Morgunblaðið - 18.09.2002, Side 2

Morgunblaðið - 18.09.2002, Side 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Önnur umferð er leikin á föstu-dag en þá leikur Ísland við Sviss í Keflavík og Ísrael mætir Armeníu í Garði. Loks leikur Ísland við Armeníu í Víkinni á sunnudaginn og þá leika Ísrael og Sviss á Fylk- isvelli. „Þetta er mjög sterkur riðill og það má segja að við höfum verið afar óheppnir með andstæðinga. Ísrael og Sviss eru með mjög öflug lið og Ísrael vann t.d. England fyrr á þessu ári, 3:1. Við vitum minna um styrk- leika Armena,“ sagði Freyr Sverr- isson, aðstoðarþjálfari drengja- landsliðsins, við Morgunblaðið í gær. Íslenski hópurinn er skipaður eft- irtöldum leikmönnum: Markverðir: Jóhann Ólafur Sig- urðsson, Selfossi, og Guðmundur Þórðarson, Keflavík. Aðrir leikmenn: Aron Bjarnason, Hrólfur Örn Jónsson og Kristján Hauksson úr Fram, Kjartan Ágúst Breiðdal og Ragnar Sigurðsson úr Fylki, Hilmar T. Arnarsson úr Haukum, Hafþór Vilhjálmsson og Kristinn Darri Röðulsson úr ÍA, Ólafur Þór Berry úr ÍBV, Helgi Örn Gylfason úr ÍR, Kjartan Finnboga- son úr KR, Ingólfur Þórarinsson úr Selfossi, Guðjón Baldvinsson og Sig- urbjörn Ingimundarson úr Stjörn- unni, Þórður S. Hreiðarsson úr Val og Hjálmar Þórarinsson úr Þrótti R., sem er fyrirliði. Í liðið vantar einn af lykilmönnum þess, Ágúst Örlaug Magnússon úr ÍA, sem slasaðist í úrslitaleik 3. flokks fyrir skömmu. Drengirnir mæta Ísrael á Akranesi DRENGJALANDSLIÐ Íslands í knattspyrnu, Norðurlandameist- ararnir 2002, leikur í dag klukkan 16 við Ísraelsmenn á Akranesi. Þetta er fyrsti leikurinn í undanriðli Evrópukeppninnar í þessum aldursflokki, þar sem leikmenn eru undir 17 ára aldri, en riðillinn er allur leikinn hér á landi á næstu dögum. Hin tvö liðin í riðlinum eru Sviss og Armenía og þau mætast á sama tíma í dag á Kópavogsvelli. HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Essodeildin: Ásvellir: Haukar – Grótta/KR ..................20 KNATTSPYRNA Evrópukeppni 17 ára liða: Akranes: Ísland – Ísrael ............................16 Kópavogur: Sviss – Armenía.....................16 Í KVÖLD ÚRSLIT KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Arsenal - Dortmund .............................2:0 Bergkamp 62., Ljungberg 77. Auxerre - PSV Eindhoven...................0:0 Staðan: Arsenal 1 1 0 0 2:0 3 Auxerre 1 0 1 0 0:0 1 PSV 1 0 1 0 0:0 1 Dortmund 1 0 0 1 0:2 0 B-RIÐILL: Basel - Spartak Moskva .......................2:0 Hakan Yakin 50., Rossi 55. Valencia - Liverpool .............................2:0 Aimar 20., Baraja 38. Staðan: Basel 1 1 0 0 2:0 3 Valencia 1 1 0 0 1:0 3 Liverpool 1 0 0 1 0:2 0 Spartak M. 1 0 0 1 0:2 0 C-RIÐILL: Roma - Real Madrid .............................0:3 Guti 41., 74., Raul 56. Genk - AEK ...........................................0:0 Staðan: Real Madrid 1 1 0 0 3:0 3 Genk 1 0 1 0 0:0 1 AEK 1 0 1 0 0:0 1 Roma 1 0 0 1 0:3 0 D-RIÐILL: Ajax - Lyon............................................2:1 Ibrahimovic 11., 34. - S. Anderson 84. Rosenborg - Inter Mílanó ....................2:2 Karadas 52., 65. - Hernan Crespo 33., 79. Staðan: Ajax 1 1 0 0 2:1 3 Rosenborg 1 0 1 0 2:2 1 Inter 1 0 1 0 2:2 1 Lyon 1 0 0 1 1:2 0 UEFA-bikarinn 1. umferð, fyrri leikir: Viktoria Zizkov (Té) - Rangers (Sk) .. 2:0 Aberdeen (Sk) - Hertha Berlín (Þý) .. 0:0 Austria Wien (Aus) - Shakhtar (Úkr) 5:1 Bordeaux (Fra) - Puchov (Slóvak)...... 6:0 Leixoes (Por) - PAOK (Grikk) ............ 