Morgunblaðið - 18.10.2002, Side 6

Morgunblaðið - 18.10.2002, Side 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐ lokinni 60 þúsund mílna sigl- ingu um öll heimsins höf og með nokkur siglingaheimsmet að baki er hinn rússneski Nikolay Litau, skipstjóri á skútunni Andrési post- ula, orðinn reynslunni ríkari eftir sex ára ævintýramennsku. Þessi 46 ára gamli fyrrverandi starfsmaður byggingafyrirtækis í Moskvu sagði upp vinnunni fyrir áratug og einsetti sér að sigla um- hverfis jörðina. Seinni hluta leið- angursins er svo gott sem lokið en Nikolay á eftir að sigla frá Reykja- vík til Sankti Pétursborgar og áætlar að komast þangað 14. nóv- ember, nákvæmlega sex árum eft- ir að leiðangurinn hófst. Sex manna áhöfn er á Andrési postula en alls hafa 20 manns verið munstraðir á skútuna undanfarin sex ár. Skútan kom til Reykjavíkur fyrir tæpri viku frá Grænlandi eft- ir eins árs leiðangur kringum Am- eríku. Leiðangurinn í heild nefnist „Stóra áttan“ sem vísar til tveggja hringja sem hin farsæla skúta hef- ur markað á heimskortið, annars vegar í kringum Evrópu, Asíu, Ástralíu og Afríku (1996–1999) og hins vegar í kringum Suður- og Norður-Ameríku (2001–2002). Andrés postuli er 25 tonna skúta, sérsmíðuð fyrir siglingar á norðurslóðum. Hún er 16,2 m löng og 4,8 m breið, tvímöstruð með 19 metra aðalsegli, búin 85 hestafla dísilvél og ristir 2,7 metra. Leiðangursmenn hafa hreppt storma og laskað skútuna í hafís en ávallt getað haldið leiðangr- inum áfram þrátt fyrir áföll. Aldr- ei mun skútu hafa verið siglt suður fyrir suðurheimskautsbaug fyrr en Nikolay og félagar gerðu það á Ameríkuhring sínum í vetur. Ferðin hófst 14. október 2001 í London og byrjaði þeim vel suður til Buenos Aires á leið sinni að Bellingshausen á Suðurskauts- landinu. Vandræðin hófust hins vegar fyrir alvöru þegar komið var norður fyrir Kanada á leið austur til Grænlands um N-Íshafið. „Á Boufort-hafinu var mikill ís sem gerði það að verkum að við þurftum að bíða dögum saman eft- ir betri skilyrðum,“ segir Nikolay. Þannig mjakaði Andrés postuli, sem þykir öruggur og stöðugur en ekki hraðskreiður, sér áfram einn dag í senn en varð síðan að bíða dögum saman uns hægt var að sigla áfram, en aðeins stutt í einu áður en margra daga bið tók við á ný. „Þegar við komum svo inn í McKenzie-flóann festumst við í ísnum, sem þrýsti á skútuna og skemmdi ratsjána okkar. Ísinn lyfti skútunni þangað til hún hall- aðist 10 til 20 gráður á stjórn- borða. Þannig hélt ísinn okkur í greip sinni í þrjá daga uns hann losaði takið. Þá komu skemmd- irnar í ljós, auk þess sem skrúfan hafði skemmst líka.“ Frásögn Nik- olays minnir helst á frægan heim- skautaleiðangur skipsins Karluks árið 1913, sem endaði með ósköp- um. Í Kanada tókst að gera við Andrés postula áður en ferðinni var haldið áfram þegar aðstæður loksins leyfðu. Í millitíðinni fengu þeir slæmar fréttir frá kanadísku strandgæslunni sem tjáði þeim að siglingaleiðin austur á bóginn hefði lokast vegna íss þetta árið og áhöfnin yrði að finna sér einhvern vetrardvalarstað. „Þetta voru mjög vondar fréttir fyrir okkur – en nokkrum dögum síðar fékk ég tölvupóst frá strand- gæslunni sem sagði að við gætum siglt í kjölfar ísbrjóts ef við vild- um. Við gripum tækifærið og elt- um ísbrjótinn í tvo daga áður en við komumst á auðan sjó á ný.