Morgunblaðið - 01.09.2002, Page 16

Morgunblaðið - 01.09.2002, Page 16
16 B SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ bílar ÞÁ er hann loks kominn bíllinn sem Fiat vildi að tæki forystuhlutverk á markaði fyrir bíla í c-flokki, þ.e. sama flokki og VW Golf, Ford Focus og Opel Astra. Bíllinn heitir Stilo og var kynntur blaðamönnum á Spáni síð- astliðið haust en hefur ekki verið fá- anlegur hérlendis nema sérpantaður fyrr en núna. Eins og margir aðrir nýir bílar í þessum flokki, t.a.m. Peugeot 307 og Toyota Corolla, tekur hönnun Stilo mið af fjölnotabílum. Innanrýmið er nýtt á sem hagkvæmastan hátt, bíll- inn er hafður hár og með miklu höf- uðrými. Auk þess eru aftursæti fær- anleg og hægt að búa til borð úr framsætisbakinu. Annars konar aksturseiginleikar Það er skemmst frá því að segja að sala á Stilo hefur verið minni en Fiat gerði ráð fyrir. Bíllinn er stílaður inn á erfiðasta markaðinn þar sem sam- keppnin er hvað mest í búnaði og verði. Þar stendur Stilo sig þó vel og er reyndar með best búnu bílum í sín- um flokki og um leið á hagstæðu verði. Ljóst er hins vegar í huga þess sem þetta skrifar hvað það er sem hefur misfarist í áætlun Fiat. Stilo höfðar ekki sterklega til bíleigenda á meg- inlandi Evrópu sem eru vanir annars konar aksturseiginleikum en bíllinn býður upp á. Þar um slóðir virðast menn helst kjósa sér bíla með stífri fjöðrun og mikinn næmleika og svör- un í stýri. Dæmi um slíka bíla eru Ford Focus, VW Golf og Peugeot 307. Stilo er allt annað en þetta. Fjöðr- unin er mýkri og stýringin virðist ekkert sérlega jarðtengd. Hjálpar- átakið kemur frá rafmótor sem hefur bæði kosti og galla í för með sér. Kostirnir eru þeir að búnaðurinn dregur talsvert úr eyðslu bílsins þar sem rafmótorinn notar aðeins orku þegar verið er að beygja bílnum. Ókosturinn er sá að menn finna ekki eins fyrir bílnum þegar honum er beygt og stýringin verður loðin. Raf- stýringin í Stilo er þeim kostum búin að vera með sérstakri borgarstillingu, City, sem gerir stýringuna enn léttari t.d. þegar verið er að leggja í þröng stæði. Skemmtileg vél á háum snúningi Að þessu sögðu skal það skýrt tekið fram að það má engu að síður hafa mikla ánægju af því að aka þessum bíl en menn verða að setja sig í aðrar stellingar en þeir eru vanir. Stilo var prófaður í Dynamic-útfærslu með 1,6 lítra vél, sem eins og jafnan á við um vélar frá Fiat, skilar mestu á háum vélarsnúningi. En bíllinn er líka sprækur og allt að því sportlegur þeg- ar vélin er látin snúast hratt og hún gefur meira segja frá sér sportlega nótu. Þótt menn hafi í fyrstu á tilfinn- ingunni að jarðsambandið milli bíls og vegyfirborðs mætti vera betra þá helgast það af rafstýrinu en ekki mis- heppnuðum undirvagni. Bíllinn liggur reyndar bara nokkuð vel og undir- stýrir ekki að ráði en það tekur tíma að venjast honum. Afar vel búinn Stilo er með stærri bílum í sínum flokki. Það fer vel um fimm fullorðna í bílnum og höfuðrými er alls staðar með mesta móti. Það er vandað mikið til bæði efnisvals og frágangs í inn- anrýminu, sem í prófunarbílnum er tvílitt með ljósu velúráklæði. Stilo hefur vinninginn yfir keppinautana á þessu sviði. Aftursætin, sem skiptast 60/40, eru með niðurfellanlegum bök- um en auk þess á sleða þannig að hægt er að færa þau bæði, eða í sitt hvoru lagi, fram eða aftur eftir þörf- um. Stilo er vel búinn bíll og telst því vera á hagstæðu verði. Staðalbúnaður í grunngerðinni Active er m.a. ABS- hemlar með EBD-hemlunardreif- ingu, spólvörn, sex loftpúðar, þar af fjölþrepapúðar fyrir bílstjóra og far- þega í framsæti, fimm þriggja punkta bílbelti og fimm hnakkapúðar, akst- urstölva, hæðarstilling í ökumanns- sæti ásamt mjóbaksstuðningi, raf- stýrðar rúður að framan og aftan, geislaspilari og margt fleira. Stóri munurinn á Active og Dynamic er í raun aðeins loftkælingin sem er í síð- arnefnda bílnum. Af þessu má því vera ljóst að Stilo er afar vel búinn bíll og samkeppn- isfær á þessum harða markaði. Act- ive-útfærslan kostar 1.690.000 kr. en Dynamic 1.790.000 kr. Keppinautarn- ir eru VW Golf, sem kostar í afmæl- isútgáfunni 1.850.000 kr., Opel Astra á 1.848.000 kr., Peugeot 307 XT 1.765.000 kr., Toyota Corolla 1.759.000 kr. og Ford Focus Trend 1.755.000 kr. Morgunblaðið/Jim Smart Fiat Stilo er vel búinn bíll á hagstæðu verði. Snyrtilegur frágangur á öllu að innan. Fimm hnakkapúðar og fimm þriggja punkta belti eru í bílnum. Farangursrýmið er stækkanlegt því aftursætin eru á sleða. REYNSLUAKSTUR Fiat Stilo 1.6 Dynamic Guðjón Guðmundsson Vélin er skemmtileg á háum snúningi og skilar mest 103 hestöflum. gugu@mbl.is Framúrskarandi í búnaði og innanrými Efnisval og frágangur að innan er með besta móti. Vél: 1.596 rsm., fjórir strokkar, 16 ventlar. Afl: 103 hestöfl við 5.750 snúninga á mínútu. Tog: 145 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. Gírkassi: Fimm gíra hand- skiptur. Hröðun: 10,9 sekúndur. Hámarkshraði: 183 km/ klst. Eyðsla: 8 lítrar í blönd- uðum akstri. Lengd: 4.253 mm. Breidd: 1.756 mm. Hæð: 1.525 mm. Eigin þyngd: 1.250 kg. Hemlar: Diskar, ABS, EBD. Verð: 1.790.000 kr. Umboð: Ístraktor hf. Fiat Stilo 1.6 Dynamic Það er margt sem kemur á óvart Fáðu meira en áður - fyrir minna en áður. Komdu. Kauptu nýjan Ford Fiesta. er dæmi um meiri bíl. Farangursrými Fiesta Brimborg Reykjavík Brimborg Akureyri brimborg.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.