Morgunblaðið - 18.09.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 18.09.2002, Síða 4
 RÚNAR Sigtryggsson skoraði tvö mörk í sínum fyrsta deildarleik fyrir Ciudad Real þegar lið hans sigraði Granolles á útivelli, 35:28, í fyrstu umferð spænsku 1. deildarinnar í handknattleik um síðustu helgi.  CHRISTIAN Hjermind frá Dan- mörku var markahæstur hjá Ciudad Real með 10 mörk og Talant Dujsh- ebaev gerði 6.  HEIÐMAR Felixson skoraði einn- ig tvö mörk í fyrstu umferðinni en lið hans, Bidasoa, tapaði fyrir Ademar Leon á heimavelli, 33:26.  BARCELONA burstaði nýliða Torrevieja, 45:25, og skoraði línu- maðurinn öflugi Dragan Skrbic 9 mörk úr jafnmörgum skotum fyrir Barcelona.  GUNNAR Berg Viktorsson náði ekki að skora fyrir Paris SG sem vann Istres, 28:23, í fyrstu umferð- inni í frönsku 1. deildinni í hand- knattleik.  DUNKERQUE, án Ragnars Ósk- arssonar, sem leikur ekki með vegna meiðsla næstu mánuðina, tapaði á heimavelli fyrir Chambery, 28:23.  DAGNÝ Skúladóttir skoraði 9 mörk, 3 þeirra úr vítaköstum fyrir lið sitt, Issy, í frönsku 1. deildinni í handknattleik kvenna. Issy tapaði fyrir Dijon, 30:23, á heimavelli, og hefur ekki fengið stig í tveimur fyrstu umferðunum.  HALLDÓR Sigfússon skoraði 4 mörk fyrir Friesenheim, undir stjórn Atla Hilmarssonar, sem tap- aði fyrir Solingen, 31:27, í suðurriðli þýsku 2. deildarinnar í handknatt- leik.  BJÖRGVIN Björgvinsson lék ekki með Fram á móti Gróttu/KR í fyrstu umferð Esso-deildar karla í hand- knattleik. Björgvin hefur verið slæmur í baki en er að ná sér og verður tilbúinn í slaginn með Fram fljótlega.  ANDREI Lazarev línumaðurinn sem lék með FH í fyrra og Breiða- blik þar áður er genginn til liðs við Stjörnuna.  DÍANA Guðjónsdóttir hefur skipt yfir úr Fram í Val. Díana er yngri systir Guðríðar Guðjóndsdóttur, þjálfara Vals, sem á árum áður gerði garðinn frægan hjá Fram. Þá hefur Valur endurheimt Sigurlaugu Rún- arsdóttur en hún lék með danska lið- inu Rödovre á síðustu leiktíð.  DAVÍÐ Magnússon og Baldur Finnsson, 19 ára knattspyrnumenn úr HK, eru á förum til belgíska fé- lagsins Lokeren um næstu mánaða- mót. Þeir dvelja við æfingar hjá fé- laginu í átta daga en með Lokeren leika fjórir íslenskir knattspyrnu- menn.  JUVENTUS ætlar að bjóða Aless- andro Del Piero nýjan samning við félagið. Samningur framherjans snjalla við Juventus á að renna út eftir tvö ár en Luciano Moggi, for- seti félagsins, segir að viðræður við leikmanninn séu hafnar og segist bjartsýnn á að Del Piero verði um ókomin ár í búningi Juventus en hann gekk til liðs við félagið fyrir 10 árum.  TERRY Venables knattspyrnu- stjóri Leeds United segist ætla að fara að engu óðslega með framherj- ann Robbie Fowler en Fowler er meiddur í mjöðm. Venables segir að Fowler verði að fá tíma til að jafna sig og hann reiknar ekki með að geta notað hann fyrr en eftir einn mánuð.  ENSKA knattspyrnusambandið hefur gefið Roy Keane, fyrirliða Manchester United, frest fram á föstudag til að svara ákærum sem knattspyrnusambandið hefur lagt fram gegn honum fyrir ummæli í ævisögu sinni. Keane er sárt saknað í liði United en hann er á sjúkralist- anum eftir aðgerð á mjöðm og á með- an gengur liði hans allt í óhag. FÓLK Stuðningsmenn Ferrari kunnueinkar vel að meta sigur Barri- chello og fögnuðu þeir stórum er hann hægði ferðina á lokahringjunum svo þeir Schumacher gætu ekið nær sam- hliða yfir marklín- una. Þustu þeir tugþúsundum saman inn á brautina og fögnuðu ákaft við verðlaunaafhendinguna. Virtist skar- latsrautt mannhafið á beina upphafs- kafla brautarinnar nær endalaust. Ralf Schumacher hjá BMW.Will- iams tók best af stað, hóf keppni í