Morgunblaðið - 07.12.2002, Síða 20

Morgunblaðið - 07.12.2002, Síða 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ PAUL O’Neill, sem sagði af sér embætti fjármálaráðherra Bandaríkjanna í gær, er þekktur fyrir hreinskilni og hispursleysi og þessi eiginleiki hans hefur oft komið honum í vandræði. O’Neill hefur verið mjög um- deildur frá því að hann tók við embættinu 20. janúar 2001. Hann lét þá af stjórnarfor- mennsku í Alcoa, stærsta álfyr- irtæki heims, og sætti harðri gagnrýni þegar hann sagðist ætla að halda hlutabréfum sínum í fyrirtækinu að verðmæti 100 milljónir dollara, andvirði 8,6 milljarða króna. Þeir sem gagn- rýndu þetta sögðu að hætta væri á hagsmunaárekstrum og fjár- málaráðherrann lét loks undan og seldi hlutabréfin. Reyndist ekki sannspár Sem helsti talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum var O’Neill oft gagnrýndur fyrir að vera ýmist of ákafur í því að spá efnahags- bata eða áhugalaus um þróunina á mörkuðunum. Þegar kauphöllin í New York var opnuð að nýju eftir hryðju- verkin 11. september í fyrra spáði O’Neill því að hlutabréfa- vísitalan Dow Jones yrði hærri en nokkru sinni fyrr innan eins og hálfs árs. Þegar gengi banda- rískra hlutabréfa snarlækkaði þennan dag sagði hann að þeir sem seldu hlutabréfin myndu iðrast þess síðar. Hann gerði einnig lítið úr spám um efna- hagslegan samdrátt í Bandaríkj- unum á þessum tíma en þær reyndust réttar. Nokkrum mánuðum eftir að O’Neill tók við embættinu snar- lækkaði gengi bandarískra hlutabréfa og Dow Jones-vísital- an hafði ekki lækkað jafnmikið á einni viku í ellefu ár. „Markað- irnir fara ýmist upp eða niður,“ var það eina sem hann hafði að segja við milljónir fjárfesta sem töpuðu á verðfallinu. Óvinsæll meðal repúblikana O’Neill lýsti eitt sinn tillögum repúblikana um aðgerðir til að blása nýju lífi í efnahaginn sem „sýndarmennsku“ og þau um- mæli urðu til þess að margir repúblikanar á þinginu kröfðust þess að hann segði af sér. Eftir að Bush lagði háa refsi- tolla á innflutt stál til að bæta stöðu bandarískra stálfyrirtækja sagði O’Neill í ræðu að til lengri tíma litið væru tollarnir engin lausn á vanda fyrirtækjanna. Störfin sem stefnt væri í hættu með tollunum, þ.e. í fyrirtækjum sem nota stál, væru fleiri en störfin í stálfyrirtækjunum sem tollarnir vernduðu. „Fyrirtæki koma og fara. Það er snilldin á bak við kapítalism- ann,“ sagði O’Neill um gjaldþrot bandaríska orkurisans Enron. Hann kvaðst aldrei hafa íhugað þann möguleika að reyna að koma í veg fyrir gjaldþrotið þótt hundruð starfsmanna fyrirtæk- isins misstu allt lífeyrissparifé sitt þegar gengi hlutabréfa í Enron hrundi. Axarsköft og vanhugsuð til- svör O’Neills leiddu stundum til skyndilegs verðfalls á mörkuð- um í Wall Street. Sjálfur kvaðst hann ekkert skilja í því hvers vegna fjárfestar hefðu svo mik- inn áhuga á því hvað hann segði. Þóttu þau ummæli ekki vekja tiltrú á ráðherranum eða gefa til kynna að hann gerði sér grein fyrir ábyrgð sinni. Bush forseti og aðstoðarmenn hans vörðu þó O’Neill. „Forset- inn er hrifinn af hispurslausri og hreinskilinni framgöngu hans,“ sagði talsmaður Bush, Ari Fleischer, í fyrra. Vinur Cheneys og Greenspans O’Neill er 67 ára, fæddist í St. Louis í Missouri, og er af fátæku fólki kominn. Hann hóf störf sem kerfisfræðingur við aðalskrif- stofu ráðuneytis sem fer með málefni uppgjafarhermanna árið 1961 og tók síðar MA-próf í op- inberri stjórnsýslu við Indiana- háskóla. Hann varð aðstoðar- skrifstofustjóri fjárlagaskrif- stofu Bandaríkjaforseta í forsetatíð Geralds Fords. Þar kynntist hann Dick Cheney varaforseta, sem mælti með hon- um í fjármálaráðherraembættið, og Alan Greenspan, en þeir eru nánir vinir. O’Neill varð aðstoðarforstjóri pappírsvörufyrirtækisins Int- ernational Papers árið 1977 og forstjóri þess 1985. Hann var ráðinn stjórnarformaður og aðal- framkvæmdastjóri Alcoa tveim- ur árum síðar og þótti mjög far- sæll í því