Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 42
Streitan má ekki ýta ánægju-
stundum til hliðar um jólin
Sæll Björn, ég var að velta fyrir mér jólunum –
mér finnst ég ekki ná að njóta þeirra nægilega.
Bæði er maður að vinna mikið, kaupir jólagjafir
á hlaupum, alveg fram á Þorláksmessu, og svo er
maður pirraður heima fyrir þannig að rifrildin
eru fleiri. Svo langar mig alltaf að gefa börn-
unum mínum góð jól, betri en ég hafði með
drykkju og látum. Er hægt að eiga ánægjuleg jól
án streitu?
SVAR Jólin eru eins og þú segir anna-samur tími þar sem allir hafa
mikið að gera og væntingar eru miklar. Þessu
fylgir óumflýjanleg streita og margir tækju
frekar undir lagið ef textinn væri „bráðum
koma „stressuð“ jólin“. Það er rauninni margt
sem hægt er að gera til að minnka þessa
streitu, þótt í raun og veru sé erfitt að losna al-
veg við hana. Það er nefnilega þannig að jól,
fæðing barns og brúðkaup eru hjá okkur ekki
aðeins ánægjulegir tímar heldur líka miklir
streituvaldar. Það er hins vegar ekki þar með
sagt að við eigum að hætta að gifta okkur, eign-
ast börn og halda jólin. Því vonandi eru það, hjá
flestum okkar, ánægjustundirnar sem standa
upp úr. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir
álaginu, sem þessir atburðir geta valdið, og
setja sér markmið um hvað sé mikilvægast að
fá út úr jólunum og skipuleggja sig í tíma. Hér
er mikilvægt að ætla sér ekki of mikið. Ef það
að baka færri smákökusortir gefur okkur meiri
„jólaskapstíma“ með fjölskyldunni, þarf endi-
lega að íhuga það. Því að á endanum vill fólk
frekar sjá þig glaða(n) um jólin en útkeyrða(n)
og pirraða(n) eftir allan „flotta“ undirbúning-
inn. Þegar ég bjó í Danmörku er mér mjög
minnisstætt þegar ég skrapp í nokkrar búðir á
Þorláksmessu. Í þessum búðum, sem ég hafði
oft lagt leið mína í, fékk ég næga og góða þjón-
ustu því að það var nær enginn í búðunum
nema örfáar hræður sem mér heyrðust síðan
flestar tala íslensku.
Ég held að við gætum tekið Dani þarna til
fyrirmyndar, keypt jólagjafir og klárað annan
undirbúning mun fyrr og reynt þannig að njóta
síðustu daganna fyrir jól og hlakka til að nú eru
jólin alveg að koma í stað þess að fyllast kvíða
yfir öllu því sem við eigum eftir að gera. Ef við
þurfum hins vegar að fara í jólaörtröðina væri
ráð að reyna að hlífa börnum okkar við troðn-
ingnum og stressinu sem pirrar bæði börn og
fullorðna. Jólagjafirnar og jólamaturinn hefur
líka eðlilega áhrif á buddu fólks. Fólki finnst að
það ,,verði“ að kaupa t.d. dýran hring handa
konunni, sem tákn um ástina, eða ,,verði“ að
gefa börnunum stóran pakka, þrátt fyrir að
skuldastaðan á heimilinu sé hrikaleg fyrir. Á
jólunum viljum við nefnilega sýna hversu vænt
okkur þykir um okkar nánustu, og bæta bæði
börnum okkar og okkar nánustu upp allan
þann tíma sem við gátum ekki eytt með þeim
fyrr á árinu. Hér er auðvitað ekki hægt að
segja „sleppum jólagjöfum“, en á sama tíma er
mjög mikilvægt að skoða möguleikana eftir því
hvernig fjárhagur okkar lítur út og leggja frek-
ar áherslu á góðar og ánægjulegar stundir með
fjölskyldunni.
Börnin muna frekar eftir góðum jólum en að-
eins dýrara leikfangi.
