Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Járniðnaðarmenn Óskum að ráða nú þegar vana járniðnaðar- menn með eftirfarandi réttindi. Við erum að leita að mönnum sem geta unnið sjálfstætt, sem og í stærri hópum. Plötusmiði. Stálskipasmiði. Vélvirkja. Rafsuðumenn. Rennismiði. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu, Kaplahrauni 17. Upplýsingar einnig veittar í síma 660 9660 Eiríkur, og 660 9670 Guðmund- ur, á milli kl. 9 og 17 virka daga. Vélsmiðja Orms og Víglundar var stofnuð árið 1973. Hún hefur sér- hæft sig í nýsmíði á tækjum og vélbúnaði fyrir iðnað og virkjanir. Fyrirtækið sinnir einnig viðhaldi og þjónustu á skipum og bátum þar sem lögð er rík áhersla á vönduð vinnubrögð. Grunneiningar þess eru plötuverkstæði, renniverkstæði, trésmíðaverkstæði, slippur og flotkvíar. Laus störf í Örva Starfsráðgjafi Þroskaþjálfi, félagsráðgjafi, iðjuþjálfi eða starfsmaður með uppeldis-, sálar- fræði eða félagsfræðilegan bakgrunn óskast til starfa Starfsþjálfunarstaðurinn Örvi, sem sinnir starfsprófun og starfsþjálfun, óskar að ráða starfsráðgjafa til starfa. Óskað er eftir starfsmanni í 75% starf. Vinnutími er samkomulagsatriði. Hlutverk starfsráðgjafa í Örva er að hafa um- sjón með og annast faglegt starf staðarins. Starfsráðgjafar vinna að gerð starfsprófana og starfshæfingaáætlana og mati á árangri starfsþjálfunar. Starfsráðgjafar sjá og um almenna ráðgjöf, samskipti við fjölskyldur og tengslastofnanir sem tengist starfsemi Örva. Æskilegt er að nýr starfsráðgjafi geti hafið störf sem fyrst. Starfsleiðbeinandi/ stuðningsfulltrúi Starfsþjálfunarstaðurinn Örvi óskar einnig að ráða starfsleiðbeinanda (stuðningsfulltrúa) til starfa. Óskað er eftir einum starfsmanni í 100% starf með vinnutíma frá kl. 8—16 eða tveimur starfs- mönnum í 50% starf með vinnutíma annars vegar frá kl. 8—12 og hins vegar frá kl. 12—16. Starf starfsleiðbeinanda felst annars vegar í stuðningi við fólk með fötlun í starfsprófun og starfsþjálfun og hins vegar í verkstjórn í vinnusal og daglegri umsjón með framleiðslu og samskipti við viðskiptavini Örva. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi SFR. Æskilegt er að nýr starfsleiðbeinandi geti hafið störf sem allra fyrst. Starfsemi Örva er liður í þjónustu við fatlaða á Reykjanesi á vegum Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra. Svæðisskrifstofan býður starfs- fólki upp á öflugan, faglegan stuðning í formi handleiðslu, námskeiða og þátttöku í þverfag- legu samstarfi. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 30. ágúst. Upplýsingar um störfin veita forstöðumaður og starfsráðgjafar í síma 554 3277. Umsóknum um störfin, ásamt upplýsingum um fyrri störf og menntun, skal skila til Örva, Kársnesbraut 110, 200 Kópavogi. Störf í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2002-2003 Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar og Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög. Upplýsingar veita skólastjóra og aðstoðarskólastjórar viðkomandi skóla. Umsóknir ber að senda í skólana. Nánari upplýsingar um laus störf og grunnskóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir www.grunnskolar.is Austurbæjarskóli, sími 561 2680 Skólaliðar. Árbæjarskóli, sími 567 2555 Enskukennsla, 66% staða eða 20 kennslustundir í viku. Engjaskóli, sími 510 1300 Skólaliðar. Gæsla í baðvörslu. Starfsfólk í heilsdagsskóla. Foldaskóli, sími 567 2222 Íslenskukennsla á unglingastigi, vegna forfalla. Skólaliðar, 50%-100% stöður. Stuðningsfulltrúar, 50% stöður. Grandaskóli, sími 561 1400 Starfsmaður í ýmis störf, m.a. baðvörslu drengja. Starfsmaður í möguneyti, hlutastarf. Hagaskóli, sími 535 6500 Málmsmíði, 8 stundir á viku. Háteigsskóli, sími 530 4300 Heimilisfræðikennsla, afleysing. Sundkennsla, 3 stundir eftir hádegi á föstudögum. Stuðningsfulltrúi, 50% staða. Skólaliðar 50-100% stöður. Starfsfólk í ræstingar, hlutastörf. Ingunnarskóli, sími 585 0400 Skólaliðar. Langholtsskóli, sími 553 3188 Skólaliðar, 50%-100% staða. Laugarnesskóli, sími 588 9500 Almenn kennsla í 3. bekk. Baðvarsla drengja, 75%-100% staða. Seljaskóli, sími 557 7411 Skólaliðar. Víkurskóli, sími 545 2700 Almenn kennsla á yngsta stigi, vegna forfalla. Almenn kennsla á unglingastigi, meðal námsgreina: íslenska. Ölduselsskóli, sími 557 5522 Heimilisfræðikennsla. Öskjuhlíðarskóli, sími 568 9740 Forstöðumaður í lengdri viðveru (skóladagvist). Stuðningsfulltrúar, 55%-60% stöður. Vinnutími 12:30-17:00.    Fulltrúi er aðstoðarmaður fjármálastjóra og fjárhagsáætlunarfulltrúa. Hann er ritstjóri greinargerðar með fjárhagsáætlun og 3ja ára áætlun. Einnig ber fulltrúi ábyrgð á skjala- málum deildar í skjalavörslu- og hópvinnukerfinu GoPro ásamt heimasíðu deildarinnar. Þá felst í starfi fulltrúa að vera innanbúðarráðgjafi í starfshópum undir stjórn sérfræðinga fjármáladeildar.      ● Stúdentspróf eða sambærileg menntun. ● Mjög góð íslenskukunnátta. ● Haldgóð tölvuþekking s.s. í Word, Excel og Powerpoint. ● Tungumálakunnátta æskileg. ● Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. ● Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð. ● Færni í mannlegum samskiptum. ● Kappsemi og metnaður til að ná árangri.                          ! "#$ % % $ & '   (  )*+ ,-*.  / 0 /  % %# &'   (  )*+ ,-1, "   $ %               %#  2 3  442 4-4  2  5 60% %  7 #8   +  7   9  :        9    % :              ; % %   4)     % % 2       % %2 % 2    %   2 %       2  %   2         %   %      <      %          $  ;      %   2 $       %   =     % % $

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.