Morgunblaðið - 03.08.2002, Side 61
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 61
Ný kynslóð
grenningarefna!
„Biosculpt kom mér þægilega á
óvart. Eftir aðeins 3 vikur hefur
ummál minnkað og heil 2 kíló
farin! Mér líður mjög vel, hef
meiri orku, melting er betri,
sætindalöngun er alveg horfin
og ég sef betur og vakna
endurnærð. Ég mæli hiklaust
með Biosculpt og hlakka til að
halda áfram!“
www.lyfja.is - netverslun
Unnur Teits
Halldórsdóttir
Biosculpt inniheldur ekki örvandi
efni sem skaðað geta líkamann
Fitubrennsla í svefni
Viðhald vöðva
Eykur orku og úthald
Bætir meltingu
Dregur úr sykurlöngun
Næturmegrun
„Ég trúi þessu ekki!
Það er enn verið að sýna
verðlaunamyndina
MÁVAHLÁTUR
í Háskólabíói.“
Lokað um helgina
f
a
s
t
la
n
d
-
8
2
0
6
80%
afsláttur
Allt að
R
ým
ingarsala
Sími 510 8000 • Bíldshöfða 20 • 110 Reykjavík • www.husgagnahollin.is
Rýmingarsalan heldur áfram
eftir helgi.
ÁRGARÐUR, Skagafirði: Stór-
hljómsveit Danna Tjokkó spilar
sunnudagskvöld.
CAFÉ 22: Tónleikar sunnudags-
kvöld nánar auglýst síðar, DJ
Rallycross spilar að loknum tón-
leikunum.
CAFÉ ROMANCE: Ray Ramon og
Mete Gudmundsen spila fyrir gesti
miðvikud-sunnud til kl. 01. 00 og til
kl 03. 00.
DILLON - BAR & CAFÉ: 5ta her-
deildin sunnudagskvöld kl. 23:00.
DILLON BAR, Laugavegi 28:
Rokkslæðan spilar laugardags-
kvöld kl. 23:00.
EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Íra-
fár spilar laugardagskvöld. Í svört-
um fötum sunnudagskvöld.
FÉLAGSGARÐUR KJÓS: Mjall-
hvít og dvergarnir spila laug-
ardagskvöld.
FÉLAGSHEIMILIÐ KIRKJUHVOL-
UR, Kirkjubæjarklaustri: Hljóm-
sveitin Sixties spilar laugardags-
kvöld og kynnir efni af nýrri plötu.
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN EIN MEÐ
ÖLLU RÁÐHÚSTORGINU AKUR-
EYRI: Gísli Jóhannsson & Big City
spila laugardagskvöld kl. 17:00 og
kl. 12:00.
GAUKUR Á STÖNG: Hljóm-
sveitin Nýdönsk laugardagskvöld
kl. 23:30 til 05:30. Hljómsveitin
Englar spilar sunnudagskvöld kl.
23:30 til 05:30. Gísli Jóhannsson &
Big City spila mánudagskvöld kl.
10:00.
GRÆNI HATTURINN, Akureyri:
Hljómar spila laugardagskvöld.
Forsala er hafin í Bláu könnunni í
Hafnargötu. Hljómar spila sunnu-
dagskvöld. Forsala er hafin í Bláu
könnunni í Hafnargötu.
GULLÖLDIN: Svensen og Hall-
funkel leika fyrir dansi laugardags-
kvöld kl. 14:00 til 03:00.
H-BARINN, Akranesi: Diskó-
rokktekið & plötusnúðurinn Dj
Skugga Baldur laugardagskvöld.
HREÐAVATNSSKÁLI: Hljómsveit
Geirmundar Valtýssonar spilar
laugardagskvöld.
JÓMFRÚIN, Lækjargötu: Kvart-
ett Ragnheiðar Gröndal laug-
ardagskvöld kl. 16:00 til 18:00.
KA-HEIMILIÐ, Akureyri: Sálin,
laugardagskvöld. 16 ára, aldurs-
takmark.
KÁNTRÝHÁTÍÐIN Á SKAGA-
STRÖND: Gísli Jóhannsson & Big
City/dagskrá: laugardagskvöld kl.
13:30 útitónleikar . Hljómsveit
Geirmundar Valtýrssonar leikur
sunnudagskvöld.
