Morgunblaðið - 18.09.2002, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 B 3
Eyjólfur bar fyrirliðabandið hjáHerthu í leiknum í stað Mich-
aels Preetz sem gat ekki leikið
vegna meiðsla en nokkra sterka
leikmenn vantaði í lið Þjóðverj-
anna.
yjólfur lék allan tímann í vörn
liðsins sem hafði í nógu að snúast
því Aberdeen sótti stíft á köflum í
sínum 100. Evrópuleik. Eyjólfur
fékk tvö af bestu færum Herthu í
leiknum en markvörður Aberdeen,
hinn leikreyndi Peter Kjær frá
Danmörku, varði í tvígang hörkus-
kalla hans af stuttu færi. Bras-
ilíumaðurinn Luizao skoraði mark
fyrir Herthu 20 mínútum fyrir
leikslok en markið var dæmt af.
Dómarinn vildi meina að leikmað-
urinn hefði brotið af sér og var
dómurinn mjög umdeildur.
„Við erum sæmilega sáttir við
niðurstöðuna en við erum á því að
markið hafi verið gott og gilt. Það
var mjög mikilvægt að halda
marki okkar hreinu og við ættum
að komast áfram þar sem við eig-
um heimaleikinn til góða,“ sagði
Eyjólfur við Morgunblaðið eftir
leikinn. Aðspurður um færin sem
hann fékk í leiknum sagði Eyjólf-
ur; „Ég hefði viljað sjá að minnsta
kosti annan skallann fara inn en
því miður gerðist það ekki. Ég
verð bara að skora í næsta leik,“
sagði Eyjólfur en Hertha tekur á
móti Hamburger í þýsku úrvals-
deildinni á laugardaginn.
Óvænt úrslit urðu í Tékkalandi
þar sem heimamenn í Viktoria Ziz-
kov lögðu Glasgow Rangers, 2:0.
Heimenn fengu óskabyrjun og
skoruðu mark eftir aðeins sjö mín-
útur.
Rangers fékk gullið tækifæri til
að jafna metin skömmu fyrir
leikhlé. Liðið fékk vítaspyrnu en
Barry Ferguson lét varamarkvörð
Zizkov verja vítaspyrnuna frá sér.
Síðari hálfleikurinn var 15 mín-
útna gamall þegar Zizkov bætti við
öðru marki. Rangers reyndi allt
hvað það gat til að minnka muninn
en allt kom fyrir ekki. Tékkarnir
héldu fengnum hlut og voru
óheppnir að bæta ekki þriðja
markinu við.
Eyjólfur fyrir-
liði Herthu
Eyjólfur Sverrisson og félagar hans í þýska liðinu Hertha Berlin
gerðu markalaust jafntefli við skoska liðið Aberdeen í fyrri við-
ureign liðanna í fyrstu umferð UEFA-keppninnar í knattspyrnu en
leikurinn fór fram á Pitodrie vellinum í Skotlandi í gærkvöldi.
BRYNJAR Björn Gunnarsson og
Bjarni Guðjónsson voru báðir í
byrjunarliði Stoke sem vann góðan
útisigur á Brighton í ensku 1. deild-
inni í knattspyrnu í gær. Brynjar
lék allan leikinn en Bjarna var skipt
út af á lokamínútunni. Tommy Moo-
ney, sem er í láni hjá Stoke, skoraði
fyrra markið á 17. mínútu úr víta-
spyrnu og Andy Cooke það síðara á
76. mínútu. Þetta var fyrsti útisigur
Stoke á leiktíðinni og liðið komst
upp í 19. sæti deildarinnar.
HEIÐAR Helguson sat allan tím-
ann á varamannabekk Watford sem
gerði 1:1 jafntefli við Preston. Heið-
ar er nýstiginn upp úr erfiðum
meiðslum og sagði Ray Lewington,
stjóri Watford, fyrir leikinn að
ánægjulegt væri að fá Heiðar til
baka í hópinn. Hann væri góður
liðsmaður en of snemmt væri að
velja hann í byrjunarliðið því hann
þyrfti meiri tíma til að komast í
leikform.
HELGI Valur Daníelsson lék að-
eins fyrri hálfleikinn fyrir Pet-
erbrough sem sigraði Plymouth,
2:0, í ensku 2. deildinni. Helgi varð
fyrir meiðslum rétt fyrir hálfleik og
gat ekki leikið síðari hálfleikinn
sökum þess.
BOSTON Celtics hafa tryggt sér
starfskrafta argentínska framherj-
ans Ruben Wolkowyski en hann lék
stórt hlutverk í silfurliði Argent-
ínumanna frá því á HM. Wolko-
wyski hóf sl. keppnistímabil með
Dallas Mavericks en hélt síðar til
CSKA í Moskvu og skoraði 13 stig
að meðaltali fyrir rússneska liðið
auk þess að að taka um 9 fráköst í
leik.
