanna Friðriksd. - María Haraldsd. .......219
Að kvöldi miðvikudagsins 31. júlí,
skráðu 24 pör sig til leiks. Lokastaða
efstu para varð þessi:
Mitchell - (Miðl. 216):
NS
Sverrir Þórisson - Sigurjón Karlsson ......250
Magnús Aspelund - Steingr. Jónass. .......246
Alda Guðnadóttir - Kristj B. Snorrason ..232
Ljósbrá Baldursd. - Baldur Óskarss. ......223
AV
Guðm. Baldurss. - Vilhj. Sigurðss .............265
Páll Þór Bergs. - Guðlaugur Sveinsson ...261
Ingólfur Þór Hlyns. - Snorri Sturluson ...249
Gísli Steingrímss. - Sig. Steingrímss. ......249
Lokastaðan í júlíleiknum varð
þessi:
1 Vilhjálmur Sigurðsson jr. .......................248
2 Sigfús Þórðarson ....................................204
3 Guðlaugur Sveinsson ..............................171
4 Sigurður Steingrímsson .........................154
5 Baldur Bjartmarsson .............................128
6 Erla Sigurjónsdóttir ...............................127
7 Halldór Svanbergsson ............................126
8 Óskar Sigurðsson ....................................121
...og hjá konunum varð hún svona:
1 Erla Sigurjónsdóttir ...............................127
2 Harpa Fold Ingólfsdóttir .........................74
3 Arngunnur Jónsdóttir ..............................65
4 María Haraldsdóttir .................................65
5 Guðrún Jóhannesdóttir ............................42
6 Kristjana Steingrímsdóttir ......................42
7 Alda Guðnadóttir ......................................36
Sumarbrids óskar Erlu og Vil-
hjálmi til hamingju með sigurinn,
þau voru vel að honum komin. Tveir
af þeim spilurum sem mættu tíu
sinnum eða oftar í Sumarbrids í júlí
verða auk þess dregnir út nk. þriðju-
dag, þannig að alls munu fjórir spil-
arar fá glæsileg gjafabréf á veitinga-
staðinn Þrjá frakka hjá Úlfari, að
verðmæti 4 þús. kr.
Ath.: Spilað verður á frídegi verzl-
unarmanna þ.e. nk. mánudagskvöld.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Félag eldri borgara í Kópavogi
Mjög góð þátttaka var föstudag-
inn 26. júlí en þá mættu 24 pör. Spil-
aðar voru 9 umferðir og varð loka-
staða efstu para í N/S þessi:
Auðunn Guðmundss. - Bragi Björnss. 242
Lárus Hermannss. - Sigurður Karlss. 239
Guðný Hálfdánard. - Guðm. Þórðars. 238
Jóm Pálmason - Ólafur Ingimundars. 238
Hæsta skor í A/V:
Ingibj. Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 270
Magnús Halldórss. - Magnús Oddss. 263
Eysteinn Einarss. - Þórður Jörundss. 226
Filip Höskuldss. - Páll Guðmundss. 226
Spilað er alla föstudaga í Gjá-
bakka. Spilamennskan hefst kl.
13,15. Stjórnandi er Ólafur Lárus-
son.
Hlutavelta
Þessir strákar söfnuðu fyrir Rauða krossinn 1.000 kr. Þeir
heita Agnar Daði Kristinsson og Anton Freyr Arnarson.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík