Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 13
að rífa þau fundu menn merki þess að ugla hefði hafst þar við um vet- urinn. Hermt er að uglurnar séu ættaðar ofan af Barðaströnd. Að uglur skuli dvelja þarna vetr- arlangt bendir til tilvistar haga- músa. Sveiflur Venjulegur ferðalangur er ekki líklegur til að taka eftir því hvort uppsveifla eða hnignun er í lífríki Breiðafjarðareyja. Þar iðar allt af lífi í hnignun jafnt sem uppsveifl- unni. En vísindamaðurinn tekur eftir því að æðarkollurnar eru að- eins með 2–3 unga í stað 4–5 og hann tekur einnig eftir því hvort verpandi teistupör eru kannski 30% af þeim fjölda sem verpti örfáum árum áður. Ævar Petersen fuglafræðingur hefur verið árvisst við rannsóknir í Flatey frá árinu 1973. Í byrjun snerist dvöl hans um athuganir á teistunni, en fljótlega snerist verk- efni hans upp í allsherjar vöktun á lífríkinu. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið um hásumarið 1999 að lífríkið hefði verið í niðursveiflu. Sem dæmi hefðu það sumarið verið 150 teistuhreiður í Flatey á móti 530 þegar flest var nokkrum árum áður. Á sama tíma væri varp- árangur aðeins 20% á móti 70% þegar best léti. Það væri ætisskort- ur sem ylli vandræðunum. Ævar taldi þá að freistandi væri að kenna þorskinum um nið- ursveifluna, honum hefði fjölgað og hann væri „afar þurftafrekur og gæti verið að aféta aðra stofna í líf- ríkinu,“ eins og hann komst að orði. Þessi ummæli Ævars Petersen eru rifjuð hér upp því nú, þremur árum síðar, er lífríkið við sama heygarðshornið og enn er talað um mikinn þorsk inni á Breiðafirði. Dæmi eru um, að á endanum, þeg- ar þorskurinn er búinn að éta allt upp til agna sem á boðstólum er, snúi hann sér að smærri frænd- systkinum og beinlínis aféti sjálfan sig. Þá er stutt í hrunið hjá honum, en þá taka aðrir hlekkir neðar í fæðukeðjunni kipp, ná sér á strik og fuglaríkið með. Þetta er hin ei- lífa hringrás náttúrunnar sem ætti sem minnst að fikta við eða reyna að raska eða breyta. Stemning Eins og sjá má af myndsjá ljós- myndarans úr Vestmannaeyjum lætur náttúran eins og ekkert sé í Breiðafjarðareyjum og allt iðar af lífi. Sumarið styttist þó óðum í ann- an endann og áður en varir verður allt hljóðnað á ný og fátt sem rýfur kyrrðina annað en gnauðandi vind- urinn og krunk í hrafni. Teistan er áberandi í eyjunum og sá fugl sem notaður er til að mæla hnignun eða uppsveiflu í lífríki Breiðafjarðareyja. Toppskarfsungar skríða úr eggjum. Toppskarfurinn er einn af einkennisfuglum Breiðafjarðar. Hann ver unga sína af mikilli hörku. eiðafjarðareyja Óvíða er snjótittlingavarp þéttara en í Breiðafjarðareyjum. Á „meginlandinu“ verpir hann hins vegar meira til fjalla. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 B 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.