starfi. Hreinskilni kom O’Neill oft í vanda Washington. AP. ’ Missti tiltrú fjár-festa vegna van- hugsaðra um- mæla. ‘ TÍU Palestínumenn voru drepnir í fyrrinótt þegar Ísraelar fóru með um 40 skriðdreka og brynvarða bíla, studda herþyrlum, inn í þéttskipaðar flóttamannabúðir á Gaza-svæðinu, að því er haft var eftir palestínsku hjúkrunarfólki. Innrásin í al-Bureij- flóttamannabúðirnar, sem Palest- ínumenn sögðu hafa verið „fjölda- morð“, var gerð nokkrum klukku- stundum eftir að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði að al- Qaeda, samtök Osama bin Ladens, væru með starfsemi á Gaza-svæðinu. Þegar ísraelsku hermennirnir hurfu á brott höfðu 19 Palestínu- menn að auki verið særðir, þar af fimm alvarlega. Fjórir meðlimir einnar fjölskyldu voru drepnir þegar kúla úr skriðdrekabyssu lenti á húsi þeirra. Til harðra átaka kom milli ísraelskra hermanna og vopnaðra Palestínumanna. Yfirmaður ísr- aelska hersins á Gaza sagði í út- varpsviðtali að fjórir þeirra sem voru drepnir hefðu verið meðlimir í harð- línusamtökum íslamista, Hamas. Á blaðamannafundi í Tel Aviv í fyrradag fullyrti Sharon að skjóls- húsi væri skotið yfir útsendara al- Qaeda í Líbanon og á Gaza, en talið er að al-Qaeda hafi staðið að tveim tilræðum sem kostuðu þrjá Ísraela lífið í Kenýa í síðustu viku. Nabil Abu Rudeina, náinn ráðgjafi Yassers Arafats Palestínuleiðtoga, fordæmdi innrásina í flóttamanna- búðirnar og sagði hana vera „enn eitt fjöldamorðið og glæpurinn sem beint er gegn þjóð okkar“. Í innrásinni sprengdu ísraelsku hermennirnir m. a. í loft upp hús Aymans Chechnyas, sem er háttsett- ur meðlimur í samtökum vopnaðra sveita á Gaza. Ísraelski herinn sagði að Chechnya væri ábyrgur fyrir fjölda árása á ísraelska landnema á Gaza og drápi á þrem hermönnum í mars. Herinn er nýverið farinn að beita þeirri aðferð að sprengja hús í loft upp í „herför gegn hryðjuverkastarf- semi“. Síðan í sumar hafa um 100 hús verið eyðilögð með þessum hætti. Reuters Palestínskur drengur við rústir húss sem ísraelski herinn eyðilagði í Bureij-flóttamannabúðunum. Tíu drepnir á Gaza Bureij-flóttamannabúðunum. AFP. AKHMED Zakajev, sendimaður for- seta Tétsníu, var handtekinn á Heathrow-flugvelli í London að beiðni rússneskra yfirvalda í fyrrakvöld, fjórum dögum eftir að dönsk yfirvöld létu hann lausan úr fangelsi og höfn- uðu beiðni Rússa um að framselja hann. Dómari í London leysti Zakajev úr haldi gegn tryggingu í gærmorgun og Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, mótmælti þeirri ákvörðun harðlega. Ívanov líkti Zakajev við Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtak- anna al-Qaeda. „Ég spyr sjálfan mig hvað myndi gerast ef annar hryðju- verkamaður, bin Laden, kæmi til London eins og Zakajev og ef bin Laden hefði tilkynnt að hryðjuverka- menn væru að undirbúa nýjar árásir á óbreytta borgara og skotmörk í Bandaríkjunum,“ sagði Ívanov. „Myndi lögreglan tala við hann á lög- reglustöð og láta hann síðan lausan?“ Ívanov skírskotaði til viðtals við Zakajev sem birt var í breska dag- blaðinu The Guardian í gær. Zakajev sagði þar að Tétsenar væru orðnir svo örvæntingarfullir vegna ástandsins í Tétsníu að þeir kynnu að grípa til óyndisúrræða. Rússar saka Zakajev um að hafa drepið, með aðstoð annarra, að minnsta kosti 300 rússneska her- og lögreglumenn í ágúst 1996. Redgrave greiddi trygginguna Breska leikkonan Vanessa Red- grave greiddi tryggingarféð fyrir Zakajev sem hafði búið á heimili hennar í London frá því í janúar síð- astliðnum og þar til hann var hand- tekinn í Kaupmannahöfn 30. október. Rússneskt vegabréf Zakajevs var tekið af honum til að hann gæti ekki farið frá Bretlandi. Hann á að koma aftur fyrir dómara á miðvikudaginn kemur vegna framsalsbeiðni Rússa. Zakajev leystur úr haldi gegn tryggingu í London London. AP, AFP. mbl.isFRÉTTIR www.bolstrun.is/hs Almenn bólstrun - Bílasætaviðgerðir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.