þriðja sæti en náði forystu inn í fyrstu beygju og félagi hans Juan Pablo Montoya fylgdi fast eftir. Greinilegt var þó að Barrichello var með mun léttari bíl en aðrir af fremstu ökuþór- um því hann komst fljótt fram úr bæði félaga sínum og Montoya. Eftir tæpa 5 hringi komst Ralf Schumach- er ekki lengra þar eð mótorinn gaf sig. Montoya virtist fipast við það og lét Barrichello tækifærið ekki frá sér fara, skaust úr kjölsogi hans og fram úr báðum Williams-mönnunum. Brunaði Barrichello fljótt í burtu frá Montoya svo botninn datt úr keppninni um sigurinn. Og fljótlega eftir sitt eina stopp hætti Montoya keppni, í lok 34. hrings af 53, stífur í framhjólabúnaði höfðu laskast í átök- unum við brautina. Eftir það var leik- urinn auðveldur fyrir Ferrariþórana sem slógu verulega af ferðinni síðasta þriðjunginn og hleyptu aftur átta ökuþórum fram úr sér, en Barrri- chello og Schumacher höfðu hringað alla keppinauta sína þegar keppnin var rétt rúmlega hálfnuð, slíkir voru yfirburðir Ferrari-fáksins í Monza að þessu sinni. Dansað af kæti „Þessi úrslit gátum við tæpast leyft okkur að dreyma um, svo óraunhæft hefði það verið. En betri niðurstöðu getum við ekki hugsað okkur hér á heimavelli, fyrir framan stuðnings- menn okkar eftir alla velgengnina í ár. Maður gæti haldið að þetta væri draumur,“ sagði Schumacher eftir keppnina. Þeir Barrichello sögðu það hafa snert sig mjög að sjá upphafs- og endakafla brautarinnar krökkann af stuðningsmönnum Ferrari er verð- laun voru afhent. Þustu þúsundir unnenda Ferrari, svonefndir tífósí, inn brautina í lokin og dönsuðu af kæti. Irvine færði Jagúar-liðinu bestu úrslit frá í Mónakó í fyrra en þá varð hann einnig þriðji. Að þessu sinni get- ur hann þakkað það stórlega brott- falli Williams- og McLaren-bílsins. Mótorinn í bíl Räikkönens sprakk á 30. hring og Coulthard varð að fara inn og skipta um væng í lok fyrsta hrings eftir að rekast aftan á félaga sinn í fyrstu beygju og átti þar með enga möguleika. Barðist þó mjög vel og varð á endanum skammt frá verð- launasæti. Renault-liðið hagnaðist einnig á óförum Williams og McLaren en Jarno Trulli og Jenson Button luku keppni í fjórða og fimmta sæti eftir að hafa ræst af stað í 11. og 17. sæti. Lokastigið sem í boði var hreppti svo Olivier Panis hjá BAR en hann hóf keppni í 16. sæti. Þessir þrír óku með sömu herfræði og Barrichello, þ.e. tóku tvö þjónustustopp og virðist það greinilega vera vegurinn til vegsemd- ar í Monza. Barrichello nánast öruggur með annað sætið Vegna liðsfyrirmæla Ferrari um að hægja ferðina síðasta þriðjunginn missti Barichello af tækifærinu til að setja nýtt meðalhraðamet í keppni. Meðalhraði hans var 241,090 km/klst en árið 1971 var meðalhraði sigurveg- arans Peter Gethin á Yardley-BRM bíl 242,624 km/klst. Voru þá reyndar engar hlykkbeygjur í brautinni sem nú og engin þjónustustopp en Barri- chello tók tvö slík. Og hvorki Barri- chello né Michael Schumacher náðu mesta meðalhraða á keppnishring á sunnudag en það met á Damon Hill frá 1993 er hraðasti hringur hans mældist á 249,835 km/klst. Meðal- hraði Barrichello á hraðasta hring sunnudagsins var 249,289 km/klst. Með sigrinum og vegna brottfalls Montoya hefur Barrichello hins vegar styrkt stöðu sína verulega í keppni ökuþóra, er með 17 stiga forskot á Montoya, 61:44, fyrir lokamótin tvö í Indianapolis og Suzuka. Verður Montoya að vinna bæði mótin sem eftir eru til að komast upp fyrir hann og jafnframt að því tilskildu að Barri- chello fái ekki nema tvö stig út úr þeim. Ótrúlegir yfirburðir Ferrari Til marks um yfirburði Ferrari- liðsins og drottnun á kappaksturs- brautinni í ár hefur það þegar