2:0 Vitesse (Holl) - Rapid Búk. (Rúm)..... 1:1 England 1. deild: Brighton - Stoke....................................1:2 Burnley - Millwall..................................2:2 Crystal Palace - Derby .........................0:1 Leicester - Bradford .............................4:0 Portsmouth - Wimbledon......................4:1 Preston - Watford .................................1:1 Sheffield United - Grimsby ..................2:1 Walsall - Rotherham .............................3:4  Staða efstu liða: Portsmouth 25, Leic- ester 22, Sheffield Utd. 17, Norwich 15, Rotherham 15, Watford 14, Coventry 13, Gillingham 13, Derby 12, Bradford 12, Wolves 11, Nottingham F. 10, Reading 10, Wimbledon 10, Ipswich 9, Preston 9, Crystal Palace 9, Millwall 9, Stoke 8. 2. deild: Barnsley - Blackpool .............................2:1 Cardiff - Brentford................................2:0 Cheltenham - Swindon..........................2:0 Chesterfield - Stockport .......................1:0 Luton - Mansfield..................................2:3 Northampton - Colchester....................4:1 Oldham - Bristol City ...........................1:0 Peterborough - Plymouth .....................2:0 Port Vale - Notts County .....................3:2 QPR - Huddersfield ..............................3:0 Tranmere - Wigan.................................0:2 Wycombe - Crewe .................................1:2  Staða efstu liða: Wigan 19, QPR 17, Oldham 17, Cardiff 17, Crewe 16, Bristol City 15, Blackpool 15 KÖRFUKNATTLEIKUR Reykjanesmót karla Keflavík - Njarðvík .......................... 77:63 Haukar - Grindavík .......................... 73:74 Staðan: Njarðvík 3 2 1 240:222 4 Grindavík 3 2 1 239:246 4 Keflavík 2 1 1 158:156 2 Breiðablik 2 1 1 147:159 2 Haukar 2 0 2 146:148 0 Reykjavíkurmót karla ÍR - Valur.......................................... 93:85 Ármann/Þróttur - KR......................72:130  Darrell Flake lék fyrsta leik sinn með liði KR og skoraði Bandaríkjamaðurinn 41 stig og tók 16 fráköst í leiknum. Her- bert Arnarson og Skarphéðinn Ingason skoruðu 19 stig fyrir KR. Staðan: ÍR 2 2 0 215:159 4 KR 1 1 0 130:72 2 Valur 2 1 1 163:149 2 Ármann/Þróttur 2 0 2 128:208 0 Fjölnir 1 0 1 74:122 0 Reykjavíkurmót kvenna KR - ÍR ............................................. 91:33 ÍS - ÍR ............................................... 61:56 HANDKNATTLEIKUR Grótta/KR - Fram 21:21 GRÓTTA/KR fór illa að ráði sínu er liðið tók á móti Fram í fyrstu umferð 1. deild- ar karla í handknattleik. Heimamenn höfðu þriggja marka forystu þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en gest- irnir gáfust ekki upp heldur skoruðu síð- ustu þrjú mörkin og kræktu sér í eitt stig. Heimamenn byrjuðu miklu betur og höfðu frumkvæðið lengst af í leiknum, staðan 11:7 í leikhléi en eftir að það tók það Fram tæpar sjö mínútur að komast á blað og fyrstu 20 mínúturnar gerði lið- ið aðeins þrjú mörk úr 16 sóknum. Sókn- arleikur Fram var á þessum tíma ótta- legt hnoð sem lítið kom út úr en á sama tíma gerðu leikmenn Gróttu/KR sjö mörk og allt annað var að sjá sókn- artilburði þeirra. Upphaf síðari hálfleiks var talsvert ann- að en þess fyrri því eftir átta mínútna leik var staðan allt í einu orðin jöfn, 13:13. Framarar klipptu á Alexanders Petersons í sókninni og það áttu gest- gjafarnir mjög erfitt með að leysa. Með samstilltu átaki tókst þeim þó að ná undirtökunum aftur, 18:15, og síðan 21:18 