KRINGLUKRÁIN: Hljómsveitin
Sín laugardags- og sunnudags-
kvöld. tónleikarnir með BIG CITY
„unplugged“ miðvikudagskvöld kl.
21:00 til 23:00 m. a verður flutt efni
af nýútkominni geislaplötu Gísla,
Bring Me You .
O’BRIENS, Laugavegi 73:
Mogadon spilar laugardags-,
sunnudags- og mánudagskvöld.
PLAYERS-SPORT BAR, Kópa-
vogi: Papar spila laugardagskvöld.
BSG, Björgvin, Sigga, Grétar & Co
sunnudagskvöld.
RÁIN, Reykjanesbæ: Hljóm-
sveitin Hafrót spilar laugardags-
og sunnudagskvöld.
SALKA, Húsavík: Stórhljómsveit
Danna Tjokkó spilar laugardags-
kvöld.
SJALLINN, Akureyri: Sólin spil-
ar laugardagskvöld. Verður byrjað
á tónleikum á Ráðhústorgi kl 16,15
og síðar um kvöldið er stórdans-
leikur í Sjallanum.
SPORTKAFFI: Moonboots flokk-
urinn með 80s skemmtun laug-
ardags- og sunnudagskvöld kl.
23:00 til 05:30.
ÚTLAGINN, Flúðum: Dansleikur
með Heiðursmönnum og Kolbrúnu,
laugardagskvöld sixtís- og kántrýs-
teming. Diskórokktekið & plötu-
snúðurinn Dj Skugga Baldur
sunnudagskvöld.
VIÐ POLLINN, Akureyri: Gis
and the Big City og Úlfarnir
laugardagskvöld. Unplugged
tónleikar Gis and the Big City
sunnudagskvöld síðan dansleikur
með Úlfunum og Gis and the Big
City.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Rokkslæðan lætur til sín taka.
MAGNÚS Kristinsson, útvegs-
bóndi í Vestmannaeyjum, reið
austur í Öræfi á dögunum, ásamt
hjónunum Ásu Birgisdóttur, fisk-
verkunarkonu og Páli H. Högna-
syni, vélstjóra. Magnús var í sveit
í Öræfum á sínum yngri árum og
hafði hann lengi dreymt um að
fara á hestum í gegnum sveitina.
Þremenningarnir fóru með tíu
hesta úr Eyjum upp á land með
Herjólfi og riðu í nokkrum áföng-
um frá Reykjavík austur á Hvols-
völl. „Síðan hófst raunverulega
lokaspretturinn með því að við
riðum frá Hvolsvelli 18. júlí síð-
astliðinn að Vík í Mýrdal og tók-
um þá helgarfrí. Síðan var lagt af
stað eftir helgina og riðið alla
leið austur í Öræfi í fjórum
áföngum þangað til við komum að
Skeiðarársandi,“ segir Magnús.
Á Skeiðarársandi stoppaði hóp-
urinn undir Lómagnúp áður en
haldið var yfir Skeiðarársand, að
sögn hans og var þar slegið upp
girðingu. Þá var riðið yfir Skeið-
arársandinn í einum áfanga og
var hestamönnunum vel fagnað
við komuna í Öræfasveit.
Tilkomumikið á Ingólfshöfða
Hann segir að áð hafi verið í
Svínafelli fyrstu nóttina í Öræfa-
sveit og þaðan riðið alla leið aust-
ur að Hnappavöllum. Magnús
bætir við að á Hnappavöllum hafi
nokkrir bændur slegist í för með
þeim og var haldið að Ingólfs-
höfða. „Þetta var mjög til-
komumikið og það var gaman
vera á þessum slóðum,“ segir
hann og bendir á að það hafi ef-
laust ekki margir riðið alla þessa
leið.
Ferðin frá Hvolsvelli tók sjö
daga og gisti fólkið í bændagist-
ingu alla leiðina.
Að sögn Magnúsar eru þau þrjú
vanir hestamenn og segir hann að
það geti vel hugsast að þau fari í
hestaferð lengra austur næsta
sumar. „Það er ekki hægt að
neita því að við stefnum að því að
loka hringnum á næstu árum,“
bætir hann við.
Magnús Kristinsson útgerðarmaður lét gamlan draum rætast og reið í
gegnum Öræfasveit. Hér er hann með Öræfajökul í baksýn.
Eyjamenn á
uppvaxtarslóð-
um í Öræfum