unnið meira en 100 stigum fleira en næsta lið í keppni bílsmiða og jafnmörg og næstu sex lið samtals. Með tvöföldum sigri í Monza í dag bættu Rubens Barrichello og Michael Schumacher 16 stigum við í sarp Ferrari og hefur liðið þá unnið alls 189 stig í 15 mótum ársins. Eftir eru tvö mót og er þess að vænta að stigin verði rúmlega 200 þegar upp verður staðið. Í öðru sæti er BMW.Williams-liðið með 86 stig og McLaren í því þriðja með 57. Fjórða er Renault með 20 stig, fimmta Sauber með 11 og sjötta Jagúar-liðið með 8 en þar af vann Eddie Irvine fjögur í dag. Og þótt stig liðanna í öðru til sjötta sæti séu lögð saman eru þau ekki jafnmörg og stig Ferrari, eða 182. Verður það ekki fyrr en stig Jordan í sjöunda sæti, 7, hafa verið lögð við að jafnt er, þ.e. 189:189. Sigur Barrichello er hans þriðji í ár og fjórði á ferlinum; vann fyrst í Hockenheim árið 2000 og auk sigurs- ins í Monza vann hann Evrópukapp- aksturinn í Nürburgring og Ung- verska kappaksturinn fyrir mánuði. Schumacher setti met í Monza hvað varðar unninn stigafjölda á einni og sömu vertíðinni, átti sjálfur gamla metið frá í fyrra. Er kominn með 128 stig en gamla metið var 123 stig. Ann- ar áfangi í sögu Formúlu-1 var stig- inn í Monza er Sauber-ökuþórarnir óku með svonefndan HANS-kraga sem er sérstök brynja er hvílir á öxl- um ökuþórsins og er ætlað að verja höfuð hans í ákeyrslu. Annar ökuþór- anna, unggæðingurinn Felipe Massa, komst einnig á spjöld sögunnar fyrir að verða fyrstur ökuþóra til að þurfa sæta þeirri refsingu að vera færður niður um 10 sæti á rásröð í næsta kappakstri fyrir akstursbrot. Var hann gerður ábyrgur fyrir háhraða- samstuði þeirra Pedro de la Rosa hjá Jagúar sem varð til þess að báðir féllu úr leik. Vinni hann ráspólinn í In- dianapolis eftir hálfan mánuð fær hann ekki að leggja af stað framar en í 11. sæti. Bensínfótur Coulthards þungur Loks setti Skotinn David Coult- hard hjá McLaren met sem honum finnst tæpast til að stæra sig af en hann var sektaður um 8.500 dollara eða rúmlega 700.000 krónur, fyrir að aka of hratt við bílskúrana í Monza. Þótt Formúla-1 snúist um að aka sem hraðast þá gilda strangar reglur um hámarkshraða í akreininni meðfram þjónustusvæðum liðanna, öðrum orð- um bílskúrareininni. Frjálsu æfing- arnar í Monza á föstudag voru tæpast byrjaðar, innan við mínúta liðin, er Coulthard mældist á 77 km/klst hraða út úr reininni en að hámarki mátti hann vera á 70 km. Þyngsli bensínfót- arins eru Coulthard einkar dýrkeypt að þessu sinni þar sem hann hefur áð- ur gerst sekur um brot af þessu tagi á vertíðinni. Jacques Villeneuve hjá BAR gerði sitt til þess að reyna að slá Coulthard við, því hann mældist síðar um daginn á 76 km/klst hraða út úr reininni. Hlaut hann 8.000 dollara sekt fyrir vikið. Barrichello beitti bestu herfræðinni AP Brasilíski ökuþórinn Rubens Barrichello fagnar sigri sínum á Monza-brautinni ásamt heimsmeist- aranum Michael Schumacher. Með sigrinum er Barrichello nánast öruggur með annað sætið. MICHAEL Schumacher sagði tvöfaldan sigur Ferrari-liðsins í Monza, mekka ítalskra aksturs- íþrótta – á sunnudaginn, hafa verið eins og óraunverulegan draum; fyrirfram hefði liðið ekki haft væntingar í þá veru vegna eðlis brautarinnar. Vegna óvissu um herfræði mótherjanna hjá BMW.Williams valdi Rubens Barrichello að leggja upp með tveggja þjónustustoppa áætlun. Reyndist það frábrugðið keppn- isáætlun annarra helstu öku- þóra og var í raun lykillinn að sigri hans á sunnudag. Ók hann stórvel eftir glæsilegt viðbragð á léttari bíl en aðrir og var í sjö- unda himni í lokin. Ágúst Ásgeirsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.