Morgunblaðið - 03.08.2002, Qupperneq 60
FÓLK Í FRÉTTUM
60 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
2.
(!,5
*
"!,5
2
&6!7'&! MAÐUR skrifar Biblíuna bara
einu sinni. Frank Miller veit allt
um það enda á hann á samviskunni
að hafa skrifað áhrifamestu og
sumir segja bestu ofurhetjumynda-
sögu allra tíma; The Dark Knight
Returns. Það var fyrir 15 árum og
hafa öll hans seinni verk, sem mörg
hver hafa verið framúrskarandi,
verið miðuð við þessa einu bók. Í
The Dark Knight Returns segir
Miller kröftuga sögu af Leðurblök-
umaðurinn sem snýr aftur eftir að
hafa lagt skóna (skikkjuna, grím-
una eða eitthvað í þá áttina) á hill-
una. Það gerir hann til að bjarga
Gotham-borg frá ribbaldaklíkum
sem tekið hafa völdin. Inn í þá sögu
tvinnar hann kröftuga ádeilu á þá-
verandi stjórnvöld, gagnrýni á inn-
antóma sjónvarpsþvælu og það
sem kannski helst kom á óvart; of-
urhetjuhugsjónina sjálfa. Ofur-
mennið fær rækilega á baukinn
sem staðalmynd alls þess sem of-
urhetjan hafði staðið fyrir fram að
þeim tíma: drengskap, hreinlyndi,
göfgi og ameríska drauminn. Leð-
urblökumaðurinn er reiður gamall
maður sem séð hefur í gegn um
það hjóm sem umlykur hetju-
ímyndina og veit að hetjurnar geta
misnotað það vald sem þeim er gef-
ið og snúist upp í andhverfu sína.
Framhaldssögu DKR, The Dark
Knight Strikes Again (eða DK2)
hefur verið beðið með gífurlegri
eftirvæntingu síðan af því fréttist
að sagan væri í burðarliðnum.
Margir af þeim sem líta á fyrri sög-
una sem upphaf nýrrar sagnagerð-
arstefnu í ofurhetjumyndasögum
vonuðust eftir að Miller næði að
töfra fram aðra viðlíka klassík
fyrst hann hafði á annað borð haf-
ist handa. Aðrir töldu (löngu áður
en sagan kom út) að Miller hefði
verið hollast að reyna ekki að end-
urtaka leikinn heldur leyfa fyrstu
sögunni að standa. Um þetta hafa
spunnist miklar umræður á net-
miðlum þar sem sjálfskipaðir
myndasöguskríbentar hafa látið
gamminn geisa.
Nú eru bindin þrjú sem gera
DK2 öll komin út og geta menn
loks farið að meta söguna af eigin
verðleikum. Jú, Miller sýnir sömu
töfrana við teikniborðið; Varley
(eiginkona Millers) litar myndirnar
af slíkum krafti að annað eins er
fáséð og til að fagna útkomunni
fyllir Miller blöðin af mörgum ást-
sælustu ofurhetjum sögunnar. En
sagan sjálf er ekki nógu sterk, því
er nú verr og miður. Meginstofninn
er ekki ólíkur fyrra verkinu. Allt er
að fara til skrambans og á þeim ár-
um sem liðið hafa frá því að Leð-
urblökumaðurinn lét lífið í DKR til
að við hin gætum lifað sómasam-
lega (kannast einhver við þetta?)
hefur Bandaríkjunum hrakað veru-
lega. Allt er fínt og fágað, það vant-
ar ekki en í raun er hugsanakúg-
unin alger og fólkinu haldið í
skefjum með ömurlegri afþreyingu
á skjánum. Vondu karlarnir sjá sér
leik á borði til að hrinda sínum út-
smognu og blóðugu áætlunum í
framkvæmd. Við það getur Leð-
urblökumaðurinn ekki unað og rís,
svo að segja upp frá dauðum, til að
leiðrétta það sem honum tókst ekki
síðast. Hamagangur í öskjunni
fylgir.
Frásagnarmáti Millers er það
sem ég átti erfiðast með að kyngja.
Endalausar klippimyndir fylla síð-
urnar og persónufjöldinn er slíkur
að erfitt er að fá botn í framvind-
una; sagan er ekki nógu hnitmiðuð.
Miller vísar af miklum móð í mann-
kynssögu ofurhetjanna frá DC (út-
gáfufyrirtækið sem gefur út Ofur-
mennið, Leðurblökumanninn,
Flash, Green Lantern og fleiri
frægar hetjur) og einungis fyrir
hörðustu myndasögunerði að skilja
allar vísanirnar. Miller er líka full
hástemmdur. Lesandanum finnst
að hverri síðu ætti að fylgja hljóð-
brot úr Carmina Burana eða frá
Wagner til að undirstrika drama-
tíkina. Mætti kalla þetta óþarfa
mikilfengleika; bestu sögurnar eru
oft þær sem ná að koma dramanu á
framfæri án flugeldasýninga frá
Hjálparsveit skáta. Hæst glymur í
tómri tunnu. Margar af þeim hlið-
arsögum sem hann byrjar á ná ekki
fullum botni og að lokum verður
DK2 bara venjulegt (reyndar
óvenju ruglingslegt) ofurhetjuæv-
intýri þrátt fyrir allar væntingarn-
ar og tilraunir til að gera söguna að
einhverju stærra og meira.
Þar liggur reyndar styrkur DK2
einnig því þrátt fyrir ofantalda
meinbugi þá er DK2 frábær
ofurhetjusaga. Það sem kemur
henni í koll er samanburðurinn við
fyrirrennarann. Ofurmennið, sem
Leðurblökumaðurinn tekur hér
aftur í bakaríið, hefur sjaldan verið
glæsilegra og þá sérstaklega þegar
það hefur séð villu síns vegar. Það
er kærkomið að sjá margar eldri
hetjur eins og The Atom eiga góða
endurkomu og ofurlúðinn Captain
Marvel fær loksins uppreisn æru á
glæsilegustu opnu bókarinnar.
Eins og áður sagði eru
teikningarnar og litunin framúr-
skarandi.
The Dark Knight Strikes Again
er vel þess virði að skoða ef litið er
fram hjá óþarflega plássfrekum
meiningum Millers um lífið og til-
veruna og rembingnum til að gera
eitthvað jafn frábært og DKR. Já,
skáldgyðjan lætur ekki að sér
hæða.
MYNDASAGA
VIKUNNAR
Ofurfeðgin.
Leðurblöku-
maðurinn snýr
aftur, aftur
Myndasaga vikunnar er The Dark
Knight Strikes Again eftir Frank
Miller og Lynn Varley. DC Comics
gefur út, 2002. Bækurnar fást í
myndasöguversluninni Nexus og
kostar hver um sig um 1000 krónur.
Heimir Snorrason