Það er hins vegar rétt sem þú nefnir að það
er ekki bara undirbúningurinn sem veldur
streitu um jólin, heldur margt annað sem fólk
býr við og upplifir í kringum jól. Börn foreldra,
sem eiga við vímuefnavandamál að stríða, kvíða
oft jólunum þar sem allt fer úr skorðum og í
fyllirí. Svo eru aðrir sem sjálfir upplifðu
drykkjujól og vilja að börnin sín fái betri jól en
þeir áttu sjálfir. Þessir foreldrar eiga þó oft
sjálfir í erfiðleikum með að njóta jólanna vegna
þess að oft gera þeir of miklar kröfur til sjálfra
sín, sem getur gert þeim erfitt fyrir, og minn-
ingarnar ásækja þá. Við þessu getur verið erfitt
að koma með einhverja „lausn“, nema kannski
það að ráðleggja sem flestum að leggja áherslu
á samverustundina um jólin sem er mikilvæg-
ari en hver gjöf. Minna fólk á að leggja áherslu
á að gefa börnum góð jól og sleppa drykkjunni.
Hugsa líka auk þess vel um hvert annað, þá
ættingja og vini sem líður illa eða hafa misst
sína nánustu því fyrir þá eru jólin oft erfið.
Að lokum er hægt að draga þetta saman og
segja að til að blessuð jólin verði ánægjulegri er
mikilvægt að forgangsraða því sem er mik-
ilvægt, skipuleggja jólainnkaupin, þannig að
hægt sé að leggja áherslu á samverustund fjöl-
skyldunnar og reyna þannig að eiga gleðileg
jól.
Gangi þér vel og gleðileg jól.
eftir Björn Harðarson
Ef við þurfum hins vegar að
fara í jólaörtröðina væri ráð
að reyna að hlífa börnum
okkar við troðningnum og
stressinu sem pirrar bæði
börn og fullorðna.
...........................................................
persona@persona.is
Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur.
Lesendur Morg-
unblaðsins geta
komið spurn-
ingum varðandi
sálfræði-, fé-
lagsleg og vinnu-
tengd málefni til sérfræðinga
á vegum persona.is. Senda
skal tölvupóst á persona@per-
sona.is og verður svarið jafn-
framt birt á persona.is.
HEILSA
42 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Íslenskt
náttúruafl
-
fy
ri
r
m
ag
an
n
www.sagamedica.com
TÍÐ umferðarslys leiða hugann að ábyrgð fólks sem kem-
ur að slysstað. Það að koma að slysi hlýtur alltaf að vekja
ugg í brjósti hvers og eins, af hvaða tagi sem slysið er.
Hugsunin vaknar – hvað bíður mín? En á sama tíma vakn-
ar einnig hugsunin – hvað get ég gert? Við höfum lesið og
heyrt um fólk sem sýnt hefur hetjudáð og brugðist við af
snarræði í aðstæðum sem það hafði mismikla reynslu af
og þekkingu á. Fólk sem brást við af því að einhver var í
hættu staddur. Það sem öllu máli skiptir er að þetta voru
manneskjur sem létu sér annt um náungann og létu sig
það eitt varða að koma honum til hjálpar. Það er gömul
saga og ný að fólk hefur komið að manneskju í nauð en
gengið framhjá henni, og dæmi um slíkt eru of algeng
hér á landi þó þau fari oftast hljótt. En nú á dögum, ekki
síður en á dögum Krists, gildir boðskapurinn um að gjöra miskunnarverk á
náunga okkar. Ein af ástæðunum sem fólk ber fyrir sig að það sé svo tíma-
bundið að það geti alls ekki stansað eða staldrað við og hugsunin verður
þessi: – það er einhver til staðar nú þegar – minnar aðstoðar er ekki þörf. Sú
hugsun er röng!
Skilaboð Landlæknisembættsins til okkar allra eru:
Lærum skyndihjálp.
Verum með sjúkrakassa í bílnum.
Munum neyðarsímann 112. Þar er fólk sem hefur sérþekkingu til að leið-
beina um viðbrögð.
Stöldrum ávallt við þegar komið er að slysstað til að athuga hvort aðstoðar
sé þörf.
Þekkjum landið til að geta leiðbeint um staðsetningu. Best er að hafa kort í
bílnum.