en misstu það niður í jafntefli á óttalega klaufalegan hátt, gerðu aðeins þrjú mörk í síðustu 12 sóknunum. Petersons var mest ógnandi í sókn Gróttu/KR, Alfreð Finnsson átti þokka- legan leik á miðjunni og Hlynur Mortens í markinu. Hjá Fram átti Þorri B. Gunnarsson fínan leik í hægra horninu, Valdimar Þórsson átti mjög góða spretti og Níels P. Bene- diktsson er efnilegur strákur sem sýndi góð tilþrif. Bestur var þó fyrirliðinn Seb- astian Alexandersson. Framarar geta vel við unað og í raun verið ánægðir, þeir gáfust aldrei upp þó á brattann væri að sækja og uppskáru eitt stig. Skúli Unnar Sveinsson Umsögnin um leikinn féll út úr þriðju- dagsblaðinu vegna mistaka. Inter frá Mílanó, í d-riðli meistara- deildar Evrópu en bæði lið skoruðu tvö mörk í leiknum. Árni Gautur mátti sjá á eftir knettinum í netið er argentínski landsliðsmaðurinn Hernan Crespo skoraði á 32. mínútu, en Azar Karadas skoraði í tvígang fyrir heimamenn í síðari hálfleik. Hernan Crespo jafnaði hins vegar leikinn undir lok leiks. „Ég var óheppinn að verja ekki fyrra skot Crespo“ Þetta er áttunda árið í röð sem Rosenborg er með í riðlakeppninni og voru leikmenn og þjálfarar ósáttir við að hafa ekki náð að sigra ítalska liðið. „Við yfirspiluðum Inter á heimavelli og það er ástæða til þess að brosa aðeins yfir því þótt sigurinn hafi ekki náðst,“ sagði Árni Gautur Arason í gær við Morgunblaðið. „Ég var óheppinn að verja ekki fyrra skotið frá Crespo, en boltinn fór af varnarmanni og inn. Í síðara mark- inu var ég með höndina á boltanum en skotið var fast og frá markteig. Við mætum Lyon á útivelli í næstu viku og ég finn að sjálfstraustið í okkar liði er mikið eftir leikinn gegn stórliði Inter,“ sagði Árni Gautur. Nils Arne Eggen, þjálfari norska liðsins, sagði leikinn þann besta hjá Rosenborg á tímabilinu en Eggen hélt upp á 61 árs afmæli sitt í gær. Liðin eru í d-riðli ásamt Ajax sem lék á heimavelli gegn Lyon þar sem sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovic skoraði tvívegis fyrir Ajax, en Anderson minnkaði muninn fyrir Lyon undir lok leiks. Róma hóf leiktíðina á Ítalíu meðósigri gegn Bologna um sl. helgi en saknaði þess greinilega að Totti, Batistuta og Brasilíumaðurinn Francisco Lima tóku út leikbann vegna slagsmála sem brutust út sl. vor í leik gegn Galatasaray frá Tyrk- landi, en leikurinn fór fram í Róm. Fabio Capello, þjálfari Roma, var einnig fjarverandi vegna leikbanns. Brasilíski landsliðsmaðurinn Ron- aldo var ekki í liði Real að þessu sinni en hann er líklegur til þess að leika sinn fyrsta leik með liðinu í meist- aradeildinni gegn Genk á Santiago Bernabeu í næstu viku, en hann var keyptur á dögunum frá ítalska liðinu Inter. „Við unnum sigur í frábærum leik en þetta er aðeins einn leikur af mörgum,“ sagði franski landsliðs- maðurinn Zinedine Zidane leikmað- ur Real. „Í síðari hálfleik var lið Róma ekki eins sterkt og í þeim fyrri,“ bætti Zidane við. Liðin léku einnig í meistaradeild- inni í fyrra hinn 11. september og var það einn af fáum íþróttaviðburðum sem fram fóru þann daginn í Evrópu vegna hryðjuverkanna í Bandaríkj- unum þann sama dag. Real og Róma leika 30. okt. á Spáni að nýju. Genk og gríska liðið AEK skildu jöfn í markalausum leik í Belgíu í hinni rimmu C-riðilsins. Árni Gautur Arason stóð sig vel í marki Rosenborg gegn ítalska liðinu Real Madrid sýndi mátt sinn í Róm EVRÓPUMEISTARALIÐ sl. árs – Real Madrid frá Spáni, sýndi mátt sinn gegn Róma á