“ Þess má geta að önnur skúta varð Andrési postula samferða yfir Ís- hafið, en þar var á ferðinni áhöfn eingöngu skipuð konum í fyrsta leiðangri sinnar tegundar yfir Ís- hafið. Andrés postuli komst síðan til vesturstrandar Grænlands og þaðan lá leiðin fyrir suðurodda Grænlands áleiðis til Reykjavíkur, þar sem Íslendingar tóku vel á móti þeim með ókeypis eldsneyti frá Essó og vistum og varahlutum frá Fiskafurðum-útgerð. Á fyrri hluta leiðangursins tókst Nikolay fyrstum manna að sigla skútu yfir Norður-Íshafið norðan Rússlands og varð annar í heim- inum til að sigla yfir það norðan Kanada. Við frostmark í káetunni Ferðafélagar Nikolays eru á aldrinum 20 til 55 ára, hámennt- aðir menn, að undanskildum þeim tvítuga sem er enn í skóla, en með honum hafa verið verkfræðingar, læknar, tannlæknir og efnafræð- ingur. Á löngum siglingum hafa menn talsverðan frítíma og álit- legt bókasafn er í káetunni. Ágæt- isrými er í henni svo ekki er hægt að ímynda sér að illa fari um menn. „Það er ekki mjög hlýtt hérna,“ segir Nikolay, aðspurður um aðbúnaðinn. „En það er alveg nógu hlýtt, um 18 gráða hiti. Gamli hitarinn okkar var hins veg- ar alltaf að bila og þegar lofthitinn úti fór niður í 10 stiga frost var við frostmark hérna inni,“ segir hann. Þessum einstæða ævintýraleið- angri er að ljúka, en Nikolay bara brosir þegar hann er spurður hvað taki við að honum loknum – virðist ekki hafa áhyggjur af framtíðinni. Hann sagði upp vinnunni á sínum tíma og segist ekki á leiðinni í byggingavinnuna aftur. Tekjur hans undanfarin ár hafa einvörð- ungu komið frá styrktaraðilum og ekki treystandi á þær að leiðangri loknum. „Kannski verð ég þjálfari sigl- ingamanna,“ segir hann. „Í Rúss- landi er fullt af efnuðu fólki sem getur keypt sér skútu. Hvað varð- ar leiðangra er ekki auðvelt að takast á hendur nýja, því það er búið að setja svo mörg met.“ Rússar að ljúka einstæðum skútu- leiðangri í kring- um hnöttinn Heimskauts- ísinn sleppti Andrési postula úr klóm sínum Morgunblaðið/ÞorkellNikolay Litau, rússneskur ævintýramaður á heimleið á skútu sinni, Andrési postula. KRISTRÚN Heimisdóttir, lögfræð- ingur hjá Samtökum iðnaðarins, segir í pistli sem birtur er á vefsíðu samtakanna, að misskilningur hafi ítrekað ráðið ferðinni við innleiðingu tilskipana frá Evrópusambandinu, skv. EES-samningnum, og slíkt geti valdið óþörfum útgjöldum og óhag- ræði. Er sem dæmi nefnt nýtt eft- irlitskerfi með landflutningum, sem komið hafi verið á með reglugerð um vöru- og efnisflutninga sem sam- gönguráðuneytið gaf út á síðasta ári. Jóhann Guðmundsson, skrifstofu- stjóri í samgönguráðuneytinu, vísar þessu á bug í samtali við Morgun- blaðið. Í greininni segir Kristrún m.a.: ,,Samtök iðnaðarins hafa ítrekað orðið þess vör á undanförnum árum að rangur skilningur á reglum frá Brussel er orðið vandamál í íslenskri stjórnsýslu. Nýjasta dæmið er um- fangsmikið eftirlitskerfi með land- flutningum sem búið er að taka upp á Íslandi. Vegagerðin annast eftirlit- ið og stöðvar nú bíla á vegum lands- ins til að kanna hvort þeir hafi greitt sérstakt rekstrarleyfisgjald. Samgönguráðuneytið gaf út í des- ember á síðasta ári reglugerð