Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 20

Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ PAUL O’Neill, sem sagði af sér embætti fjármálaráðherra Bandaríkjanna í gær, er þekktur fyrir hreinskilni og hispursleysi og þessi eiginleiki hans hefur oft komið honum í vandræði. O’Neill hefur verið mjög um- deildur frá því að hann tók við embættinu 20. janúar 2001. Hann lét þá af stjórnarfor- mennsku í Alcoa, stærsta álfyr- irtæki heims, og sætti harðri gagnrýni þegar hann sagðist ætla að halda hlutabréfum sínum í fyrirtækinu að verðmæti 100 milljónir dollara, andvirði 8,6 milljarða króna. Þeir sem gagn- rýndu þetta sögðu að hætta væri á hagsmunaárekstrum og fjár- málaráðherrann lét loks undan og seldi hlutabréfin. Reyndist ekki sannspár Sem helsti talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum var O’Neill oft gagnrýndur fyrir að vera ýmist of ákafur í því að spá efnahags- bata eða áhugalaus um þróunina á mörkuðunum. Þegar kauphöllin í New York var opnuð að nýju eftir hryðju- verkin 11. september í fyrra spáði O’Neill því að hlutabréfa- vísitalan Dow Jones yrði hærri en nokkru sinni fyrr innan eins og hálfs árs. Þegar gengi banda- rískra hlutabréfa snarlækkaði þennan dag sagði hann að þeir sem seldu hlutabréfin myndu iðrast þess síðar. Hann gerði einnig lítið úr spám um efna- hagslegan samdrátt í Bandaríkj- unum á þessum tíma en þær reyndust réttar. Nokkrum mánuðum eftir að O’Neill tók við embættinu snar- lækkaði gengi bandarískra hlutabréfa og Dow Jones-vísital- an hafði ekki lækkað jafnmikið á einni viku í ellefu ár. „Markað- irnir fara ýmist upp eða niður,“ var það eina sem hann hafði að segja við milljónir fjárfesta sem töpuðu á verðfallinu. Óvinsæll meðal repúblikana O’Neill lýsti eitt sinn tillögum repúblikana um aðgerðir til að blása nýju lífi í efnahaginn sem „sýndarmennsku“ og þau um- mæli urðu til þess að margir repúblikanar á þinginu kröfðust þess að hann segði af sér. Eftir að Bush lagði háa refsi- tolla á innflutt stál til að bæta stöðu bandarískra stálfyrirtækja sagði O’Neill í ræðu að til lengri tíma litið væru tollarnir engin lausn á vanda fyrirtækjanna. Störfin sem stefnt væri í hættu með tollunum, þ.e. í fyrirtækjum sem nota stál, væru fleiri en störfin í stálfyrirtækjunum sem tollarnir vernduðu. „Fyrirtæki koma og fara. Það er snilldin á bak við kapítalism- ann,“ sagði O’Neill um gjaldþrot bandaríska orkurisans Enron. Hann kvaðst aldrei hafa íhugað þann möguleika að reyna að koma í veg fyrir gjaldþrotið þótt hundruð starfsmanna fyrirtæk- isins misstu allt lífeyrissparifé sitt þegar gengi hlutabréfa í Enron hrundi. Axarsköft og vanhugsuð til- svör O’Neills leiddu stundum til skyndilegs verðfalls á mörkuð- um í Wall Street. Sjálfur kvaðst hann ekkert skilja í því hvers vegna fjárfestar hefðu svo mik- inn áhuga á því hvað hann segði. Þóttu þau ummæli ekki vekja tiltrú á ráðherranum eða gefa til kynna að hann gerði sér grein fyrir ábyrgð sinni. Bush forseti og aðstoðarmenn hans vörðu þó O’Neill. „Forset- inn er hrifinn af hispurslausri og hreinskilinni framgöngu hans,“ sagði talsmaður Bush, Ari Fleischer, í fyrra. Vinur Cheneys og Greenspans O’Neill er 67 ára, fæddist í St. Louis í Missouri, og er af fátæku fólki kominn. Hann hóf störf sem kerfisfræðingur við aðalskrif- stofu ráðuneytis sem fer með málefni uppgjafarhermanna árið 1961 og tók síðar MA-próf í op- inberri stjórnsýslu við Indiana- háskóla. Hann varð aðstoðar- skrifstofustjóri fjárlagaskrif- stofu Bandaríkjaforseta í forsetatíð Geralds Fords. Þar kynntist hann Dick Cheney varaforseta, sem mælti með hon- um í fjármálaráðherraembættið, og Alan Greenspan, en þeir eru nánir vinir. O’Neill varð aðstoðarforstjóri pappírsvörufyrirtækisins Int- ernational Papers árið 1977 og forstjóri þess 1985. Hann var ráðinn stjórnarformaður og aðal- framkvæmdastjóri Alcoa tveim- ur árum síðar og þótti mjög far- sæll í því