Ítalíu og sigraði 3:0, í c-riðli meistaradeildar Evr- ópu. Jose Maria Guti var í aðalhlutverki og skoraði fyrra mark sitt á 41. mínútu, Raúl González bætti við öðru marki á þeirri 55. og Guti var aftur á ferðinni á 74. mínútu. Gunnar Þór í banni á móti ÍA Á fundi aganefndar KSÍ í gær voru tíu leikmenn úr Símadeild úrskurð- aðir í leikbönn og missa þeir allir af leikjum liða sinna í lokaumferð Ís- landsmótsins á laugardaginn. Gunnar Þór Pétursson, vinstri bak- vörður Fylkismanna, sem leikið hef- ur alla leiki Árbæjarliðsins í sumar, verður að bíta í það súra epli að fylgj- ast með sínum mönnum úr áhorf- endastúkunni í leiknum mikilvæga á móti ÍA en hann var dæmdur í eins leiks bann sem og þjálfari Fylk- ismanna, Aðalsteinn Víglundsson. Eyjamenn verða án þriggja fasta- manna í leiknum við FH en Bjarni Geir Viðarsson, Ingi Sigurðsson og Kjartan Antonsson fengu allir eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda sem og einn af lykilmönn- unum í liði FH-inga, Heimir Guð- jónsson. Bjarni Hólm Aðalsteinsson og Sæv- ar Guðjónsson, báðir úr Fram, taka út leikbann þegar Framarar sækja KA heim en hjá norðanmönnum verður Dean Martin í leikbanni. Kristján Helgi Jóhannsson Keflvík- ingur tekur út eins leiks bann í leikn- um við Grindvíkinga í leik sem sem er að duga eða drepast fyrir Keflvík- inga og sömu sögu er að segja af Þórsaranum Óðni Árnasyni sem missir af leiknum við KR í Frosta- skjóli. Úr 1. deildinni voru eftirtaldir leik- menn úrskurðaðir í leikbönn sem taka gildi á næsta tímabili: Árni Guð- mundsson, Hermann Albertsson og Jón Örvar Eiríksson allir úr Leiftri/ Dalvík, Jakob Hallgeirsson, ÍR, Gunnar Ingi Valgeirsson, Sindra, Arnór Gunnarsson, Val, og Charles Philip McCormick, Þrótti. BJÖRGVIN Sigurbergsson, kylfing- ur úr Keili, lauk fyrsta degi á úrtöku- mótinu fyrir evrópsku mótaröðina á Five Lakes-vellinum á pari eða 72 höggum. Keppnin fer fram á Eng- landi og eru 120 kylfingar sem berj- ast um 15 efstu sætin á þessum velli, en keppt er á fimm völlum á fyrsta stigi úrtökumótsins og komast 65 kylfingar af völlunum fimm á annað stig úrtökumótsins sem fram fer á Spáni í nóvember. Björgvin í 44.–55. sæti eftir gærdaginn en 43 kylfingar léku undir pari í gær, enginn þó bet- ur en Englendingurinn Gary Marks sem lék á níu höggum undir pari. Björgvin fékk þrjá fugla í gær, þrett- án pör, einn skolla og einn skramba. Hann hitti tíu brautir af fjórtán og tíu flatir af átján á réttum högga- fjölda og notaði hann 29 pútt. Björgvin á pari TVÆR knattspyrnukonur fá gullskó Adidas í ár. Ásthildur Helgadóttir og Olga Færseth gerðu báðar 20 mörk í deildinni og fá báðar gullskó. Venjan er sú að skori tveir eða fleiri leikmenn jafn mörg mörk fær sá gullskóinn sem leikið hefur færri leiki og því skorað fleiri mörk að meðaltali. Þegar þetta var athugað í sambandi við Ást- hildi og Olgu kom í ljós að þær höfðu báðar leikið jafnmarga leiki. Þá er gripið til þess ráðs að at- huga hversu margar mínútur þær léku og þar var sama niðurstaða, þær hafa leikið jafn margar mín- útur í deildinni í sumar. Því var ekki annað að gera en búa til aukaskó, þannig að þær fá báðar gullskóinn. Tveir áratugir eru liðnir síðan Ingi Björn Albertsson, leikmaður Vals, tók við fyrsta gullskónum frá Adidas og um 50 leikmenn hafa fengið gull-, silfur- eða bronsskó fyrir að skora mörk síð- an haustið 1983. Tvær fá gullskó Adidas

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.