nr. 983/2001 um vöru- og efnisflutninga á landi. Þar eru gerðar miklar og íþyngjandi kröfur til flutningsaðila, m.a. um að þeir framvísi skjölum af margvíslegu tagi þegar sótt er um rekstrarleyfi svo sem rekstraráætl- unum fyrir yfirstandandi ár og hið næsta, staðfestingu löggilts endur- skoðanda, sakavottorð og yfirlýsing- ar frá sveitarfélagi um að viðkom- andi skuldi ekki opinber gjöld. Tilgangurinn með þessu umfangs- mikla eftirlitskerfi er alls óljós og er ekki skilgreindur af samgönguráðu- neytinu í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 73/2001 sem var undan- fari reglugerðarinnar. Svo virðist sem íslenska stjórnsýslan hafi staðið í þeirri trú að hún yrði að taka upp þetta umfangsmikla kerfi vegna skuldbindinga Íslands samkvæmt EES-samningum. Þegar að er gáð sést að það er misskilningur,“ segir í greininni. Þar segir ennfremur að tilskipanir ESB á þessu sviði eigi við um flutninga á landi milli ríkja en slíkir flutningar séu augljóslega lítt stundaðir til og frá Íslandi. Segir reglurnar settar í nánu samráði við flutningagreinar ,,Ég er gjörsamlega ósammála þessu. Þetta er bara vitleysa,“ segir Jóhann Guðmundsson, skrifstofu- stjóri í samgönguráðuneytinu. ,,Lög- gjöfin kemur frá Evrópusamband- inu og er tekin hér upp með litlum breytingum. Haft var náið samráð við flutningagreinarnar og við urð- um ekki vör við annað en þær hefðu ýtt á að þetta yrði tekið upp,“ segir hann. Jóhann segir einnig að flutninga- greinarnar hafi sjálfar sýnt áhuga á að koma á fót faglegum grundvelli og ekki sé hægt að halda því fram að Evrópureglurnar væru mjög íþyngj- andi. Þær snúist fyrst og fremst um að tryggja góða starfshæfni í grein- inni. ,,Landvari - félag landflutninga- manna hélt námskeið í samráði við Háskólann á Akureyri fyrir sína menn áður en lögin tóku gildi vegna þess að félagið var svo áhugasamt um að koma þessu kerfi á,“ segir Jó- hann ennfremur. Aðspurður hvort tilskipunin eigi eingöngu við um flutninga á landi milli ríkja segir Jóhann að á því sé enginn munur því hver sá sem hafi flutningaleyfi hafi leyfi til að aka um á öllu EES-svæðinu. ,,Það eru engin önnur flutningaleyfi gefin út,“ segir hann. ESB-tilskipanir oft innleiddar fyrir misskilning að mati lögfræðings Samtaka iðnaðarins Samgönguráðuneytið vísar gagnrýni á bug HÆSTIRÉTTUR mildaði í gær dóm yfir 23 ára manni, sem Héraðs- dómur Reykjaness dæmdi í vor til að greiða 600 þúsund krónur í sekt fyrir fíkniefnabrot. Var sekt ákærða lækkuð í 200 þúsund krónur í Hæstarétti, sem gerði og upptæk 3,72 grömm af kókaíni. Hæstiréttur taldi að málsgögn veittu vísbendingu um að ákærði hefði selt fíkniefni, en á hinn bóginn hefði lögregla aðeins lagt hald á 3,72 grömm af kókaíni við húsleit. Taldi Hæstiréttur m.a. í dómi sínum ekki nægilega sannað að ákærði hefði ætlað fíkniefnin til sölu að hluta til né að þeir peningar, 66 þúsund krónur, sem héraðsdómur gerði upptæka hefðu verið andvirði sölu fíkniefna. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms um sakfell- ingu ákærða að öðru leyti en því að hann var sýknaður af þeirri háttsemi að hafa ætlað fíkniefnin til sölu. Sekt vegna fíkniefna- brots lækkuð í Hæstarétti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.