PETER Schmeichel, markvörður
Manchester City, sendi fyrrverandi
félaga sínum hjá Aston Villa, Peter
Enckelman, SMS-skeyti strax eftir
grannaslag Birmingham City og
Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í
fyrrakvöld. Þar gerði finnski mark-
vörðurinn sig sekan um mistök er
honum mistókst að taka á móti
knettinum eftir innkast frá Olaf
Mellberg. Er nú talið að markið sé
eitt það eftirminnilegasta í enskri
knattspyrnusögu. Schmeichel hug-
hreysti hinn unga markvörð og
sagði m.a. að eftir slík mistök væri
ekkert annað að gera en að horfa
fram á veginn.
GARY Neville er í fyrsta sinn í
leikmannahópi Manchester United í
kvöld en liðið tekur þá á móti Mac-
cabi Haifa í meistaradeildinni. Nev-
ille hefur ekkert leikið með aðallið-
inu síðan hann fótbrotnaði í
viðureign United við Leverkusen í
undanúrslitum meistaradeildinnar
síðastliðið vor.
SEBASTIAN Veron hefur náð
sér af meiðslum og verður vænt-
anlega á miðjunni hjá United í
kvöld. Nicky Butt er hins vegar
spurningarmerki en hann haltraði
meiddur af velli þegar United tap-
aði fyrir Leeds um síðustu helgi.
NEWCASTLE leikur í kvöld í
fyrsta sinn í meistaradeildinni þeg-
ar liðið mætir Dinamo Kiev í Rúss-
landi. Líklegt er að Craig Bellamy
verði í byrjunarliði Newcastle í
fyrsta sinn en þessi snaggaralegi
framherji er nýstiginn upp úr
meiðslum.
DEPORTIVO La Coruna á erfitt
verkefni fyrir höndum í kvöld en
liðið sækir Bayern München heim í
meistaradeildinni. Mikil meiðsli eru
í herbúðum spænska liðsins en einir
sex leikmenn liðsins eru frá vegna
meiðsla – Jose Molina, Lionel Sca-
loni, Jorge Andrade, Goran Djoro-
vic, Pablo Arno og Jose Emilio
Amavisca.
BÅRD Wiggen tekur að öllum lík-
indum við starfi Guðjóns Þórðar-
sonar sem næsti þjálfari norska
liðsins Start en liðið er þegar fallið
úr úrvalsdeildinni. Wiggen hefur
verið aðstoðarþjálfari Start undan-
farin þrjú ár.
FÓLK
A
-
-
-
-
-
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐINU barst í
gær yfirlýsing frá Knattspyrnu-
félagi ÍA og er hún svohljóðandi:
Í tilefni af umræðu um mál-
efni Ólafs Þórs Gunnarssonar,
markvarðar ÍA, vill stjórn
Rekstrarfélags Knattspyrnu-
félags ÍA taka fram að Ólafur er
með samning við félagið til loka
keppnistímabilsins 2003. Ólafur
hefur verið öflugur liðsmaður
félagsins og hefur stjórnin
hvorki sagt samningi hans upp
né hefur það í hyggju.
Þá vill stjórn Rekstrarfélags
ÍA taka það fram vegna um-
ræðu um væntanlegan leik ÍA
og Fylkis að metnaður ÍA hefur
alltaf og mun alltaf standa til
þess að standa sig vel, bæði á
knattspyrnuvellinum og utan
hans. Svo mun að sjálfsögðu
verða næstkomandi laugardag
þegar annar tveggja úrslita-
leikja Íslandsmótsins verður
leikinn á Akranesi. Dylgjur um
að Skagamenn muni ekki leggja
sig fram í þessum leik eru því
bæði móðgandi gagnvart leik-
mönnum, stjórn og aðdáendum
ÍA. Því miður er ÍA ekki með í
baráttunni um Íslandsmeistara-
titilinn þetta árið, en hvernig svo
sem baráttunni um þennan eft-
irsótta titil lyktar verður ljóst að
bæði KR og Fylkir verða að
berjast af krafti til að ná stigum
á móti Þór og ÍA.“
Yfirlýsing
frá Knatt-
spyrnu-
félagi ÍA
Arsenal gerði út um leikinn viðDortmund á 15 mínútna kafla
um miðjan síðari hálfleik. Dennis
Bergkamp braut ísinn á 62. mín-
útu og fimmtán mínútum síðar
skoraði Svíinn Fredrik Ljungberg
sem kom inn í lið meistaranna að
nýju eftir langvarandi meiðsli.
