Morgunblaðið - 03.08.2002, Page 68

Morgunblaðið - 03.08.2002, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞRÍR menn voru handteknir eftir afar fólskulega líkamsárás í Vest- urbæ Reykjavíkur um hádegisbil í gær. Maðurinn sem ráðist var á slasaðist alvarlega á höfði og gekkst hann undir aðgerð á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi í gær. Talið var líklegt að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir árásarmönn- unum í dag, laugardag. Miklu liði lögreglumanna var stefnt á staðinn, enda ljóst af til- kynningu að um alvarlega líkams- árás væri að ræða. Þegar lög- regla kom á vettvang lá fórnar- lambið meðvitundarlaust á göngustíg milli Seilugranda og Tjarnarmýrar. Árásarmennirnir voru á bak og burt en lögregla hafði þó fljótlega uppi á tveimur þeirra við Eiðistorg á Seltjarnar- nesi. Annar þeirra var handtekinn við verslun ÁTVR en hinn var kominn langleiðina út að bensín- stöð Skeljungs við Austurströnd þegar lögregla handsamaði hann. Í tengslum við rannsókn lögregl- unnar fór fram rannsóknarvinna í íbúð í Vesturbænum. Árásar- mennirnir voru taldir undir áhrif- um áfengis eða fíkniefna og mun hafa verið um að ræða föður um fimmtugt með sonum sínum tveimur um tvítugt. Hafa þeir komið við sögu lögreglunnar áð- ur. Morgunblaðið/Júlíus Hinn slasaði var meðvitundarlaus þegar lögregla og sjúkralið kom á vettvang árásarinnar. Þrír menn handteknir eftir fólskulega árás LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gær karlmann um fertugt vegna gruns um að hann hefði nauðgað konu í heimahúsi í Breiðholti aðfaranótt föstudags. Konan tilkynnti sjálf at- burðinn og var flutt á Landspítalann þar sem hún gekkst undir rannsókn á Neyðarmóttöku vegna nauðgunar. Hún lagði fram kæru til lögreglunnar sem hefur tekið málið til rannsóknar. Að sögn lögreglunnar leikur grunur á að um hópnauðgun hafi verið að ræða, þ.e. að gerendur hafi verið allt að þrír. Hinum handtekna var sleppt úr haldi að loknum yfirheyrslum í gær. Lög- reglan hefur ekki haft uppi á hinum mönnunum sem sagðir eru hafa átt hlutdeild að málinu. Fólkið mun ekki hafa þekkst, en var í samkvæmi í íbúð í Breiðholtinu þegar meintur glæpur var framinn. Sá sem handtekinn var í gær hefur ekki komið við sögu lögreglunnar áð- ur. Grunur um hópnauðgun „ÍSLENSKI herinn hefur átt aðild að NATO frá 1949, og hefur starfað undir yfirstjórn Atlantshafsherstjórn- arinnar, annarrar af tveimur meginstjórnstöðvum bandalagsins. Vegna stöðu landsins, sinnir íslenski her- inn eingöngu varnar- og eftirlitshlutverki.“ Þannig hljóðar upphaf kynningar á starfsemi ís- lenska hersins, en kynninguna og sýnishorn af tækja- búnaði hans getur að líta á bökkum árinnar Main í Frankfurt í Þýskalandi. Það skal tekið fram, að engin alvara er að baki þessu fyrirbæri, nema sú sem felst í meiningum listamannsins sem skapaði verkið, en hann heitir Antal Lakner og er Ungverji. Íslenski herinn, eins og verkið heitir, er til sýnis á myndlistartvíær- ingnum Manifesta 4. Hernaður í Frankfurt Brynvarinn Plankton-búnaður íslenska hersins.  