Morgunblaðið - 03.08.2002, Side 62
FÓLK Í FRÉTTUM
62 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Stökkpallur
til Portúgals
27. ágúst,
3. og 10. september
Gistista›ur gefinn upp
2 dögum fyrir brottför.
Möguleiki er a› fram-
lengja dvöl.
Skelltu flér í sólina - njóttu heitra sólardaga
á gullnum ströndum í Portúgal.
* Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting,
fer›ir til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn.
kr.
*48.467
m.v. 2 fullor›na og 2 börn í viku
Ver›:
Nánari fer›atilhögun á
www.urvalutsyn.is
Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000
Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt www.urvalutsyn.is
Úrval-Úts‡n
Betri fer›ir – betra frí
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
1
84
47
08
/2
00
2
kr.
*59.900
m.v. 2 fullor›na í viku
Ver›:
JAKOB Frímann Magnússon er
einn liðsmanna hljómsveitar allra
landsmanna, Stuðmanna. Þrátt
fyrir talsverðan lífaldur sveitarinn-
ar slá þau hvergi slöku við og
munu láta gamminn geisa í
Galtalækjarskógi um verslunar-
mannahelgina. Það er nóg að
gera hjá Stuðmönnum sem
endranær en hvernig skyldi Jak-
ob Frímann hafa það í dag þrátt
fyrir annríkið?
Mér líður alveg einstaklega vel
í sjálfum mér, þakka þér fyrir.
Hvað ertu með í vösunum?
Kalifornísk fjölvítamín sem ég
ætla að sporðrenna með hádeg-
ismatnum.
Er mjólkurglasið
hálftómt eða hálffullt?
Ég drekk ekki mjólk.
Ef þú værir ekki tónlist-
armaður hvað vildirðu þá helst
vera?
Myndlistarmaður með grafíska
hönnun og tölvumyndvinnslu sem
sérsvið.
Hefurðu tárast í bíói?
Oftlega, ég er óttalega meyr eins
og öll mín fjölskylda.
Hverjir voru fyrstu tónleikarnir
sem þú fórst á?
Það voru gríðarlega skemmtilegir
og eftirminnilegir tónleikar með
Hljómsveit Svavars Gests í Nýja
Bíói á Akureyri sirka árið 1963.
Þau sómahjónin Svavar Gests og
Ellý Vilhjálms ásamt Ragnari
Bjarnasyni, Magnúsi Ingimars-
syni, Reyni Jónassyni og fleiri af-
burðamönnum fóru þarna aldeilis
á kostum.
Hvaða leikari fer mest
í taugarnar á þér?
Enginn sérstakur. Hins vegar
finnst mér uppskrúfaður og til-
gerðarlegur leikstíll fremur
óskemmtilegur og tek undir með
fjórmenningunum frá Liverpool
sem sungu „Act naturally“.
Hver er þinn helsti veikleiki?
Það hefur stundum verið sagt um
mig að ég ætlist til of mikils,
bæði af sjálfum mér og öðrum.
Það kann rétt að vera.
Finndu fimm orð sem lýsa per-
sónuleika þínum vel.
Á björtu nótunum kemur mér í
hug bjartsýni, glaðværð, umburð-
arlyndi, hrifnæmi en jafnframt
óttaleg óþolinmæði þegar svo
ber undir.
Bítlarnir eða Stones?
Bítlar í barnæsku, Stones eftir
það. Jagger er flottastur.
Hver var síðasta bók sem þú
last tvisvar?
Furstinn eftir Macchiavelli.
Hvaða lag kveikir blossann?
„Black Market“ eftir Joseph Zaw-
inul.
Hvaða plötu keyptirðu síðast?
Splunkunýja plötu með
kornungri djasssöngkonu sem
heitir Norah Jones og Arif
Mardin stjórnaði upptökum fyr-
ir.
Hvert er þitt mesta
prakkarastrik?
Það var reyndar ekki hugsað sem
prakkarastrik, en á afskekktu
sveitahóteli fyrir mörgum árum
sátu Stuðmenn að sumbli og til
að spara mér sporin kastað ég
vatni í tóma kampavínsflösku
sem ég fann í herberginu.
Ónefndur, en nokkuð þorstlátur,
Stuðmaður kom þar aðvífandi
síðar um nóttina, greip flöskuna
traustataki og kneifaði hraust-
lega úr henni áður en nokkur
fékk rönd við reist. Honum varð
sem betur fer ekkert meint af
blessuðum.
Hver er furðulegasti matur
sem þú hefur bragðað?
Ætli það hafi ekki verið réttur
samansettur úr krókódíla- og
kengúrukjöti sem ég bragðaði á
áströlskum matsölustað í Lund-
únum fyrir mörgum árum. Sú
reynsla styrkti mig allnokkuð í
trúnni á grænmetisfæði.
Kalifornísk fjölvítamín
og piss í flösku
SOS
SPURT & SVARAÐ
Jakob Frímann
Magnússon
ingu en fólk gerir sér almennt grein
fyrir. Plötur af þessu tagi vekja at-
hygli á listamönnunum og eru þar að
auki heiður fyrir þá. Þessi plata vekur
til dæmis athygli á lagahöfndinum
Hallbirni en lítil áhersla hefur verið
lögð á hann hingað til,“ segir Diddi.