Leitumst við að sýna ró og hlynna að þeim sem um sárt eiga að binda.
Síðast en ekki síst – notum öryggisbelti, ökum á löglegum hraða og sam-
kvæmt aðstæðum, okkar vegna og annarra.
Eins og alltaf þegar efla á heilsu og velferð er það samfélagsins alls að
bregðast við ásamt því að hver og einn sýni ábyrgð. Landlæknisembættið vill
koma því á framfæri að við eigum að láta okkur hvert annað varða.
Stöldrum við og sinnum náunganum! Það kemur okkur til góða.
Sigurður Guðmundsson landlæknir
Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur.
Frá Landlæknisembættinu.
Heilsan í brennidepli
Miskunnsami
Samverjinn
Hver er ábyrgð
einstaklings-
ins á slysstað?
VÍSINDAMENN í Hong Kong telja
að þeir hafi nú komist að því hvernig
flensa getur breyst í banvæna plágu.
Tilgáta þeirra er sú að andlát, sem
tengst hafa sérstaklega skæðum af-
brigðum inflúensu, megi rekja til
þess hvernig sjálft ónæmiskerfið
bregst við.
Vonir standa til að þessar niður-
stöður geti hjálpað vísindamönnum
að þróa virka meðferð til að ráða nið-
urlögum þeirra afbrigða veirunnar,
sem kunna að skjóta upp kollinum í
framtíðinni. Sérfræðingar hafa um
nokkurt skeið haldið fram að veiran
stökkbreytist stöðugt og banvænt
afbrigði gæti þá og þegar komið
fram. Árið 1918 blossaði spænska
veikin upp með þeim afleiðingum að
milljónir manna létu lífið í Evrópu og
um 300 manns á Íslandi. Árið 1997
braust út skæð flensa í Hong Kong
og varð 18 manns að bana og var það
afbrigði veirunnar rannsakað í Há-
skólanum í Hong Kong.
Boðefnin lömuðu líffæri
Niðurstaðan var sú að veiran kall-
aði fram mjög kröftug ónæmisvið-
brögð þannig að framleiðsla frumu-
boðefna jókst. Boðefnin gera
líkamanum kleift að drepa skaðlegar
frumur. Vísindamennirnir, sem
stóðu að rannsókninni, telja hins
vegar að boðefnin hafi verið virkjuð
af svo miklum krafti að þau hafi byrj-
að að ráðast á líkamsfrumur og valda
því að líffæri líkamans hættu að
vinna. Þetta gengur þvert á fyrri
kenningar um að veiran sjálf dragi
til dauða.
Greint var frá niðurstöðum rann-
sóknarinnar í tímaritinu The Lancet
og segja höfundarnir víst að brjótast
muni út skæð inflúensa fyrr eða
síðar. Þessar niðurstöður ættu hins
vegar að hjálpa til við að þróa
meðferð gegn nýjum afbrigðum
inflúensuveirunnar.
Rannsókn þessi hefur verið sögð
vel unnin og trúverðug, en hins veg-
ar segja vísindamenn að fara verði
varlega við þróun lyfja, sem eigi að
hafa áhrif á ónæmiskerfið. Eitt sé að
hafa áhrif á framleiðslu boðefna, en
ekki megi draga úr getu ónæmis-
kerfisins til að bregðast við árás
veirunnar.
Reuters
Húsmæður skoða kjúklingabás á markaði í Hong Kong skömmu eftir að
inflúensa, sem rakin var til hænsna, blossaði upp fyrir fimm árum og létust
18 manns. Nú hefur rannsókn á þessu afbrigði inflúensu leitt í ljós niður-
stöður, sem benda til þess að ekki veiran heldur viðbrögð ónæmiskerfisins
hafi dregið fólkið til dauða.
Vísindamenn í Hong Kong rannsaka
banvænt afbrigði inflúensu
Draga ónæmisvið-
brögð til dauða?
Mörkinni 3, sími 588 0640
Glæsilegar
jólagjafir
Góðir skór
Skóbúðin
Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 553 2300
Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.
Moggabúðin
Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.
FASTEIGNIR
mbl.is