Íslenski herinn/28 MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út þriðjudaginn 6. ágúst. Fréttaþjónusta verður alla helgina á mbl.is og er vaktsími hennar 861-7970. Áskriftar- deild blaðsins verður opin í dag, laugardag, frá kl. 6 til 14. Sími hennar er 569-1122. Áskriftar- deildin er lokuð sunnudag og mánudag. Auglýsingadeild blaðsins verður opin fyrir tilkynningar kl. 9–12 á mánudag, frídag verslunarmanna. Símanúmerið er 569-1111. LANDSVIRKJUN og Norðurál undirrituðu í gær samkomulag um afhendingu orku vegna fyrri áfanga stækkunar álvers Norður- áls á Grundartanga, það er stækk- un úr 90.000 tonnum í 180.000 tonn. Eftir síðari áfanga yrði ál- verið alls 240.000 tonn. Samkomu- lagið er gert með fyrirvara um samþykki stjórna beggja fyrir- tækja. Orkuþörf mætt með ýmsu móti Samkomulagið er einnig háð fyr- irvörum, til dæmis um að Norðurál tryggi sér hráefni til stækkunar- innar og gangi frá fjármögnun hennar, samningar takist um orku- verð og að leyfi fáist fyrir nauð- synlegum orkuframkvæmdum, þar á meðal Norðlingaölduveitu. Alls er orkuþörf vegna stækk- unarinnar í 180.000 tonn, um 1.300 gígavattstundir, á ári, sem jafn- gildir meðalaflþörf upp á 150 megavött. Samkomulagið gerir ráð fyrir að Landsvirkjun afli orkunnar með ýmsu móti, til dæmis með orku- framkvæmdum á Þjórsársvæðinu og jarðgufuvirkjunum Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykja- víkur. Kominn grunnur að hugsanlegu orkuverði „Norðurál og Landsvirkjun hafa verið í viðræðum frá því um síðast- liðin áramót, og nú hefur náðst samkomulag um stærð á álveri og um virkjanakosti. Einnig hafa samningaviðræður um orkuverð hafist, og er kominn grunnur að hugsanlegu orkuverði,“ sagði Ed- vard G. Guðnason, markaðsstjóri hjá Landsvirkjun. Gert er ráð fyrir að fyrri hluti stækkunarinnar, það er úr 90.000 tonnum í 180.000 tonn, muni kosta um 30 milljarða króna á núverandi gengi. Að sögn Ragnars Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnunarsviðs hjá Norðuráli, hafa nokkrar erlendar fjármálastofnanir þegar sýnt áhuga á að taka að sér fjármögnun stækkunarinnar. Núverandi starfsleyfi álversins nær til 180.000 tonna ársfram- leiðslu, en meðal fyrirvara sam- komulagsins er, að samþykkt verði starfsleyfi fyrir allt að 300.000 tonna ársframleiðslu. Síðastliðið vor féllst Skipulagsstofnun á þá stækkun, að undangengnu mati á umhverfisáhrifum. Allt að 150 nýir starfsmenn ráðnir Verði af fyrirhugaðri stækkun álversins í 180.000 tonn má gera ráð fyrir að allt að 150 nýir starfs- menn verði ráðnir. Aðspurður segir Ragnar Guð- mundsson að undirbúningur fram- kvæmda muni hefjast, ef samn- ingar takast, á næsta ári, og nýi áfanginn verði tekinn í notkun árið 2005. Landsvirkjun og Norðurál undirrita samkomulag um orkuviðskipti Stækkun Norðuráls 30 milljarða framkvæmd BRETINN sem reyndi að smygla hálfu kg af hassi til landsins hinn 26. júlí sl. var á fimmtudag dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykja- víkur. Gekk óvenju hratt fyrir sig Mál hans gekk óvenju hratt fyrir sig í dómskerfinu, en ákæra var gef- in út á fimmtudag og dæmt í málinu samdægurs, þar sem um játninga- mál var að ræða. Leið því ekki nema vika frá því maðurinn var hand- tekinn þangað til hann fékk dóm. Hann hafði 486 grömm af hassi í 165 einingum innvortis og játaði sak- argiftir. Að lokinni þingfestingu fór fram málflutningur um viðurlög og kveðinn upp dómur í beinu fram- haldi. Allan V. Magnússon héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. Verjandi ákærða var Sveinn Andri Sveinsson hrl. og sækjandi Sigurður Gísli Gíslason fulltrúi hjá Lögreglustjór- anum í Reykjavík. Fékk dóm viku eftir handtöku FORSVARSMENN ASÍ og Neyt- endasamtakanna telja hækkun á gjaldskrá Landssímans og raf- magnsveitnanna ógna stöðugleika sem náðst hefur að viðhalda í efna- hagslífinu undanfarið. „Við getum ekki séð að rök séu fyrir þessum hækkunum. Þær koma mjög á óvart og eru okkur áhyggjuefni,“ segir Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ. Gagnrýna verðhækkanir  Óttast/30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.