„Ég er mjög ánægður með
þennan sigur en við vissum að
þetta yrði mjög erfiður leikur. Ég
neita því ekki að það kom mér
talsvert á óvart að vera valinn í
byrjunarliðið og spila allan leikinn.
Það er mjög ánægjulegt að vera
kominn í slaginn aftur,“ sagði
Ljungberg.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal,
var mjög ánægður með lærisveina
sína sem eru til alls líklegir í
meistaradeildinni í vetur.
„Við sýndum mikla þolinmæði.
Þjóðverjarnir mættu hingað til að
verjast og það þurfti skynsemi og
þolinmæði til að vinna bug á þeim.
Mér fannst við alltaf líklegir til að
skora og ég var þess fullviss að við
myndum vinna leikinn. Ég var bú-
inn að sjá að Ljungberg var klár í
slaginn. Hann var búinn að æfa
gríðarlega vel en ég tók samt
ákveðna áhættu hvað leikformið
varðar,“ sagði Arsene Wenger.
Í hinum leik A-riðilsins skildu
Auxerre og PSV jöfn, 0:0, í Frakk-
landi. PSV, sem leikur undir stjórn
Gus Hiddink, fyrrum landsliðs-
þjálfara S-Kóreu, komst næst því
að skora á 40. mínútu þegar mark-
vörður Auxerre varði skot Danans
Dennis Rommendahls.
í B-riðlinum réð Valencia ferð-
inni allt frá byrjun og áttu liðs-
menn Liverpool að vök að verjast
nær allan tímann í leiknum, sem
fór fram á Spáni. Á 19. mínútu
skoraði Pablo Aimar og á 38. mín-
útu bætti Ruben Baraja öðru
marki við. Emile Heskey fékk gott
tækifæri til að koma Liverpool inn
í leikinn að nýju rétt fyrir leikhlé.
Hann lék á Santiago Canizares,
markvörð Valencia, en skot hans
rétt sleikti markstöngina.
Í síðari hálfleik skellti Gerard
Houllier, stjóri Liverpool, þeim
Michael Owen og Milan Barros en
allt kom fyrir ekki. Vörn heima-
manna gaf sig ekki og til að bæta
gráu ofan á svart fékk þýski lands-
liðsmaðurinn Dietmar Haman að
líta rauða spjaldið 11 mínútum fyr-
ir leikslok. Þetta var fimmti leik-
urinn í röð sem Liverpool fær á
sig tvö mörk og er það mikil
breyting frá síðustu tveimur tíma-
bilum.
„Leikmenn mínir eru mjög
svekktir út í sjálfa sig fyrir
frammistöðuna og ég get vel skilið
það. Ég gerði mér grein fyrir því
fyrir leikinn að hann yrði sá erf-
iðasti fyrir okkur og það verður að
segjast eins og er að Valencia var
miklu betra liðið í leiknum. Ég
varð fyrir miklum vonbrigðum
enda sá ég aldrei það Liverpool
sem ég þekki,“ sagði Gerard
Houllier, stjóri Liverpool.
Svissneska liðið Basel, sem er
nýliði í meistaradeildinni, fagnaði
góðum sigri á rússneska liðinu
Spartak Moskva, 2:0. Basel réð
lengst af lögum og lofum og máttu
Rússarnir teljast heppnir að tapa
ekki stærra. Basel skoraði tvö
mörk á upphafskaflanum í síðari
hálfleik við gríðarlegan fögnuð
áhorfenda sem troðfylltu leikvang-
inn í Basel.
Góð byrjun
hjá Arsenal
ÞAÐ skiptust á skin og skúrir hjá ensku liðunum í meistaradeildinni
í gær. Ensku meistararnir í Arsenal unnu góðan 2:0 sigur á Þýska-
landsmeisturum Dotmund á Highbury, en Liverpool varð að játa sig
sigrað gegn spænsku meisturunum í Valencia, 2:0, á Spáni.
AP
Hinn hávaxni Patrick Vieira, leikmaður Arsenal, gaf ekki tommu
eftir í baráttu gegn hinum lágvaxna Brasilíumanni Ewerthon.
Kristján komst áfram
KRISTJÁN Helgason tryggði sér í gærkvöldi sæti í aðalkeppni
opna breska meistaramótsins í snóker þegar hann sigraði N-Írann
Patrick Wallace, 5:2, í fjórðu umferð mótsins. Wallace er í 36. sæti á
heimslistanum í snóker en Kristján í 75. sæti svo árangur Kristjáns
verður að teljast mjög góður. Opna breska meistaramótið sem
Kristján keppir á fer fram 9.-17. nóvember.