starfi. Hreinskilni kom O’Neill oft í vanda Washington. AP. ’ Missti tiltrú fjár-festa vegna van- hugsaðra um- mæla. ‘ TÍU Palestínumenn voru drepnir í fyrrinótt þegar Ísraelar fóru með um 40 skriðdreka og brynvarða bíla, studda herþyrlum, inn í þéttskipaðar flóttamannabúðir á Gaza-svæðinu, að því er haft var eftir palestínsku hjúkrunarfólki. Innrásin í al-Bureij- flóttamannabúðirnar, sem Palest- ínumenn sögðu hafa verið „fjölda- morð“, var gerð nokkrum klukku- stundum eftir að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði að al- Qaeda, samtök Osama bin Ladens, væru með starfsemi á Gaza-svæðinu. Þegar ísraelsku hermennirnir hurfu á brott höfðu 19 Palestínu- menn að auki verið særðir, þar af fimm alvarlega. Fjórir meðlimir einnar fjölskyldu voru drepnir þegar kúla úr skriðdrekabyssu lenti á húsi þeirra. Til harðra átaka kom milli ísraelskra hermanna og vopnaðra Palestínumanna. Yfirmaður ísr- aelska hersins á Gaza sagði í út- varpsviðtali að fjórir þeirra sem voru drepnir hefðu verið meðlimir í harð- línusamtökum íslamista, Hamas. Á blaðamannafundi í Tel Aviv í fyrradag fullyrti Sharon að skjóls- húsi væri skotið yfir útsendara al- Qaeda í Líbanon og á Gaza, en talið er að al-Qaeda hafi staðið að tveim tilræðum sem kostuðu þrjá Ísraela lífið í Kenýa í síðustu viku. Nabil Abu Rudeina, náinn ráðgjafi Yassers Arafats Palestínuleiðtoga, fordæmdi innrásina í flóttamanna- búðirnar og sagði hana vera „enn eitt fjöldamorðið og glæpurinn sem beint er gegn þjóð okkar“. Í innrásinni sprengdu ísraelsku hermennirnir m. a. í loft upp hús Aymans Chechnyas, sem er háttsett- ur meðlimur í samtökum vopnaðra sveita á Gaza. Ísraelski herinn sagði að Chechnya væri ábyrgur fyrir fjölda árása á ísraelska landnema á Gaza og drápi á þrem hermönnum í mars. Herinn er nýverið farinn að beita þeirri aðferð að sprengja hús í loft upp í „herför gegn hryðjuverkastarf- semi“. Síðan í sumar hafa um 100 hús verið eyðilögð með þessum hætti. Reuters Palestínskur drengur við rústir húss sem ísraelski herinn eyðilagði í Bureij-flóttamannabúðunum. Tíu drepnir á Gaza Bureij-flóttamannabúðunum. AFP. AKHMED Zakajev, sendimaður for- seta Tétsníu, var handtekinn á Heathrow-flugvelli í London að beiðni rússneskra yfirvalda í fyrrakvöld, fjórum dögum eftir að dönsk yfirvöld létu hann lausan úr fangelsi og höfn- uðu beiðni Rússa um að framselja hann. Dómari í London leysti Zakajev úr haldi gegn tryggingu í gærmorgun og Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, mótmælti þeirri ákvörðun harðlega. Ívanov líkti Zakajev við Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtak- anna al-Qaeda. „Ég spyr sjálfan mig hvað myndi gerast ef annar hryðju- verkamaður, bin Laden, kæmi til London eins og Zakajev og ef bin Laden hefði tilkynnt að hryðjuverka- menn væru að undirbúa nýjar árásir á óbreytta borgara og skotmörk í Bandaríkjunum,“ sagði Ívanov. „Myndi lögreglan tala við hann á lög- reglustöð og láta hann síðan lausan?“ Ívanov skírskotaði til viðtals við Zakajev sem birt var í breska dag- blaðinu The Guardian í gær. Zakajev sagði þar að Tétsenar væru orðnir svo örvæntingarfullir vegna ástandsins í Tétsníu að þeir kynnu að grípa til óyndisúrræða. Rússar saka Zakajev um að hafa drepið, með aðstoð annarra, að minnsta kosti 300 rússneska her- og lögreglumenn í ágúst 1996. Redgrave greiddi trygginguna Breska leikkonan Vanessa Red- grave greiddi tryggingarféð fyrir Zakajev sem hafði búið á heimili hennar í London frá því í janúar síð- astliðnum og þar til hann var hand- tekinn í Kaupmannahöfn 30. október. Rússneskt vegabréf Zakajevs var tekið af honum til að hann gæti ekki farið frá Bretlandi. Hann á að koma aftur fyrir dómara á miðvikudaginn kemur vegna framsalsbeiðni Rússa. Zakajev leystur úr haldi gegn tryggingu í London London. AP, AFP. mbl.isFRÉTTIR www.bolstrun.is/hs Almenn bólstrun - Bílasætaviðgerðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.