„Lögin eru gerbreytt frá upp-
runalegri mynd þótt þetta séu að
sjálfsögðu enn sömu lögin.“
Þau Magga Stína og Diddi eru
nokkuð sammála um hlut Hallbjarnar
í íslenskri tónlistarsögu og hvað ein-
kennir tónlist hans fyrst og fremst.
Magga Stína segist hafa verið mik-
ill aðdáandi Hallbjarnar alla tíð.
„Hann er einn af þessum tónlist-
armönnum sem nálgast tónlistina
sína á það heiðarlegum nótum að það
er aðdáunarvert,“ segir Magga Stína
og Diddi tekur undir:
„Hann er mjög einlægur í því sem
hann er að gera og stundum næstum
barnslega einlægur. Fyrir vikið gefur
hann kannski færi á sér en hann er
einn af þessum örfáu tónlist-
armönnum sem einlægnin einkennir.
Hann á stærstan þátt í því að halda
nafni kántrýtónlistar á lofti hér á
landi,“ segir hann.
„Hann gegnir því viðamikla hlut-
verki að vera maðurinn sem sgir allt-
af satt,“ segir Magga Stína einnig.
Diddi segir samstarf fjögurra
manna sveitarinnar Krókódílarnir
hafa gengið vonum framar en þeim
var stefnt saman einungis til gerðar
plötunnar. Diddi segist alls ekki úti-
loka að þeir félagar muni halda sam-
starfi áfram og bætir við að þeim hafi
borist beiðnir um að spila.
„Það sýnir kannski helst eft-
irspurnina eftir kántrýhljómsveit hér
á landi,“ segir hann að lokum.
Óðplata til heiðurs Hallbirni Hjartarsyni komin út
Kúrekinn einlægi
HALLBJÖRN Hjartarson,
eða kúreka norðursins, þarf
trúlega ekki að kynna fyrir
nokkum Íslendingi, enda þar á
ferð þekktasti kúreki sem land-
ið hefur alið. Nú hafa aðdá-
endur hans og aðrir tónlist-
armenn tekið höndum saman og
gefið út óðplötu til heiðurs Hall-
birni. Þar eru saman komin ellefu
lög úr smiðju Hallbjarnar í nýjum
útsetningum. Söngvararnir sem lögin
flytja koma úr öllum áttum og nægir
að nefna nöfn KK, Magnúsar Eiríks-
sonar, Möggu Stínu, Margrétar Eir-
ar, Helga Björnssonar, Dr.
Gunna og Hreims Heim-
issonar til að glöggva sig á
fjölbreytileika þeirra.
Friðþjófur Sigurðsson,
Diddi, er bassaleikari
hljómsveitarinnar
Krókódílarnir sem sér
um undirleik á plötunni
en hann sá jafnframt um
útgáfu plötunnar sem gef-
in er út af Eddu.
Diddi segir söngvarana á
plötunni spila stóra rullu og
bætir við að val á þeim við lögin
hafi verið fremur auðvelt. „Ég valdi
söngvarana með tilliti til útsetning-
anna og á flestum stöðum kom enginn
annar til greina en sá sem flutti lagið
að lokum,“ seigir Diddi og bætir við
að lögin sem Magga Stína og KK
flytji séu góð dæmi um það.
Diddi segir söluna á plötunni hafa
gegnið vonum framar og segir að-
standendur mjög ánægða með viðtök-
urnar þar sem hún virðist rjúka út.
„Óðplötur hafa miklu meiri þýð-
Magga Stína er ein þeirra fjölmörgu listamanna sem votta
Hallbirni Hjartarsyni virðingu sína á hljómplötunni Kúrekinn,
sem út kom fyrir stuttu á vegum Eddu – miðlunar og útgáfu.
birta@mbl.is
Samningurinn
(The Contract)
Spennumynd
Bandaríkin 1999. Myndform VHS. (95
mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn
Stephen Monroe. Aðalhlutverk Jeff
Fahey, Camilla Roos, Amy Weber.
SÖGUÞRÁÐURINN er býsna
smellinn í þessari annars ósköp
lítilfjörlegu spennumynd. Vansæl
kona dettur í það á bar, opnar sig
við huldumann sem punktar niður
á munnþurrku alla þá sem hún
segir hafa reynst sér illa og lætur
hana, rænulitla,
undirrita ein-
hvern „samn-
ing“. Áður en
hún vaknar í
félagsskap
timburmanna
daginn eftir eru
aðilarnir á list-
anum, eigin-
maðurinn,
besta vinkonan,
yfirmaðurinn, farnir að týna töl-
unni einn af öðrum.
Þokkalega frumleg hugmynd í
annarrs sífellt hugmyndasnauðari
bransa. Verst hvað úrvinnslan er
metnaðarlítil, leikurinn dapur og
fléttulausnir klisjukenndar.
Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Samið
af sér